Þjóðviljinn - 16.08.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.08.1980, Blaðsíða 12
12 S'ÍDA' — ÞJÓÐVILJÍnW Héígin 16.—Í7. ágúst 1980 Þorpiö I Fiatey nm aldamótin slöustu. Fremst á myndinni má sjá Silfurgaröinn, sem Guömundur Scheving lét byggja fyrir Grýluvoginn svonefnda, sem einnig ber nafniö Munaöarvogur. Þetta er póst- kort sem Guömundur P. ólafsson, llffræöingur I Flatey,hefur gert eftir gamalli ljósmynd. fjffímrím Hluti þorpsins. Til vinstri er Vogur en þar er nú rekin veitingasala yfir sumartimann. Til hægri As- garöur, hús sem Guömundur Bergsteinsson reisti áriö 1907, fyrir aftan þaö gamia kaupfélagiö sem nú nefnist Vorsalir og Guömundur P. ólafsson og Ingunn Jakobsdóttir búa falltáriö. Þaö var reist skömmu fyrir aldamót. 1 baksýn er Vertshús og skemmur. Ljósm -AI Vesturendi Féiagshúss, hús Jónfnu Hermannsdóttur er einnig friölýst og er veriö aö setja þaö i upp- runalegt horf. Ef myndin prentast vel má sjá skiltiö meö áletruninni Verslun H. Jónssonar yfir skúrdyr- unum. Gluggar eru enn ófrágengnir. Ljósm.-AI ■ . — __ 1 Gestir helgarinnar kvaddir siödegis á mánudag. Bryggjan i Flatey er oröin léleg en hún þjónar þó sinu hlutverkiennþá. Upp af henni er frystihúsiösem byggt var of seint. Ljósm.-AI Elsta bókasafnsbygging á tslandi reist i kringum 1840 aö frumkvæöi ólafs SIvertsen,prests og konu hans.Jóhönnu Friöricku,en fyrir fjármuni Brynj- ólfs Benedictsen. Húsiö var forskaliaö snemma á þessari öld og var taliö ónýtt. Allar bækur höföu löngu veriö fluttar úr þvf, þær dýrmætustu I Landsbókasafn, hinar i annaö hús i eynni. Þessa mynd af bókhlööunni tók -eiksumariö 1977 þegar Vestfiröingar fjölmenntu f sumarferð Alþýöu- bandalagsins um Breiöafjaröareyjar. FLATEY FYRR OG NÚ Flatey á Breiöafiröi má vissu- lega muna tfmana tvenna. Þar var á nitjándu öldinni aösetur höfö- ingja, auöugra útgeröar- og versl- unarmanna, mikilvirkra embættis- manna og siðast en ekkisist mikilla menningarfrömuöa, sem m.a. reistu fyrstir hús yfir aimennings- bókasafn á tslandi, bókhlöðuna sem enn stendur uppi. Þá bjuggu f Flatey tvö til þrjúhundruð manns en nú er Ibúafjöidi eyjarinnar inn- an viö tuttugu. Ekki er unnt aö rekja sögu Flat- eyjar i stuttri blaöagrein enda er hún löng og af mörgu aö taka. Á nitjándu öldinni ber hæst nöfn Guö- mundar Scheving, ólafs Sivertsen og Brynjólfs Benedictsen og veröur stikaö á þvf stærsta i æviferli þeirra hér aö neöan. I byrjun tutt- ugustu aldar voru þeir umsvifa- mestir í Flatey Guöundur Berg- steinsson og Hermann Jónsson en uppúr 1930 fer fólkinu aö fækka og fækkar enn. Ariö 1777 hófst I Flatey verslun aö nýju eftir meira en hundraö ára hlé og haföi danskur maöur, Jens Lassen, hana fyrstur á hendi. Hann drakk sig þó fljótlega frá henni og varö ekki vært i eynni sökum ofrik- is slns og svalls. Lét hann m.a. reisa gapastokk viö kirkjuna og skikkaöi menn til vistar I honum. Næstur tók Pétur Kúld viö verslun- innien hann haföi haft forgöngu um aö konungur veitti eynni verslunar- leyfi. Hann var