Þjóðviljinn - 23.08.1980, Qupperneq 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 23.-24. ágúst 1980
Rætt við verkamenn
Vörðufells.
Skammt vestan Þjórsár
var flokkur manna að
vinna í sandnámi Vörðu-
fells. Þeir höfðu unnið i allt
sumar við að steypa
mastraundirstöður í blíð-
skaparveðri á grænum
grundum og bölum. Á síð-
asta mánudegi þegar þeir
komu til vinnu sinnar var
þykkt öskulag yfir jörð-
inni, einstaka grastoppur
stóð upp úr og það sem af
var .vikunni höfðu þeir
staðið í sandroki. Þar var
við störf Sigurður Ingólfs-
son. Hann lét vel af
óbyggðadvölinni þrátt fyr-
ir sandrokið og kuldann.
Sigurður sagði sér það
áhyggjuefni að allt líf í
tjörninni við búðir þeirra
félaga hefði snúið upp tán-
um, og sýndi blm. dauðar
silatorfurnar. Guðmundur
félagi Sigurðar sagðist
hafa verið staddur í sveit-
inni á aðfararnótt mánu-
dagsog hefðu eldarnir ver-
ið ægifagrir á að líta ofan
úr byggð.
Rætt við Guðjón Sigfús-
son.
Viö fjárrekstur Gnúpverja hittu
blm. Guðjón Sigfússon ásamt
samferöafólki slnu. Vegurinn var
tepptur vegna rekstursins og gáfu
þau sér tima til aö spjalla viö
blm. Guöjón sem búsettur er á
Selfossi sagöi aö örlögin heföu
veriö sér hliöholl á fyrsta gosdeg-
inum. Hann heföi sem sagt ætlað
aö ganga á Litlu-Heklu sem er
vestan i Heklu sjálfri ásamt fé-
lögum sinum, Erlendi Valdi-
marssyni og bróður hans um há-
degisbiliö. En örlögin tóku þá i
taumana. Móöir Erlends hugöist
fara meö þeim en hætti viö förina
á siöustu stundu. Þeir bræöur
ákváöu þáaö snæöa hádegisverö i
Reykjavik og lögöu þvi ekki af
staö fyrr en eftir hádegi. A
Selfossi bættist Guöjón i hópinn.
Þeirvorukomnirrétt austurfyrir
Bitru i Flóa,
þegar gosiö hófst. Þaö má segja
aö röö tilviljana hafi tafiö fjall-
göngu þeirra félaga og jafnvel
komiö i veg fyrir slys. Guöjón hló
viö og sagöist ekki kippa sér upp
viö svona lagaö, þau væru aö
koma úr berjamó bauö blaöa-
mönnum krækiber gómsæt. Þeg-
ar fjárreksturinn var kominn i
nátthagann viö Fossnes kvaddi
Guöjón og leiðir skildust.
Rætt við Sigurð Jó-
hannsson bónda i Koti.
Sunnan við Selsunds-
fjall er bærinn Kot. Þeg-
ar blaðamenn bar að
garði á yfirreið sinni um
uppsveitir Rangárvalla-
sýslu var bóndinn,
Sigurður Jóhannsson, að
moka á hlaðinu. Nokkr-
ar skjátur voru i túni.
Sigurður sagðist vera
fæddur 'og uppalinn i
Koti. Þrátt fyrir nábýlið
við Heklu þá hefði hún
aldrei angrað hann og
hann kippti sér sisona
ekki upp við þetta gos.
Hekla hefði aldrei valdið
honum tjóni. Sigurður
sagðist ekki senda fé á
fjall og þvi hefði ösku-
fallið á afréttum ekki
skaðað hans bústofn.
Hann hélt nú það.
Rætt við þýsku ferða-
mennina Joachim Benz
og Maríu Achatz.
Á veginum norðan við
Heklu hittu blm. Þjóðverj-
ana Maríu Achatz og Joa-
chim Benz á Volkswagen
sinum. Þau voru búin að
vera hálfan mánuð á Is-
landi og voru stödd í Kerl-
ingafjöllum þegar gosið
hófst á sunnudeginum.
Þau sögðust hafa verið að
spígspora þegar skyndi-
lega varð almyrkt. Þau
undruðust þetta og flýttu
sér í húsaskjól. AAaría og
Jóakim höfðu farið upp að
hraunstrauminum fyrir
sunnan Heklu og höfðu hug
á að skoða hraunið fyrir
norðan. Þau sögðust síst af
öllu hafa búist við gosi,
hvað þá að lenda í sjálfu
öskuregninu í ferðalagi
sínu til islands. Þau
hugðust vera eina viku í
viðbót á (slandi og sögðust
hafa frá mörgu að segja
þegar heim til Þýskalands
kæmi.
Spjallað við Bandarikja-
manninn Smoot.
Við afleggjarann upp
að nýja hrauninu hittu
blaðamenn Bandarikja-
manninn Smoot. Hann
sagði þetta vera aðra
ferð sina til Heklu i
þessu gosi. Á sunnudeg-
inum hefði hann fengið
föður sinn i heimsókn til
herstöðvarinnar á Mið-
nesheiði. Þeir feðgar
drifu sig strax austur til
að sjá gosið og fór faðir-
inn heim daginn eftir
reynslunni rikari.
Drengirnir þeirra
standa nú i ströngu.
Smoot þótti ekki nóg
gert og var aftur kominn
á staðinn ásamt sam-
ferðafólki sinu og hafði
ekið að hrauninu. Hon-
um þótti mikið til goss-
ins koma.