Þjóðviljinn - 25.06.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.06.1980, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 25. júni 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Griðarlega mikið er af svartfugli I Grimsey og hefur honum fjölgað mjög á siðustu árum eftir að hætt var að veiða hann til matar aö nokkru ráði. Fuglaveiðar eru nú mest stundaðar sem sport í eynni. Myndin er tekin þar sem kallað er Básar. Hverfi þeir ,sporlaust’ Ekki er beinlinis hægt að segja að ferðamannastraumur liggi til Grimseyjar enn sem komið er. Þó er nokkuð um að menn komi til eyjarinnar og skoði sig um og ein- staka hyggur á lengri dvöl. Sigurður Aöalsteinsson framkvæmdastjóri F.N. sagði að flestir sem heimsæktu eyna stæðu ekki við nema einn dag, sumir héldu aö hægt væri að skokka um- hverfis hana á nokkrum klukku- timum en það tæki heilan dag. Ekki taldi Sigurður að gróðri eða dýralifi væri hætt sakir gesta- komu i eyna,en þeir hjá flugfél. Norðurlands vildu gjarnan að menn fengju tækifæri til að koma til Grimseyjar og skoða sig um en siðan væri best aö þeir hyrfu „sporlaust”, enginn áhugi væri fyrir þvi aö arðræna hvorki fólk né náttúru. — hs. Jóhann Pálsson forstöðumaður slær ekki slöku við þó að gesti beri að garði. Lystigarðurinn á Akureyri Unaðsreitur Enginn kemur svo til Akur- eyrar að hann skreppi ekki i Lystigarðinn sérstaklega i góðu veöri. Garðurinn var stofnaður 1910 en opnaður formlega tveim- ur árum sfðar. Svo sem kunnugt er voru það konur sem gerðu garöinn og voru þar fremstar I flokki mæðgurnar Anna og Mar- grét Schiöth, danskar að ætt. Við hittum að störfum í garðin- um Jóhann Pálsson forstöðu- mann en hann er grasafræðingur að mennt og er þetta þriðja árið hans i starfinu. Hann sagöi að i garöinum væri að finna næstum alla flóru Islands og nú væri veriö að reyna að koma upp safni ark- tiskra jurta, þ.e. jurta sem lifa norðan heimskautsbaugs. — hs Þetta eru barnapfurnar Jóhanna, Sigurjóna og Helena. Þær eru þarna komnar með smáfólkið sitt nývaknaö af miðdegislúrnum. Lystigarðurinn er afar vinsæll af barnaplum staðrins, enda eölilegt þar sem nóg er af grasbrekkum og trjám, lautum og bolium til að ólmast i. á dagskrá „Akvörðun Vigdísar Finnbogadóttur að gefa fyrst kvenna á Islandi kost á sér til embættis forseta Islands, var söguleg ákvörðun sem ein sér sýnir kjark hennar og þor. Framganga Vigdísar í kosningabaráttunni er ein af afrekssögum kvenna á Islandi og hefur glætt þessar forsetakosningar miklu lifi.” Verður 29. júní sögudagur? Siðustu vikurnar hefur verið bjart yfir þessu landi þrátt fyrir árvissan barlóm um verðbólgu, verðfall á afurðum og halla- rdistur i hverju horni. Ekki aö- eins veðurguðirnir hafa sýnt á sér sinar betri hliðar, heldur hefur margur fundið fyrir birtu i sinum innri ranni. Eitthvað hefur það veriö að gerast með þjóðinni, sem vekur þá tilfinningu, að söguleg stund sé i nánd. Sögulegar forseta- kosningar. Þaö er að sjálfsögðu að bera i bakkafullan lækinn að minna á, aö við göngum að kjörborði þann 29. júni n.k. Hins vegar viröist þaö ekki hafa lokist upp fyrir ýmsum, að þessi dagur kunni að verða með