Þjóðviljinn - 25.06.1980, Page 4

Þjóðviljinn - 25.06.1980, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 25. júni 1980. UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyf ingar og þjóðfrelsis (Jtgefandi: Útgáfufélag ÞjóBviljans Framkvemdastjóri: EiÖur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan ölafsson Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir. Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson. Umsjónarmaóur Sunnudagsblaðs: Þórunn Siguröardóttir Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: AlfheiÖur Ingadóttir, Einar örn Stefónsson, Guöjón FriÖriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. Iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson Ilandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur:Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa :GuÖrún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir Slmavarsla: ólöf Halldórsdóttir, Sigríöur Kristjónsdóttir. Kflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavfk, slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Stórbœtt jjárhagsstaöa • Sjálfstæðismenn sem skipa minnihluta borgar- stjórnar eiga erf itt með að sætta sig við þá staðreynd að fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar hefur gjörbreyst síð- ast liðin tvö ár og eru nú verulega betri en á valdatímum íhaldsins. Það var einn veigamesti þátturinn í áróðri Sjálfstæðismanna að borgin væri vel rekin og vinstri f lokkunum væri ekki treystandi fyrir f járráðum hennar. • Viðskilnaður Sjálfstæðismanna var þó slíkur að nýi meirihlutinn tók við kosningavíxlum, miklum erlendum skuldum, slæmri greiðslustöðu og vandræðum á f lestum sviðum fjármála borgarinnar. Höfuðviðfangsefni hans á fyrri hluta kjörtímabilsins hef ur verið að koma lagi á fjárreiður borgarrekstursins. • Arsreikningur Reykjavíkurborgar fyrir 1979 sýnir greinilega að fjárhagsstaðan er óðum að styrkjast. Erlend lán borgarsjóðs eru að fullu greidd og hlutfall veltuf jármuna er nú mun hagstæðara en verið hefur um langan tíma. Ef tekið er tillit til tekna borgarinnar þá hafa skuldir Reykjavíkur lækkað um nær helming á þeim tveimur árum sem nýi meirihlutinn hefur farið með stjórn borgarinnar. • Ekki verður þó sagt að ytri aðstæður eða verðbólga haf i verið Reykvíkingum neitt hagstæðari nú en á valda- tíma Sjálfstæðisflokksins. Arangurinn hlýtur því að mega rekja til bættrar og ábyrgari f jármálastjórnar í höfuðborginni. q Oddvitar íhaldsins íborgarmálum berja höfðinu við steininn og segja að skuldirnar hafi aukist þrátt fyrir staðreyndir. Viðskiptavinir borgarinnar hafa sem betur fer aðra sögu að seg ja. Þeir þurfa ekki að koma dag eftir dag með ógreidda reikninga að lokuðum dyrum eins og í borgarstjóratíð Birgis ísleifs Gunnarssonar. Fyrir utan slík greiðsluvandræði hlóðust upp skuldir við viðskipta- bankana. • En tölurnar tala sínu máli. Samkvæmt útreikningum borgarhagfræðings hafa skuldir borgarinnar lækkað úr 6.6 miljörðum frá því um mitt ár 1978 í 5.1 miljarð í árs- lok 1979. Þær hafa því lækkað um 1.5 miljarð í krónutölu og að sjálfsögðu miklu meir ef tekið er tillit til verðbólgu og veltu. Handbært f é borgarsjóðs var 31. maí sl. um 3.5 miljarðar en var um 112 miljónir um mitt ár 1978. Skammtímaskuldir borgarinnar lækkuðu um 1.2 miljarða frá síðustu áramótum til maíloka eða úr 