Þjóðviljinn - 02.08.1980, Page 3

Þjóðviljinn - 02.08.1980, Page 3
Helgin 2.-3. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Luxair og Flugleiðir: Stofna þau nýtt flugfélag? Siguröur Helgason forstjóri Flugleiöa skýröi frá þvi i samtali viö rikisútvarpið i gær aö Flug- leiöir og Luxair væru aö undirbúa stofnun sameiginlegs sjálfstæös flugfélags er myndi byggjast á helmingseignaraöild Flugleiöa og Luxair. Siguröur sagöi aö ekki væri þó búiö aö ganga frá stofnun félagsins enda væri máliö enn i athugun. Siguröur tók fram aö Fiugleiöir myndu starfa áfram þó aö af stofnun þessa nýja flug- félags yröi. Jafnframt kom fram hjá Siguröi að lendingargjöld Flug- leiöa vegna Atlantshafsflugsins hafa veriö felld niöur i Luxem- borg fyrir árin 1979 og 1980 og veröi felld niöur fyrir áriö 1981. Farþegaskattur veröi einnig felldur niöur. Siguröur sagöi aö ef ekki yröi um sams konar niöur- fellingu aö ræöa hér á landi þá myndu stjórnvöld i Luxemborg endurskoöa afstööu sina. Aöspuröur sagöi Siguröur Helgason aö þeim Jóni Júliussyni framkvæmdastjóra stjórnunar- sviös og Martin Pedersen fram- kvæmdastjóra markaðssviös heföi ekki verið sagt upp heldur heföu þeir sjálfir sagt upp störf- um. Sjö stofnanir undir einn hatt Stjórnskipuð nefnd á vegum heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins • hefur lagt fram tillögur um að sameinaðar verði í eina stofnun Heilbrigðis- eftirlit ríkisins/ matvæla- rannsóknir ríkisins# Geislavarnir ríkisins, Samstarf snef nd um reykingavarnir, eiturefna- nefnd, áfengisvarnarráð og manneldisráð. Gert er ráð fyrir að starfsemi síðastnefndu þriggja ráð- anna verði felld undir starfsemi nýju stofnunar- innar á næstu fimm árum. Lagt er til að hún hljóti nafnið Hollustuvernd ríkisins. Nefndin leggur til aö tilgangur meö nýrri lagasetningu veröi aö tryggja öllum landsmönnum svo heilnæm lifsskilyröi sem unnt er aö veita og aö i þvi skyni skuli leitast viö aö samræma kröfur um hollustuhætti um land allt og koma á viðhlitandi eftirliti, holl- ustueftirliti. Yfirumsjón meö þvi starfi, matvælaeftirliti, mengunarvörnum og rann- sóknum þessu tengdu hafi Holl- ustuvernd rikisins. Daglegt eftir- lit veröi hins vegar I höndum sér- menntaöra hollustufulltrúa, sem starfi I samræmi viö skiptingu landsins I sérstök eftirlitssvæöi. Meö hollustueftirliti skuli firra landsmenn, svo sem veröa má, hvers konar óhollustu og skaö- legum utanaökomandi áhrifum á heilsu þeirra. Jafnframt væri nýjum lögum ætlaö aö stuöla aö bættu umhverfi og andrúmslofti, meö almennri fræ^slu, hollum mat og drykk, aukinni þrifnaöar- kennd og bættri umgengni. 1 áliti nefndarinnar er fjallaö um valdsvið, ráöstafanir til úr- bóta, úrskuröarnefnd, sögulegan bakgrunn, gildandi löggjöf og starfsemi stofnana, sem fyrir eru. Formaöur nefndarinnar var Ingimar Sigurösson deildarstjóri, en hún var skipuð i ágúst 1978 til þess aö endurskoöa lög um hollustuhætti og heilbrigöiseftir- lit. Henni var og ætlaö aö gera til- lögur um sameiningu þeirra stofnana, svo og um samvinnu þeirra nefnda og annarra aöila, sem meö mál fara á þessu sviöi og heilbrigöis- og tryggingar- ráðuneytið hefur yfirstjórn meö. —ekh Mikill eldur var laus i Ibúöinni þegar slökkviliöiö kom á vettvang og tók nokkurn tima aö ráöa niöurlög- um hans. Efri hæö hússins er gjörónýt. Mynd — Ella. íbúðarhús að Langholtsvegi 77 stórskemmt eftir bruna Miðaldra kona lést Miðaldra kona lést i gær þegar eldur kom upp i risibúð aö Langholtsvegi 77 i Reykjavik. Fulloröinn maöur sem einnig var i Ibúöinni var fluttur á sjúkrahús nokkuö brenndur, en eftir þeim upplýsingum sem Þjóöviljinn fékk hjá lögreglunni i gær, var óvist hvort maðurinn var ibúi i húsinu, eöa hvort hann hafi ætlað aö bjarga konunni út úr brennandi húsinu. Það voru lögreglumenn á eftirlitsferö sem uröu fyrstir varir viö eldinn um klukkan fimm i gærdag. Var