Þjóðviljinn - 25.06.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.06.1980, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 25. júni 1980. Litast um á Akureyri og Grímsey Veitingastaöurinn Smiöjan er ársgamall, en hér eftir veröur reksturinn meö ööru sniöi en áöur. Veröur nú opiö daglega i hádeginu og á kvöldin og fram- reiddur bæöi matur og vin. Eigendur Smiöjunnar eru Stef- án Gunnlaugsson og Hallgrimur Arason og sögöust þeir stefna aö þvi aö staöurinn yröi 1. flokks veitingastaöur. Bendir allt til aö svo veröi, bæöi er hann skemmti- lega innréttaöur og eins er maturinn góöur og veröinu I hóf stillt. — hs Þetta eru nokkrir af forsvarsmönnum feröamála á Akureyri. Þeir stilltusér uppfyrir utan véi Flugféiags Noröuriands sem flutti fjöl- miölafólk tilGrimseyjar. Frá vinstri: Siguröur Aöalsteinsson fram-, kvæmdastjóri F.N., Gisli Jónsson frá Feröaskrifstofu Akureyrar h.f., Stefán Gunnlaugsson annar eigenda Smiöjunnar og Torfi Guö- laugsson flugstjóri. Feröaskrifstofa Akureyrar h.f. tók til starfa i maibyrjun.en fyrir- tækiö var stofnaö I janúar. Meö tilkomu þessarar feröaskrifstofu færist á eina hönd starfsemi tveggja aöila sem aö feröamálum hafa staöiö þar nyröra, söluskrif- stofu Flugleiöa og Feröaskrif- stofu Akureyrar sem Jón Egils- son rak allt frá 1947. Mun hiö nýja fyrirtæki annast alla fyrirgreiöslu viö feröamenn bæöi innlenda og erlenda, m.a. tekur skrifstofan á móti skemmtiferöaskipum og hafa 9 þegartilkynntkomu sina og e.t.v. bætast tvö viö. Þá sér skrifstofan einnig um hópferöabila Jóns Egilssonar. Flugfélag Noröurlands h.f. var Höfnin I Grimsey. stofnaö 1974 og er arftaki Noröur- flugs Tryggva Helgasonar. Þá átti félagiö 3 Beechcraft-vélar, en nú hefur vélakosturinn bæöi veriö stækkaöur og endurnýjaöur. Samtals eru farþegasætin nú 52 i fjórum vélum. Félagiö sér bæöi um áætlunar- flug og leiguflug. 70% flugtimans fer i áætlunarflugiö en samt er þaö leiguflugiö sem best stendur undir sér og gerir félaginu kleift aö auka og endurnýja vélakost- inn. Abatasamt er Grænlands- flugiö en s.l. tvö sumur hefur fé - lagiö haft eina Twin Otter vél á Grænlandi til þjónustu viö jarö- og landfræöirannsóknir Dana þar. Hjá félaginu vinna nú 8 flug- menn, 6 flugvirkjar og 2 menn viö stjórnsýslu. Flugleiöir h.f. sjá um afgreiöslu farþega og varnings i áætlunarflugi. Grímsey Hjónin Steinunn Sigurbjörns- dóttir útibússtjóri Kaupfélagsins i Grimsey og fréttaritari útvarps og sjónvarps og Guömundur Jónsson óku okkur um eyna á jeppanum sinum. Hann er nokkuö kominn tii ára sinna — model 46 — en á aö fara I endurhæf- ingu á næstunni. „Viö veröum aö hafa svona bil’’ segir Steinunn, ,,á honum komumst viö uppá bjarg og mér finnst ekkert vor vera nema ég komist þangaö.” Steinunn er fædd og uppalin i Grimsey en maöur hennar er frá Siglufiröi. „Ég var 10 ár i burtu, fyrst I skóia og svo fórum viö aö búa”,heldur Steinunn áfram, ,,en 1952. eftir fimm ára búskap i Reykjavik,fórum við hingaö norö- ur og hér höfum viö veriö siöan. Og mér væri alveg lifsins ómögu- legt aö koma Guömundi héöan þó ég vildi. Hann vill hvergi annars staöar vera.” Hvaö er þaö sem er svona gott viö Grlmsey, Guömundur? „Þaö eru rólegheitin. Hér er ekki allt þetta stress”. Steinunn: „Já, héöan vill enginn fara sem kominn er á annaö borö. Mágur minn einn ætlaöi aö vera hér i tvo mánuði. Hann er ekki farinn enn. og slöan eru 26 ár. Langt sumarfri þaö”. í Grimsey búa 107 manns og hefur Ibúatalan u.þ.b. tvöfaldast siðan 1952 aö þau hjónin settust hér aö. Sjórinn er stundaöur allt áriö og veiddur þorskur. Verkaö er I salt og vinna viö saltfisk- verkunina flestir þeir sem vett- lingi geta valdiö. Hinir yngstu sem þar vinna eru 9-10 ára krakkar. Eitthvaö hafa menn af kindun^ en kýr eru engar i Grlmsey. — hs Feögarnir Hannes Guömundsson og Siguröur Hannesson fyrir utan saitfiskverkunina I Grlmsey. Fiskvinna er skemmtileg segja krakkarnir í Grímsey Viö hittum feögana Hannes Guömundsson verkstjóra og son hans Sigurö I fiskverkuninni. Sig- urður er 11 ára og vinnur alladaga frá 8-5 og stundum lengur þegar mikiö er aö gera. Hannes sagöi aö krakkarnir sæktu mjög i aö vinna þarna og þeir yngstu væru látnir vinna létt- ustu störfin. Siguröur vann þarna lika i fyrra og haföi þá upp úr sér um 200 þús. krónur yfir sumariö. Ekki kvaöst hann vita hvaö hann kæmi til meö aö þéna mikiö i sumar og ekki var hann heldur búinn aö ákveöa til hvers hann ætlaði aö nota peningana. Siguröi finnst gaman aö vinna þarna og segist hafa nægan tíma til að leika sér þrátt fyrir aö hann vinni oftast fullan vinnudag og eftir- vinnu stundum aö auki. Þetta kvöld átti hann að vinna til kl.8 og þá var vinnudagurinn farinn aö nálgast 12 tlma. — hs

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.