Þjóðviljinn - 26.06.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.06.1980, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 26. júnl 1980. WÖÐVILJINN — StÐA 3 Framboð konu til forsetakjörs Vekur athygli erlendis Fréttamenn á þönum á eftir Vigdisi FramboO Vigdísar Finnboga- dóttur til forsetakjörs hefur vakiO mikla athygli erlendra fjölmiOla, enda yröi hún, ef kjörin yröi, ekki aöeins fyrsti kvenforseti tslands heldur einnig fyrsta konan I heiminum sem kjörin væri for- seti. Fjöldi erlendra fréttamanna hefur átt viötöl viö Vigdisi aö undanförnu og hafa sumir fylgt henni eftir á feröum hennar úti um landsbyggöina. 1 gærkvöld kvikmyndaöi td. hópur frá sænska sjónvarpinu fund Vig- disar á Akranesi. Allar sjónvarpsstöövarnar á Noröurlöndum tóku viötöl viö Vigdisi þegar Noröurlandaráö hélt hér fund I vor. Þá hafa út- varpsstöövarnar á Noröurlöndum átt viö hana viötöl og mörg út- breidd blöö á Noröurlöndum, svo sem dönsku blööin Berlinske Tid- ende, og Jyllands Posten, auk þess sem fréttamaöur frá Ritzau fréttastofunni fylgdist meö Vig- disi I Þorlákshöfn. Sænsku blööin Svenska Dag- bladet, Expressen, Göteborgs Posten og timarit sænsku sam- vinnuhreyfingarinnar, „Vi” sem kemur út vikulega i 300 þúsund eintökum hafa átt viötöl viö Vig- disi svo og norsku blööin Verdens Gang og Dagbladet. t Finnlandi hefur birst langt viötal viö Vigdisi ieinu útbreidasta blaöi Finnlands „Helsingin Sanomat” og finnska kvennablaöinu „Anna”. Þá hefur þýska vikuritiö „Deutsche Woche”, franska stórblaöiö „Le Monde” og franska útvarpiö og franska kvennablaöiö „Elle” átt viötöl viö Vigdisi Finnbogadóttur. Skóg- ræktar- félagið fimmtugt Skógræktarfélag tslands heldur afmælis- og aöalfund sinn á Þing- völlum, dagana 27.-28. júni n.k„ en þá eru liöin 50 ár frá þvi aö fé- lagiö var stofnaö. A fundinum veröur afmælisins minnst m.a. meö þvi aö á föstu- dag, 27. júni, veröur haldin hátiö- arathöfn i Almannagjá á þeim staö þar sem félagiö var stofnaö á Alþingishátiöinni 1930. Þar mun Jónas Jónsson formaöur félags- ins setja hátiöarfund, forseti ts- alnds dr. Kristján Eldjárn mun ávarpa hátiöargesti og einnig veröur upplestur og söngur. Úr Almannagjá veröur fariö I furulundinn á Þingvöllum en i hann var plantaö fyrstu plöntun- um af erlendum uppruna áriö 1899. Kl. 16.30 á föstudag hefst aöal- fundur félagsins i Valhöll og mun venjulegum aöalfundarstörfum veröa lokiö á hádegi á laugardag, en siödegis þann dag fara fulltrú- ar og gestir til Haukadals i Bis- kupstungum, þar sem trjágróöur veröur skoöaöur. Gert er ráö fyrir aö fundurinn veröi fjölsóttur, bæöi af fulltrúum aöildarfélaga Skógræktarfélags tslands og af innlendum sem er- lendum gestum. öllum er vel- komiö aö taka þátt i hátiöarat- höfninni I Almannagjá, sem hefst kl. 14.30. Eldri norrænir skátar þinga Dagana 30. júnl til 4. júli n.k. veröur haldiö hér i Reykjavik þing norrænna St. Georgs gilda. Þingiö veröur éett i Neskirkju mánudaginn 30. júni kl. 10:00 f.h. en þingstörf fara aö ööru leiti fram á Hótel Loftleiöum. I sam- bandi viö þetta þing munu um 300 erlendir gestir, gildisfélagar og makar þeirra, heimsækja Reykjavik. Hundahald undir sólu (ljósm. — gel) Hallgrímur Helgason fær menningar- verðlaun A morgun 27. júni n.k. fer fram viö hátiölega athöfn i móttökusal ráöhússins i Lubeck afhending Henrik-Steffens-verölauna, sem veitt eru af háskólanum I Kiel I Vestur-Þýskalandi. Aö þessu sinni hlýtur þau próf. dr. Hallgrímur Helgason, bæöi fyrir forgöngustarf i átthögum sinum og fyrir útbreiöslu Is- lenzkra tónmennta i Evrópu og Noröur-Ameriku, sem tónskáld og músikvisindamaöur. En dr. Hallgrimur hefir gegnt prófessorsembættum I tónsmiöi og músikvisindum viö University of Saskatchewan i Kanada og viö Freie Universitat i Vestur-Berlin en er nú dósent viö Háskóla Islands. Verölaunin eru gullmedalia og álitleg fjár- upphæö. Athöfnin hefst meö ávarpi for- seta háskólans i Kiel, próf. dr. Gerd Griesser, og afhendir