Þjóðviljinn - 16.08.1980, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 16.08.1980, Blaðsíða 20
20 SlftA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 16.—17. águst ,1980 Stúdentakjallarinn Klúbbur eff ess DJflSS íKVÖLD í klúbbnum uppi. Matur frá kl. 6. ATH: Stúdentakjallarinn er opinn alla daga, öll kvöld nema fimmtudags- og sunnudagskvöld, þvi þá er djass í Klúbbi eff ess uppi. Stúdentakjallarinn Klúbbur eff ess v/Hring- braut. Hentugir 243 lítra ísskápar meö miklu geymslurými. Hurðarhjarir er hægt aö færa eftir þvi hvort þú vilt opna huröina til hægri eöa vinstri. 'Fallegt útlit, færanlegar hillur. Hagstæö kaup. GELLIR H Bræðraborgarstlg1-Slmi 20080 (Gengiö inn frá Vesturgötu) iÚTBOÐ Tilboö óskast i uppsteypu o.fl. á B álmu Borgarspitalans I Fossvogi, sem er 8 hæöa bygging. Botnplatan er þegar steypt. tJtboösgögn eru afhent á skrifstofu Innkaupastofn- unar Eeykjavikurborgar Frikirkjuvegi 3 Reykjavik gegn 300.000 kr. skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuö á sama staö þriöjudaginn 16. september 1980 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Kynnmgarguðsþj ónusta vegna væntanlegra prestskosninga i Seljaprestakalli fer fram i Bústaðarkirkju sunnudaginn 17. ágúst kl. 11. Séra úlfar Guðmundsson annar umsækjandi Selja- prestakalls predikar. Guðþjónustúnniverður útvarpað á mið- bylgju 1412 KHZ 21om. Safnaðarnefndin. Innilegar þakkir færi ég öllum vinum min- um og vandamönnum sem glöddu mig á 90 ára afmæli minu 8. ágúst. Sérstakar þakkir til félaganna á Siglufirði. Steinþóra Einarsdóttir Stúdentamir og kýmar Eitt lítið ævintýri, tileinkað þeirri frómu hugsjón að allt ísland sé opið og frjálst til umferðar og dvalar öllum landsins börnum Einu sinni voru fjórir stúdent- ar, sem stunduðu nám viö Há- skóla Islands, i læknisfræði, guð- fræði, lögfræði og hagfræði. Þetta voru lika tveir ástfangnir ungir menn, og elskulegar ungar stúlkur, sem áttu þá ósk heitasta áð haldast I hendur, tvö og tvö, svo lengi sem kostur væri. Ekki voru þau rik og ekki blá- snauö. Með iðni og sparsemi, námslán- um, og þeim bjargfasta ásetningi að vinna i öllum frium eftir þvi sem kostur væri, vonuðust þau til að geta brotist i gegnum námið. Jafnvel hamingusömu fólki, getur tilveran orðið ofurlitið þreytandi: Nám, vinna, vinna nám, dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár. Hægt og ákveðið bjó um sig i brjóstum þeirra, löngun til að eiga fri. Fara i útilegu þó ekki væri nema um eina helgi, og þó ekki væri farið nema i næsta nágrenni. Þetta varð að tilhlökkunarefni og af áhuga söfnuöu þau saman þvi sem þau áttu, annað var feng- iö aö láni, brátt var allt fyrir hendi, svo þau gætu tjaldaö til einnar nætur. Góöur vinur ók þeim upp I sveit, útaf alfaraleið, eftir gömlum götuslóöa, innum opið hlið á girö- ingu, eftir grasbala bak við smá hól, þar var vallgróinn stekkur og silfurtær lækur hoppaði niður fjallshliðina. En dásamlegt — hér skulum við tjalda, þú sækir okkur seint á morgun, bless, bless. Þau tjölduðu og gengu frá öllu sem snyrtilegast, fengu sér hressingu og hvildust um stund, en fundu þá aö þau voru að springa af fögnuði og þvi ekki að hlaupa uppá fjallið, þessi júlinótt, sem I hönd fór, var of fögur til þess að sofa. Að afloknum