Þjóðviljinn - 03.07.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.07.1980, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 3. júll 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Fjölskyldumál og valdatafl: Sanjay Gandhi horfinn af sviöinu 5 í i' A et Sanjay Gandhi, sem lést í flugslysi fyrir skömmu, hefur fengið mjög misjöfn eftirmæli, enda var hann maður umdeildur. Hann hefur verið kallaður misskilinn föðurlandsvinur, spilltur mömmudrengur, vald- níðslumaður eða þá vel- viljaður hentistefnumað- ur og er þá hvergi nærri allt upp talið. Hitt er víst, að þessi 33 ára gamli sonur Indiru Gandhi hafði, náð þeim völdum, að fráfall hans hef ur raunveruleg áhrif á indverk stjórnmál. Sanjay Gandhi var að sönnu ekki orðinn ráðherra enn. En kosningar i níu rikjum Ind- lands i júni sýndu vel mikil áhrif hans i hinum rikjandi Kongress- flokki I. Talið er að um 60% af þeim flokksmönnum sem á fylk- isþingin komust hafi verið stuöningsmenn hans. Og sjálfur var hann talinn sameiningar- tákn fyrir um þaö bil þriðja hluta af þingmönnum Kongressflokksins á alrikis- þinginu I Nýju Dehli. Erfið sambúð. Þótt þverstæðukennt kunni aö sýnast getur svo farið, að fráfall sonarins verði til að styrkja þá stefnu sem Indira Gandhi hefur I stórum dráttum fylgt. Þá er átt við það, að Sanjay Gandhi hefur verið helstur áhrifamaður til hægri I flokki móður sinnar, sumir hafa gengiö svo langt aö kalla þá stefnu sem hann hefur fylgt hálffasiska. Nú má vel vera, að of mikið hafi jafnan venið gert úr vinstritilhneiging- um hjá Indiru Gandhi og nán- ustu samstarfsmönnum hennar. En aliavega er það vist, að hún Fréttaskýring hefur verið ali-athafnasöm um þjóðnýtingar og stundum haft visst samstarf til vinstri, a.m.k. við þann kommúnistaflokk sem næst stendur Sovétrikjunum. Sanjay Gandi hefur hinsvegar haft þau áhrif i Kongressflokk- inum, aö hinn opinberi geiri hef- ur veriö skorinn nokkuð niöur i þágu einkaframtaksins; sömu- leiðis hefur hann mjög beitt sér fyrir takmörkunum á áhrifum kommunistaflokkanna. ósigrar. Arið 1975 tók Indira Gandhi sér alræöisvald eða svo gott sem, til aö „rétta viö efna- haginn” eins og það var kall- að.Þetta var mjög umdeilt skref, og nú eru uppi kenningar um að Sanjay Gandhi hafi verið helsti driff jöður um að þaö var stigið, en móðir hans hafi i raun og veru verið þvi andvig. Hafi þetta svo komið fram I þvi, aö áriö 1977 skaut hún málum til þjóðarinnar i kosningum — og hafi það veriö Sanjay Gandhi þvert um geð. Kongressflokkur Indiru beið þá mest afhroð i sögu sinni, og sá ósigur var ekki sist óvinsældum sonar hennar að kenna. En eins og marga rekur minni til bar hann ööru fremur ábyrgð á þvi, að mjög harkalega var fram gengið I þvi aö gera fólk ófrjótt nauöugt, og kostuðu þau ósköp þúsundir manna lifið. Þá var Sanjay og viðriðinn ýmisleg spillingarmál sem og algjörlega misheppnaöa tilraun til að koma á fót fram- leiöslu á indverkum fólksbil, sem átti aö heita Maruti. Verk- smiðjan skilaði aðeins tuttugu bílum á fimm árum. Það má þvi segja, að það hafi veriö Indiru Gandhi til trafala, að hún varð nauðug viljug aö breiða yfir eða réttlæta fram- ferði sonar sins í slikum mál- um. Hann hefur einnig verið henni til erfiðleika á þingi, vegna þess að vegna áhrifa hans þurfti hún að taka meira tillit til hægriafla I flokki sinum en hún hefur kannski kært sig um. Má vera aö ýmsir „gamlir” stuðningsmenn Kongressflokks- ins, sem yfirgáfu flokkinn i mót- mælaskyni við framt'erði Sanjay Gandhis, snúi nú aftur heim til föðurhúsa. A hinn bóginn gat stjórnin stundum haft gagn að þvi, að þessi óstýriláti sonur Indiru gat með jarðýtuumsvif- um sinum barið i gegn ýmsa þá hluti sem voru litt fallnir til vin- sælda. Horfinn erfðaprins. Sanjay Gandhi var borinn til valda ef nokkur maöur