Þjóðviljinn - 25.06.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.06.1980, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 25. júni 1980. Tilkyrming um viðskipta- skilmála olíufélaganna Vegna sívaxandi erfiðleika við útvegun reksturs- f jár til þess að f jármagna stöðugt hækkandi verð á olíuvörum, sjá olíufélögin sig knúin til þess að herða allar útlánareglur. Framvegis gilda því eftirgreindir skilmálar varð- andi lánsviðskipti: 1. Olíur til fiskiskipa: Togarar og önnur fiskiskip hafa heimild til að skulda eina úttekt í senn, áður en til frekari út- tektar kemur skal fyrri úttekt vera að fullu greidd. Ef fiskvinnslustöð greiðir fyrir fiskiskip skal greiðsla fara fram strax og veðsetning hefur átt sér stað. Greiðslufrestur á hverri úttekt skal aldrei vera lengri en 15 dagar. 2. Olía til annarra nota: Heimild til lánsviðskipta á olíu til húskyndinga er takmörkuð við eina úttekt í senn og er lengsti gjaldfrestur 15 dagar. 3. Um önnur reikningsviðskipti giida hliðstæðar reglur. 4. Ef viðskiptaaðili greiðir ekki skuld sfna á réttum gjalddaga reiknast vanskilavextir samkvæmt auglýsingu Seðlabanka fslands, sem nema nú 3.83% fyrir hvern byrjaðan vanskilamánuð. Vaxtaprósenta þessi breytist í samræmi við sfð- ari ákvarðanir Seðlabanka (slands. 5. Að gefnu tilefni skal tekið fram að olíufélögin veita hvorki viðskiptaaðilum sínum né öðrum peningalán eða hafa milligöngu um útvegun slíkra lána. Tilgangslauster því að leita eftir lán- um hjá olíufélögunum. Reykjavík, júní 1980. Olíuverzlun Islands hf Olíufélagið Skeljungur hf Olíufélagið hf Aðalfundur H. F. Skallagrims verður haldinn laugar- daginn 26. júli 1980 kl. 14.00 að Heiðar- braut 40 Akranesi (Bókasafn Akraness). Dagskrá: I. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar 3. önnur mál. j Stjórnin i Ritarar óskast til starfa við grunnskóla Reykja- vikur. Laun skv. launakerfi borgarstarfs- manna. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila til Fræðsluskrifstofu Reykjavikur, Tjarnar- götu 12, fyrir 4. júli n.k.. Fræðslustjóri Lausar stöður Við Armúlaskóla i Reykjavik, er starfar á framhalds- skólastigi, eru lausar til umsóknar tvær kennarastöður i náttúrufræðigreinum og efnafræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir meö upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borlot menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 18. júli n.k. Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu og i Fræðsluskriístofu Reykjavikur. Menntamálaráðuneytið, 20. júni 1980. Votta innilega þakkir öllum þeim sem hafa minnst min á áttræöisafmælinu. Skúli Þórdarson Þessa dagana er hafrannsóknarskip franska flotans statt f Reykja- vfkurhöfn. ÞaO var til sýnis i gær og veröur einnig almenningi til sýnis f dag frá kl 14 til 17. Skipiöheitir L’Esperance (Vonin) og áhöfnin er 58 manna. Héöan heldur skipiö til hafrannsókna i noröaustur Atiantshafi og Noregshafi. (Mynd—gel.) Guðlaugur og Vigdís efst Skoðanakönnun Visis TaÍiíT gölluð „Þetta er panel-könnun en ekki tilviljanakennt úrval úr þjóö- skránni” sagöi einn af viömæl- endum Þjóöviljans i gær um könnun Visis á fyigi