Þjóðviljinn - 16.08.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.08.1980, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN ÍHelgin 16.—17. águst 1980 Þeir þverbrestir, sem svo greinilega hafa komiö i Ijós i þessu samningasamfloti ASÍ, hafa komiö atvinnurekendum aö miklum notum i þessari kjaradeilu, en vonandi hafa forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar lœrt af þessum mistökum Jón Kjartansson Vestmannaeyjum: Kröfur láglaunafólks eiga að hafa forgang Þegar kjarasamningar eru til umræöu skortir ekki hástemmdar yfirlýsingar frá stjórnmálamönn- um, forystumönnum verkalýös- hreyfingar og atvinnurekenda um, aö kjör þeirra lægstlaunuöu þurfi aö bæta sérstaklega. Hve mikiö er aö marka slikar yfirlýs- ingar i gegnum árin sést best á þvi aö þegar upp er staöiö frá samningaboröinu i hverjum kjarasamningum, hafa þeir sem betur mega sin tryggt sér þær kjarabætur sem þeir lægstlaun- uöu fá og i flestum tilfellum gott betur. Hópar þeirra, sem betur eru settir i þjóöfélaginu, taka nefnilega beint eöa óbeint miö af þeim sem lægst hafa launin og viröist þaö vera sáluhjálparatriöi hjá mörgum forystumönnum þessara hópa að þessi hlutföll skuli á engan hátt raskast, nema þeim hærra launuöu i hag. Átvinnurekendur hafa aö sjálf- sögöu barist hatramlega gegn öll- um tilhneigingum til launajöfn- unar og er þaö skiljanleg afstaöa, þar sem launamisréttið er þaö sundrungarafl sem hefur gert auöstéttinni kleift aö halds sin um hlut gegn verkalýösstéttinni i gegnum tiöina. Hitt er mér aftur á móti alltaf jafn mikiö undrunar- efni hve atvinnurekendavaldinu reynist auövelt að fá marga, sem þó telja sig sósialista, til sam- starfs viö sig viö þessa miður þokkalegu iöju. Láglaunafólk hef- ur gert margar tilraunir til aö brjótast út úr þessum vitahring en árangurinn oftast harla rýr. A Alþýðusambandsþingi 1976 kom fram krafa um sömu veröbætur i krónutölu á öll laun. Enda þótt mikil andstaöa væri gegn þessari kröfu á þinginu náöi hún þó fram aö ganga, enda var forystan of upptekin af aö passa upp á valda- hlutföllin og gaf sér þvi minni tima til aö sinna kjaramálunum. Aö visu var krafa þessi á ýmsan hátt meingölluð, þótt hugmyndin ætti fullan rétt á sér. I sólstöðusamningunum var kröfunni ekki fylgt meira eftir en svo, aö veröbætur i krónutölu komu aöeins á tvö fyrstu bóta- timabilin og þótti mörgum for- svarsmanni þeirra betur settu þó nóg um og kvarta reyndar undan þvi að þeirra laun hafi mjög verið skert viö bessar aðgerðir (miöað viö þá lægstlaunuöu, aö sjálf- sögöu). Á þingi Verkamannasam- bandsins á sl. hausti var þessi stefna i launamálum ofaná, þótt fáeinir áhrifamenn innan þess sambands væru tillögunni and- vlgir, en þaö fór sem fyrr aö hin pólitiska valdabarátta var I al- gleymingi og vildu margir ekki baka sér óvild og tapa fylgi af þeim sökum. A fyrstu kjaramála- ráöstefnu ASl er haldin var 19. október á sl. ári var þaö greini- legt aö stór hluti forystunnar var andvigur þeirri jafnlaunastefnu, sem þing Verkamannasam- bandsins haföi