Þjóðviljinn - 16.08.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.08.1980, Blaðsíða 7
Helgin 16.—17. águst X980 frJOÐVqjINN SIÐA 7 Poluvskí gekk berserksgang Æsispennandi skák Poluga- jevski og Kortsnoj, hugsanlega sú siðasta i einviginu, fór i biö á fimmtudagskvöldið og hafði Polugajevski þá vænlega sigur- möguleika. Hannhafði teflt skák- ina, hreint út sagt, frábærlega vel, fórnað mönnum á báðar hendur og virtist með öllu búinn að snúa Kortsnoj þö útlitið sé i meira lagi dökkt. Vinni Pouga- jevski hefur hann náð að jafna metin og þarf þá að tefla mest 4 skákir i viðbót. Verði enn jafnt kemst Kortsnoj áfram þar sem hann var fyrri til að vinna skák. Hvernig sem einviginu lyktar, þá verður það lengi i minnum haft sem eitt fjörugasta einvigi í Askorendakeppnunum frá upp- hafi. Báðir hafa sýnt mikinn bar- áttuvilja og virðist meö ólik- indum t.a.m. hvað Polugajevski sýnir mikið keppnisskap I 12. skák einvigisins. Hún kemur hér og haldi sór nú allir fast: 12 einvigisskák: Hvitt: Lev Polugajevski Svart: Viktor Kortsnoj Drottningarindversk vörn 1. Rf3 Rf6 2. c4 b6 ^Cortsnoj hefur unnið tvær skákir á þessa meinlausu byrjun. Hvi skyldi hann ekki beita henni aft- ur þegar komið er að lokaupp- gjörinu?) og það með okurvöxtum þvi kóngsstaða svarts og veikleikarn- ir eftir skálfnunni al — h8 reyn- ast Kortsnoj erfiðir.) 12. ..Kxg7 13. b4. Bxb4 14. Dd4+ f6 15. Dxb4 (Svona einfalt var það.) 15. ,.C5 15. Dd2 Rbc6 17. Bb2 (17. Dh6+ hefur ekkert uppá sig.) 17. .. Ba6 19. Ra3 R7c6 18. Hdl Re5 20. De3 De7 (Það er erfitt að benda á betri leik. Nú gerast furður miklar. 21. f4 Rc4 (21. — Rf7 22. e5! væri hreint hörmulegt fyrir svartan.) 22. Rxc4 Bxc4 23. e5 fxe5 (Hvað annað?) 24. Bxc6 dxc6 3. g3 e6 6. d4 0-0 4. Bg2 Bb7 7. d5?? 5. 0-0 Be7 (Þessi skarpi leikur bendir til þessaðnúsé annað hvort að duga eðurdrepast. Polugajevskl tapaði 8. skákinni eftir þessa peðsfórn en lætur sér ekki segjast fyrir það. Sennilega villhann meina að tap- aðar skákir kjafti ekki frá.) 7...exd5 8. Rh4 Polugajevski lék 8. Rd4 I 8. skák- inni. Kortsnoj ríghélt i peðið með 8. — Bc6 en góö leið til tafljöfn- unar er 8. — Rc6 9. cxd5 Rxd4 10. Dxd4 c5 o.s.frv.) 8. ..c6 10. RfS Bc5 9. cxd5 Rd5 11. e4 Re7 12. Rxg7: (Ballið er byrjað. Polugajevskl vinnur manninn fljótlega til baka 25. Hd7 |} (Snilldarlega leikið.) 25. .. Dxd7 28. Dg5+ Kf7 26. Dxe5+ Kf7 29. Hel! 27. Df6+ Kg8 (Nú eru góð ráð dýr þvi 29. — Be6 strandar á 30. f5. o.s.frv. Kortsnoj neyðist til að gefa drottninguna en þjáningun- um linnir ekkert viö það.) 29. . .De6 30. Dg7+ De8 31. Hxe6 Bxe6 32. Bf6 Bf7 33. Bg5 Kd7 34. Bh6 c4 35. Dxh7 c5 36. Bxf8 Hxf8 37. Dg7 Ke7 38. De5+ Kd7 39. g4? (Hér gerist Polugajevski veiði- bráður um of. Einfaldasta leiöin að settu marki var 39. Df6 t.d. 39. — Ke8 og nú 40. g4. Það er mikill munur á virkni svörtu mannanna I þessu dæmi en t.a.m. biðstöðunni.) 