forsetafram- bjóöendanna. ,,Ég er þvi mjög ef- ins um aö hún sýni þær sveiflur sem oröiö hafa meö þjóöinni frá þvi aö könnun sama blaös var gerö fyrir þremur vikum. Þetta er mjög miöur aö minu mati þvi ákaflega vel var staöiö aö fram- kvæmd fyrri könnunarinnar, og sjálfsagt hinnar siöari lika, en forskriftin nú er misvisandi.” Fleiri tóku i sama streng og bentu á að i seinni könnuninni hefði Visir veriö aö tala viö fólk sem var að taka tillit til fyrri svara sinna og fyrri kynna af fyr- irspyrjendum. Þá væru I seinni könnuninni aöeins 73.6% af upp- haflega úrtakinu sem var 1055 manns, og hefðu þvi 463 einstak- lingar fallið burt úr þvi úrtaki sem reikningslega gæti staðist sem þversnið af þjóðinni. Ef ætl- unin hefði verið að fá fram raun- verulegar breytingar hefði verið eölilegast að velja með sama hætti nýtt þversnið af þjóöinni og bera niðurstöður saman við fyrri könnun. „Panel-kannanir” standa yfir- leitt yfir um lengri tlma til þess að athuga viöhorfsbreytingar og þróun innan ákveöins hóps. Þær eru hinsvegar ekki taldar til þess fallnar aö sýna sveiflur meðal kjósenda á skömmum tima enda ekki um skyndiviöbrögð aö ræöa i svörum heldur samanburð við fyrri svör og fyrri kynni af fyrir- spyrjendum, auk þess sem ætla má að fyrri könnun hafi i sjálfu sér ýtt undir ákveðnari skoöana- myndun hjá „panelnum” en vera myndi hjá nýju þversniöi af kjós- endum. -ekh. Guðlaugur Þorvaldsson og Vigdis Finnbogadóttir uröu efst og nær jöfn f skoöanakönnun sem Visir lét gera um helgina. Sama fólkiö var spurt og I síöustu könn- un blaösins. Guðlaugur fékk 23.95% (áöur 22.81), Vigdfs fékk 22.87% (áður 23.30), Albert fékk 15.56% (áöur 12.82) og Pétur 13.94% (áður 9.12). Eins og sést standa þau Guö- laugur og Vigdis nær þvl I staö en Albert og þó einkum Pétur bæta við sig fylgi. Öákveðnir voru nú 12.99% (áður 24.17%) en þeir sem neituðu aö svara voru 10.69% (áö- ur 7.77%). I fyrri skoöanakönnun Visis náðist til um 80% þeirra sem lentu i úrtakinu en nú var aðeins leitað til þeirra sem áöur náðist i og tókst það i 91.12% tilfella. Þó að ekki viröist hafa orðið miklar breytingar á heildarfylgi frambjóðenda eru miklar svipt- ingar i einstökum kjördæmum. Hlutföllin f einstökum kjördæm- um er með eftirtöldum hætti: Reykjavlk: Guðlaugur 25.69%, Vigdis 17.36%, Albert 14.58% og Pétur 14.58% Reykjanes: Albert 23.84%, Guðlaugur 21.85%, Vigdis 21.19% og Pétur 11.92%. Vesturland: Vigdfs 23.40%, Pétur 23.14%, Albert 19.15% pg Guðlaugur 14.89% Vestfiröir: Pétur 35.29%, Vigdfs 32.35%, Guölaugur 17.69% og Albert 2.94%. Noröurland vestra: Vigdfs 29.03%, Guölaugur 16.13%, Albert 16.13% og Pétur 12.90%. Norðurland eystra: Guölaugur 29.41%, Vigdfs 28.24%, Pétur 9.41% og Albert 9.41%. Austurland: Vigdis 33.33%, Guðlaugur 23.81%, Pétur 9.52% og Albert 7.14%. Suöurland: Vigdis 29.51%, Guð- laugur 27.87%, Albert 18.03% og Pétur 6.56%. —GFr Hœkkun á bensini og gasoliu frestaö til morguns: Hækkunin stafar af geymdum vanda — segir Tómas Arnason viðskiptaráðherra „Rikisstjórnin hefur enn ekki tekiö endanlega ákvöröun um hækkun á bensini og gasoliu en ég á von á þvi, að rikisstjórnin muni fallast á tillögur