Þjóðviljinn - 03.07.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.07.1980, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 3. júll 1980. ÞJOÐVILJINN — SIÐA 7 Gunnar Björnsson konsúll látínn Gunnar Björnsson fyrr- verandi ræöismaður og viö- skiptafulltrúi viö sendiráö Islands i Kaupmannahöfn lést i fyrrinótt. Hann var fæddur 15. ágúst 1905 aö Skefilsstööum á Skaga, fór i Menntasólann á Akureyri og útskrifaöist þaöan 1929. Hann hélt utan til náms i Kaupmannahöfn og lauk cand. polyt prófi 1944. Hann varö ræöismaöur Islands 1952 og viöskiptafulltrúi frá 1964. Gunnar var eini heiöursfélagi námsmanna- félagsins 1 Kaupmannahöfn. —ká Kristln H. Tryggvadóttir fræösiufulltrúi B.S.R.B. Lengi lifi jafnréttið Jafnréttiö er vandmeö- fariö, ekki sist þegar mis- heyrn (eöa prentvillupúk- anum) er um aö kenna. 1 blaöinu í gær var sagt frá út- varpsþætti sem veröur á dagskrá i sumar i umsjá Kristinar H. Tryggva- dóttur fræöslufulltrúa BSRB og Tryggva Þórs Aöalsteins- sonar fræöslufulltrúa ASt. Mistök blaösins fólust i þvi aö rangfeöra Kristinu og misréttiö i þvi aö birta mynd af Tryggva, en þau eru aö sjálfsögöu jafnvlg sem stjórnendur þáttarins. Þá skal þaö tekiö fram aö þáttur þeirra er hreint ekkert létt- meti i tilefni sumars heldur er þarna á feröinni fræöslu- þáttur um félagsmál og vinnu og er undirtitillinn: þáttur um málefni launa- fólks, réttindi þess og skyldur. Viö biöjumst afsök- unar á mistökum — lengi lifi jafnréttiö. —ká „Opið hús” í Norræna í kvöld Sumarstarfsemi Norræna hússins er nýlega hafin með þvi að hafa „Opið hús” á hverju fimmtudagskvöldi, og i kvöld kl. 20:30 flytur Haraldur Ólafsson, lektor, erindi um tsland I dag, á sænsku. Slðan verða sýndar tvær kvikmyndir, önnur kvikmynd Gisla Gestsonar Revkjavik, ung borg á göml- um grunni, en hin er kvik- myndin Hornstrandir, gerö af Osvaldi Knudsen. Bæði kaffistofa hússins og bókasafn veröa opin þessi fimmtudagskvöld. sem eru einkum hugsuö sem kynning fyrir norræna ferðamenn, en allir eru velkomnir og er aögangur ókeypis. t Menntaskólanum viö Hamrahliö stendur nú yfir ráöstefna um málefni almenningsfarartækja á Noröurlöndum. Þar hafa veriö flutt erindi um tæknilegar hliöar, svo sem tölvuvæöingu og geröir strætis vagna á timum kreppu og orkusparnaöar. Myndin var tekin meöan raostefnugestir fengu sér kaffisopa i gærmorgun. Mynd: gel Allir með Rádstefna um almenningsfarartæki — spjallaö viö Ove Skaug og Ingmar Beckström Ove Skaug frá Noregi og Ingemar Beckström gáfu sér tfma til aö spjalla viö blaöamann upp I Hamrahliöarskóla, þar sem þeir sitja róö- stefnu um almenningsfarartæki. mynd: gel A þessum timum kreppu og orkusparnaöar beinast augu manna mjög aö almenningsum- ferö i borgum og bæjum. Krafan um betra og manneskjulegra um- hverfi hefur beint sjónum aö einkabilnum sem tekur allt of mikiö pláss, eyöir alltof miklu og á stóran þátt I aö menga and- rúmsloftiö i þéttbýlinu. Svariö hlýtur aö vera stóraukin almenn- ingsumferö. Hún er bæöi ódýrari og ólikt fyrirferöarminni en enda- lausar raöir af einkabilum sem rétt silast áfram á verstu um- feröartlmum. Starfsmenn og stjórnendur al- menningsfarartækja á Norður- löndum hittast annaö hvert ár til aö bera saman bækur sinar og þessa dagana þinga þeir I Menntaskólanum viö Hamrahlið. Þjóöviljinn tók tali þá Ove Skaug frá Osló og Ingmar Beckström frá Stokkhólmi en báöir eru I for- svari fyrir almenningsumferö i þessum borgum. Hvaö er til umræöu á þessari ráöstefnu? Þaö er nú eitt og annaö tækni- legs eðlis og þaö sem varöar framtiöina. Viö ætlum nú á eftir aö fjalla um þaö hvers konar strætisvagnar séu bestir þegar horft er fram á veginn. Veröa þaö rafmagnsbilar, einshvers konar svifbilar eöa endurbættur diesel vagn? Þaö hefur allt of litiö veriö hugaö aö þvi hvort ekki er hægt aö endurbæta þau farartæki sem fyrir eru. Þaö er nefnilega engin borg undir þaö búin aö taka viö nýjum farartækjum eins og lest- um sem hanga neöan i brautum eöa eitthvaö slikt. Skaug: Þaö má einnig hyggja aö þeim orkulindum sem fyrir eru. Viö höfum næga vatnsorku i Noregi og