Þjóðviljinn - 03.07.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.07.1980, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. júll 1980. | Aðalfundur Skógrœktarfélags íslands „Þurfum alltaf aö stefna eilítið hærra en viö gerum okkur vonir um aö ná” r i Fyrir 50 árum komu nokkrir f bjartsýnismenn saman til fundar i austur I Almannagjá. Upp af r þeim fundi spratt merkur og mik- i ilvirkur félagsskapur: Skógrækt- f arfélag Islands. Þessum ágætu f mönnum i Almannagjá rann til f rifja hvað landið okkar var bert I og blásiö. Þeir vildu gjarnan eiga f þátt I að klæða þaö þvi svipmóti, | sem það bar i öndveröu, sam- [ kvæmt vitnisburði Ara karlsins [ fróða. En til þess að fá einhverju | umtalsverðu áorkaö varð að f bindast samtökum þvi „hvað má I höndin ein og ein?”. Óg Skóg- f ræktarfélag Islands varð að veru- f leika. lands höföu lokið leik sinum. For- seti íslands, herra Kristján Eldjárn, var I ræöustóli. — Hér renna saman I eitt frelsi, menning og.skógur, sagði forset- inn. Uppgræðsla landsins og skógrækt eru menningarmál. En hefurdraumur frumherjanna um fslenskan skóg ræst? Þvi getum viö hiklaust svarað: Hann er að rætast. Það blasir hvarvetna við augum. Viö þökkum Skógræktar- félagi Islands ötult og árangurs- rikt starf I 50 ár og vonum aö fé- lagið megi sjá sivaxandi árangur verka sinna. Að loknu ávarpi forsetans sungu 8 ungmenni nokkur lög viö „Hér uppi I hamraþröng” hóf Skógræktarfélag tslands sinn morg- unsöng fyrir 50 árum. Nú komu skógræktarmenn þar saman til fundar á ný. Forseti tslands, Kristján Eldjárn.I ræðustól. — Mynd: — gel. Upphaf fund- ar í Al- mannagjá Föstudaginn 27. júni sl. hélt Skógræktarfélag Islands aöal- fund sinn, sem jafnframt var afmælisfundur. Þótti hliða að halda hann á Þingvöllúm, á þeim stað, þar sem félagið var stofnaö og hófst hann i Almannagjá, sem i raun var vagga félagsins. Þegar við Gunnar ljósmyndari komum á vettvang var fundurinn nýbyrjaöur, en honum stjórnaði Jónas Jónsson, formaður Skóg- ræktarfélags lslands. Fjórir blás- arar tir Sinfóniuhljómsveit ís- undirleik Ragnheiðar Þórarins- dóttur. Þessu næst las Gunnar Eyjólfs- son leikari upp stofnfundargerð Skógræktarfélags lslands frá 27. júní 1930. Athöfninni I Almannagjá lauk svo með almennum söng undir stjórn Þórarins Þórarinssonar, fyrrverandi skólastjóra, og við undirleik hljóðfæraleikaranna. Ur Almannagjá var gengið niður I furulundinn, þar sem fyrstu plönturnar voru gróður- settar 1899. Var það i raun og veru fyrsta tilraunin sem gerð var til skógræktar á Islandi. Er upphaf hennar að rekja til dansks skip- stjóra, Carls Hartvig Ryders, en 1899 fékk hann 700 kr. styrk frá Landbúnaðarfélaginu danska til þess að hefja tilraun i skógrækt á Islandi. Þama tylltu menn sér Afmælis- niöur en Hákon Bjarnason, fyrr- verandi skógræktarstjóri, rakti sögu furulundarins og afhenti Skóg- -« raáctarfélaginu að gjöf bækling, hOT'Oníl Ifl sem hann hefur ritað um lundinn L/vyl '-'i-iU.iVJ. en Jónas Jónsson þakkaöi. Valhállarvist Að lokinni kaffidrykkju i Val- höll var fundinum fram haldið undir stjóm Odds Andréssonar. Fundargerö rituðu þau Guörún Lára Asgeirsdóttir á Mælifelli og Alfur Ketilsson, Sauöárkróki. Jónas Jónsson, formaöur Skóg- ræktarfélags Islands, flutti skýrslu stjórnarinnar og minntist I upphafi máls sins þriggja fé- laga, er látist höfðu frá þvi að sið- asti aöalfundur var haldinn, þeirra Hákonar Guðmundssonar, Guðmundar Marteinssonar og Sveinbjarnar Jónssonar, er allir áttu að baki langt starf og merkt innan Skógræktarfélagsins. Jónas Jónsson rakti afgreiðslu þeirra mála, er siðasti aðalfundur hafði visaö til stjórnarinnar, en kvað starfið að öðru leyti mest- megnis hafa veriö tengt „Ari trésins”. Snorri Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags- ins, ræddi um framkvæmdir þess að ööru leyti. I Skógræktarfélagi íslands eru nú 30 félagsdeildir og félagsmenn rúmlega sex þús. Taldi Snorri nauðsyn á að félög- um fjölgaöi enn og einkum