Þjóðviljinn - 25.06.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.06.1980, Blaðsíða 10
Skrifstofur stuöningsmanna Alberts Guömundssonar og Brynhildar Jóhannsdóttur eru á eftirtöldum stöóum á landinu. Aöalskrifstofa: Breiöholtr. Akranes: Borgarnes: Stykkishólmur: Ólafsvík: Patreksfjöröur: Ísafjöröur: Bolungarvík: Hvammstangi: Blönduós: Ólafsfjöröur: Sauðárkrókur: Siglufjöröur: Dalvík: Akureyri: Húsavík: Raufarhöfn: Pórshöfn: Vopnafjöróur: Egilsstaöir: Neskaupstaóur: Eskifjöróur: Reyóarfirói: Seyðisf jöröur: Höfn Hornafiröi: Hella: Vestmannaeyjar: Selfoss: Keflavík: Njarövík: Garður Sandgeröi Hafnir Grindavík: Hafnarfjörður: Garöabær. Kópavogur: Seltjarnarnes: Nýja húsiö viö Lækjartorg, símar 27833 og 27850. Opiö kl. 9.00 — 22.00 alla daga. Fellagaröar, sími 77500 og 75588. Opið alla virka daga kl. 14.00 til 22.00 og um helgar kl. 14.00 til 19.00. Félagsheimilinu Röst, sími 93-1716. Opiö alla virka daga kl. 17.00 til 22.00, og um helgar kl. 14.00 til 18.00. í JC húsinu, sími 93-7590. Opið virka daga kl. 21.00 til 23 og kl. 14.00 tjl 18.00 um helgar.. í Verkalýöshúsinu, sími 93-8408. Opið þriðjudaga og fimmtudaga kl. 20.00 — 23.00. Helgi Kristjánsson, sími 93-6258. Stefán Skarphéðinsson, sími 94-1439. Austurvegi 1, sími 94-4272. Opiö alla virka daga kl.10.00 til 22.00 og um helgar kl. 14.00 til 19.00 Jön Sandholt, sími 94-7448. Verslunarhúsnæði Siguröar Pálmasonar, s. 95-1350. Opið alla virka daga kl. 17.00 til 19.00 og um helgar kl. 13.00 til 19.00. Húnabraut 13, sími 95-4160. Opið á mið- vikudögum og sunnudögum kl. 20.00 — 22.00. Strandgata 11, sími 96-62140. Opið kl. 20-23. Sigurður Hansen, sími 95-5476 Opið alia virka daga kl. 20-22. Suöurgata 8, sími 97-7110. Opið alla virka daga frá kl. 16.00 til 19.00 og um helgar kl. 14.00 til 19.00. Sigyn Georgsdóttir, sími 96-6128. Geislagötu 10, sími 96-25177 og 25977. Opið alla virka daga kl. 14.00 til 19.00. Eysteinn Sigurjónsson, sími 96-41368. Helgi Ólafsson, sími 96-51170. Aöalbjörn Arngrímsson, sími 96-81114. Bragi Dýrfjörð, sími 97-3145. Þráinn Jónsson, símar 97-1136 og 97-1236. Hafnarbraut 10, sími 97-7363. Opið kl 18-22. Emil Thorarensen, sími 97-6117. Raftækjaverslun Árna og Bjarna, sími 97- 4321. Opin daglega mánudaga til föstudags frá 17—19 og um helgar eftir þörfum. Hafnargötu 26. Opið kl. 20.30-23.00. Sími 97-2135. Stefán Jóhannsson og Hilmar Eyjólfsson. Slysavarnarhúsinu, sími 97-8680. Opið virka daga kl. 20-23 og um helgar kl. 14-23. I Verkalýðshúsinu, sími 99-5018. Opið all£ daga kl. 17.00 til 19.00 og 20.00 til 22.00. Strandvegi 47, simi 98-1900. Opið alla daga kl 16.00 til 19.00 og 20.00 til 22.00. Austurvegi 39, sími 99-2033. Opið alla virka daga kl. 18.00 til 22.00, og um helgar kl. 14.00 til 18.00. Hafnargötu 26, sími 92-3000. Opið alla virka daga kl. 20.00 til 22.00, og um helgar kl. 14.00 til 18.00. Austurveg 14, sími 92-8341. Opið kl. 20.00 til 22.00 fyrst um sinn. Dalshraun 13, sími 51188. Opið alla virka daga kl. 20.00 til 