Þjóðviljinn - 25.06.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.06.1980, Blaðsíða 7
AUGLYSING Miðvikudagur 25. júni 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Náms- og starfs- ferill Péturs J. Thorsteinssonar Lauk viðskiptaprófi 1941 og lögfræðiprófi 1944. Starfaði i utanrikisráðuneytinu i Reykjavlk júnf—júli 1944. Starfaði i sendiráði Islands i Moskvu 1944—1947. Starfaði f viðskiptadeild utanrikisráðu- neytisins 1947—1953. Yfirmaður viðskipta- deildar 1950—1953. Jafnframt formaöur Milli- bankanefndar 1952—1953. Sendiherra i Sovétrikjunum 1953—1961. Jafn- framt sendiherra i Ungverjalandi 1955—1961. Jafnframt sendiherra i Rúmeniu 1956—1961. Sendiherra i Bonn 1961—1962. Jafnframt sendi- herra i Grikklandi, Júgóslaviu og Sviss. Sendiherra i Paris 1962—1965 og jafnframt i Belgiu, Júgóslaviuog Luxembourg. Jafnframt fastafulltrúi hjá ráði Atlantshafsbandalagsins og Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og hjá Menningarmálastofnun S.Þ. (UNESCO) og sendiherra hjá Efnahagsbandalagi Evrópu (1963—1965) Sendiherra I Washington (1965—1969 og jafn- framt i Argentinu, Brasiliu, Kanada, Mexikó og á Kúbu. Ráðuneytisstjóri utanrikisráðuneytisins 1969—1976 og jafnframt ritari utanrikismála- nefndar. Sérstakur ráðunautur utanrikisþjónustunnar frá 1976 og jafnframt sendiherra i Indlandi, íran, Japan, Kinaog Pakistanfrá 1976, I Thai- landifrá 1977, i írak og Bangladesh frá 1978. Til umhugsunar fyrir kjördag: Til hvers yröi leitað? Kjósendur, sem eru í einhverjum vafa um, hvernig þeir eigi að ráðstafa atkvæði sínu á sunnudag- inn, ættu að velta eftirfarandi spurningu fyrir sér: Ef íslensk rikisstjórn þyrfti að leita ráða vegna alvarlegs vanda í alþjóðamálum og hún ætti um f jóra ráðgjafa að velja — núverandi frambjóðendur til forseta — til hvers þeirra telja menn þá líklegast, að hún mundi leita? Ætli svarið geti vafist fyrir nokkrum hugsandi, óvilhöllum manni? H.P. Jón Hafsteinn Jónsson, menntaskólakennari, Akureyri ...án þess að kikna eða gerast handbendi annarra Ég er þeirrar skoöunar, að mikill fjöldi Islendinga myndi geta setiö Bessastaöi með heiðri og sóma, ef aðeins væri um það að ræöa að vera sléttmáll og hæverskur gestgjafi og geta samið skynsamlega ræðustúfa fyrir áramót og opinberar utan- landsferðir. Það er þvi meir en vafasamt aö reyna að gera upp á milli forsetaframbjóöendanna út frá þvi hvernig menn hugsa sér, að þau myndu taka sig út I ofangreindum hlutverkum. Ekki er lang't slðan að helst leit út fyrir að Alþingi heyktist á þeim vanda að veita þjóðinni þá forsjá, sem það er kjörið til. Þá áttu menn fyllilega von á þvi, að núverandi forseti þyrfti að mæta vanda sem ekki hefir enn komið upp I sögu lýöveldisins. Þó sjaldan reyni á það, þá er það mikilvægt engu aö siður, aö forseti lýðveldisins sé fær um að axla þær byrðar, sem á hann leggjast, ef Alþingi reynist ófært til starfa. Vonandi mun slikur vandi ekki leggjast á þann forseta, sem við tekur,en þó finnst mér annað óverjandi en að láta það ráöa mestu úm valið, hvaða frambjóðanda maður telur hæf- astan til að leysa vandasömustu verkefnin, sem forseti getur staðið frammi fyrir, af rögg- semi, festu og sanngirni i senn. Ég hygg, að það sé ekki stór hópur manna sem myndi ráða viö þau verkefni, án þess aö kikna eða gerast handbendi annarra. Forseti lýöveldisins getur átt allmikil samskipti við erlenda- valdamenn og þjóðhöfðingja. Þessi tengsl geta verið nokkurs virði, ef forsetinn er ekki algjör- Jón Hafsteinn Jónsson. lega ókunnugur erlendum áhrifamönnum og hefir góða diplómatiska reynslu ásamt skapstyrk og lagni. Höfum við efni á aö hafna forsetaefni