39. .. He8 41. g5 He2 40. Df6 Bd5 i þessari stöðu fór skákin i bið. Kortsnoj hefur tekist að losa um sig en það er ákaflega óliklegt aö þaödugi til þess að halda taflinu. Liklegasti biðleikurinn er 42. h4. Það láöist að fara ofan i saum- ana á þessari stöðu sem er bið- staða úr 11. skák. Kortsnoj lék hér i biðleik 41. He7 og bauð jafntefli sem Polugajevski þáöi. Það er ýmislegt sem bendir til þess að 41. Hf7 hafi verið betri leikur og fært Kortsnoj umtalsveröa vinn- ingsmöguleika. Staðan þegar 12. skákin er enn róútkljáð. Kortsnoj 6 Polugajevskí 5 Lítill kraftur í Rauðum kmerum Þegar regntlminn hófst I Kampútseu fyrirrúmum tveimur mánuðum, spáðu ýmsir að skæruliðar Rauða kmera mvndu færast mjög i aukana og jafnvel hefja stórsókn, þar eð vletnamski herinn með sin þungu hergögn sæti þá fastur I bieytunni. En enn- þá bólar ekkert á þeirri sókn. Mestur hluti landsins virðist vera á valdi Vietnama og innlendra fyigifiska þeirra; aðeins á ræmu meðfram landamærum Taiiands virðast Rauðir kmerar og önnur samtök andstæð stjórninni I Phnompenh hafa veruleg Itök. Þetta bendir til þess, aö helsta liftaug Rauðu kmeranna sé hjálpin, sem þeir fá frá Banda- rikjunum og Kina gegnum Tai- land. Það er opinbert leyndarmál að drjúgur hluti þeirrar hjálpar, sem svo nefur átt aö heita að send væri sveltandi flóttafólki i búöum á landamærunum, hefur fariö til skærusveita Rauðra kmera. Breskir blaðamenn og fleiri hafa gagnrýnt harðlega það hátterni Bandarikjamanna að nota flóttamannahjálpina sem skálkskjól til að styöja Rauða kmera, sem Bandarikjamenn til skamms tíma útmáluðu sem ein- hverja alverstu manndjöfla sög- unnar. En Rauðir kmerar berjast nú gegn Vletnömum og Vietnam- ar eru vinir Rússa, og þar með er Pol Pot orðinn „okkar tlkar- sonur” I augum ráðamanna I Washington. Ekki sem „fiskar i vatni” Arásir Vletnama á landamæra- svæðunum siöla i júni, er þeir sóttu sumsstaðar fram yfir landamærin og börðu á tallensk- um hersveitum, voru fyrst og fremst tilraun til að skera á þessa liftaug Rauðu kmeranna. Að visu kann svo að vera að Rauðir kmerar hafi meira fylgi I norðvesturhéruðunum en annars- staðar og að það sé önnur orsök til þess aö þeir halda velli þar. 1 héraðinu BattambangL vestan stöðuvatnsins Tonle Sap og norð- an Kardemommufjalla, hafa þeir sérstaklega átt hauka í horni frá þvi að fyrst fór að þeim aö kveða svoheitið gæti á sjöunda áratugn- um. Hinsvegar er margra ætlan, aö harðstjórn og hryðjuverk Rauðra kmera hafi spillt svo vinsældum þeirra, einnig meðal sveitafólks, sem fyldi þeim þó áreiðanlega I stórum stil að málum áður fyrr, að möguleikar þeirra til að efla þjóðarandstööu gegn Víetnömum séu takmarkaðir. Fréttamaður frá frönsku fréttastofunni AFP, sem nýlega var á ferö i Kampút- seu, segist hafa séð vietnamska hermenn á gangi vopnlausa innan um óbreytta borgara i Phnom- penh og viöar, meira að segja i héruðum þar sem vegir voru sagöir tiltölulega ótryggir. Svo kærulausir myndu Vietnamarnir varla vera ef þeir ættu von á skæruliðum Rauðra kmera sem „fiskum i vatni” á meðal fólksins, eins og versturlandamaður, sem lengi hefur búið i Kampútseu, benti fréttamanninum á. Vietnömsk fylgiriki Bæði Kampútsea og Laos eru nú vietnömskfylgirlkiog bendir fátt til annars en að staða Viet- nama i báðum þessum grann- löndum sinum sé I bráðina traust. Hið langa og miðmjóa Vietnam telur það trúlega nauðsynlegt ör- yggis sins vegna aö fyrirbyggja, aðaöilar þvi óvinveittir komist til vala I löndum þessum. Annað mál er það, hversu hagstætt slikt ástand veröur fyrir Kampútseu- menn og Laóta. Það er þvi engan veginn tryggt að þeir uni þvi til frambúðar, og Tallendingar, Kin- verjar og Bandaríkjamenn munu fyrir sitt leyti að likindum halda áfram að sæta færis á að gera Vietnömum erfitt fyrir og jafnvel ýta þeim úr löndum þessum, ef þess veröur kostur. dþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.