Þjóðviljinn - 02.08.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.08.1980, Blaðsíða 5
Helgin 2.-3. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIPA 5 • I húsum tómthúsmanna og tónskálda Heimsókn í r — Arbœjarsafn Hér fyrrum lögöu bændur i ná- grannasveitum Reykjavikur. land undir fót á haustin, hlóöu afurö- um sinum á hesta og héldu til kaupstaöarins til aö skipta á ull, tói og skinnum fyrir rúg, kaffi, rúsinur og annaö þarfaþing sem hægt var aö fá i bænum. Áöur en haldið var niöur i kvosina var áö viö Árbæinn, en undir lok siöustu aldar var starfrækt þar greiöa- sala þeirra hjónanna Eyieifs og Margrétar sem þar reistu bú um 1880. Nú er bærinn þeirra orðinn að safni og þar getur aö líta hús, innanstokksmuni og verkfæri sem gefa hugmynd um lif og starf fólks á siðustu öld. 1 grenndinni er þyrping gamalla húsa — viö erum stödd í Arbæjarsafni. Frá bænum er viösýnt til allra átta. A fögrum degi eins og I dag blasir borgin viö, sundin eru blá og tær og Esjan er á sinum staö i norðri. 1 suðri blasir Breiðholtið við eins og varnarmúr á háeöun- um. Þaö eru miklar andstæöur aö horfa á háhýsin annars vegar og svo lágreist bæjarhúsin i Arbæ hins vegar, en erindið er ekki aö andvarpa yfir steypunni, heldur aö skyggnast inn i fortiöina og. skoöa gömlu húsin. Það er eins og hér sé litiö þorp, en enginn gengur lengur um dyr á leiö heim úr vinnu, eöa út til aö höndla. Fremst á myndinni er Hábær, lengst til vinstri er húsiö sem áöur stóö viö Þingholtsstræti 9, þá kemur Dillonshús, en Smiöshús er aö baki Hábæjar. Mynd úr mannshári Þegar viö göngum i hlaö tekur Kristin Hafsteinsdóttir á móti okkur. Hún hefur þann starfa að leiöbeina gestum um gamla bæ- inn, sýna kirkjuna og gæta þess aö allir gangi um meö sóma. Þaö er verið aö heyja á túninu, krakk- ar úr skólagöröunum eru i heim- sókn og þaö er lif og fjör i Arbæ. Skömmu áöur en okkur bar aö var veriö aö slá bæjarþökin meö orfi og ljá; þarna eru gömul vinnubrögð i heiöri höfö. Inni i bæjarhúsunum er svalt, gamla hlóöaeldhúsiö er nökkuö drungalegt og mér veröur hugs- aö, hvernig þaö hafi verið aö búa i svona húsum, meö hitann frá hlóöunum, kúnum eöa einni kola- vél þegar vindar gnauðuðu og bylur baröi glugga. A veggnum i stofunni er mynd af Margréti húsfreyju sem lengst af rak greiöasöluna, en dóttir Glitsaumuð áklæði Þá er aöeins eftir aö lita i skemmuna þar sem nú stendur yfir sýning á söölum og sööul- áklæöum frá 19. öld. Þar getur aö íita glitsaumuö áklæöi meö is- íenskum munstrum, saumuö i ofiö efni meö ullarþræði, lituöum meö islenskum jurtalitum. Svona áklæöi áttu allar heldri konur og vel stæöar bændakonur og hefur sennilega verið stööu- tákn aö sitja f fagurlega smlöuö- um sööli meö skrautlegu áklæöi. Undir lok 19. aldar fóru enskir söölar aö berast til landsins, nú sátu konurnar ekki lengur meö fæturna beina, heldur á ská, eiris og enskar heföarmeyjar. Sööul- áklæðin hurfu og þau þeirra sem eftir eru hanga á veggjum eöa eru komin á söfn, sem fögur dæmi um handavinnu kvenna, sköpunár- gleöi og imyndunarafl. Nú er timi kominn til aö kveöja. t Smiöshúsi var eldstó likt og geröist i húsum i Danmörku. Á veggnum hangir panna og vöflujárn, en til hliðar sést inn I boröstofuna. Hér bjó Jón Árnason þjóösagnasafnari um tima og á loftinu leigöi Siguröur málari. hennar tók siðan viö og hélt uppi gestamóttöku til 1948. Þarna er lika mynd sem gerö er úr manns- hári af Guðrúnu Hallberg en ekki vitum viö meira um þá konu. Viö göngum út og höldum til kirkjunnar. Hún var upphaflega byggð aö Silfrastööum i Skaga- firöi áriö 1842 af Jóni Samsonar- syni. Hún er dæmigerð sveita- kirkja, litil og falleg, með timbur- gafl aö framan, en hlaðna veggi og torfþak. Inni getur að lita altaristöflu frá 17. öld sem Kristin segir aö erlendir handverksmenn hafi gert. I loftinu hangir likan af skútu, gefiö af Slysavarnafélag- inu, en þaö var gömul trú að skip I kirkju verndaði sjómenn frá háska. Kirkjan er enn i notkun og þar- fara fram giftingar og skirnir. Skammt frá Arbænum er þyrp- ing gamalla húsa sem hafa verið flutt neðan úr bæ i safnið til varö- veislu. Steinbæir og bindingshús Fyrst er komið aö Hábæ, sem áöur stóö nálægt horni Klappar- stigs og Grettisgötu. Hann er gamall steinbær byggöur af Jóni 'Vigfússyni árið 1867. 