mjöltum rak Öli kýrnar i girðinguna að venju og lokaöi hliðinu. Kýrnar gengu hægt og hugs- andi, öll þeirra hugsun snerist um það aö leggja sér aldrei annað til munns en það allrabesta fáanlega á hverjum stað. Undir lágnættið voru þær komnar i hinn enda girðingarinn- ar, lögðust þar saddar og sælar, og sváfu til morguns. Hátignarlega reis sólin yfir Móskarðshnjúka, með stórkost- legri skrautlitasýningu á norð- austur himni, fjöll og hllðar böð- uöust i nýju ljósi, landið skein með ferskum töfrablæ, sem aldrei sést i hádegisskini hvers- dagsleikans. Ein eftir aðra risu kýrnar upp, sperrtu sig ofur litið og teygðu, ekki gleyma þær morgunleikfim- inni. Og sjá! Hvaö var þarna i hinu horni girðingarinnar. Eitt- hvað skrýtiö? Eitthvað skrýtið, sem þær tóku ekki eftir i gær. Skoöum það. Skoðum það. Svo var haldiö af stað, fyrst ró- lega, svo með vaxandi hraða og harðahlaupum með rassaköstum, mási og liöabraki. Skjalda og Skrauta urðu fyrst- ar. Nú gat að lita óskiljanlegt fyr- irbæri. óskilgreinanlegt nema beita þeffærunum af itrustu ná- kvæmni. Svo var hnusað og þefað, þefað og hnusað. Þaö er dýralæknalykt, sagði Skjalda, og það eru verstu skúrk- ar, sem skriða á jörðinni, þeir hafa stungiö mig og kvalið. Einu sinni náði ég aö bita I samfesting- inn á einum þeirra, og þá bölvaöi ég allt hvað ég kunni. Heimsk ert þú Skjalda, svaraöi Skrauta, einu sinni var ég svo dofin og miður min að mér fannst ég vera aö drepast, og ég hefði liklega drepist, ef blessaður dýra- læknirinn hefði ekki komið og lát- iö eitthvað renna inn I skrokkinn á mér, ég fann hvernig lifið færðist um mig alla og brátt gat ég staöið upp og hefi aldrei verið veik síð- an. Ég held að dýralæknar séu einu góðu mennirnir á jöröinni. Og svo er það mest méllykt sem ég finn. Meöan Skjalda og Skrauta þráttuðu um þetta, höföu hinar kýrnar þyrpst um tjaldið, og voru ekki á eitt sáttar, hverskyns lykt- in væri. Hyrna hafði troöið sér fast að tjalddyrum, vissi að hornin höföu oft dugaö vel til að róta upp mold- arbörðum, og var að hugleiða svipaðar aögerðir. Þá kom Búkolla fasmikil og bölvandi. Alltaf er sama bölvuð frekjan I þér Hyrna, þú heldur að þú megir og getir allt, af þvi þú ert með þessar ótætis hornabeigl- ur á hausnum, sem þú ert alltaf aö reka i sfðurnar á okkur, en ég skal sýna þér að það er margur knár þó kollóttur sé, og þar með renndi hún af fullu afli i belginn á Hyrnu, sem rak annaö hornið inn i tjaldið, hrataði á það, sleit upp nokkur stög og tjaldskörina. Við það komust nokkrir hausar inn i tjaldið þaö var ekki um að villast, það var méllykt, og enn óx troðningurinn og stympingarnar, þar til allt var flatt og niður traðkaö. Það er engu betri lykt hér en i fjósinu þegar Óli er aö moka, sagði Skrauta, ég held ég fari heldur út i guðsgræna hagana og fái mér ærlega tuggu i munninn. Og skömmu seinna fóru allar að hennar dæmi. Dýröleg nó'tt og dásamlegur morgunn voru liöin, og stúdent- arnir sneru af fjallinu. Von um kaffisopa og smá hvild á sér mikiö aðdráttarafl. Léttfætt og sæl leiddust þau nið- ur brekkurnar framhjá stekkjar- brotinu. Þá æpir önnur elskan, sú sem lengst var komin I lögfræðinní, upp yfir sig. ALMATTUGUR, AÐ SJA TJALDIÐ!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.