Þjóðviljinn - 25.06.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 25.06.1980, Blaðsíða 15
Miftvikudagur 25. júnl 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Hringið i síma 8-13-33 kl. 9-5 alla virka daga eða skrifið Þjóðviljanum Vöndum valið Margt hefur veriö skrafaö og skrifaö um forsetakosningarnar og rétt í þessu var aö enda fyrsti sjónvarpsþátturinn, þar sem allir frambjóöendur komu fram. Þetta var góöur þáttur. Aö visu þurfti ég ekki sjón- varpsþátt til aö ákveöa hvern ég kysi, þaö geröi ég um leiö og Vigdls gaf kost á sér til fram- boös. En ef ég heföi veriö eitt- hvaö óákveöin þá heföi ég ekki veriö þaö lengur. Einhvern veg- inn fannst mér eins og hina frambjóöendurna vantaöi eitt- hvaö... Var þetta kannski af þvl aö þeir voru barna makalausir? Þaö var jú alveg óþarft af sjón- varpinu aö gera þeim þetta, láta þá sitja þarna makalausa, þvi aö makalausir eru þeir hálfir. Ekki veit ég, samkvæmt tali þeirra, hvaö þeir tækju til bragös, ef svo illa tækist til aö einhver þeirra næöi kosningu og yröi makalaus. Mundi hann þá umsvifalaust segja af sér eöa leita annarra fanga? Þaö er óneitanlega dálitiö undarleg staöa sem komiö hefur upp I sambandi viö væntanlegt forsetakjör. Ég fæ ekki betur séö en aöeins um eitt raunveru- legt forsetaframboö sé aö ræöa. Eru ekki hin þrjú hjónafram- boö? Nú er engu likara eftir mál- flutningi sumra aö dæma en aö þaö sé höfuöskilyröi til aö verö- skulda þetta viröulegasta em- bætti landsins aö vera nógu harösvlraöur pólitikus. Þetta heföi ég haldiö aö væri gagn- stætt þvi sem hingaö til hefur viögengist. Stendur kannski til aö færa forsetaembættiö niöur á þess konar plan? Ég vil samt vona aö aldrei eigi slikur maöur eftir aö sitja hér i forsetastóli, hvernig svo sem pólitiskur litar- háttur hans væri og hversu stórt hjarta sem hann annars heföi. Og maöur fólksins vissi aö fullt jafnrétti rikir á landi hér! Þaö vita þær auövitaö lika bar- áttukonurnar sem styöja fram- boö hans og töluöu af mestum eldmóöi á Lækjartorgi verk- fallsdaginn fræga á kvenna- árinu. Þessar kvenhetjur hafa sennilega höndlaö jafnréttiö viö þaö aö leika listir sinar og láta ljós sitt skina á Lækjartorgi þennan eftirminnilega dag. En burtséö frá öllum jafnréttis- sjónarmiöum, og tel ég þau þó ekkert aukaatriöi, heföi ég samt kosiö Vigdísv svo langt tek ég hana fram yfir alla hina fram- bjóöendurna og vil ég þó þar fyrir engri rýrö á þá kasta. Mér finnst satt aö segja aö viö höfum enga þörf fyrir heildsala eöa nokkurs konar kerfiskarla I forsetaembættiö og nýr og ferskur blær megi svo sannar- lega berast aö Bessastööum, án þess aö þaö sé meining min aö sá forseti sem brátt lætur af störfum hafi ekki gegnt þvl em- bætti meö sóma, enda kom hann hvorki beint úr hinu pólitiska moldviöri eöa þvi margslungna og staönaöa kerfi er þjakar þetta þjóöfélag og þó hefur aldrei heyrst aö þurft hafi aö kalla sáttasemjara aö Bessa- stööum. Vöndum val forseta okkar. Vigdlsi til Bessastaöa. Aöalheiöur Jónsdóttir Þaö telst alltaf til tiöinda þegar nýjar islenskar kvik- myndir eru frumsýndar. Þvl var ég all-spennt aö sjá nýju myndina hans Hrafns Gunn- laugssonur „óöal feöranna”. Þaö er ekki hægt annaö en aö hrósa þeim félögum fyrir vand- aöa mynd, hún er bæöi vel tekin og vel leikin. En þaö er nú svo- lltiö skritiö hvernig Hrafn er aö hampa þvi i blööum aö eintómir óreyndir leikarar séu i mynd- inni. Ég veit ekki betur en aö flestir leikaranna séu marg- reyndir á fjölunum úti á lands- byggöinni og ég veit aö minnsta kosti um tvö sem eru I Leik- listarskóla rikisins. Hvaö meinar Hrafn meö svona yfir- lýsingum? Eru leikarar lands- byggöarinnar einskis viröi? Eru þau námskeiö sem Bandalag Is- lenskra leikfélaga hefur efnt til (og einmitt þetta fólk hefur sótt) einskis viröi? Mér leiöist svona hroki. Ég held aö Hrafn sé bara aö gera mikiö úr sjálfum sér og um leiö aö fara I kringum þær leikaradeilur sem nú standa vegna leikinna mynda. Þá er annaö viö þessa mynd. Ég þekki aö visu ekki vel til kaupfélaga úti á landi, en mér finnst þessi „Bogesen-lýsing” á aöferöum þeirra kaupfélags- manna nokkuö gamaldags. Hvernig er