1 eina tiö voru slikir steinbæir algengir I borginni, en þeir hafa verið rifnir hver af öörum og er skemmst aö minnast deilna vegna Oddgeirs- bæjar sem stóö viö Framnesveg. Næst i röðinni er Nýlenda, reist 1872 af Gisla Jónssyni tómthús- manni, og ef okkur misminnir ekki, þá er Nýlendugatan einmitt kennd viö þetta hús. Smiðshús heitir næsti bær. Þaö er elsta húsiö i safninu, reist 1820. Þaö er bindingshús og stóö áður Stofa I Smiöshúsi. Hér er stásslegt um aö litast, en munirnir eru fengnir úr ýmsum áttum. við Pósthússtræti númer 15. í þessu húsi bjó Jón Arnason þjóö- sagnasafnari um tima og þar á loftinu leigöi Siguröur Guö- mundsson málari um skeiö. Miklar sögur fóru af fátækt Sig- uröar og dauöa, enn ein sagan um þaö hvar íslendingar fóru illa með sina bestu syni. Þorgeir Þorgeirsson rithöf- undur hefur sýnt fram á aö Sig- uröur var langt frá þvi eignalaus og óþarfi aö vera alltaf aö ýta undir þjóösöguna um listamann- inn sem enginn kann aö meta. 1 þessu snotra húsi var búiö til 1950. Þar inni er mikiö af innanstokks- munum héöan og þaöan, sem gera þetta heimili fremur rik- mannlegt; þaö vantar bara konur á siðum pilsum með útsaum I höndum og karla meö pipu aö lesa Þjóöólf til að fylla upp i þessa 19. aldar mynd. Dillon lávarður og dans- menningin Næst verður fyrir svart hús. Þaöan berst tjöruangan, það er veriö aö dytta aö og tjarga, en i þessu húsi er sýning á ull og ullar- vinnu. Hvern laugardag og sunnudag situr Hulda Þorsteins- dóttir þar og sýnir tóvinnu. Húsið stóð áður viö Þingholtsstræti númer 9 og var byggt 1848 af Helga snikkara, en þarna ólust þeir upp Helgi Helgason tónskáld og Jónas bróðir hans, en báöir Inni I Arbæjarkirkju. Einnig hér þarf aö sópa út mold og grasi sem berst inn meö gestum. teljast til frumkvööla i íslensku tónlistarlifi. Dillonshús veröur næst á vegi okkar. Þaöan berst lika ljúfur ilmur, I þetta sinn af lummum. Hver var þessi Dillon spyrjum viö Salvöru Jónsdóttur sem nú hefur tekið viö sem fylgdarmaöur okk- ar Ellu ljósmyndara. Dillon var irskur lávarður sem hingaö kom og reisti þetta hús 1835. Það stóð á horni Túngötu og Suðurgötu og er bindingshús eins og þau geröust i Danmörku i þá tiö. Eftir aö Dillon hvarf á braut rak Siri Ottesen veitingahús þarna og oft var danssporið tekiö i stofunni. Þarna leigði Jónas Hallgrimsson einn vetur. Jónas lenti í nokkru þjarki viö konu eina sem honum fannst full aðgangshörð, en hvort þaö var hér sem þau viðskipti fóru fram skal ósagt látið. Eitt er vist að oft hefur veriö glatt á hjalla i þessum stofum sem nú eru frægar fyrir kaffi og pönnukökur. A leiðinni yfir túniö blasir viö okkur reisulega húsiö sem hún Nanna safnvörður býr i. Þaö stóð áöur að Laufásvegi 31 og nokkru fjær er verið aö gera viö prófessorsbústaöinn sem áður stóö viö Kleppsspítalann. Hann á að veröa sýningarhúsnæöi i fram- tiöinni. Viö mætum hóp af fólki sem er komið til að skoða safnið, þennan friösæla reit sem minnir á horfinn tima. I Arbæ er unnið merkilegt starf, þar tengjast for- tiö og nútiö i varöveislu gamalla húsa og muna sem vitna um starf fvrri kynslóða, daglegt lif og gamla menningu. Texti ká Myndir Ella

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.