þá mikill eldur i húsinu og reyndist þeim ókleif innganga á efri hæö hússins, sem er forskalaö timburhús. Fjórir slökkvibilar og tveir sjúkrabilar komu fljótlega á vettvang, og fundu slökkviliðsmenn konuna látna og manninn sem hlotiö haföi brunasár. Ljóster aö eldurinn hefur komiö upp i risibúöinni, en þrjár Ibúöir eru I húsinu. Þó nokkrar skemmdir uröuáneðrihæðhússinsafvatniogreyk,enrishæöinerónýt. Cvisterum eldsupptök. —lg. Séö yfir hluta Stykkishólms, sjúkrahúsiö fjærst. Heilsugæslustöð og stækkun sjúkrahússins i Stykkishólmi: Samningar undirritaöir Samningur um stækkun sjúkrahúss Systrareglu St. Franciskusar og byggingu heilsugæslustöðvar i Stykkishólmi var undirritaður 22. júli sl. af heilbrigöisráöherra og fulltrúum Systrareglu St. Fran- ciskusar og sveitafélaganna sem standa aö heilsugæslustööinni. 1 samningnum er þvi lýst yfir aö þessir aöilar muni reisa viöbyggingu viö sjúkrahús Systrareglu St. Franciskusar i Stykkishólmi, sem rúmi heilsugæslustöö og stækkun sjúkrahússins. Húsiö veröur I öllum meginatriöum byggt eftir teikningum Jes Einars Þorsteinssonararkitekts sem gerðar voru 1977. Stærð hússins verður um 2. 305 ferm. og 8.700 rúmm. og lauslega áætlaöur kostnaöur er á bilinu 500—800 miljónir. Sveitafélögin sem standa aö byggingu heilsugæslustöövarinnar eru: Stykkishólmur, Helgafellssveit, Miklaholtshreppur, Skógarstrandarhreppur, Eyrarsveit og Grundarfjöröur.. Munu þau standa undir 85% af kostnaði stöövarinnar en rikiö mun leggja til 15%. Systraregla St. Franciskusar kostar byggingu sjúkrahússins aö öllu leyti en rikissjóöur veitir byggingarstyrki til fram- kvæmdanna, eftir þvi sem fé er veitt til á fjárlögum. Munu sllkir styrkir nema allt aö 60% stofnkostnaö- ar sjúkrahússins. Komi hins vegar til þess, aö Systrareglan hætti rekstri sjúkrahússins og samningar takist um kaup rikisins á þvi, skal andvirði byggingastyrkja framreiknað samkvæmt visitölu dragast frá heildarsöluveröi sjúkrahússins. —áþj Opinber þjónusta: Hækkanir 9% MálHitaveitu Reykjavikur óafgreitt Rikisst jórnin af- greiddi allar hækkunar- beiðnir á opinberri þjónustu á fundi sinum i gær að undanskilinni beiðni frá Hitaveitu Reykjavikur, en á- kvörðun um hana var frestað til þrið.judags- fundar. Niðurstaðan var i öllum tilvikum sú að miða hækkanir við 9% en sú tala er það há- mark er rikisstjórnin telur mögulegt að sam- þykkja til að tryggja á- rangur i baráttunni við verðbólguna. Landsvirkjun fékk heimild til að hækka heildsöluverö sitt um 23%,enþað þýöir aö smásöluverö á rafmagni til notenda hækkar um9%. Landsvirkjun haföi fariö fram á 55% hækkun á heildsölu- veröi. Aörar hækkanir sem samþykktar hafa veriö og fela I sér 9% hækkun eru m.a. eftir- taldar: Miöaverð i Þjóðleikhús- inu, aögangur að sundstöðum, strætisvagnagjöld i Reykjavik, farmgjöld Skipaútgeröar rikis- ins, gjaldskrá Pósts og sima, gjaldskrá hafna og áskirftarverð Lögbirtingarblaðsins. Hitaveita Reykjavikur fór fram á 60% hækkun en gjaldskrár- nefnd mun hafa lagt til aö sú tala veröi skorin niður i 13%. Orku- stofnun hefur lagt til að Hitaveit- an fái hækkun á bilinu 10-20%. Eins og áöur segir tekur rikis- stjórnin ákvörðun um þetta á þriðjudag. — þm Veðrið um helgina Það verða ibúar og feröamenn á Norðurlandi vestra og Vest- fjörðum sem fá besta veörið um helgina, sól og mikinn hita, sam- kvæmt upplýsingum sem Þjóö- viljinn fékk i gær hjá Veðurstof- unni, en suöaustlæg átt verður rikjandi á öllu landinu. A Noröausturlandi og Aust- fjöröum verður þungbúiö og ein- hver úrkoma. Fyrir sunnan og á höfuöborgarsvæöinu veröur milt veöur en skýjaö aö mestu leyti eins og i gær og einhversstaðar má búast viö skúrum og jafnvel rigningu á Suðausturlandi. Hitinn veröur 10-15 stig sunnan og austanlnads en nær sjálfsagt viöa 20 stigum fyrir vestan og noröan. —lg-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.