meö lánakerfiö, þaö er eins og þau á óöali feöranna hafi ekki i neitt hús aö venda? Hvaö segja samvinnumenn um þessa túlkun á ráöamönnum kaupfélaganna? Er þetta ekki liöin saga hafa kaupfélögin slikt vald yfir bændum? Spyr sá sem ekki veit. Auk þess vil ég bæta þvi viö sem kona aö kven- persónur Hrafns fara enn einu sinni mjög i skapiö á mér. Ég man eftir þvi, aö fyrir allmörg- um árum las Hrafn upp úr ljóöum sinum á listahátlö ungra skálda i Norræna húsinu, þá strax stakk þaö mig hvaöa mynd Hrafn dró upp af konum. Þær eru einn kroppurog ekkert annaö. Þvi miöur viröast þessi viöhorf hans ekkert hafa breyst. Þaö er eins og blessaöur dreng- urinn hafi aldrei kynnst ungri stúlku meö bein I nefinu. Eöa finnst honum aö þær eigi aö vera gálur og ekkert annaö? Þaö sem ég er aö reyna aö segja: ég óska islenskri kvik- myndagerö alls góös, en þaö fer I mínar finu taugar ef mynd- irnar sýna ranga mynd af veru leikanum og þaö finnst mér mynd Hrafns gera. Ef ég er svona fáfróö um Islenskan veru- leika þá biö ég lesendur þessa bréfs um aö uppfræöa mig og aöra sem eru sama sinnis. Stina Alltaf er eitthvaö aö bila! Um „Óðal feðranna” lesendum Þar sem ennþá öxará rennur ofan I Almannagjá Alþing er horfiö á braut. „Öxar við ána” Alþingishátiöarinnar 26.-28. júni 1930 veröur minnst meö ljóöalestri Arnars Jónssonar leikara I kvöld kl. 22.35. Nefnist þátturinn«Oxar viö ána;” og veröa lesin kvæöi sem tengjast Þingvöllum og sjálfstæöisbaráttunni. Þaö eru ófá skáldin sem hafa' helgaö Þingvöllum ljóö allt frá Jónasi Hallgrimssyni til Jóns Guöna sem orti um þjóöhátiöina 1974, ekki beinlinis I þjóöhátiöar- stil: Aö visu ógnar þaö nokkuö aösjálum mönnum hve Indriöi hefur meö sparifé landsmanna bruölaö. < Og ræöumennirnir hópast 1 stólinn I hrönnum og hátiöarljóöiö er bæöi rimaö og stuölaö. (meö sinu lagi) Sjoi.varp kl. 22.35 Stríðið skollið á Sjöundi þáttur „Milii vita” erá skjánum i kvöld kr. 21.15. Þaö hefur heldur betur dregiö til tiöinda, Þjóöverjar eru aö leggja undir sig Noreg og Danmörku,heimurinn rambar á heljarþröm. t siöasta þætti var þvi einkar vel lýst hvernig striöiö kom viö venjulegt fólk sem ekki átti sér ills von, allt i einu hvin I loftvarnarflautum, sprengjur falla og skotiö er úr byssum. Enginn veit hvaö er aö gerast, enginn veit hvaö veröur um ættingja og vini. Þeir sem róttækir voru komu sér út úr bæjunum ýmist til aö sameinast þeim sem vöröust eöa til aö foröast aö lenda i klónum á Þjóöverjum. I þætt- inum I kvöld veröur þeim hjónum Karl Martin og Maj fylgt eftir, blaö sósialdemð- krata er bannaö og Karl Martin leitar sér aö annarri vinnu. Norömenn fara aö skipuleggja andspyrnu, þaö eru erfiöir timar framundan. — ká ö Sjónvarp TF kl. 21.15 „Hátíðarljóð 1930” Fyrir 50 árum lögöu Islend- ingar land undir fót (eöa bil) og héldu I fótspor feöranna á Þingvöll til aö minnast 1000 ára afmælis alþingis.' Taliöer aö um 30.000 manns hafi sótt hátlöina, en meöal gesta var konungurinn Kristján 10. og fjöldi erlendra gesta. í „öldinni okkar” segir svo um undirbúning: „Margs konar framkvæmdir þurfti aö gera á Þingvöllum fyrir hátiöina. Valhöll og Kon- ungsskáli voru flutt til, vegir lagöir, komiö fyrir palli til þinghalds, ræöustólum, palli til iþróttasýningar, og lagöur simi um svæöiö. Þarna var komiö upp lækningastofu, lyfjabúö, banka, sölubúöum og mörgu fleira”. Þaö var mikiö tilstand, glatt á hjalla og fólk gekk um i búningum fornmanna til aö minna á fortiöina. Allir helstu lista- menn landsins voru eggjaöir til dáöa og var bæöi efnt til ljóöa- og tónlistarsamkeppni. Þaö var einmitt eitt verk- anna sem þá komu fram sem flutt veröur I útvarpinu i kvöld: kantatan „Hátiöarljóö 1930’ eftir Emil Thoroddsen viö ljóö Daviös Stefánssonar sem hlaut 2. verölaun 1930. Upptakan er frá tónleikum Sinfónluhljómsveitarinnar 29. mars 1973, en flytjendur meö hljómsveitinni eru: öratóriu- kórinn, karlakórinn Fóst- bræöur, Ellsabet Erlingsdótt- ir, Magnús Jónsson, Kristinn Hallsson og Óskar Halldórs- son sem fer meö framsögn. Flutningurinn hefst kl. 22.50. — ká ÆjM Útvarp %/jp7 kl. 22.50

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.