væri þörf á að bæta fjárhagsaðstöðu deildanna. Sigurður Blöndal skógræktar- stjóri flutti ávarp. Kvað vetá þvi fara aö saman félli „Ar trésins” og fimmtugsafmæli Skógræktar- félagsins. Viðbrögð fólks við „Ari trésins heföu verið með ólik- indum góð og aldrei hefði verið plantaö fleiri trjám en nú. Sig- urður kvað skilnig sveitastjórna á störfum skógræktarmanna fara mjög vaxandi og gæfi það ástæðu til aukinnar bjartsýni. Máli sinu lauk skógræktarstjóri meö þess- um oröum: Ég öfunda þá, sem lifa eftir 50 ár og hafa landið þá fyrir augum. Jón Birgir Jónsson lagöi fram tillögu frá Skógræktarfélagi Reykjavikur um aukna friöun og gróöurvernd á Reykjanesskaga. Pálmi Jónsson landbúnaðar- ráðherra vék I ávarpi sinu að þeim ágreiningi, sem stundum þykir hafa orðiö milli skógrækt-- armanna og bænda (beitin). Sá ágreiningur er á misskilningi byggður, sagði ráöherrann. Fljótsdalsáætlunin er skýr vottur um það, að báðir þessir aöilar vinna að sama marki. Skógrækt- armenn ynnu að þvi að auka arð- semi landsins og fyrir það bæri þeim fyllstu þakkir. Leiö nú að matmálstima og þar með frestun fundar til morguns. En áöur en sest væri að veislu- borði þágu fundarmenn veitingar landbúnaöarráðherra. Borðhaldið bar merki afmælis- ins. Var því meira um ræðuhöld en venja er til við slík tækifæri en minna um almennan söng. Jónas Jónsson rakti aödrag- andann aö stofnun Skógræktarfé- lagsins og sögu þess I stórum dráttum, sem vel væri þess viröi að skráð væri og gefin út. Ræddi árangur af starfi Islenskra skóg- ræktarmanna I 50 ár og sagði að hér þyrfti aðeins vilja til að koma þvl aö fullu I framkvæmd, sem starf brautryöjendanna hefði sýnt að væri unnt. Sigurður Blöndal: Til þess aö bera hugsjónir fram til sigurs þarf eldmóð, sem ekki spyr um laun I peningum heldur árangur I þá átt, að gera landið betra fyrir samtlðog framtlð. Kannski þykja skógræktarmenn stundum berj- ast meira af kappi en forsjá. En við þurfum alltaf að stefna eilitiö hærra en viö gerum okkur vonir um að ná. Sigurður Ingi Sigurðsson, Selfossi, færði Skógræktarfélagi Islands þakkir og óskir frá skóg- ræktarfélögunum. Þvl næst töl- uðu fulltrúar frá skógræktarfé- lögum Norðurlandanna: Noregi, Svlþjóð, Danmörku, Finnlandi, Færeyjum og Grænlandi, óskuöu afmælisbarninu heilla og færðu þvl góöar gjafir. Og svo má ekki gleyma söngn- um hans Guðmpndar Jónssonar óperusöngvara, við undirleik Agnesar Löve. Ályktanir Lauk þar með góðum og skemmtilegum degi. A fundinum daginn eftir voru samþykktar nokkrar tillögur, m.a. um aö auknar yrðu tilraunir I skógrækt meö tilliti til jarðrækt- ar og notkunar áburðar. Hér er átt viö það, að ef um er aö ræða land, sem ekki er vel fallið til skógræktar, þá má ætla, að vinna þurfi landið áður en I það er plantað, plægja það eða tæta, til þess að I þvl myndist lífrænn gróður.og svo að bera á það. Þá var samþykkt tillaga um að gerö yröi ýtarleg athugun á leiö- um til þess, að auövelda bændum ræktun skjólbelta. Var henni vls- að til Skógræktar rlkisins, Land- búnaðarráöuneytisins og Búnað- arfélagsins. Kosin var nefnd til þess að athuga leiðir til plönturæktar á vegum félagsins. Skal álit nefnd- árinnar leggjast fyrir næsta aðal- fund Skógræktarfélagsins. 1 aöalstjórn félagsins sitja áfram þeir Jónas Jónsson, búnað- armálastjóri, formaður, Bjarni Helgason ritari, Kristinn Skæringsson, gjaldkeri, Oddur Andrésson á Hálsi varaformaöur og ólafur Vilhjálmsson með- stjórnandi. Varamenn eru: Bjarni Kr. Bjarnason, Kjartan Ólafsson Selfossi, Hulda Valtýs- dóttir, Alfur Ketilsson Sauðár- króki og Andrés Kristjánsson. -mhg Ekki veit ég hver er I ræðustólnum en það er hlustað af athygli. Fremst á myndinni eru Hákon Bjarnason, fyrrverandi skógræktarstjóri, og frú, Siguröur Blöndal, skógræktarstjórLog frú Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra,og frú. Mynd: —g Nokkrir fundarmanna hafa dregið slg út úr þrönginni. — Mynd:—-gel.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.