verölagsráðs á fundi sfnum á morgun”, sagöi Tómas Árnason viðskiptaráö- herra er Þjóöviljinn spurði hann hvort rfkisstjórnin heföi fallist á tillögu verölagsráðs um að hækka bensínlitrann úr 430 krónum i 470 krónur og gagoliulitrann úr 115.20 krónum i 196.40 krónur. „Astæöa þess að máliö var ekki afgreittá fundi rikisstjórnarinnar I dag er sú að það vantaði ýmsar upplýsingar.t.d. varöand veröút- reikninga og áhrif hækkunarinn- ar á visitöluna. Illu heilli tel ég þó að ekki verði hægt aö komast hjá Yfir- lýsing Blaðinu hefur borist eftir- farandi yfirlýsing: Þar eð nöfn undirritaöra hafa I heimildarleysi veriö notuð til stuðnings framboöi Guðlaugs Þorvaldssonar viljum við taka fram að við erum stuöningsmenn Vigdisar Finnbogadóttur til forsetakjörs. Jónas Helgason, Æöey, Kristmundur Hannesson, skólastj. Reykjanesi, Olafur Þórðarson, bóndi, Rauðumýri. þvi aö fallast á tillögur verölags- ráðs. Allt annað þýöir bara að viö erum að fresta vandanum til framtiöarinnar og við munum þá hlaða upp vanskilum á innkaupa- jöfnunarreikningi f bönkunum. Hækkun nú á bensini og gasoliu stafar af þvi aö viö stöndum frammi fyrir geymdum vanda er byggist á þvi að verðið hefur ver- ið hækkað of litiö áöur. Þá spilar einnig inn I gengisbreyting á sfö- ustu mánuðum, en lækkun gengís kemur fram i hærra veröi á vör- um eins og bensini og gasoliu”, sagöi Tómas Árnason viöskipta- ráðherra aö lokum. Þvf má bæta við aö oliufélögin fóru fram á aö bensfnlitrinn hækkaði úr 430 krónum í 481 krónu, og að gasoliulitrinn hækkaði úr 115.20 krónum i 201 — krónu. —þm Djass í Félagsstofnun Kiúbbur F.S., I húsi Félags- stofnunar Stúdenta við Hring- braut, gengst fyrir djasshljóm- leikum I kvöld. Þar veröur Guö- mundur Ingólfsson pianóleikari meö sitt trió, en meösveiflarar veröa Pálmi Gunnarsson á bassa og Guömundur „papa djass” Steingrfmsson á slagverk. Övist er hvort aörir góðir gestir munu troða upp meö þeim köpp- um.Má segja aö þetta veröi eins konar kveðjutónleikar Guðmund- ar þvf aö hann heldur af landi brott á morgun. An efa verður sveiflan i hámarki og stemmn- ingin vonandi lika, þvl aö hér eru góöir spilarar á ferðinni. Má búast viö fleiri slikum upp- ákomum IKlúbbi F.S. á næstunni og eru tónlistarunnendur þvi beðnir að hafa eyru og augu opin þvi aö fjörið er ósvikiö i Félags- stofnun. Nemendur skora á Söby Dönskunemendur viö Háskóla islands hafa sent áskorun til Pet- er Söby Kristensen um aö hann sæki um lektorstöðu þá i dönsku sem nýlega var auglýst. Fyrir nokkrum vikum var dönskukennslan ofarlega á baugi er háskólaráð ákvað aö auglýsa stööu þá sem Peter Söby hefur gegnt um árabil. Nemendur töldu að þarna væri verið að reyna að koma kennara frá vegna skoöana hans og vegna blaöa- skrifa sem oröiö hafa um dönsku- deildina. 1 áskorun nemendanna (nú- verandi og fyrrverandi) segir: ,,A6 okkar mati væri það mikiö ó- lán fyrir dönskukennslu á tslandi ef Háskóli Islands bæri ekki gæfu til aö tryggja sér áfram starfs- krafta þessa fjölhæfa kennara”. Nemendurnir harma aö staðan skuli hafa verið auglýst og skora á Peter Söby að sækja um. —ká

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.