einnig danskur en ólikur landa sinum um flest, mikill hófsemdarmaöur á vin og dugnaö- arforkur aö þvi er sögur herma. Sonur hans Eirikur Kúld eldri tók viö aö honum látnum og áriö 1815 kaupir svo G'uömundur Scheving helming verslunar i Flatey á móti Eiriki. AMTMAÐUR JÖRUNDAR Guömundur Scheving átti þá skrautlegan feril aö baki. Hann var stórættaöur maöur, fyrrum sýslu- maöur Baröstrendinga, agent Danakonungs og sat Haga á Baröa- strönd. Guömundur gekk Jörundi hundadagakonungi á hönd 1809 og geröist amtmaöur hans noröan- lands i þá átta daga sem veldi Jör- undar stóö. Missti hann sýslu- mannsembættiö vegna þessa 1812 og fékk ekki önnur embætti af Dön- um. Þá flutti hann í Flatey og gerö- ist umsvifamikill kaypmaöur og útgeröarmaöur. Var hann meöal auöugustu manna landsins og lét m.a. byggja Silfurgaröinn sem svo er nefndur vegna þess aö Guö- mundur greiddi körlunum verk- laun i skíra silfri. Guömundur léstí Kaupmannahöfn 1837. FLATEYJAR FRAMFARA STIPTUN Ólafur Sivertsen gekk í þjónustu Guömundar Scheving og siöar Eiriks Kúld og var verslunarstjóri fyrstu ár sin I Flatey. Arlö 1823 er hann vigöur prestur til eyjarinnar og varö siöar helsti menningar- frömuöur vestanlands og auöugur maöur. Á brúökaupsdegi sinum 6. október 1820 þegar Ólafur gekk aö eiga Jóhönnu Friöricku Eyjólfs- dóttur ákvaö hann aö setja á stofn sjóö og bókasafn „til eflingar upp- lýsingu, siögæöi og dugnaöi I Flat- eyjarhrepp.” 13 árum slöar var Flateyjar Framfara Stiptun stofn- sett og tók til starfa meö konungs- leyfi 1836. Veitti hún dugandi bænd- um verölaun og útbreiddi bókakost meöal almennings. A heimili þeirra ólafs og Jóhönnu Friöricku voru jafnan unglingar i námi, ljós- mæörafræöi létu þau dreifa meöal húsmæöra i Flatey og þegar ekki fékkst konungsleyfi til stofnunar læknisembættis i Flatey kynnti Olafur sér læknisfræöi eftir föng- um. Var hann lengi eini læknir eyjaskeggja og þótti „heppinn hómópati” en aldrei fékk hann lækningaleyfi. ólafur lést i Flatey 1860. SKÁLDFÓSTRI Samtima ólafi Sivertsen var i Flatey Brynjólfur Benedictsen Bogason, tengdasonur Guömundar Scheving og giftist hann dóttur hans, Herdisi, árinu eftir lát Guö- mundar. Hann tdk viö verslun tengdafööur sins og útgerö, var gegn vilja sinum þrivegis settur sýslumaöurBaröstrendinga og var fyrstiþjóöfundarmaöurþeirra. Hjá honum var innanbúöar Matthias Jochumsson og styrkti Benedictsen hann til náms. Brynjólfur Bene- dictsen stóö aö stofnun Framfara- stiptunarinnar meö Ólafi, var mik- ill höföingi og rausnasamur. Þaö var hann sem gaf mest allt þaö fé sem fór til aö reisa bókhlööuna, en hann lét einnig reisa þau hús sem auk hennar eru nú elst uppistand- andi I eynni, tvö sambyggö hús, sem nefnd eru Gunnlaugshús og hús Jóninu Hermannsdóttur en einu nafni eru þau nefnd Félags- hús. Þau eru reist á árunum eftir 1840 um likt leyti eöa litlu siöar en bókhlaöan. Benedictsen lést áriö 1873. „SÍÐASTA SKIP SUÐUR” I tiö ofangreindra manna var

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.