Þjóðviljinn - 29.07.1980, Síða 9

Þjóðviljinn - 29.07.1980, Síða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 29. júll 1980 Þriðjudagur 29. júll 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 9 Magnús Sigurösson verkstjóri i netageröinni. „Betra aö vera á bænum en á Iöjutaxta”. — Mynd Ella Sigurgeir Kristjánsson 15 ára og, ætlar aö veröa rafvirki. Hann er óhress meö kaupiö, — Mynd Ella Svavar ætlar ekki I sumarfri. — Mynd EUa. • - ^ W ' ' «g: ’f* ■ r ** i ^ 1 ' \ ’ " . :& fnii^ %>, W- * wBUl ' ; amj mi W m 1 ^ 1 mm ^ • I j? %m *. i I H r V\ 'v u \\ - "" flí ||I 1 v T SmÍ í ''v — \\ ' ' NJNsjs \\ ; —jt LLLlÍlil .. j fgSSíB 1 ÍS ll Eyjólfur Þorgilsson: „Ég þarf litiö af Magnús Magnússon hlakkar til aö fara aö kenna. Hávaöinn i vélasal Hampiöjunnar er áreiöanlega meö þvi mesta sem gerist á vinnustööum. Þar vinna að þvi er virtist eingöngu konur. öllu”. — Mynd Ella — Mynd Ella Mynd: Ella. VERKSMIÐJULIF I SOLSKINI Viö Ella Ijósmyndari lit- um inn í tvær verksmiðjur í borginni á miðvikudaainn var Hampiðjuna og ölgerð Egils Skallagrímssonar. Á báðum stöðum voru allir í sólskinsskapi, eða svo gott sem, enda sól og blíða úti. Við spjölluðum við þá sem á vegi okkar urðu — nema þar sem hávaöasamast var — og smelltum af myndum og hér er árangurinn. Hampíðjan „Mér nægir litið kaup, ég er oröinn svo gamall, þarf litiö af öllu. Mér þykir bara gaman að vinna og vera innan um fólk, og vera með i hópnum,þetta er ílka ágætisfólk hérna i Hampiöjunni. Vinnusjúklingur ég? Ætli það ekki bara, ég hef ekkert hugsað um það.” Það var galsi i strákunum fjtr um i netasal Hampiðjunnar. Sér- staklega 72 ára unglinginn, Eyjólf Þorgilssyni sem vinnur allan daginn þrátt fyrir aldurinn og „nægir litið af öllu”. Það er lika eins gott, sögðu yngri mennirnir á staðnum, 300 þús. á mánuði sem er Iðjutaxti er ekki til að hrópa húrra fyrir. Þeir ætla sér heldur ekki i löng fri að þessu sinni, einn ætlar i aöra vinnu I friinu og Heimir Runólfsson: „Þetta er ekkert kaup”. — Mynd Ella Þröstur Jensson meö glænýtt bil- próf upp á vasann. —Mynd Ella annar aö vinna við húsið sitt (ef ég man rétt). Annars voru þeir bara ánægðir með llfið þá stundina fjórmenn- ingarnir sem heita Eyjólfur, Magnús M., Magnús S. og Svavar. Þeir voru að búa til troll og létu ekki blaðasnápa trufla sig neitt að ráöi eins og myndirnar bera með sér. Niðri á fyrstu hæð var hann Sigurgeir Kristjánsson lager- maöur aö leysa af sölumanninn sem skrapp i kaffi. Honum finnst fint aö vinna i Hampiðjunni, miklu betra en i fiski.En einn galli er á gjöf Njarðar, Sigurgeir fær ekki nema 80% af lægsta Iðju- taxta i kaup og það finnst honum helvitis frat. Og af hverju? „Jú, ég er ekki nema 15 ára og þá er hægt að fara svona með mann”, segir Sigurgeir. Við tökum auð- vitaö upp þykkjuna fyrir Sigur- geir og samþykkjum að þetta sé bara helvitis frat og giskum á að sennilega græði fyrirtækið heil- mikið á honum. Annars ætlar pilturinn ekki að veröa þarna eilifur augnakarl. Hann