3.5 miljörðum í 2.3 miljarða króna. • Endaþótt það sé erfitt fyrir Sjálfstæðismenn að kyngja því þá er það samt staðreyndin að f járhagsstaða borgarinnar hefur sjaldan eða aldrei verið betri en um þessar mundir. —ekh Atvinnan í húfi • Ríkisstjórnin hefur nú gert samþykkt um hvernig hún fyrir sitt leyti hyggst bregðast við vanda frysti- iðnaðarins í landinu. ( fyrsta lagi verður framhaldið hægfara gengisaðlögun fram eftir sumri, sem gæti haft í för með sér um 6% gengissig. Skyndiátak verður gert í markaðsmálum og stefnt að því að marka um leið f ram- búðarstefnu á því sviði. • Til þess að mæta auknum birgðahaldskostnaði hef ur peningastofnunum verið falið að undirbúa skuldabreyt- ingaraðgerðir um leið og vandamál útvegsbankans verða tekin til sérstakrar meðferðar. Einnig er stefnt að markvissum framleiðniaðgerðum og samhæfingu veiða, vinnslu og markaðsmöguleika við ákvörðun fiskveiði- stefnu. • Einstökum fagráðuneytum hefur verið falið að fylgja fram þeirri stefnumótun sem ríkisstjórnin hefur nú samþykkt. Vonandi verður gengið rösklega f ram í því að greiða úr þeim vandamálum sem hrannast hafa upp. Um er aðtefla atvinnuöryggi fjölda fólks í byggðarlög- um um allt land. —ekh klrippt Afinœlisveisla General Electric A sunnudagskvöldiö var sýndur i sjónvarpinu skemmti- þáttur einskonar og komu þar fram nokkur þekkt nöfn úr skemmtanaiönaöi. Þaö væri i sjálfu sér ekki i frásögur fær- andi heföi mynd þessi ekki veriö i leiöinni einskonar afmælis- veisla og þar meö auglýsing fyrir stórfyrirtækiö General Electric. Kannski viö getum átt von á japanskri skemmtikraftasyrpu þar sem efnt er til gleöskapar á merkisafmæli Mitshubishi eöa aö stiklaö veröi á stóru i sögu Þýskaiands og þýskra skemmt- ana vegna þess aö I.G. Far- bendintustrie stendur á tlma- mótum? Fyrir utan þaö aö þessi aug- lýsing var borin fram sem al- mennt skemmtiefni, var þáttur- inn I mörgum greinum þannig geröur, aö þaö er erfitt aö sjá hvaöa erindi hann ætti út fyrir Bandarlkin. Þegar brugöiö var upp skyndimyndum úr sögu bandariskra skemmtapa, upp- finninga, iþrótta og stjórnmála var bersýnilega ætlast til þess aö áhorfendur annaöhvort væru bandariskir eöa heföu haft hug- ann allan I þvi landi i sl. fjörutiu ár eöa svo. Auk þess var undir lokin boöiö upp á væmiö þjóö- rembuhjal um Þjóöfélagiö Mikla — satt best aö segja minnti sá söngur undirritaöan mest á Rússa þegar þeir eru sem angurværastir yfir eigin ágæti. Slikar uppákomur munu gerast I mörgum löndum, satt er þaö, — en hitt er svo jafnvist aö þaö er hálfgert blygöunarefni aö vera aö flækjast meö slikan fjanda land úr landi. Róbinson er okkar maður Lærisveinar Friedmans og Hayeks eru I herskárra lagi um þessar mundir og leita viöa fanga til aö sýna fram á þá eftirlætiskenningu sina aö sú dýrkun markaöslögmála og einkaframtaks, sem þeir kalla frjálshyggju, sé i samræmi viö mannlegt eöli, gott ef ekki guös vilja. Eitt dæmi fróölegt er aö finna I nýju hefti Frjálsrar verslunar I grein sem nefnist: Róbinson Krúsó — frjálshyggju- maöur eöa sósialisti. Hún hefst á þessa djúphuga leiö: „Sjálfsbjargarviöleitni og óskin um aö búa I haginn fyrir sjálfan sig hvetur til ákveöinna viöbragöa hjá sérhverjum skip- reikaeinsetumanniá eyöieyju”. Nokkru siöar kemur þetta gullkorn hér: „Frjálshyggjumenn segja, aö árangur Róbinsons Krúsó sanni framleiöni frjáls