Þjóðviljinn - 16.08.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.08.1980, Blaðsíða 3
Helgin 16.—17. águst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 B-álma Borgar- spítalans bodin út Auglýst hefur verið útboð á B- áimu Borgarspitalans og kemst nú fljótlega skriður á langþráða byggingu sem á að hýsa aldraða langlegusjúklinga. Nokkur ár eru liðin frá þvi að Borgarstjórn Reykjavikur sam- þykkti byggingu álmunnar, en framkvæmdir hafa dregist til þessa, aif ýmsum ástæðum. Uppsteypu álmunnar á ab ljúka og húsiö skal gert fokhelt fyrir 1. febrúar 1982 og frágangi utanhúss á aö ljúka fyrir 1. september ’82. Heildarkaostnaöur viö B-álmuna meö búnaöi og tækjum er áætlaö- ur E,5 miljaröar. í byggingunni veröur pláss fyrir 160-170 sjúk- linga. I fréttatilkynningu frá Bygginganefnd Borgarspitalans segir ab þess sé vænst aö heildar- framkvæmdum veröi hraöaö sem mest svo lausn fáist á þessu brýn- asta verkefni sjúkrahúsreksturs i Reykjavik. — ká B-álma Borgarspitalans mun rlsa I framhaldi af gluggalausa veggnum sem sést til hægri á spitalabyggingunni. Grunnurinn er tilbúinn svo sem sjá má, en álman mun rúma 160-170 sjúklinga. Ljósm. -eik. B-álma Borgarspítalans „Levsir stóran hluta vandans” Segir Adda Bára Sigfusdóttir borgarfulltrái „Það er mjög mikið fagnaðar- efni að lagt er út i svo stóran áfanga í byggingu fyrir aldraða langlegusjúklinga ”, sagði Adda Bára Sigfúsdóttir, formaður heil- brigðisráðs Reykjavikur, i sam- tali við Þjóðviljann I gær. Eins og fram kemur á öörum staö i blaöinu hefur B-álma Borgarspitalans nú veriö boöin út og hefjast framkvæmdir eins fljótt og auöiö veröur. Hi.n nýja bygging er forgangsverkefni borgarinnar i sjúkrahúsmálum og leituöum viö svara öddu Báru viö þvi hvaöa þýbingu bygging sem þessi heföi. „Vandamál aldraöra sjúklinga eru þau erfiöustu fyrir einstakl- inga og fjölskyldur sem ég hef rekið mig á I störfum mlnum sem formaöur heilbrigöisráðs Reykjavikur og sömu sögu segja starfsmenn Borgarlæknis- embættisins. Aldraöir langlegusjúklingar eru meira og minna f heimahús- um og þeir, sem vinna við heimilishjúkrun, Félagsmála- stofnun borgarinnar og starfandi læknar, þekkja vel þá erfiöleika sem viö er aö etja og þörfina á úr- bótum. Þaö er ekki vitað hversu margir sjúklingar þurfa á sjúkra- hússplássi aö halda, en þau 160- 170 rými sem veröa I B-álmunni munu vafalaust leysa stóran hluta vandans. Menn eru ekki á eitt sáttir um þörfina, en allir sem ráöa yfir sjúkrarými vita hve mörgum er synjaö. Þvi miöur tekur sinn tima aö byggja þetta stóra hús. Fyrsta febrúar 1982 á húsiö aö vera fok- helt. Ég vænti þess að þá verði hægt aö ráöast i næsta áfanga, innréttingu hússins, en áformaö er aö innrétta fyrst efstu hæö- Adda Bára Sigfúsdóttir: Aldraðir langlegusjúklingar eru nú flestir I heimahúsum en B-álman mun væntanlega leysa stóran hluta þessa mikla vanda. irnar og taka eina og eina hæö i senn, ef ekki stendur á fjárveit- ingum árið 1982. Viö getum þvl gert okkur vonir um aö fyrstu sjúklingarnir komist inni lok þess árs. Bygging B-álmunnar er for- gangsverkefni hjá borginni og ég vænti þess aö ekki standi á rikinu aö koma henni I höfn”, sagði Adda Bára Sigfúsdóttir. —ká Skólastjóradeilan i Grundafiröi: Skólanefndin sagöi af sér Kennarar staörádnir i aö hætta ef skólastjórinn lætur ekki af störfum Skólanefndin i Grundarfiröi sagði af sér störfum i gær til aö leggja áherslu á, aö hún treysti sér ekki til aö vinna meö skóla- stjóranum, Erni Forberg. Kenn- arar grunnskólans hafa jafn- framt lýst þvi yfir, aö þeir telji sér ekki fært aö starfa undir stjórn skólastjórans. Hreppsnefndin var bobuö til skyndifundar I gærkveldi til aö fjalla um afsögn skólanefndar- innar og var niðurstaöa fundarins sú, aö hrepþsnefndin