Þjóðviljinn - 16.08.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.08.1980, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN jHelgin 16.—17. agust 1980 hagræða málum þannig að fulltrúar gætu á hagræðingargrundvelli starfað saman án líkamsmeiðinga. Samstarfsnefndin skipti síðan fulltrúum í starfshópa, sem unnu í hópefli að því að sam- hæfa hin óskyldu sjónarmið og afstöðu hinna ýmsu f ulltrúa til hagræðingarinnar sem slíkr- ar." Og, hver var svo árangurinn af þinginu, Hörð- ur? AF HAGRÁÐI Eitt af þeim fjölmörgu málum, sem tími vannsttil aðafgreiða á síðasta þingi, voru lög- in um Hagráð og Hagræðingarstofnun ríkis- ins. Frumvarpið um Hagráð var, eins og kunn- ugt er, borið fram af fulltrúum allra flokka á síðasta Alþingi og hlaut algeran forgang um afgreiðslu, enda brýnt að þetta þjóðþrifamál næði fram að ganga án tafar. Vart þarf að taka f ram að þegar búið var að af greiða málið á Alþingi, öðluðust lögin þegar gildi. Hagráð hóf svo störf í vor. Samkvæmt lögunum er meginviðfangsefni Hagráðs, að gera tillögur um hvers kyns hag- ræðingu í ríkisrekstrinum, að undangenginni rannsókn á því óhagræði, sem viðgengst fyrir, og endurskipuleggja ríkisreksturinn í sem flestum greinum. Nú hefur í sumar verið heldur hljótt um störf Hagráðs, svo okkur datt í hug að ná tali af Herði Péturssyni, hagræðingi, sem veitir stofnuninni forstöðu. Hörður var nýkominn af samnorrænu þingi hagræðinga, sem haldið var í Bergen og lét mjög vel af þeirri för. Við spurðum hverjir hefðu verið fulltrúar Islands á hagræðingarráðstefnunni. ,,Við vorum fimm hagræðingar ásamt eig- inkonum okkar og öðru aðstoðarfólki. Þingið stóð í þrjár vikur en dagpeningar og annar kostnaður var greiddur úr ríkissjóðum þátt- tökulandanna. Fyrir þinginu lágu fjölmörg mál en þeirra helst voru að sjálfsögðu hin ýmsu af brigði hagræðingarinnar, sem slíkrar, svo sem hagræðing í ríkisrekstri, hagræðing í einkarekstri, bókhaldshagræðing og sann- leikshagræðing^svo nokkuð sé nefnt. Þingið hófst á því að þjóðsöngvar Norður- landanna voru leiknir og var þá þegar Ijóst hvert stefndi. Viðbrögð fulltrúanna við þjóð- söngvunum voru með ólíkindum, baul og skarkali, alls kyns fret, pústrar og jafnvel búkhljóð. Stórpólitísk átök voru greinilega í vændum. Til marks um það má geta þess að þegar verið var að leika sænska þjóðsönginn, tók f innski f ulltruinn þann sænska kverkataki, en sá síðarnefndi hrækti á hinn í sjálfsvörn. Þingforsetinn og dyraverðir urðu síðan að skilja þessa tvo háttvirtu þingfulltrúa. Slðan var kosið í allsherjarnefnd. Samstarf- ið í allsherjarnefndinni var frá upphafi mjög stirt og um það djúpstæður pólitískur ágrein- ingur, hvort hagræði væri af hagræðingu I því einangraða tilfelli, að hagræða ætti einhverju, hagræðingarinnar vegna. Þegar endanlega var Ijóst, að ekki næðist samstaða um þetta atriði, urðu f ulltrúar á eitt sáttir um að nefndin væri óstarfhæf og, til hagræðingar, stungið uppá því að skipa þing- fulltrúa í samstarfsnefnd, sem hefði það tvíþætta hlutverk, að sætta Finna og Svía og „ I raun og veru er ekki rétt að tala um neinn árangur í þessu sambandi. Til þess að árangur næðist var alltof djúpstæður pólitískur ágrein- ingur. Svoég