ind- verskur var það; sonur og son- arsonur forsætísráöherra landsins frá sjálfstæðistöku 1947 og til dauðadags; tveim árum siðar var dóttir hans Indira komin i hans staö og hefur verið þar siðan, að undanskildum valdatima Janatabandalagsins 1977-1980. Það er ekkert hægt um þaö aö fullyröa, hvort Sanjay heföi erft æðstu völd á Indlandi, en hitt var vitaö, að þangað stefndi hann. Vafalaust munu margir varpa öndinni léttara þegar sá möguleiki er úr sögunni — og hafa þá I huga náin tengsli Sanjays Gandhis við spillta valdamenn ög afar takmarkaða virðingu hans fyrir ^þeim lýðræðislegu réttindum sem afi hans reyndi aö láta festa rætur I gifurlegum þverstæðum indversks þjóðfélags. AB tók saman. (Information, Guardian) Ítv Tilburg í Hollandi: Paradís fyrir hjólreidamenn Nýleg skoöanakönnun: Borgaraflokk- arnir sænsku í minnihluta Væri kosið i Svíþjóð nú myndu verklýðsflokkarnir tveir, Sósíaldemókratar og Vinstri flokkurinn kommúnistar, fá meirihluta eða um rúm- lega 52% atkvæða. Borgaraf lokkarnir þrír sem nú eru i stjórn mundu fá 46,1% atkvæða. Það eru einum tveir borgara- flokkar nálægt miðju sem eru aö tapa fylgi. Miðflokkurinn og Þjóðflokkurinn. Sósialdemó- kratar eru helst I sókn, og eitthvað sigur af borgaralegu fylgi til þess flokks sem lengst er til hægri, þótt hann svo kenni sig einkum við hófsemd, Moderatarna, 1 kosningunum sem fóru fram I! nóvember i fyrra fékk Miöflokk- urinn 18,1% en nú myndi hani^fá 16.5%. Þjóðflokkurinn hafði 10.6% en myndi nú verða að sætta sig við 8.7% Moderatar aftur á móti hafa litið eitt bætt stööu sina, þeir njóta nú stuönings 21.0% kjósenda en höfðu 20,3% við siðustu kosn- ingar. Þessi flokkur virðist vera aö treysta sig I sessi sem höfuð- vigi borgaralegra afla, enda hafa miðflokkarnir átt nokkuö erfitt meö að koma sér upp „eigin andliti” mitt á milli þeirra og Sósialdemókrata. Sósialdemókratar njóta nú 46,5% fylgis, en voru með 43,2% þegar siðast var kosið. VPK, evrópukommúniskur flokkur, nýtur sama stuðnings og þegar kosningar fóru fram eða 5,6%.Þeir eru þvi i þeirri stöðu nú um stundir að vera sá herslumun- ur sem sóslaldemókrata kynni að vanta i ýmsum málum. Sósial- demókratar hafa stundum, þegar svipuö staða komur upp á þingi, stjórnaö einir, en teflt á vixl á kommúnista og miðflokkana I einstökum málum. Hollenska borgin Tilburg, sem hefur 150 þúsundir íbúa, er orðin sannkölluð paradís fyrir hjólreiðamenn. Þetta er fyrsta borgin ílandinu sem gefur hjólreiðamönnum jafnan rétt á við bílstjóra — og nokkur forréttindi í sumum tilvikum. Nú er búiö að taka i notkun I Tilburg 4.5 metra , breiða „hraðbraut” fyrir hjólreiöa- menn, sem liggur þvert 1 gegnum bæinn. Fimm km. veg um mið- borgina og tlu km. út frá henni. Ekki nóg með það. Alls eru i borginni 35 km. langar götur fyrir hjólreiðamenn. Sumstaðar hefur götum verið skipt þannig að reiðhjólin fá tvær akreinar en bil- ar eina akrein og þá með einstefnu aö sjálfsögöu. Umferðarljós eru stillt á græna bylgju — en sú bylgja sér til þess að reiöhjól renni með jöfnum hraöa gegnum borgina; það eru bilarnir sem þurfa að biða. Þetta fyrirkomulag viröist ganga mætavel. Kaupmenn höfðu i fyrstu áhyggjur af þessu skipu- lagi, þvi þeir héldu að reiðhjóla- fólk myndi ekki gera eins mikil innkaup og þeir sem i bflum f:ara. Þetta reyndist þó inisskilningur, það er fleira fólk á ferli i miö- borginni en áöur, og viðskipti hafa aukist hjá mörgum. Hraöbraut fyrir reiöhjól iiggur um Tilburg endilanga, hún er 15 km. löng. 80% Ibúa borgarinnar hafa komið sér upp reiðhjólum og nota þau meira eða minna. Það hefur dregtð úr bilanotkun og sumir hafa jafnvel selt bila sina. — (Stern) Svona er sumum götum skipt: tvær akreinar fyrir reiöhjói, einstefnurein fvrir blla.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.