taldi sér ekki fært að skipa nýja skóla- nefnd aö svo stöddu en visaöi málinu alfarið til menntamála- ráöherra. Birgir Guðmundsson yfirkenn- ari grunnskólans i Grundarfiröi sagði i samtali við Þjóöviljann I gærkveldi, aö kennararnir heföu gert menntamálaráðuney tinu þaö ljóst strax i maí sl. aö þeir myndu ekki vilja starfa undir stjórn Arn- ar Forberg. Skólanefndin heföi lagt hart aö kennurum að ráöa sig ekki til annarra starfa fyrr en fullreynt væri hvort örn kæmi til starfa, en hann haföi veriö i árs- leyfi. Jafnframt heföi mennta- málaráöuneytiö lagt hart að kennurum aö ráöa sig ekki I nein önnur störf og fyrir viku heföi ráðuneytiö Itrekað þessa ósk sina. Birgir sagöi, að nú heföi kenn- urum borist þær fréttir að menntamálaráöherra treysti sér ekki til neinna aögeröa i málinu. Sagöi Birgir, aö þessi niöurstaða kæmi sér á óvart þvi kennurum heföi veriö gefiö I skyn aö veriö væri. aö vinna að lausn er þeir gætu sætt sig við. Birgir sagöi, aö kennararnir heföu lýstþviyfir, að þeir létu af störfum ef örn léti ekki af skólastjdraembættinu og frá þeirriafstööu myndu þeir ekki hvika. Ef kennararnir hætta núna blasir við þeim atvinnuleysi þvi erfitt er aö fá kennarastöður þeg- ar svo langt er liöið á sumariö. Jafnframt stendur sveitarfélagiö frammi fyrir þeim vanda, aö erf- itt getur orðiö aö fá nýja kennara á staöinn. Allt er þvl i óvissu um skólahald i Grundarfiröi i vetur. ASÍ ræöir BSRB-samkomulagiö Vill fresta sáttafundi Fjórtán manna samninganefnd Alþýöusambandsins kom saman til fundar i gær til aö fjalla um þaö samkomulag sem náöst hefur milli BSRB og rlkisins. Snorri Jónsson forseti ASl sagöi eftir fundinn aö hann vildi ekki tjá sig um niöurstööur hans að ööru leyti en þvi aö ákveöiö heföi verið að fara þess á leit viö rikissáttasemjara aö fyrir- huguöum fundi ASl og VSI n.k. mánudag yröi frestaö til miövikudags. ASt menn telja sig þurfa lengri tlma til aö athuga áöurgreint sam- komulag BSRB og rikisins. — þm Björn Þórhallsson um BSRB samkomulagiö: Launabil eykst milli ÁSÍ og BSRB ,,t fljótu bragöi viröist mér aö þaö mark sem viö vorum búnir að setja í okkar kröfum sé fyrir neðan þaö sem félagsmenn BSRB ffá nú sanikvæmt samkomulag- inu við rikið” sagöi Björn Þór- hallsson formaöur Landssam- bands verslunarmanna I samtali viö Þjóöviljann I gær. Þessar krónutöluhækkanir” sagöi Björn ennfremur „segja ekki alla sög- una þvi mér virðist sjálfvirkar flokkatilfærslur lyfta nokkuö laununum. Ef viö hjá ASÍ erum aö hugsa ;um 5% og hugsanlegar flokkatil- færslur þá get ég ekki betur séö en aö bilið sem veriö hefur milli ASl og BSRB aukist enn, okkur i óhag. Þaö heföi vitaskuld átt aö stefna aö þvl að stytta þetta launabil eða eyöa þvi. Þaö hefur lika veriö ætlan okkar þó að viö gerðum okkur grein fyrir aö viö næöum því ekki öllu I einum á- fanga” sagöi Björn aö lokum. —þm. Björn Þórhallsson Guðmundur Þ. Jónsson Guðmundur Þ. Jónsson um BSRB- samkomulagið Dulin hækkun „Eftir þetta samkomulag BSRB og rlkisins tel ég aö viö veröum að skoöa þessi samninga- mál á nýjum grundvelli. Mér viröist aö þarna sé um verulega meiri hækkanir á launum aö ræöa en hinar opinberu tölur gefa til kynna og á ég þá viö hækkun manna i launaflokkum og sam- ræming launastiga BSRB og BHM” sagöi Guðmundur Þ. Jóns- son formaöur Landssambands iönverkafólks er Þjóöviljinn ræddiviö hann I gær. „Þó ég vilji ekkert fullyröa á þessu stigi um áhrif BSRB-sam- komulagsins á viðræður okkar viö VSl, þá virðist mér samt nokkuð ljóst að viö hljótum aö skoba okk- ar kröfur aö nýju, ekki sist með tilliti til þeirra auknu réttinda sem opinberir starfsmenn fá i sambandi viö eftirlaun og annað slikt” sagöi Guömundur aö lok- um. -þm.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.