nefni lítiðdæmi, gengu færeysku f ulltrúarnir alltaf úrsalnum, þegar Danir töl- uðu og Danir þegar Færeyingar tóku til máts. íslendingar gengu að sjálfsögðu af f undi þeg- ar Norðmenn töluðu. Þegar afturámóti fulltrúi okkar íslendinga á þinginu tók til máls brá svo við að f ulltrúar allra Norðurlandanna tóku mjög að ókyrrast I sætum sínum og yfirgáfu jafnvel salínn, án tillits til þjóðernis. Það varð að samkomulagi milli okkar íslensku hagræðinganna á þinginu að yf irgefa ekki salinn meðan einhver af okk- ar fulltrúum væri að tala og þess vegna var þingsalurinn aldrei tómur, þegar íslensku fulltrúarnir fluttu sitt mál." Þetta hefur semsagt verið erfitt og storma- samt þing? „Já óneitanlega, og hefði raunar verið ógerningur fyrir okkur Islensku fulltrúana að standast þessa raun ef við hefðum ekki feng- ið að hafa eiginkonurnar með okkur, okkur að kostnaðarlausu. Það er gott til þess að vita að íslenska þjóðin skuli hafa skilning á þörfum fulltrúa sinna á áríðandi málþingum erlendis, þó að vísu sé það rétt að... Af hagræðingu er hagræðing í hagræðingu þungri ef ég fæ drjúgan dagpening svo deyi ég ekki úr hungri." Flosi. Húsnœðismálastjórn veitir framkvœmdalán: 39 nýjar íbúðir fyrir aldraða Framkvœmdir hafnar i Vestmannaeyjum, Neskaupstað, Seltjarnamesi og Vik i Mýrdal Heita vatnið fyrir austan: „Við samþykktum ný- lega i stjórninni að veita 4 sveitarféiögum fram- kvæmdalán úr Byggingar- sjóði ríkisins til að byggja Nýtt bama- blaö frá Fijálsu framtaki t lok þessa mánabar mun bæt- ast I blaöakost landsmanna nýtt blaö Frjáls framtaks, sérstaklega ætlaö börnum og unglingum á aldrinum 5-12 ára. 1 frétt frá Frjálsu framtaki seg- ir aö blaöiö, sem bera mun heitiö ABC-barna- og tómstundablaö, veröi gefiö út i 15 þúsund eintök- um og selt i lausasölu og áskrift. Efni blaösins veröur m.a. smá- sögur, myndasögur, þrautir^leikir, skátaefni og fleira og „veröur ABC málgagn Bandalags isl. skáta og kynningarvettvangur skátahreyfingarinnar gagnvart æsku landsins.” Ritstjórar blaösins veröa tveir og veröur Margrét Thorlacius, barnakennari, annar þeirra. Stæröin er 64 siöur en þetta er 9. blaö Frjáls framtaks hf. og meö þvi fer heildarútgáfufjöldi blaöa fyrirtækisins upp i 80 þúsund ein- tök. — ÁI íbúðir I dvalarheimilum aldraðra og er hér umsam- tals 39 íbúðir að ræða" sagði ólafur Jónsson for- maður stjórnar Húsnæðis- stofnunar ríkisins í samtali við Þjóðviljann. ólafur Jónsson sagöi aö nýkjör- inn stjórn Húsnæöisstofnunar rik- isins heföi nú tekiö til starfa af fullum krafti og heföi skapast góöur starfsandi og samstaöa innan stjórnarinnar. Stjórnin væri nú aö vinnu af kappi aö þvi aö semja reglugeröir og undirbúa framkvæmd hinna nýju laga um Húsnæðisstofnun rikisins. Þeir aöilar sem fengiö hafa lán til áöurgreindra framkvæmda viö dvalarheimili aldraöra eru eftirfarandi: 1) Bæjarstjórn Vestmannaeyja fær framkvæmdalán aö fjárhæö kr. 48miljónir til aö byggja 6 fbú- öir i tengslum viö dvalarheimiliö Hraunbúöir í Vestmannaeyjum. 2) Bæjarstjórn Neskaupsstaöar fær framkvæmdalán aö fjárhæö kr. 96 miljónir til aö byggja 12 ibúöir i dvalarheimili aldraöra, rétt vestan sjúkrahússins. 