ætlar aö mennta sig eins og vera ber og fer i haust i Fjöl- brautarskólann i Breiöholti að læra rafvirkjun. Innan úr vélasalnum berst ær- andi hávaði en við vogum samt aö lita inn. Og þar gaf á að lita. Endalausar raðir af spólurokkum og konum við rokkana (kannske er þetta ekki rétt nafn). Allar báru þær eyrnahlifar enda ekki van- þörf á. Við sannreyndum það á stundinni að útilokað er að beita mannsröddinni þarna inni og létum þvi nægja að smella af mynd. Ölgerðin I ölgerð Egils Skallagrims- sonar voru allir i sólskinsskapi aö þvi er virtist. Gisli, Þröstur og Heimir skelltu hverjum ölkass- anum á fætur öörum á færi- bandið. Þeim bar saman um að Egilsöl væri prýöisdrykkur og sögðu ákaflega mikið drukkið af honum þegar veðrið væri svona gott. Kaupið þótti Gisla og Heimi ekki nógu gott, en Þröstur taldi þá sem ekki eiga bil komast vel af með það. 90 þús. á viku væri alveg sæmilegt. Skiljanlegt að skóla- strák þyki þaö eftir blankheitin á veturna en Þröstur er i MK. Þessi dagur,22. júli.var reyndar mikill merkisdagur i lifi hans, hann varð 17 ára daginn þann og ný- búinn að fá i hendur bflprófiö sitt. Við óskuðum vitaskuld hjartan- lega til hamingju og sussuöum á striðnisormana Gisla og Heimi, sem höfðu uppi óviðurkvæmi- legar athugasemdir um bilstjóra- hæfileika unga mannsins. Upp nokkrar tröppur i ærandi hávaða. Aöalheiöur Steinadóttir og Ingibjörg Armann eru drjúgar viö flöskuþvottinn og leiöist hann ekki. — Mynd Ella Gisli Svanberg: „Ég kaupi nú þetta voöalega biaö ykkar”. — Mynd Ella Konur við færibönd að þvo flöskur og tveir eða þrir kariar, liklega verkstjórar. Annar þeirra, Gisli Svanbergsson, frá- bað sér þó þann titil og var sagna- fár. Sat og reykti pipuna sina ró- legur og yfirvegaöur á svip eins og Búddhalikneski. Ingibjörg og Aðalheiður kváö- ust aöeins vinna þarna i sumar. Þær voru i Hólabrekkuskóla sl. vetur, báðar i 9. bekk, og ætla i framhaldsnám i haust. Þeim finnst ágætt að vinna i ölgeröinni og hávaðinn ekkert til að gera veður útaf, og það væri allt i lagi aö vinna inni i sólskini. Þó væri gaman að komast út bráðum. — hs. Gisli Sveinsson viö færibandiö I ölgeröinni. — Mynd Ella á daaskrá >Þegar sprengjuregn Bandarikjastjórnar á Vietnam stóð sem hœst, hefði verið fullkomlega fordæmanlegt að þiggja heimboð þeirrar sömu stjórnar til þátttöku i íþróttakaffleikjum á hennar vegum. Hjalti Kristgeirsson i Gegn Moskvuleikjum til varnar íþróttum Þegar þetta er skrifað, standa hinir sérkennilegu „Ólympiu- leikar” i Moskvu sem hæst. Sér- kennilegir mega þessir „leikar” teljast vegna fjarveru iþrótta- manna frá mörgum löndum, svo að markmiðið um alheimsþátt- töku er nú fjær en nokkru sinni. Aldrei hefir stórveldarigur staðið ein grimmt um ólympiu leikana og nú. Aldrei siöan 1936, þegar Hitler sálugi hélt leikana i Berlin, hafa þeir veriö háðir i skugga eins mikils alræðisvalds og til framdráttar þvi valdi. Þeitt a nægir hér i inngangi um sérkenni þessara „ólympiu- leika”, en af