22.00, og um helgar kl. 14.00 til 18.00. í húsi Safnaðarheimilisins, sími 45380. Opið alla virka daga kl. 17.00 til 20.00, og um helgar kl. 14.00 til 17.00. Hamraborg 7, sími 45566. Opið alla virka daga kl. 18.00 til 22.00, og um helgar kl. 14.00 til 18.00. Látraströnd 28, simi 21421. Opið alla virka daga kl. 18.00 til 22.00, og um helgar kl. 14.00 til 18.00. Mosfellssveit: Þverholt, simi 66690. Opið kl. 20.00 til 22.00 virka daga og 14.00 til 19.00 um helgar. Skrifstofurnar veita allar upplýsingar um kjörskrá, utankjör- staðakosningu, og taka á móti frjálsum framlögum í kosninga- sjóð. MAÐUR FÓLKSINS KJOSUM ALBERT Kolbeinn Bjarnason skrifar um tónlist: Pavarotti og stór- fengleikur söngsins Meðan tónleikar Pavarottis stóðu yfir komst ekkert að nema hrifningin og gleðin. Siðan fór ég að velta vöngum: Italskir óperuhöfundar 19. aldarinnar, eins og t.a.m. Verdi vildu ná til sem flestra. Þeir skrifuðu fyrir ,,hinn breiða fjölda” fremur en einhverja elitu. Kannski voru þeir nauðbeygðir til þess. Flutningur einnar óperu er dýrt fyrirtæki (enn þá of dýrt fyrir okkur nema á nokkura ára fresti?) og þess vegna er best að taka engar áhættur. 1 tónlist þessara ópera skipti laglinan mestu máli, við getum sagt að þær séu afsprengi tak- markalausrar sönggleði itölsku þjóðarinnar. Og þá getum við lika kallað þær alþýðutónlist og höf- unda þeirra alþýðutónskáld. Reyndar er „alþýðutónlist” dálitið hæpið hugtak sem viröist eiga að spanna yfir tónlist sprottna Ut úr umhverfi „alþýð- unnar” og höfða til hennar. En „alþýða” viröist oftast bara merkja meirihluti; popparar og jassistar mega ekki einoka þessa nafngift. Mér finnst tónskáldsem skrifar tónlist sem fáir kunna aö meta engu minni alþýðumaður fyrir vikið. Mér finnst ég sjálfur vera engu minni alþýðumaður þótt ég sitji ásamt 10 öðrum tón- leikagestum og hlusti á nútima- tónlist. Rossini, Verdi og Luciano Pavarotti eru vlst allir af ákaf- lega alþýðlegum uppruna. Pavarotti „einn hinna mestu stórsöngvara allra tima” er enda alþýölegur i fasi og á auðvelt með aö komast i snertingu við áheyr- endur sina — meö þvi að faðma þá að sér, með þvi aö langa til að gefa þeim part af sjálfum sér i túlkun sinni og taka með sannri gleði á móti hrifningu þeirra. Þess vegna verður hrifningin enn meiri,og með þvi að láta hana nær hömlulaust i ljós verða áheyrend- urnir virkir þátttakendur I þeirri athöfn sem er kölluð hljómieikar. Á þessum tónleikum voru allir jafn hrifnir, „alþýða manna” og hinir sem fá ekki að bera hina al- þýðlegu nafnbót: listamenn, há- skólaborgarar, tónlistarlegir sér- vitringar o.s.frv. Það sem hreif mig mest var að heyra hversu mikið tónlista- maöur, án nokkurs hljóðfæris nema sjálfs sin getur gert. Mér finnst að rödd hans sé við ystu mörk þess mögulega, áður hélt ég að svona sögur væri handan þeirra marka, ég vissi ekki að það væri hægt að syngja svona glæsi- lega. öll getum við sungið, við getum kallað okkur söngvara með sama rétti og Pavarotti, en hann