mótaö. Talsmenn þeirra betur settu stóöu upp og lýstu þvi yfir hver um annan þveran, aö þeir tækju ekki þátt i sameiginlegri samningagerö, ef haldið veröi fast viö þessa jafn- launakröfu Verkamannasam- bandsins. Þaö þurfti tvær kjaramálaráð- stefnur i viöbót auk formanna- ráöstefnu Verkamanna- sambandsins til aö sannfæra for- ystuna um aö láglaunafólk meinti þaö sem þaö var aö segja. Margir forsvarsmenn hinna almennu verkalýösfélaga lýstu þvi yfir aö þeir heföu fariö meö þaö vega- nesti eitt á þessar ráöstefnur, aö ganga frá launa- og kjarakröfum ASÍ i anda samþykktar 9. þings VMSt, umboð þeirra næöi ekki lengra. Aö loknu öllu þessu þjarki var samþykkt miölunartillaga Herdisar ólafsdóttur, þar sem stungiö er upp á „þaki” og „gólfi” á visitölubætur. 1 „kjall- aranum” (undir gólfinu) voru þá allir láglaunahóparnir en hinum var flestum komiö undir „þak”. Til glöggvunar skal þess getið að tillaga Herdisar er svohljóð- andi: Veröbætur launa reiknist þann- ig: A) A þau laun sem eru 300 þús kr. eöa lægri á mánuði ( 1. des. 79) greiöast sömu verðbætur og á 300 þús kr. B) Á laun á bilinu 300-400 þús kr. á mán. (1. des.’ 79) greiðast veröbætur i prósentum. C) A laun sem eru 400 þús kr. á mánuöi eöa hærri greiðist sama krónutala og á 400 þús kr. öll aðildarsambönd ASÍ aö undanskildu einu, töldu sig geta staöiö aö sameiginlegri kröfugerö á þessum forsendum. Aö sjálfsögöu fylgdust atvinnu- rekendur mjög grannt meö þessum átökum og hafa, aö þvi er viröist, meö nokkuö góöum árangri, reynt aö hagnýta sér þann klofn- ing sem var I rööum Alþýöusam- bandsins af þessum sökum. Sú samningalota sem nú hefur staöiö yfir blómann úr árinu er meö þeim endemum, aö dæmi um slik vinnubrögö eru trúlega ekki finnanleg i samskiptum aöila vinnumarkaöarins hér á landi og eru menn þó orðnir ýmsu vanir i þeim efnum. Atvinnurekendur hafa komist upp meö allskyns hundakúnstir við samningaborð- iö, þegar komiö hafa fram tillög- ur frá atvinnurekendum, sem viðsemjendur þeirra hafa taliö aö gætu orðiö flötur á einhverj- um alvöruviöræöum, hafa at- vinnurekendur á næsta fundi snú- iö blaöinu viö og alls ekki veriö til viöræöna um eitt eöa neitt nema gengiö væri aö afarkostum þeirra um stórfelldar kjaraskeröingar. Þegar langlundargeö samn- ingamanna ASI var loks meö öllu þrotiö, var ákveöiö aö leita hóf- anna um sérviöræöur viö Vinnu- málasamband Samvinnufélag anna. Þegar þær viöræöur voru komnar á þaö stig aö samningar virtust á næsta leiti fóru atvinnu rekendur að ókyrrast. Þeim varö ljóst aö þeir voru aö biöa ósigur i refskákinni, samningar viö SIS gætu einfaldlega þýtt aö þeir yröu neyddir til aö setjast aö samning aborðinu á ný og kæmust ekki lengur upp meö aö hafa samn- inganefnd ASI og sáttanefnd aö fiflum lengur. En atvinnurekend- ur fundu veilu i stööunni sem þeir gátu spilaö á og sundrað þessum samningaviöræöum SIS og ASI. Þaö er þvi komiö upp sama þrá- teflið og áöur og atvinnurekendur telja sig nú vera I mjög sterkri aöstöðu meö fjöldauppsagnir og atvinnuleysi i sjávarútvegi