3) Bæjarstjórn Seltjarnarness fær framkvæmdalán aö fjárhæö kr. 136 miljónir til aö byggja 17 ibúöir i dvalarheimili aldraöra viö Melbraut á Seltjarnarnesi 4) Byggingarnefnd fbúöa fyrir aldraöa, Vik í Mýrdal, fær fram- kvæmdalán aö fjárhæö kr. 32 mil- jónir til aö byggja 4 ibúöir i dval- arheimili aldraöra, 1. áfanga. — þm Framhaldið rætt á mánudag á fundi hjá Orkustofnun Nú hefur heldur betur hlaupiö á snæriö fyrir Rangæingum. Austur á Laugalandi I Holtum builanúnpp úr 840 m djúpri borholu 25 sekl af 94 stiga heitu vatni. Þaö er hressilegur árangur. — Jú, þaö er óhætt er segja þaö, aö viö erum hátt upp núna, sagöi Olver Karlsson, óddvíti I Þjórsártúni er blaöiö átti tal viö hann igær. A 750 m dýpikomul2 sekl af 90 stiga heitu vatni, sjáif- A þessu timabili eru þorskveiö- ar bannaöar samtais i 31 dag og er reglugeröin samhljóöa þeim tillögum sem ráöuneytiö kynnti fyrir hagsmunaaöilum i sjávarút- vegi i byrjun mánaöarins. Frá deginum i dag til 30 . sept- ember n.k. eru þorskveiöar bann- aöir i 13 daga og frá 1. október til rennandi, en seinnipartinn I gær, (miövikudag), þegar komiö var niöur á 840 in, náöist svo sá ár- angur, sem aö framan er getiö. Þaö eru Asahreppur, Holtahrepp- 'ur og Landmannahreppur sem standa aö þessari hitaleit á Laug- alandi. — Þetta er alveg náma, sa'göi ölver. — Ég er auövitaö enginn sérfræöingur á þessu sviöi en ætli þaö mætti ekki gera ráö fyrir A þeim tima sem skip láta af þorskveiðum má hlutur þorsks ekki vera yfir 15% af heildarafla. Til viöbótar þessari reglugerö ráöuneytisins er búist viö annarri reglugerö siöar i haust um 16 daga þorskveiöibann i desember- mánuði, þar af 5-7 daga algert bann yfir jólahátiöina. — lg. svona 40-50 sekl ef dælt væri úr holunni, en sennilega er þegar komiö þarna nóg vatn fyrir ná- grenniö, Hellu og Hvolsvöll. — Mér skilst, sagöi ölver enn- fremur, — aö útvarpiö hafi skýrt frá þvi I gærkvöldi, aö viö værum hættir viö frekari boranir. Þaö er á misskilningi byggt þvi viö ákváöum strax aö halda áfram. Þaö hefur alltaf veriö aö þvi stefnt aö bora a.m.k. níður á 900 m dýpi. En þaö, sem e.t v liggur fyrst fyrir er aö fóöra þessa holu svo unnt sé aö nýta all- an þennan hita. Hugmyndin er aö oddvitar þeirra þriggja hreppa, sem þarna eiga hlut aö máli, mæti á fundi hjá Orkustofnun á mánudaginn kemur. Veröur þar rætt um fram- hald framkvæmdanna. Olver Karlsson sagöi aö hreppsnefnd Asahrepps heföi samþykkt aö verja nokkru fé til rannsókna á þeim stööum i hreppnum þar sem volgrur væri aö finna, en þeir væru nokkrir. Orkustofnun hefur nú hafið þessa könnun. Þaö hefur til þessa verið nokk- uö almenn átlit aö jaröhita væri naumast aö finna I Rangárvalla- sýslu svo nokkru næmi. Þaö álit má nú endurskoða. — mhg Þorskveiðitakmarkanir fram til 1. desember 31 skrapdagur Sjávarútvegsráöuneytiö gaf út i gær reglugerö um þorskveiöitak- markanir hjá skuttogurum og togskipum sem eru lengri en 39 m, og gildir takmörkunin fyrir timabiliö íe.ágúst til 30 . nóvem- ber. 30. nóv. eru þorskveiöar bannaö- ar i 18 daga. (Jtgeröarmenn geta ráöiö til- högun veiöitakmarkana innan timabilanna, en þó skal hvert skip láta af þorskveiöum eigi skemur A pAlorhninftQ f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.