Þjóðviljinn - 26.06.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.06.1980, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. júni 1980. UÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjódfrelsis (Jtgefandi: tJtgáfufélag ÞjóBviljans Framkvemdastjóri: Eiöur Bergmann RiUtjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan ölafsson Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir. Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Þórunn Siguröardóttir Rekstrarstjóri: Olfar ÞormóBsson AfgreiÖslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks- son.Ingibjörg Haraldsdóttir, Magmls H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Safnvöröur:Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa :Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigríöur Kristjánsdóttir. Kflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. útkeyrsla:^>ölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavfk, simi 8 13 33. Prentun: Blaöaþrent hf. Stefnt í rétta átt • Oí snemmt er að meta i öllum atriðum áhrif og afleiðingar fyrir landbúnaðinn, einstaka bændur og efnahagslifið i heild af ákvörðun rikisstjórnarinnar um 200% skatt á innfluttan fóðurbæti. Ljóst er þó að hér er brotið i blað og væntanlega er um mun áhrifarikari aðferð að ræða til takmörkunar á mjólkurframleiðslu en verðskerðing kvótakerfis- ins. • Með þeim bráðabirgðalögum sem sett hafa ver- ið um kjarnfóðurskattinn er stefnt að þvi að halda mjólkurframleiðslunni i þvi horfi að hún fullnægi innanlandsþörfum, en til þess þarf hún að minnka um 10 til 15%. Verð á innfluttum fóðurbæti hefur um skeið verið óraunhæft vegna mikilla niður- greiðslna i rikjum Efnahagsbandalagsins. Þetta ástand hefur ýtt undir mjólkurframleiðslu hér á sama tima og nauðsynlegt er talið að draga úr henni og kippt fótunum undan innlendun fóðuriðnaði. • 1 lögunum felst mikilvæg rýmkun á kvótakerf- inu sem fyrst og fremst á að koma til góða frumbýl- ingum og þeim sem búa litlum búum. Fyrir löngu var sýnt að kvótakerfið yrði afar erfitt og flókið i framkvæmd og að það myndi, ef þvi væri framfylgt út i æsar, skera hluta af bændastéttinni niður við trog. Kjör bænda eru afar mismunandi og má i raun skipta stéttinni niður i smábændur og stórbændur. í landi þar sem það er talið keppikefli að samfelld byggð sé i sveitum hlýtur markmið landbúnaðar- stefnu að vera hæfileg bústærð, og engin lausn i þvi fólgin að bregða fæti fyrir smærri búin. • Miðað við að 25% samdráttur verði i fóðurbæt- iskaupum er gert ráð fyrir að kjamfóðurskatturinn nemi um 5 milljörðum króna á þessu ári. Skatturinn kemur ekki fram i hækkuðu almennu búvöruverði til neytenda og þýðir þvi bæði auknar álögur á bændur og tekjumissi vegna minni framleiðslu i mörgum tilfellum. A móti kemur að skattféð rennur raunverulega aftur til landbúnaðarins. Lögin gera m.a. ráð fyrir að það verði endurgreitt eftir ýmsum leiðum, t.d. bústærð, landshlutum og búgreinum. Hluta fjárins verður varið til að létta verðskerð- ingu kvótans, þannig að á afurðir allt að 300 ærgilda komi fullt verð en skerðingin var áður ráðgerð 8%. Samkvæmt þessu ættu litlu búin að sleppa við verð- skerðingu að mestu eða öllu. 