I handraöanum. Þeir þverbrestir, sem svo greinilega hafa komiö I ljós I þessu samningasamfloti ASI, hafa komiö atvinnurekend- um aö miklum notum I þessari kjaradeilu, en vonandi hafa for- ystumenn verkalýöshreyfingar- innar lært af þessum mistökum og standa þéttar saman I næstu lotu. Vestmannaeyjum 11. ágúst 1980. Jón Kjartansson. Einar Karl Haraldsson: Hiroshima bergmálar enn Ritstjórnargrein # Sjötta þessa mánaöar voru þrjátiu og fimm ár liöin frá þvi aö Bandarikjamenn vörpuöu kjarnorkusprengju á Hiro- shima. Þess var minnst viða um heim og sjaldan hafa verið jafn sterkar raddir uppi um nauösyn þess aö mynda óháöa og sterka friöarhreyfingu meöal almenn- ings gegn vitfirringu atóm- vopnakapphlaupsins. # Meban hundruö milljónir svelta og ólæsi og sjúkdómar herja á heimsbyggðina er 170 þúsund milljörðum króna varið árlega til hernaöarútgjalda, rif- lega islensku fjárlögunum á hverri minútu. tltgjöld til her- mála hafa aukist um 50% aö raungildisiöustu 20árin,og eiga iðnrikin þar mesta sök, eöa aö þremur fjóröu. Riki þriöja heimsins eyða þrisvar sinnum hærri upphæö til hermála en nemur allri þróunaraöstoö til þeirra. # Attatiuaf hundraöi útgjalda tn hermála er variö til fram- leiöslu og viöhalds heföbund- inna hergagna en 20% til kjarn- orkuvopna. Tækni til smiði kjarnorkuvopna er nú á færi flestra þjóöa og þess er vænst aö á næstu árum muni mörg riki bætast i hóp þeirra sex, Banda- rikjanna, Sovétrik ja nna, Frakklands, Bretlands, Kina og Indlands, sem hafa yfir að ráða kjarnorkuvopnum. # Frá lokum seinni heims- styrjaldar hafa kjarnorkuveldin sprengt rúmlega 1200 kjam- orkusprengjur eöa um þaö bil eina á viku aö jafnaði. Kjarn- orkuvopn I heiminum eru talin milli 60 til 70 þúsund af öllum stæröum og geröum. Tortiming- armáttur þeirra er talin einni og hálfri milijón sinnum meiri en sprengjunnar sem varpaö vará Hiroshima fyrir þrjátiu og fimm árum. # Vopn sem framleidd eru komast fyrr eöa siöar i notkun. Frávikiö frá þeirri meginreglu hefur atómsprengjan veriö i hugum flestra. Ógnarjafnvægiö milli stórveldanna hefur ekki veriö fólgiö i nákvæmu jafnræöi heldur i þeirri trú aö notkun atómvopna leiddi til gjöreyðing- arstriös. Stórveldin hafa ógnaö hvort ööru meö eyöingu helstu byggöakjarna heims, og sltk meiningarlaus mannkynsslátr- un, þarsem enginn stendur uppi sem sigurvegari, hefur þótt ósennileg nema þá fyrir slysni eöa skyndivitfirringu. 0 En ný og skelfileg viðhorf eruaö skapast i þessum efnum. Þegar fólk sem helgað hefur sig baráttu fyrir afvopnun og friö- samlegri sambúö eins og sænsku sendifulltrúarnir Alva Myrdal og Inga Thorsson, spáir þvi aö kjamorkustyrjöld muni brjótast út á næstu tiu til tuttugu árum náist ekki samkomulag um markvissa afvopnun er al- vara á feröum. Það er ekki hægt aöafgreiöa þær né heldur virtar stofnanir eins og Friöarrann- sóknarstofnunina i Stokkhólmi og fjölda bandariskra sérfræö- inga sem ómarktæka heims- endaspámenn. Sannleikurinn er sá aö afvopnunarviöræöur eru strand, SALT-II samkomulagiö hefur verið