Þjóðviljinn - 02.08.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.08.1980, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 2.—3. ágúst 1980 r Island sat hjá á kvennaáratugsráðstefnu S.Þ. Málefni kvenna borin ofurlidi Þrátt jyrir vonbrigði skilaði ráðstefnan mikilvœgum, jákvœðum árangri //Sendinefnd islands þykir leitt að sjá að í annað sinn, fyrst i Mexíkó og nú í Kaupmannahöfn, er verið að nota kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á pólitískan hátt með því að taka fyrir mál sem að okk- ar mati ber að f jalla um á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. óviðkomandi efni hefur verið sett inn í framkvæmdaáætlun, sem að öðru leyti er fullkom- lega aðgengileg og vissu- lega mjög þýðingarmikil, en að samningu hennar hafa flestar sendinefndir hér á ráðstefnunni lagt fram mikla vinnu". Þannig fórust Vilborgu Haröar- dóttur fréttastjóra m.a. orö er hún mælti fyrir áliti sendinefndar fslands á kvennaáratugsráö- stefnu Sameinuöu þjóöanna viö atvkæöagreiöslu um fram- kvæmdaáætlun næstu fimm ára. íslenska sendinefndin sat hjá viö atkvæöagreiösluna í samræmi viö afstööu islenska utanrikisráöu- neytisins vegna tveggja atriöa I áætluninni. Hiö fyrra er i inn- gangi áætlunarinnar, þar sem si- onismi, frelsishreyfing Gyöinga, er lögö aö jöfnu viö kynþáttamis- rétti, „apartheid” og aörar undir- okunarstefnur. Hitt er i grein um aöstoö viö Palestinukonur, sem þingheimur hefði tvimælalaust stutt, aö þvi er segir i fréttatil- kynningu frá sendinefnd tslands, ef ekki heföi jafnframt veriö gert ráö fyrir „pólitiskum” stuöningi viö PLO. Island greiddi atkvæöi gegn fyrrnefnda atriöinu, en sat hjá við afgreiöslu þess siðar- nefnda. Sættir tókust ekki I Kaupmannahöfn mættu full- trúar 145 þjóöa úr öllum heims- álfum, en PLO og aðrir fulltrúar Arabaþjóöa gátu tryggt sér mik- inn meirihluta fyrir sinum sjónarmiðum. t frett islensku sendinefndarinnar kemur fram aö fjöldi aöila hafi lagt sig fram um aö sætta striöandi aöila og hafi verið reynt fram á siöustu stundu aö fá aö haga atvkæöa- greiöslu á þann veg, aö atvkæöi gengju um einstaka þætti fram- kvæmdaáætlunarinnar, svo af- greiöa mætti samhljóða lang- flesta þætti hennar, en það tókst ekki. Forseti ráöstefnunnar, Lise östergard, ráöherra, lagöi sig I framkróka að miöla málum, en — eins og hún sagöi sjálf — fundar- sköp voru misnotuö. Aætlunin var afgreidd aö viöhöföu nafnakalli meö 94 atkvæöum, 4 greiddu at- kvæöi gegn henni — Bandarikin, Kanada, Astralia, og Israel, en 22 ríki sátu hjá. beirra á meöal Island. Varla ómaksins vert 1 greinargerö fyrir afstööu sinni sagöi sendinefnd Islands m.a.: „Meöal okkar eru fulltrúar helmings mannkyns og þaö veröa konum áreiöanlega mikil von- brigöi, að ekki skyldi unnt aö samþykkja áætlunina einróma. Konur allsstaöar aö úr heiminum hafa komið á ráöstefnuna i þeirri trú, að meginmarkmiö hennar væri aö bæta stööu kvenna og vinna aö jafnretti, en hafa komist aö raun um, aö hún hefur I raun 'Framhald á bis. 17. ... siöustu daga ráöstefnunnar birtust i fulltrúasætum fjölda sendinefnda karimenn, sem ekki höföu sést þar áöur og á lokafundinum heyröust oftar karla — en kvennaraddir, er haldiö var uppi málþófi og samningaumleitunum hafnaö, segir i fréttatilkynningu Islensku sendinefndarinnar. Ljósm. Leifur. Mikil gagnrýni á fyrri stjórn á aðalfundi Stjórnarskipti hjá íþróttafréttamönnum A aöalfundi samtaka iþrötta- fréttamanna sem haldinn var fyr- ir skömmu, var Ingólfur