'Frumþýlingar sem kljást við mikinn fjárfestingarkostnað eiga einnig að fá greitt úr sinum vanda. Stærsta hluta teknanna af kjarnfóðurskattinum verður þó varið til verð- jöfnunar vegna útflutnings búsafurða sem bændur hefðu ella þurft að greiða á annan hátt. • Enda þótt sett hafi verið bráðabirgðalög sem eiga að takmarka mjólkurframleiðslu i sumar og rýmka kvótareglur um verðlækkun á umframfram- leiðslu,er enn margt óljóst um það,hvernig endur- greiðslunni til bænda verður hagað. Frjáls verð- lagning er á alifugla- og svinaframleiðslu og gæti fóðurbætisskatturinn hækkað verð þessara afurða til neytenda. Á þvi máli verður tekið nú innan tiðar en ákvarðanir um aðra þætti verða ekki teknar fyrr en bændasamtökin hafa mótað tillögur sinar þar um. • Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum að miklar og almennar umræður urðu meðal bænda um leiðir til þess að takmarka búvöruframleiðsl- una. Kvótakerfið varð ofaná i þeim umræðum og nú er stefnt að þvi að sniða af þvi agnúana og beita skjótvirkari aðferð. Hvort horfið verður frá verð- skerðingu með framleiðslukvóta verður umræðu- efni Stéttasambandsþings i haust. • Mikið hefur verið rætt um að taka þyrfti rösk- lega á offramleiðsluvandanum i landbúnaðinum. Ekki hefur staðið á bændum að taka skynsamlega og málefnalega þátt i þeim umræðum. Stefnumörk- un hins opinbera hefur hinsegar verið seinvirk og ómarkviss. Núverandi rikisstjórn hefur tekið af skarið og stefnir hiklaust i rétta átt. —ekh Míppt Forsetaraunir Algengt efni i fréttaskýring- um þessa daga er dapurleiki sá sem hvilir yfir væntanlegum forsetakosningum 1 Bandarikj- unum, eftir aö Jimmy Carter forseti og Ronald Reagan unnu kapphlaupiö um útnefningu flokkanna stóru. Vesturþýska vikuritiö der Spiegel oröar þetta á svofelldan hátt: Carter: óhæfastur allra. séu hvert ööru betra!) — en slikir dómar eru mjög algengir ekki sist I evrópskum blööum, já og hin bandarisku'sýnast ekki mikiö hrifnari, þótt þau oröi áhyggjur sinar á miklu kurteis- ari hátt. Þaö helsta sem menn hugga sig viö er þá þaö, aö jafn- vel aumur forseti getur fundiö sér sæmilega samstarfsmenn ef gæfan er meö. En þaö er kannski ekki sér- lega stór huggun, þvi að I em- bætti Bandarikjaforseta sam- einast tvennt: þaö er annars- vegar eitt hiö valdamesta I heiminum — hinsvegar er leiöin aö þvi embætti vöröuö þeim hindrunum, að það er eins og þaö veröi óliklegra aö stór- menni komist i þaö. Og útkoman er svo þessi: 55- 58% bandariskra þegna eru mjög miður sin vegna þess aö á lokasprettinum eru þaö einmitt Carter og Reagan sem takast á. Meira en fjórir af hverjum tiu Repúblikönum og meira en fjór- ir af hverjum tiu Demókrötum (svo aöeins sé talaö um þá til- tölulega fáu sem gefa sig uppi I stjórnmálum) svara þegar þeir eru spuröir um eftirlætisfram- bjóöanda sinn: Hvorugur þess- arra fyrrnefndu — None of the above... ---------------------—, þvi, aö foröast aö gera grein fyrir stefnumálum, heldur láta sér nægja aö bera fram nokkrar stuttar, einfaldar og lágkúru- legar setningar, sem festast sæmilega I minni og höföa til fólks (hvort sem þaö skilur hvaö á baki er eöa ekki). Reagan: afturhvarflandi froðu- snakkur Allt sem einfaldast Sé frambjóöandi greindur vel Martröð Bandarlkjamannsins: ,,Eru þeir enn þarna?” „Annar þeirra: skinhelgur áhugamaöur I pólitik, sem er i þeim mæli óhæfur til alvarlegra hluta aö margir landar hans telja hann ekki eiga sinn lika I sögu Bandarikjanna. Stjórn hans er „ein brotahrúga.” Hann hefur á þeim þrem árum sem hann hefur setiö I embætti eytt sinni pólitisku innistæöu, og aö mestu leyti þvi sem hann átti inni hjá fólki i manneskjulegu tilliti. Hinn er uppgjafa kvikmynda- leikari, tæplega sjötugur erin- dreki fortiðarinnar, sem prédik- ar angurvær afturhvarf til þeirra Bandarikja, sem aldrei hafa veriö til, og aö þvi er varö- ar vandamál samtiöarinnar, sem hann skilur alls ekkert i mörgum hverjum, þá ýtir hann þeim frá sér meö innantómri mælgi. Þetta eru — ef ekki gerist kraftaverk — þeir ömurlegu valkostir sem boönir eru borg- urum „þegnum Bandarikjanna þegar þeir kjósa sér forseta þann fjóröa nóvember: Carter eðá Ronald Riagan.” Guö sé oss nœstur Þetta er haröur dómur (og eitthvaö annaö uppi en umtaliö um okkar forsetaefni, sem flest- ir hafa komiö sér saman um aö Eöa eins og einn af lesendum Time komst aö oröi um and- rúmsloftiö i landinu: „Reagan gegn Carter — þvi veröur aöeins svaraö meö einu oröi: HjálD!” Sjónvarpsbölið Allt þetta getur sýnst þver- stæöukennt, þvi vel má segja sem svo: ekki eiga þeir Carter og Reagan hiö mikla forskot sitt yfir aöra i forkosningum og keppni um fulltrúa á flokksþing neinum öörum en kjósendum aö þakka. Þetta vildu þeir. Þeim verðuraösviöa sem undir miga, segir máltækiö. En málið er ekki svo einfalt. Þaö er miklu fremur kosninga- kerfinu sjálfu, hinni löngu og kostnaöarsömu göngu til flokks- þinga og útnefningar aö kenna, aö niöurstaðan er sú, aö kjós- endur standa uppi meö fram- bjóöendur, sem eru, eins og Anderson, óháöur frambjóö- andi, segir — ekki valkostir heldur vandræöi. Þessi leiö er einskonar vitahringur. Sá kemst ekki langt, sem ekki kann að koma sér i sjónvarpiö og-eöa hefur ekki efni á aö kaupa sér rándýran sjónvarpstima. Ekki nóg meö þaö, hann þarf aö hafa til aö bera þaö rétta sjónvarps- skyn. Þaö felst meöal annars I _______og og margfróöur er eins gott fyrir hann aö fela það rækilega. Reagan hefur lifaö pólitisku þægilegheitalifi i Kaliforniu út á nokkur einföldvigorð, sem hann notar einnig nú. Til dæmis: „Fólk hefur ekki misst traust á sjálfu sér, þaö hefur misst traust á stjórninni.” Eöa: „Þaö eru til einföld svör viö öllum spurningum.” Og viö þetta er bætt útspekúleruöu brosi eöa áhyggjuhrukkum, allt eftir þvi sem aöstæöur segja til um. Carter er einnig drjúgur meistari i aö einfalda alla hluti, enda hefurhann sem mest hann mátti foröast aö láta sjá sig I sjónvarpi viö hlið sér miklu fær- ari manns, Edwards Kennedys. Kennedy átti i raun og veru þann sjaldgæfa möguleika aö margra mati, að geta fellt rikj- andi forseta frá framboöi — en þá komu þeir Khomeini og Brésjnef til skjalanna og björg- uöu Carter. A erfiöum timum þurfti hann ekki annaö en „tala hátt og sveifla gildu priki” — og þaö fellur I góöan farveg hjá þegnum stórveldis sem telur sér ógnaö, hvort sem fyrirgangur þessi er af viti geröur eöa ekki. I þeim gauragangi týndist Ed- ward Kennedy og tiltölulega frjálslynd sjónarmiö hans — og valkosturinn ömurlegi kom upp. áb. skortó

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.