merkari dögum Is- lenskrar sögu. Enn sitja ýmsir i filabeinsturnum. Sigurför Vigdisar Finnboga- dóttur um landið undanfarnar vikur og mánuði má llkja við vakningu, þar sem hversdags- leikanum hefur verið ^svipt burtu. Þjóöarsálin hefur verið snortin. En Vigdis er ekki ein á ferð. Þrir mætir karlarásamtkonum sinum gera hosur sina grænar fyrir fólkinu og þeim er fylgt á leið af skyldurækni og vana. Orð falla um ýmsa góða kosti þeirra, en það vantar samhljóminn. t forsetakosningunum 1968 eignaðist þjóðinn forseta sinn á einu andartaki, þeirri stundu þegar dr. Kristján Eldjárn gaf kost á sér til forsetakjörs. Nú hafði stór hópur stjórnmála- manna, embættismanna, forustu- manna stéttarfélaga og ýmissa félags- og hagsmunasamtaka i þjóðfélaginu veðjað á sinn mann i forsetakjöri áður en Vigdis Finn- bogadóttir gaf kost á sér. For- ystumenn höfðu verið spurðir,en þjóðin ekki. Að vera og vera ekki Fullyrða má, aö hinn mikli stuðningur viö framboð Vigdisar Finnbogadóttur til embættis for- seta sé afleiðing af umræðu og baráttu undanfarinna ára fyrir jafnrétti kvenna og karla I þjóð- félaginu. Við siðustu forsetakosn- ingar og þar áöur minntist enginn á konur sem forsetaefni. Tim- arnir eru þrátt fyrir allt breyttir. Það vekur þvi athygli, aö sjá sumar konur sem hafa talið sig I fararbroddi fyrir jafnrétti kvenna, 1 slagtogi með öörum frambjóðendum. Framganga Vigdisar Finnbogadóttur i þess- ari kosningabaráttu, þar sem hún hefur verið fremst meöal jafn- ingja, hefur hins vegar gert þess- ar konur að hálfgerðum viðundr- um, þegar sú stund e.t.v. nálgast, að kona verður I fyrsta sinn kjörin forseti lýöveldis I heiminum. Þáttur herstöðvaand- stæðinga. Sjálfstæðismál þjóöarinnar blandast að sjálfsögðu i þessar kosningar eins og aörar. Afstaöa til hers og herstöðva er rótgróið deilumál hér á landi og oft notað til að gera einstaklinga tortryggi- lega. Svo hefur einnig farið nú. Þótt þeir Albert Guðmundsson, Guðlaugur Þorvaldsson og Pétur Thorsteinsson hafi allir lýst yfir stuðningi viö óbreytt ástand I vamarmálum þjóöarinnar þá minnist ég varla aö hafa séð það gagnrýnt i þessari kosningabar- áttu. Oöru máli gegnir með Vig- dlsi. Landsfrægar urðu greinar dr. Þorsteins Sæmundssonar stjörnufræðings, þar sem reynt vartil hins ýtrasta aö koma höggi á Vigdísi. Þótt þetta hafi orðið hið mesta klámhögg, þá viröist þaö ekki hafa snert hjarta ýmissa, sem I orði hafa fundiö dvölbanda- riska hersins hér á landi allt til foráttu. Hins vegar hafa risið upp menn sem unna skoðanafrelsi og rétti minnihluta jafnt sem meiri- hluta til aö láta skoðanir sinar i ljósi, og þar með snúist gegn skrifum dr. Þorsteins. Éru forsetakosningar samningar um kaup og kjör? Vart verður fjallað svo um þessar forsetakosningar, að nefna ekki hlut ýmissa þeirra, sem stýra stærstu jafnréttissam- tökum landsins, stéttarfélög- unum. Það hefur vissulega flögr að aö manni að afstaöa margra forustumanna launþegasamtak- anna i landinu til forsetaefna ráðist af kunningsskap, tilitssemi Ut frá samningum um kaup og kjör, fyrirgreiðslupólitik eða af hverjum forsetaframb jóð- endurnir eru fæddir. Engan af forsetaefnunum