Hannes- son iþrottafréttaritari bjóövilj- ans kjörinn formaöur, en mót- framboö kom fram á fundinum gegn fyrri formanni Bjarna Felixsyni iþróttafrétta manni sjón varpsins. Nokkuö snörp gagnrýni kom fram á fundinum á störf fyrri stjórnar. begar kom að stjórnar- kosningum og ljóst var aö Ingólf- ur færi i framboö á móti Bjarna, dró Bjarni sig til baka, jafnframt því sem stungiö var uppá Hermanni Gunnarssyni iþrótta- fréttamanni útvarpsins i for- mannsembætti. Ingólfur sigraöi i þeirri kosningu og I kjölfariö al- gjör stjórnarskipti i samtökum Iþróttafréttamanna. Nýir i stjóm samtakanna auk Ingólfs eru þeir Siguröur Sverris- son iþróttafréttaritari Dagblaös- ins ritari, og Guömundur Guö- jónsson iþróttafréttaritari Morg- unblaösins gjaldkeri. Fyrir voru i stjórn auk Bjarna þeir Hermann Gunnarsson ritari og Sigmundur 0. Steinarsson I þróttafréttaritari Timans gjaldkeri. Samtök iþróttafréttamanna voru stofnuö áriö 1956 og eiga þvi 25 ára afmæli á næsta ári. -lg- eftir Þorgeir Þorgeirsson ip NOWELLF INÉDLLL DE IHOIIGLIB THORetlHSSON Le Monde Enterrement birtir smásögu Kemur út í 600 þús. eintökum Smásagan Jaröarför eftir bor- geir borgeirsson birtist i sunnu- dagsblaði franska stórblaösins Le Monde 27. júli s.l. Le M onde er stærsta og virtasta dagblaö Frakklands. í hverju sunnudagsblaöi þess birtist á baksiöu smásaga eftir þekktan innlendaneöa erlendan rithöfund. Blaöiö kemur út i 600.000 eintök- um, og hefur ritsmiö eftir islensk- an rithöfund aldrei veriö prentuð I stærra upplagi á franskri tungu. Vegaþjónusta FÍB 9 aðstoð- arbílar á vegunum Vegaþjónustubilar Félags Islenskra bifreiöareigenda veröa staddir á eftirtöldum stööum um helgina. F.l.B. 2 I Húnavatnssýslu F.t.B. 3 Frá Reykjavik um Hvalfjörð F.Í.B. 4 Frá Reykjavik um bingvelli og Grimsnes F.I.B. 5 I Borgarfiröi F.I.B. 6 1 Eyjafiröi vestur úr F.I.B. 7 Frá Hornafiröi um Austfiröi F.I.B. 8 Frá Vik i Mýrdal til austurs og vesturs F.I.B. 9 Frá Akureyri austur úr F.I.B. 10 Frá Reykjavík um Hverageröi, Selfoss aö Hvolsvelli Aöstoöarbeiönum er hægt aö koma á framfæri i gegnum eftir- talin radio: Gufunes radio simi 91-22384 Akureyrar radio simi 96-11004 Brúar radio simi 95-1111 Hornafjaröar radio simi 97-8212 Seyöisfjaröar radio simi 97-2108 Nes radio simi 97-7200 Isafjaröar radio simi 94-3065/3111 Siglufjaröar radio simi 96-71102/71104 borgeir borgeirsson. Söguna þýddi Gérard Lemarquis. I blaöinu er þess getiö aö bor- geir sé meðal fremstu rithöfunda Islands i dag og hafi verk eftir hann verið þýdd á þýsku og skandinavisk mál, en ekki fyrr á frönsku. Smásagan eöa þátturinn Jaröarför kom fyrst út i bókinni Kvunndagsfólk. Efbillinn bilar Viða opin verkstæði Eftirfarandi bifreiðaverkstæöí eru opin um verslunarmanna- helgina i samvinnu viö F.I.B.: Selfoss: Verkstæöi Bflaleigunnar Arnberg, simi 99-8188, Höfn i Hornaf.: Smurstöö BP allan laugard. og kl. 13—16 sunnud. og mánud. Húsavik: Bifreiöaverk- stæöiö Foss h.f. simi 96-41345, Siglufjöröur: Neisti vélaverk- stæði, simi 96-71303, Smurstöö Esso, simi 96-71158, Bifreiöa- verkst. Ragnars Guömundsson- ar, Dekkjaverkstæði, simi 96- 71769, Birgir Björnsson simi 96- 71539, V-Hún.: Vélaverkstæöiö Viöir i Viöigeröi, simi um 02, Blönduós: Vélsmiöja Húnvetn- inga, simi 95-4128, Snæfellsnes: Bifreiöaverkst. Holt v/Vegamót, Bilaver Stykkishólmi, Akranes: Bilaverkst. Jóns borgrimssonar, simi 93-2480. Slmsvari F.l.B. 45999 er i gangi um helgina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.