Þjóðviljinn - 25.06.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 25.06.1980, Blaðsíða 16
DJODVHMN MiOvikudagur 25. júni 1980. Aöalslmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga tll föstudaga. t tan þess tlma er htegt aö ná I blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins f þessum sfmum : Kitstjörn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285. Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná f afgreiöslu blaösins Isfma 81663. Blaöaprent hefur sfma 81348 og eru blaöamenn þar ú vakt öll kvöld. Adalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 StuOningsmenn Vigdísar Finnbogadóttur troöfylltu Laugardalshöllina f gærkvöld. A stærri myndinni sést hluti fundarmanna, en á þeirri innfelldu fylgist Vigdis meö starfsfé tögum úr leikarastétt fara meö leikþátt á sviöi Laugardaishallar. mm t d vjn |rTiil» ff r- p:.. i .7.T Mjög alvarlegt_ ástand_ á Siglufirdi vegna uppsagna Reiðarslag fyrir byggðarlagið Allt óljóst um atvinnu 70-80% íbúa á staðnum Mjög alvarlegt ástand er aö skapast á Siglufiröi, vegna upp- sagna á kauptryggingarsamn- ingum. Þrjú af stærstu fyrir Kolbeinn Friöbjarnarson : Mótmælum uppsögn á kaup- tryggingarsamningunum. tækjunum þar, lagmetisiöjan Sigiósfld og frystihúsin Þormóöur rammi hf. og isafold hf., hafa veriö stöövuö eöa eru aö stöövast meö þeim hætti, aö þau hafa sagt upp kauptryggingarsamningi viö verkafólkiö. Lagmetisiöjan Siglóslld hefur aöeins veriö rekin meö hluta af starfsfólkinu undanfarið, en vonir standa til aö þar fari starfið i fullan gang kringum næstu mánaöamót. Hjá Isafold hf. var kaup- tryggingarsamningi sagt upp fyrir nokkru og hann féll úr gildi sl. miövikudag. Siöan hefur ekki verið unniö þar viö framleiöslu. I frystihúsi Þormóös . ramma hf. verður ,'kauptrygging ar- samningi sagt upp á morgun (fréttimer frá sl. mánudags- kvöldi) og vinna fellur niður frá og meö næsta þriðjudegi. 70-80% vinna við fisk — Hiö alvarlega i málinu er þaö, aö i júli og ágúst, næstu tvo mánuöi, eru togurum ekki leyfðar þorskveiðar nema samtals i 15 daga. Og eftir þvi, sem okkur er tjáö hér, þá er búiö aö vinna þaö mikiö af grálúöu og karfa, aö þaö er meira en sem svarar geröum samningum og bankarnir lána ekki lengur út á þá vinnslu. Þetta þýöir, aö þaö er algjörlega óljóst meö vinnu I báöum frysti- húsunum hér næsta einn og hálfan mánuö. Þetta er auövitað reiöarslag fyrir byggöariag, þar sem 70-80% af fólkinu vinnur viö fisk. Stjórn og trúnaðarmannaráö Verkalýösfélagsins Vöku ræddi þetta alvörumál á fundi sinum nú nýlega og voru þar samþykktar eftirfarandi ályktanir: 1) „Fundur i stjórn og trúnaöarráöi Verkalýösfélagsins Vöku á Siglufiröi, haldinn 23. júni 1980, mótmælir uppsögnum á kauptryggingarsamningum verkafólks i fiskiönaöi og telur þær brjóta i bága við lög um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá 27. aprfl 1979. Fundurinn lýsir furöu sinni á þvi andvaraleysi, sem viröist hafa rikt um sölu afuröa hraöfrystihúsanna um margra mánaöa skeiö. Ljóst mátti vera strax í vetur, aö hin mikla aukning á þorskafla mundi leiða til verulegrar aukningar á birgöasöfnun, ef ekki kæmu jafn- framt til meiri afsetningarmögu- leikar. Einnig heföi átt aö vera ljóst, aö þorskveiðitakmarkanir þær , sem settar hafa veriö á togaraflotann, kölluöu á aukna sölu á karfa og grálúöu. Þessum vanda hefur ekki verið sinnt sem Framhald á bls. 13 Mannfórnir á altari bílsins ■“I Röng umferðarmálastefna? Fræösla kemur aö litlu gagni Hvaö má til varnaöar verða svo aö hinum alvarlegu umferö- arslysum sem hér veröa dag- lega fækki eöa þeim veröi af-, stýrt meö öllu? Aukin um- feröarfræösla er algengasta svariö en þvf miöur viröist slik fræösla hafa takmörkuö áhrif. Slysin gerast eftir sem áöur og þá hlýtur aö vakna sú spurning hvort núverandi stefna I um- feröarmáium sé e.t.v. röng í grundvallaratriöum. Getur ver- iö aö „bilisminn” I þvi formi sem hann er iökaöur striöi svo mjög gegn mannlegu eöli aö umferöarslysum veröi ekki fækkaöaö marki hvaö þá heldur afstýrt meö þeirri skipan um- feröarmála sem nú er. Margt bendir til aö svo sé og ýmsar kannanir erlendis sýna aö umferöarfræösla kemur aö mjög takmörkuöu gagni. Læknasamtök margra landa þará meöai Bretlands hafa látiö umferöarmál til sin taka á und- anförnum árum. í breska læknatimaritinu British Medi- cal Journal okt. 1976 eru þessi mál rædd og þar kemur fram aö slysum á börnum fækki varla aö marki nema umferöinni veröi breytt á þann veg aö börn og aörir gangandi vegfarendur fái meiri rétt en nú er. Billinn haldi ekki áfram að hafa forgang fram yfir aöra sem um götur og vegi fara. Viö spuröum Ólaf ólafsson landlækni hvort læknasamtökin heföu eitthvaö rætt umferöar- mál frá þvi sjónarmiöi hvort stefnan I þeim málaflokki væri röng og ef svo væri hvort læknar heföu hugaö aö öörum kostum. Ólafur kvaö þessi mál vissu- lega hafa veriö rædd og bráö- lega myndi landlæknisembættiö gefa út bók um umferöarslys. Læknar heföu ekki formlega lagt fram neinar tillögur til úr- bóta en hann sjálfur teldi hraö- ann vera orsök langflestra slysa. 1 Bermuda heföi ekkiorö- iö umferöarslys i 30 ár og i bandarlskum herstöðvum eru þau svo til óþekkt. A báöum þessum stööum er leyfilegur hámarkshraöi 25-30 km á klst. Meö þvi aö hægja þannig á um- ferðinni myndu málin leysast eöa þvi sem næst. Samkvæmt þessu má ætla aö viö óbreyttar aöstæöur muni billinn halda áfram aö krefjast sinna mannfórna enda er bein- linis gert ráð fyrir þvi. Viöa er- lendis eru geröar dauðaspár fyrir miklar umferöarhelgar rétt eins og hin gifurlega hraöa umferö sé álika óbreytanlegt náttúrulögmál og fellibyljir og eldgos. —hs.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.