framtaka, ef þaö er óheft af dauöri hönd opin- berrar skriffinnsku og ekki lamaö meö gagnslausri sóun náttúruauölinda I fyrirfram vonlausar framkvæmdir”. Gaman, gaman. r Oöal feöranna Þaö hefur ekki fariö fram hjá neinum, aö meiri tiöindi gerast nú f íslenskri kvikmyndagerö stuttum tima en dæmi eru áöur fyrir. A laugardaginn var frum- sýnd mynd Hrafns Gunnlaugs- sonar, ööal feöranna, og er margt vel um þá myndumleiö og liklegt er aö hún veki upp and- mæli og deilur. Tveir gagnrýn- endur eru þegar komnir i hár saman út af þvi atriöi i mynd- inni aö foli er geltur. Ingibjörgu Haraldsdóttur finnst hér I Þjóö- viljanumaö atriöiö sé „ósmekk- legt og óréttlætanlegt á allan hátt” — en hjá Sæbirni Valdi- marssyni i Morgunblaöinu er atriöiö „ómissandi”. Og þá væri núlifandi mönnum illa I ætt skotiö, ef traustir Framsóknar- menn risu ekki upp og mót- mæltu harölega myndinni á þeim forsendum, aö i henni væri fariö meö niö um flokkinn og Kaupfélögin. Þaö er reyndar svo um þessa mynd, aö áhorfandinn á erfitt með aö sannfærast um, aö allir þeir þættir sem hún er saman snúin af séu úr sama tima. Sam- timaunglingar myndarinnar, húsbúnaöur og tryllitæki eru óneitanlega i einhverju ósam- komulagi bæöi viö ofurvald kaupfélagsins og svo þaö viö- horf, aö andlega vanheil stúlka skuli eiga barn sem til er oröiö viö nauögun. Sitthvaö er van- hugsaö i þessum efnum i mynd, sem annars á sér marga ljósa punkta — t.d. móöurina á bæn- um, sem Hólmfrlður Þórhalls- dóttir leikur af mikilli prýöi. Níö um karla? Vel á minnst: móðirin. Kvennagagnrýnin svonefnd tók til máis hér I blaöinu i gær. Ingi- björg Haraldsdóttir segir: „AB lokum langar mig til aö fetta fingur út i enn eitt, sem mér finnst spilla þessari mynd stórlega. Þaö er sú mynd sem áhorfendur fá af konum. Ungu konumar sem viö sjáum eru allar — aö Helgu undanskilinni, en hún er vangefin, sem fyrr segir — kynferöisverur ein- göngu, hugsunarlausar piur. Ekkjan lætur hlunnfara sig gróflega i viöskiptum. Einstæöa móöirin er drykkfelld og óheiöarleg drusla. Ég fæ ekki betur séö en aö i þessum kvennamyndum komi fram afar ógeöfelld kvenfyrirlitning. Þaö er rétt, aö ungu konurnar eru „hugsunarlausarpiur”. Þaö er rétt aö ekkjan lætur hlunn- fara sig f viöskiptum. En það er hæpiö aö segja, aö þetta allt lýsi kvenfyrirlitningu. Ekkjan er um margt helsta „jákvæöa” persóna leiksins — þaö er ekki henni aö kenna og kemur af- stööu til kvenna ekki viö, aö hún ræöur ekki viö vélabrögí bisnessmanna. I sömu stöðu heföi vel getaö veriö ekkill sem var eins og hún, vön að treysta á forsjá höföingjanna (og þaö var maöurinn hennar sálugi reyndar vanur að gera). Og at- hugum annaö: Karlpeningurinn I þessari mynd er sannarlega ekki upp á marga fiska. Hvað eru synirnir annaö en „hugs- unarlausir gæjar”? Þeir hlaupa frá móöur sinni daginn sem faðir þeirra er jaröaöur til að eltast viö stelpur, súpa og reykja gras. Annar karlpen- ingur er enn lakari: alþingis- maöurinn, kaupfélagsstjórinn, bissnessmaöurinn úr Reykja- vik, vinnumaöurinn — ailt eru þetta mestu fúlmenni, hver meö sinum hætti. Ef menn héldu áfram likindareikningi, þá er eins vist aö menn fengju út, aö i myndinni ööal feöranna kæmi fram hin mesta karlafyrirlitn- ing. — áb og skorrið Óréttiætanlegt og ómissandi atriöi úr óöali feöranna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.