hverju set ég til- vitnunarmerki (gæsalappir) utan um orðið „ólympiuleikai þegar ég á við Moskvuleikana? Það geri ég vegna þess að „ólympiuhugsjón” er viös fjarri þeirri sýningu sem stjórnvöld i Kreml setja nú á svið á sinum viggirtu leikvöngum, og gildir þá einu hvort hugsjónin er rakin aftur til Forngrikkja eða til þeirra bjartsýnu manna sem héldu að 20. öldin mundi láta allarfagrar vonir 19. aldarinnar rætast. Okkur er tamt aö lita með viröingu og aðdáun til þeirra heiðrikju andans og fegurðar likamans sem við teljum aðal forngriskrar menningar. Við ættum öðru hverju að hugsa til þess að sú marglofaða menning hvfldi á vinnu ófrjálsra manna: á bakviö frjálsa kapp- leiki iþróttamannanna glittir i þrældómsok þeirra sem aldrei kepptu i neinu, nema þá þvi aö vikja sér undan höggum hús- bænda sinna. Einnig nú er kúgun og ánauð á bakviö marg- umrædda leika: iþróttafólk Sovétrikjanna er'eftilvill i enn rikara mæli en verkalýöurmn — leiksoppur alræðisvaldsins, og má þá vera að orðið „leikar” sé réttnefni, þótt ólympian sé að réttu úr leik. Að undanförnu hafa birst grein ar hér i Þjóðviljanum þar sem varpaö hefur verið köpuryrðum að þeim sem hafa þá skoöun, að Islendingum hefði verið sæmst að vera fjarri þeim „ólympiu- leikum” sem nú eru haldnir Moskvuvaldinu til lofs og dýrðar (ég hefi i huga skrif InH 12/7 og EyÞ 17/7, en vera má að fleiri hafi skrifað i svipuöum dúr). Nú er ugglaust eðlilegt að sitt sýnist hver jum i þessu máli, sumir viiji senaa íprottamenn til Moskvu og aðrir vilji aö þeir sitji sem fastast á sinni þúfu. Hvor hópurinn um sig hefur þá væntanlega til sins ágætis nokkuð, en ég vil ekki uná þvi orðalaust að ég og minir likar seum sérstaklega kenndir við fordóma og skilningsleysi, hræsni, ofstæki og þekkingar- leysi af þeirri ástæðu einni, aö við teljum islensku ólympiu- nefndina vera á villigötum. Ég get tekið undir þá ósk Eysteins Þorvaldssonar að Moskvufarar „muni á engan hátt virða ofbeldi og mannúðarleysi sovéskra yfirvalda”, og þar eð ég er lika sammála þvi viðhorfi Ingólfs Hannessonar að þörf sé málefnalegrar umræðu, leyfi ég mér að leggja orð i iþróttabelg. Bið ég alla iþróttaunnendur aö viröa mér framheypnina á betri veg. Ég hefi hingaðtil unað þeirri verkaskiptingu vel, að aðrir en ég munduðu penna iþróttum til varnar, en ég held ég hafi aldrei gerst niðhöggur i garði iþrótta- mennsku, og það ætla ég ekki heldur að gera nú. Stjórnmál og iþróttir! — veit þá mannkertið ekki, að þessu tvennu má alls ekki blanda saman? Heyrt hefi ég það að visu, en ekki getur sósialistum fundist að sú kenning auki skiln- ing á vanda Iþrótta né á eöli stjórnmála. Og ekki ber á þvi að helstu ráðamenn i félags hreyfingu iþróttamanna hér- lendis („viö i iþróttaforystunni” er liklega rétta orðalagið, samanber verkalýðsforystuna) kinoki sér við aö gutla dálitiö i stjórnmálum. Ótrúlegustu menn virðast þola Alberti og Ellerti og öllum hinum ihalds- köppunum þaö átölulaust að nota metorðastiga iþróttanna