hann verðlaunin. Þá heldur forstööu- maöur músikvisindastofnunar háskólans, próf. dr. Friedhelm Krummacher aðalræðuna um ævistarf og verk verölaunahafa. Þarnæst flytur verölaunahafi þakkarávarp og erindi um „Hug- mynd þjóðlegrar endurreisnar i Islenzkum tónmenntum.” Aö lokum leikur próf. Gerhard Berge, ásamt félögum sinum i Dresden-Trió, kammermúsik- verkeftir dr. Hallgrim, pianó-trió I þrem köflum fyrir fiðlu, celló og pianó. Henrik-Steffens-verölaunin eru veitt árlega, fyrir sérstaka verö- leika á sviöi hugvlsinda og lista, visinda- og lista-mönnum frá Danmörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Sviþjóö Norskir nikkarar koma í heimsókn Fimmtán norskir harmonku- leikarar koma til landsins um helgina og dveljast hér um viku- tima á vegum Félags harmoniku- unnenda, sem slá upp balli þeim til heiöurs i Artúni á laugardags- kvöldiö. Næstu viku munu þeir norsku siöan feröast um landiö i fylgd harmonikuunnenda i Borgarfiröi og má búast við lifi og fjöri i þeim félagsskap. í frétt frá Félagi harm onikuunnenda segir ennfremur, að i haust sé væntan- leg plata gefin Ut á vegum félags- ins og er efnið sótt i harmoniku- leikara viðs vegar af landinu. ! Hvað er — | slumpabónus? ■ Fá prestar fast ómælt yfirvinnukaup? Óánægðir með kjörin IÞaö er kunnara en frá þurfi aö segja aö bónusgreiðslur alls konar eöa launhvetjandi kerfi ■ eru æ meira aö ryöja sér -tii Irúms i atvinnulifinu. Þessi kerfi eru samt ekki öll á einn veg og þvi siður auöveld i framkvæmd * aö þvi er virðist. t fiskiönaði er I Igangi kerfi sem allmikil reynsla er komin á en i fataiönaöi er ööru máli aö gegna. Þar er viöa * veriö aö prófa sig áfram meö I bónuskerfi af ýmsum gerðum. Verksmiðjustjórinn I sauma- stofu Hagkaups sagöi I samtali viö blaöiö aö þar væri ekki enn búiö aö koma sér niður á gott bónuskerfi sem allir gætu sætt sig viö. Sagöi hann aö sumsstaö- ar væri i gangi þaö sem kallaö væri slumpakerfi eöa slumpa- bónus.. Þá er öllum greidd sama prósenta ofan á dagvinnukaup- iö. Þórarinn Gunnarsson hjá ------------------------------, Félagi fsl. iðnrekenda sagöi aö á • vegum félagsins væri veriö aö I vinna aö svokölluöu fataverk- I efni og heföi sú vinna staöiö I | eitt ár. Þetta eru athuganir og ■ kannanir sem eiga aö miöa aö I hagræöingu og betri skipulagn- I ingu I fataiönaöi og taka 20 | vinnustaöir þátt i þessari vinnu. ■ Ætlunin er aö skipuleggja sem I best alla vinnuaöstööu og einnig | aö kenna starfsfólki rétt vinnu- ■ brögö. Kvaö Þórarinn þessa I hagræöingu nauösynlega ætti I islenskur fataiönaöur aö stand- | ast erlenda samkeppni. ■ Um bónusgreiöslur sagöi I Þórarinn aö þær væru aö sinu I mati alls ekki af hinu illa eins og | margir teldu. Aö sinu mati ■ kæmu launahvetjandi kerfi báö- I um til góða, starfsmanni og at- I vinnurekenda. —hs ■ Prestum finnst óréttlátt aö mörg atriöi aöalkjarasamnings BHM ná ekki til félaga Presta- féiags tsiands. M.a. veröa prestar aö bera kostnaö af embætti sinu og fá ekki viöurkenningu rikis- valdsins fyrir mikiö vinnuálag, sifellda bakvakt og langan vinnu- tima á helgidögum og hátiöum. Þetta álit kom fram i umræðum á fjölsóttum aöalfundi Presta- félagsins sem haldinn var I Bústaöakirkju sl. mánudag. Þar ávarpaði kirkjumálaráöherra fundarmenn og tilkynnti, aö skip- uö veröi nefnd til aö gera úttekt á kjaramálum og starfsaöstööu prestanna. Á fundinum voru ræddar tillög- ur aö messubúnaði presta, en skoöanir voru skiptar, hvort taka skyldi upp einfaldari og léttari búnað i staö hempunnar. Kosiö var i stjórn félagsins. Fyrir sátu þeir séra Guömundur óskar Ólafsson, varaformaöur og sr. Sigfinnur Þorleifsson, ritari. Endurkjörnir voru sr. Karl Sigur- björnsson, gjaldkeri og sr. Þor- bergur Kristjánsson, meöstjórn- andi. Séra ólafur Skúlason lét af formennsku eftir sex ára starf. Sr. Þórhallur Höskuldsson var kjörinn I hans staö i stjórnina sem mun kjósa sér formann innan skamms.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.