hef ég séð orða afstöðu sina til þjóð- félagsmála betur en Vigdisi, þeg- ar hún svaraöi spurningu um stjórnmálaskoðanir sinar meö svari eitthvað á þessa leið: ,,Ég ólst upp við það að standa með þeim sem eru minni máttar”. Ekki mörg orð en lýsa grundvall- arskoðun þess sem ann og vill jafnrétti. Stéttarfélögin eru að sjálf- sögðu jafnréttissamtök i viðum skilningi. Staða kvenna á vinnu- markaöi og reyndar hvar sem er i þjóöfélaginu er mál sem varöar öll samtök launamanna, ekki sist stéttarfélög sem i eru eingöngu konur. Hvað um afstöðu þeirra sem stýra þessum félögum? Þar kemur margt einkennilega fyrir sjónir. Að skapa sögu. Það er til marks um hæfni og baráttuþrek Vigdisar Finnboga- dóttur i þessari kosningabaráttu, aö þrátt fyrir engin samtök af neinu tagi að baki, hefur myndast sú breiðfylking fólksins i landinu, sem vonandi dugar til að tryggja kjör Vigdisar Finnbogadóttur sem næsta forseta okkar tslend- inga. Eftir þvi mundi verða tekið um allan heim. Dagurinn 29. júni yrði þá ekki aðeins timamóta- dagur I tslandssögunni, heldur stór dagur I jafnréttisbaráttu kvenna um heim allan. Kjósandi góður. Akvörðun Vig- disar Finnbogadóttur að gefa fyrst kvenna á Islandi kost á sér til embættis forseta tslands, var söguleg ákvörðun sem ein sér sýnir kjark hennar og þor. Fram- ganga Vigdisar I kosningabarátt- unni er ein af afrekssögum kvenna á tslandi og hefur glætt þessar forsetakosningar miklu lifi. Hver vill og hver vill ekki skrá sögu með atkvæöi sinu I þessum kosningum? Þitt er valið. Nýútkomin bók í Þýskalandi: Jarövísindalegar rannsóknir her Gunnar Karlsson prófessor í íslandssögu Forseti tslands hefur að tillögu menntamálaráðherra skipaö dr. Gunnar Karlsson prófessor i tslandssögu i heimspekideild Háskóla Islands frá 1. júli 1980 aö telja. Bók um jarðvisindalegar rann- sóknir á Islandi er komin út i Þýskalandi, en bók þessi er jafn- framt sérstakt tslandshefti af timariti þýskra jaröeðlis- fræðinga. 1 bókinni eru 37 sjálf- stæðar jarðvisindalegar greinar, allar um tsland eða efni tengt tslandi. Höfundar eru alls 70 talsins frá ýmsum löndum og eru islenskir vlsindamenn höfundar eöa meðhöfundar rúms helmings greinanna. Greinarnar I bókinni fjalla allar um niðurstööur nýlegra rannsókna, sem fram hafa fariö á tslandi eða á land- grunni þess á undanförnum árum. Efni bókarinnar skiptist i þrjá meginkafla. Sá fyrsti fjallar einkum um jaröfræðilega gerð og jarösögu Norður-Atlantshafsins og tsland ásamt landgrunninu, sem hluta af þessu landsvæði. - Annar kaflinn fjallar um jarð- hræringar á tslandi og tengt efni. Ber þar mest á greinum um jarð- hræringar við Kröflu, sem hófust 1975 og enn standa yfir. Þriðji kaflinn fjallar um gerð jarð- skorpunnar undir Islandi. Koma þar fram niðurstöður umfangs- mikilla athugana er fram hafa farið i samvinnu islenskra og er- lendra vísindamanna undanfarin ár. Bók þessi er gefin út af Spring- er International sem einkum gefur út bækur um timarit og bækur um raunvisindi. Ritstjórar bókarinnar eru Jacoby og Möller frá Þýskalandi og dr. Axel Björnsson frá tslandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.