með þessum eiginleikum? Akureyri, Jón Hafsteinn Jónsson. Tryggvi Emilsson verkamaður: Hefur aflað virðingar „landi, þjóð og tungu” Pétur Thorsteinsson hefir um átatuga skeið borið hróður ís- lands um heiminn hálfan og haft til þess aðstöðu aö kynna land sitt og lýðveldi þar sem haldin eru málþing mikilla þjóðlanda og unnið að þvi af alhug að afla Islandi vina og viöurkenningar meðal annarra þjóða. Hann hef- ir á öllum stundum borið fána Islands hátt, fána þjóðar þar sem fólkið er fátt en starfið stórt, veriö fulltrúi þjóðar, sem byggir mátt sinn og megin á menningararfi aldanna og tekur sér I fang tilurð tæknimenning- ar af hagsýni og gagnsemi til lands og hafs. Pétur Thorsteins- son hefir borið til þess gæfu sem jafnframt er gæfa Islands að kynnast mörgum þjóðum jafnt hið innra sem ytra i daglegu lifi fólksins og á menningarsetrum þjóöanna, sem er þjóö vorri ómetanlegur ávinningur, þjóð sem miðar manndóm sinn og mennt við það, sem mest er metið og hæst ber meðal menn- ingarþjóða. Pétur Thorsteinsson hefir varið mestum hluta sinnar starfsævi, afburðahæfileikum og orku i þágu þjóðar sinnar, þannig að hlutur tslands verði sem mestur og stærstur á tafl- borði þjóðanna, þvi er það landi voru og þjóð ómetanlegur ávinningur að hann hefir gefið kost á sér við forsetakjör, svo þekkt er hans nafn jafnt heima sem með öðrum þjóöum þar sem hann hefir aflað „landi, þjóð og tungu” þeirrar viröing- ar, sem honum sem forsetaefni eru dæmi mikilla mannkosta. 011 vitum vér, að Island hefir stækkað og fjöllin hækkað i tið forseta lýðveldisins, hr. Krist- jáns Eldjárns, sem er sómi vors lands. Ég sem leyfi mér að skrifa þessar fáu linur til stuðn- ings Pétri Thorsteinssyni við Tryggvi Emilsson. forsetakjör 29. júni nk. treysti Pétri fyililega til að veita þvi fjöreggi móttökur úr hendi Kristjáns og varðveita á sama hátt virðingu og þroska þjóöar- innar og tign landsins. Af heilum hug er ég einn af stuðningsmönnum Péturs og skora á allan almenning að veita honum brautargengi á kjördegi meö þeim ágætum, að Pétur Thorsteinsson verði næsti forseti tslands. r Askorun á kjósendur Við undirritaðir kjósendur leggjum áherzlu á, að forsetaembættið er yfir stjórnmálaágreining hafið. Miklu skiptir fyrir þjóðina að til þess verði kjörinn sá frambjóðandi sem hæfastur er. Við skorum því á aðra kjósendur að fylkja sér um Pétur J. Thor- steinsson. Einar Olgeirsson,fv. alþingismaður Elías Mar, rithöfundur Salóme Kristinsdóttir, starfstúlka Olafur H. Torfason, kennari Egill Olafsson, tónlistarmaður Ingibjörg Tómasdóttir, húsmóðir Baldvin Halldórsson, leikari Sigurður ísfeld, bakari Sævar Geirdal, sjómaður Jórunn Viðar, tónskáld Pjetur Hafstein Lárusson, rithöfundur Karl V. Matthíasson, kennari Tryggvi Harðarson, nemi Sigmar Pétursson, veitingamaður Geir Rögnvaldsson, leiklistarfræðingur Hallgrímur Steingrímsson, fisksali Svanfríður Gísladóttir, þroskaþjálfi Bjarni Bernharður, rithöfundur Hrefna Pjetursdóttir, húsmóðir Sigurborg Kristinsdóttir, Ijósmóðir Sigurður Thoroddsen, verkf ræðingur Magnús Karel Hannesson, kennari Leifur Jóelsson, rithöfundur Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, gjaldkeri Eyjólfur Andrésson, bóndi Eiríkur Pálsson, forstjóri Skúli Halldórsson, tónskáld Dr. Guðrún P. Helgadóttir, skólastjóri Hannibal Valdimarsson, fv. forseti ASI Guðrún Egilson, blaðamaður Borghildur Símonardóttir, skrifstofumaður Ingibjörg Elíasdóttir, fulltrúi Halldór Laxness, rithöfundur Fundir með Pétri Midvikudagskvöld í Sigtúni: Létt dagskrá Fimmtudagskvöld í Háskólabíói: Kynningarfundur AUGLYSING

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.