saltaö af Banda- rikjastjórn, i staö slökunar er komin stigmögnun spennu, og „haukar” ráöa för i Washington og Moskvu. # Lengi má um þaö deila hverberhöfuöábyrgöina á þess- ari þróun. Frá sjónarmiði smá- rikis eru stórveldin í austri og vestri samsek. Engum blööum er um þaö aö fletta aö varnar- stefnan i sovéskum utanrikis- málum er ærið blandin stór- veldisdraumum. Sú staðreynd að Sovétrikin munu á næstu ár- um veröa æ háöari hráefnum og orku utan landamæra sinna boöar heldur ekki gott. # I skjóli „mannréttinda- stefnu” hefur Carter. stjórnin I Bandarikjunum staöfastlega unnið aö þvi aö undirbúa „come-back” Bandarikja- manna sem alheimslögreglu til varnar heimsveldishagsmunum sinum. Útgjöld til hermála hafa veriö aukin um 5-6% umfram veröbólgu og NATÓ-rikin hafa veriö knúin til þess aö auka her- málafjárlög sin aö raungildi um 3% á ári meö tilvisun til þess aö svo sé málum háttaö i Sovét- rikjunum. # I desember 1979 samþykktu NATÓ rikin áætlun um staö- setningu 464 stýrisflauga meö kjarnaoddum, og 108 Pershing eldflauga . í Vestur-Evrópu á næstu árum. Fyrir eru I Vestur- Evrópu um 15 þúsund kjarna- vopnahleðslur og hiö nýja vopnakerfi, sem ráögert er, bendir eindregiö til þess aö ver- ið sé aö búa Vestur-Evrópu- menn undir þaö, tæknilega og andlega, aö veröa fórnarlömb i lokaeinvigi stórveldanna i austri og vestri. # Þegar Sovétmenn útvikk- uöu Breshnev-kenninguna um siöustu áramótmeö innrásinni í Afganistan uröu enn kaflaskipti I þessari þróun. Áöur hafði hún aöeins gilt sem réttlæting til af- skipta af „þróun sósialismans” á þvi áhrifasvæöi sem Sovét- mönnum var úthlutaö viö samn- ingaborö sigurvegaranna i seinni heimsstyrjöldinni. Ahrif þessa i heimspólitikinni eru fyrstog fremst þau aö Kremlar- bændur hafa flýtt fyrir endur- hæfingu bandariskra stjórn- valda eftir sálarmein Vietnam- striðsins. Bæöi innáviö og útáviö hafa Bandarikin ekki veriö þess megnug siöan. Vletnam-striöinu lauk aö reka heimsvaldastefnu sina með hinu gamalkunna Ihlutunarsniöi. Innrásin i Afghanistan leysti á svipstundu úr læðingi þau öfl i Bandarikj- unum sem krafist hafa her- skárri stefnu, og opnaöi þeim dyr sem um skeib höföu verið harölokaðar. # Stefnubreytingin sést best á þvi aö Bandarikjastjóm viöur- kennir nú opinskátt aö hún stefni aö algjörum yfirburðum i kjarnorkuvopnahlaupinu. Ætlunin er að beina kjarnorku vopnum Bandarikjamanna aö eldflaugapöllum og iönaöarmið- stöðvum i Sovétrikjunum i staö búsetukjarna og auka þannig likurnar á þvi aö atómvopnum veröi beitt i stórveldaátökum. Hugmyndin er aö gera yfirburöi Bandarikjamanna svo ótvi- ræöa, aö hægt véröi að heyja kjarnorkustriö viö Sovétrikin til vinnings. 1 staö gjöreyðingar- striös geti komið svæöisbundiö atómstriö, og þar með stór- auknar likur á þvi aö kjarnorku- vopnum veröi beitt i náinni framtíð. # Þaö eru þessi viöhorf sem skelfa hugsandi fólk um allan heim. Gegn þeim þarf að gera uppreisn. Islendingar þurfa að átta sig og taka þátt I henni. —ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.