innan pólitikurinnar. Sú stiga- mennska er vissulega ekki til fyrirmyndar, en hún sýnir dálitiö inn i siðferði iþrótta og stjórnmála, eins og hvort- tveggja er stundað á tslandi. Þaðerþví vissulega óhætt að taka afstöðu til Moskvuleikanna á pólitiskum forsendum. Og hér komum við aö tengslum sið- gæðis og iþróttaanda. Það er nefnilega ekki bara pólitik á borð við þrefið á heimavig- stöðvunum, hvort við drögum heldur taum kúgara eða kúgaðra i samskiptum okkar viö umheimin. Hér er um einfalt siögæðis- og réttiætismál aö tefla, og að minni hyggju skortir á sannan iþróttaanda þar sem ekki eru hreinar linur i þessum efnum. tþróttir eiga að vera tengdar reisn og frelsi mannsins. Metum og öðrum sýndarárangri er vissulega hægt aö ná meö her- agaskipulagi og útþurrkun mannlegra samskipta. En sú kynlega stóriðja er i reynd and- stæöa allrar Iþróttamennsku og vinnur gegn þeirri eölilegu lifs- gleöi sem fylgir frjálsri iþrótta- ástundun. Þetta eru sjálfsagðir hlutir og engin ný sannindi. Einmitt þess vegna geta íslenskir iþrótta- menn verið býsna ánægðir með sinn hlut, þótt þeir klóri ekki i heimsmetin. En hins ber okkur þá einnig að minnast að her- mennska og harðýðgi hafa i ýmsum löndum og á ýmsum timum skapað falska mynd af iþróttum sem við eigum skil- yrðislaust að hafna. Þessi orö eru ekki rituö til að mæla gegn þvi sem kallast iþróttasamskipti við aðrar þjóðir. En við skulum ekki gleypa viö hverju einu, heldur hafa skynsemi og siögæöishug- myndir með i för. Þegar sprengjuregn Bandarikja- stjórnar á Vietnam stóð sem hæst, hefði verið fullkomlega fordæmanlegt að þiggja heim- boð þeirrar sömu stjórnar til þátttöku i iþróttakappleikjum á hennar vegum. Nú þegar Sovét- ingar standa fyrir álika sið- lausri og tilefnislausri herför i annað fátækt Asiuland, þá er það útaf fyriB.sig nægileg ástæða til að hafna þátttöku i Moskvu- leikum. Við skulum hvorki láta - sefjast né gagnsefjast af áróöri og yfirlýsingum risaveldanna sjálfra. Carter bandarikjafor- seti þykist ætla aö skora einhver mörk I heimsyfirráðapólitikinni með þvi að hvetja til þess að Moskvuleikar séu sniðgengnir. Hann um sinar fyrirætlanir, og við skulum ekki láta þær trufla okkar mat og okkar ákvarðanir. Aö lokum örfá orö til sósial- ista sem láta sig iþróttir varða: Sovétrikin eru ugglaust mikið iþróttaveldi, ef litið er á skráðan árangur i heimsmetabókum. Þetta er hins vegar ekki neitt sem þakkað veröur ágæti sósialismans, þvi hann er eng- inn til I landinu, heldur er þetta afurö alræðisskipulags sem heftir manninn og réttindi hans i fjötra. Sú sorglega staðreynd blasir við aö valdhafar Sovét- rikjanna eru svarnir andstæö- ingar allra sósialiskra hug- sjóna, og I þeim efnum gengur ekki hnSurinn milli þeirra og valdhafa Bandarikjanna. Sósialisminn sem hugmyndin um óheftan sjálfsþroska manns ins i starfi og leik felur i sér fullt athafnarými fyrir iþrótta- mennsku reista á siðgæöi mann- úðarstefnu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.