einnig hér á Islandi. Þaö má huga betur aö þvi hvort ekki má nota hana i rafmagns- bila. Beckström: Þaö sem er þó mikilvægast er aö skipuleggja umferðina og auka hlut almenn- ingsumferöar. I Sviþjóö fara um 20% af allri orku I farartæki, en aöeins 1% I alenningsfarartækin. Til aö auka notkun almennings- farartækja má gefa þeim aukinn forgang, þaö skapar betra um- hverfi ef dregið er úr akstri einkabila. Skaug: í Osló hefur veriö farin sú leiö aö stórhækka stööumæla- gjald þannig aö fólk skilji bilinn heldur eftir heima og fari i lest- inni eöa strætó. Þá höfum viö einnig tekiö upp þaö nýmæli aö láta miöann úr stööumælinum gilda sem skiptimiöa. Þaö hefur ekkert sérstakt annaö veriö gert til aö spara orku enn sem komiö er. — Hvaö finnst ykkur um um- feröarmenninguna i Reykjavfk? Skaug: Þaö vakti athygli mina Framhald á bls. 13 Alþýðubankinn opnar útibú Hinn fyrsta júli 1980 opnaöi Alþýöubankinn sitt fyrsta útibú. Gr þaö til húsa aö Suöurlands- braut 30. Bankinn keypti húsnæöiö snemma á sl. ári, þá tilbúiö undir tréverk. Hefur þvi nokkuö veriö breytt til samræmis viö þá starf- semi, sem þar er fyrirhuguö. A fyrstu hæö veröur almenn afgreiösla fyrir öll innlend banka- viöskipti. t kjailara veröur komiö upp örvggisgeymsluhólfum til afnota fyrir viöskiptavini. A efri hæöum hússins veröa nokkur verkalýösfélög og lifeyrissjóöir meö starfscmi sina auk Sambands almennra lifeyrissjóöa og umsjónarnefnd eftirlauna. A efstu hæö er ætlunin aö innrétta samkomusal meö mötuneytisað- stööu og aöstööu til samkomu- halds. Er sú hæö aö 2/3 hlutum eign Alþýöubankans. Hönnuöur húss og innréttinga er Þorvaldur Kristmundsson. Tré- smiöameistari viö uppbyggingu hússins var Ólafur Björnsson. Trésmiöameistari innréttinga Hallvarður Guölaugsson. Afgreiösluborð smiöaöi Trjá- stofninn hf. Svavar örn Höskuldsson sá um múrverk, Sigurjón Einarsson um pipulagn- ir. Raftæknir var Tómas Kaaber, rafvirkjameistari Einar Péturs- son, málarameistari Ólafur A. Ölafsson, dúklagningameistari Steinþór Eyþórsson. Umsjón með framkvæmdum annaðist Tækni- þjónustan sf. fyrir bankans hönd. Útibússtjóri er Gunnar Þorvaldsson, aöalfulltrúi Guðrún Helga Jónsdóttir, gjaldkeri Sigurður Þóröarson og bankarit- ari Valdis Vilhjálmsdóttir. Rétt ár er nú liðið siðan Alþýðu- bankinn fékk leyfi þáverandi viöskiptaráöherra og Seðlabank- ans til reksturs útibúsins. Við opnun útibúsins sagði bankastjóri Alþýðubankans, Stefán Gunnarsson, m.a.: „Traustir skulu hornsteinar allir. Hornsteinar hverrar starf- semi er það starfsfólk, sem við • hana vinnur. Við hefjum starf- semi útibúsins með 4 starfsmönn- um, sem mikils er vænst af, enda kemur það i þeirra hlut að móta þann viðskiptaanda og það orð- spor, sem stofnunin fær. Alþýðubankinn væntir þess, að við opnun og með rekstri þessa útibús megi skapast þægilegri að- staða fyrir viðskiptavini til viðskipta en verið hefur. Meö viðskiptum er þó, i hreinskilni sagt, fyrst og fremst átt við innlánsviðskipti þvi i þeim felst það vald, sem kallað hefur verið bankavald á Islandi. Þaö er þvi innstæðueigenda, spari- fjáreigenda, að móta og deila þvi bankavaldi, að þvi marki sem Seðlabankinn og stjórnvöld ákveða meö kvöðum um bindi- skyldu, sem óneitanlega er þung i skauti, en þeirri kvöð er þó gjarn- an gleymt þegar verið er aö flokka innlánsstofnanir eftir þvi hvaöa hlutverki þær þjóni og hversu mikinn þátt þær taki i þjónustu viö þaö, sem kallaö er undirstöðuatvinnuvegur. Manneskjan, þetta undur sem svo er kallaö, og verður enn meira undur eftir þvi sem kynnst er fleirum, er þegar allt kemur til alls undirstaða mannlifsins, undirstaða atvinnuveganna. hinn skapandi máttur. Það er sá máttur, sem einn er lær nm að lyfta Alþýðubankanum. banka islenskrar verkalýðshreyfingar, til vegs og valda i þjóðfélaginu. Megi sá máttur leysast úr læðingi”. — mhg Starfsfólk útibúsins ásamt bankastjóra: Frá v. Gunnar Þorvaldsson, Sigurður Þóröarson, Guörún Helga Jónsdóttir, Valdis H. Vilhjálms- dóttir, Stefán Gunnarsson, bankastjóri. Mynd: ella.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.