uppfyllir okkar björtustu drauma um stórfengleik söngs- ins. Það er hins vegar dálitiö vafa- mál hve mikið tónleikar á borð við þessa — þar sem tónlistin sjálf er ekki svo ýkja merkileg eða þá efnisþráöur óperanna og texti þessara fallegu aria — skilja eftir sig. Fyrir mér var þetta stórkost- leg skemmtun, á unglingamáli ofsa stuð. Þessar itölsku óperu- ariur frá öldinni sem leið slitu mig fullkomlega úr tengslum við veruleikann fyrir utan Laugar- dalshöllina. Ég fékk af þessu pinulitiö samviskubit og spurði sjálfan mig að þvl hvort þetta væri jákvætt eða neikvætt. Þessi vafaatriði getum við siðan fært yfir á tónlistina á Listahátið. Hjálpar hún okkur kannski til að gleyma kjarnorkusprengjunum sem við göngum meö i maganum, vitfirringunni i tran og Afgan- istan og neyð heimsins yfirleitt eða efnahagslegu öngþveiti hér heima? Er listahátiö ef til vill sumarfri frá áhyggjum? Mönn- um væri hollt að velta þessu fyrir sér, fýsi menn að vita skoöun undirritaðs er svar hans bæði já og nei. Þaö voru einkum tvö atriði á tónlistarvæng hátiðarinnar sem voru á beinan en ólikan hátt við- brögð við ýmsum tiðindum sam- tiöarinnar. Annars vegar voru tónleikar „alþýöutónlistar- mannsins” Wolf Biermann. Ljóð hans, rödd og gitarsláttur tengja áheyrendur rækilega við veru- leikann, list hans eykur okkur áhyggjur svo mjög að hún er hvatning til athafna. Hins vegar voru það sýningar japanska hreyfingamannsins, Min Tanaka og meöleikara hans. Með tónlist og hreyfingum túlkuðu þau ýmist eitthvert upp- runalegt, náttúrulegt samræmi, eða fullkomið ósamræmi (sem viðgetum tengt stórborg, hávaða og taugaveiklun). Japanski trymbillinn hafði hér mikið að segja með sínum nýstárlegu að- feröum við trommusettið, ótelj- andi litbrigðum, sannri tjáningu og meistarlegri tækni. 1 huga mér skipar hann nú álika háan sess meðal trommuleikara og Pavar- otti meðal söngvara. En tónlist hans kallar ekki á áköf fagnaöar- læti, (hann var reyndar horfinn þegar sýningunni lauk úti undir berum himni) en þar með er ekki sagt að hrifningin sé minni en ella og það segir okkur ekkert um gæði tónlistarinnar. Ef til vill er sá listamaðurinn mestur sem enginn veit hvað heitir og sú hrifning einlægust sem er einungis tjáð með þögn- inni. Látum ekki stórstjörnugláp villa okkur sýn. Eftir á að hyggja treysti ég mér engan veginn til að gera upp á milli Pavarottis,' Aliciu de Larrocha, Wolf Bier- mann, Paul Zukofskys, Rutar L. Magnússon og þessa óþekkta Jap- ana svo dæmi séu tekin. KB. Aðsetur yfirkjörstjórnar i i Reyk janesk j ördæmis 29. júni verður i Lækjarskóla i Hafnar- firði. Talning atkvæða hefst þar kl. 23.00 sama dag. Simar yfirkjörstjórnar verða 51285 og 50585 Yfirkjörstjórn Reykjaneskjördæmis, Guðjón Steingrimsson formaður, Björn Ingvarsson, Þormóður Pálsson, Páll Ólafsson, Vilhjálmur Þórhallsson. Aðalskrifstofa Brautarholti 2, (áður Hús- gagnaverslun Reykjavikur). Simar: 39830, 39831 og 22900

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.