Þjóðviljinn - 23.08.1980, Side 11

Þjóðviljinn - 23.08.1980, Side 11
Helgin 23.-24. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 — Mér hefur alltaf fundist Grjótaþorpiö skemmtilegt og aö- laöandi og raunar gamli Miöbær- inn yfirleitt þótt svipmóti hans hafi raunar veriö spillt meö ýmsum hætti nú hin sföari árin. Ég labbaöi þvi þarna ofaneftir einn daginn og leitaöi þar aö ein- hverjum tómum gluggum. Þeir voru nú ekki næsta viöa,en þó rak ég augun i þessa, sem viö erum nú innan viö. Og þaö merkilega er, aö hér fékk ég strax inni. Mér finnst sú heppni lofa góöu um framhaldiö. Sá, sem svo mælir, heitir Hans Jóhannsson, kornungur maöur, sem lagt hefur fyrir sig nám i hljóöfærasmiði úti I London. Er nú kominn heim, sestur aö i aldurhnignu timburhúsi á horni Aöalstrætis og Túngötu og hyggst láta landa sina njóta góös af þvi, sem hann hefur numið hjá Bret- anum. Hans er Reykvikingur, alinn upp hjá afa sinum, Guöjóni Hall- dórssyni, sem var húsgagna- smiöur, og fór snemma aö fást viö smiðar hjá honum. Og nú hefur blaöamaður náö fundi Hans hljóöfærasmiös, éftir aö hafa gert þrjár tilraunir meö aö hitta á réttar útidyr. Hér er nú, sem betur fer, ekki mikið um hús- gögn. Hans sest á eitthvert hænsnaprik en blaöamaður á gólfiö. Strangt nám og dýrt — Lá einhver sérstök ástæöa til þess aö þú fékkst áhuga á hljóö- færasmíöi, Hans? — Ég veit þaö eiginlega ekki. Ég haföi áhuga á tónlist og svo þegar ég fékk nasasjón af hús- gagnasmiöinni, hefur mér lfklega dottið þetta i hug. Svo kynti Þaö undir þessa, já, hvaö eigum viö aö segja, — óljósu hugsun mina, aö ég rakst einhversstaöar á bók um fiölusmiöi og ég held, að þaö hafi riðið baggamuninn. Þegar ég svo fór aö leita fyrir mér um aö komast i nám þá kom i ljós, aö engin kennsla i hljóöfæra- smiöi var fyrir hendi hérlendis, þótt hún ætti aö heita löggild iön- grein. En Islendingur, sem bjó i London, Hafliði Hallgrimsson, benti mér á skóla úti I Englandi. Ég skrifaöi til skólans og fékk aö ganga undir próf. Um haustiö fékk ég svo vitneskju um aö ég heföi staöist prófiö og fengi inn- göngu I skólann. — Var þetta erfitt próf? — Nei, þaö fannst mér nú ekki. — Eitthvaö um skólann? — Þetta er þriggja ára nám, bæöi strangt og dýrt. Nemendur eru ekki nema 36 og 12 teknir inn á ári. Sú regla hefur gilt, aö ein- ungis 3-4 útlendingar fengju inn- göngu árlega svo fyrir þá er mjög erfitt aö komast þarna inn þvi samkeppnin er hörö. En slikir skólar munu heldur ekki vera næsta margir i heiminum. Nýsmíöi og viðgerðir — Hvaða hljóöfæri eru þaö einkum, sem þú fæst viö aö smiða? — Þaö eru strokhljóðfæri, fiölur, lágfiölur og celló (hné- fiölur). Ég er hrifnastur af þeim. En þaö tekur langan tima aö ná góöum tökum á þessu. Fiölusmiöi er I hápunkti i dag og þar rikir mjög haröur „standard”. Gömlu fiðlurnar höföu mjög sterkan stil. Ég býst viö, fyrsta sprettinn a.m.k., aö stunda bæöi viögeröir og nýsmiöi en helst vildi ég aöeins vinna aö smiöunum. Það veröur þó sennilega ekki hægt fyrst um sinn aö helga sig þeim eingöngu. Fyrst þarf ég aö vinna mér sess sem hljóðfærasmiöur; þetta tekur allt sinn tima. Valið efni — Þér þykir nú kannski fávis- lega spurt en eru þaö ekki ein- hverjar sérstakar viðartegundir, sem notaöar eru i fiölurnar? — Jú, i 'fiölukassann er þaö hlynur og greni. Bakiö, hliðar og háls eru úr hlyn en hljómbotninn úr greni. Ég haföi töluvert af efni- viö með mér aö utan en hann get Hér situr Hans meö einn smiöisgripinn. Mynd: EUa F iðiusmiður —mgh ræðir við Hans Jóhannsson, sem nú er nýkominn heim frá því að læra hljóðfærasmíði í London og er nú að koma sér upp vinnustofu á efstu hœð Aðalstrætis 16 ég raunar ekki notað fyrr en eftir nokkur ár. Hann þarf aö vera bú- inn aö standa úti jafnvel 5-6 ár, og raunar minnst þaö, og veðrast, áöur en hann er notaður, annars springur hann og eyöileggst. Viö- inn kaupi ég annars tilbúinn til notkunar frá Englandi og Þýska- landi. Vinsælast er að spila á girnis- strengi (kindagarnir), sem vaföir eru með silfri og áli, en stálstrengir eru einnig töluvert notaöir. Tilraunirmeð lökk Svo liggur mikil vinna i limingu og lökkun. Enginn skyldi ætla aö nóg sé aö lakka fiöluna 2-3. Sé lakkiö fljótþornandi þarf 10-15 yfirferöir. Lakkiö þarf aö þorna vel á milli svo aö lökkunin ein tekur svona þrjár vikur. Ég er nú að dunda viö aö gera tilraunir meö ýmsar tegundir af lökkum og hef hér sérstakt her- bergi til þess. Það er ákaflega skemmtilegt aö prófa sig þannig áfram. Viö þessar tilraunir styöst ég við itölsk handrit frá 18. öld, en þau voru einskonar handbækur fyrir þá, sem stunduöu málara- list. Þarna er m.a. lýst aöferðum við gerö ýmissa lita sem nú eru fyrir löngu horfnir af markaön- um. — Ert þú sá eini, sem fæst viö hljóöfærasmiöi hér á landi? — Ég held þaö, já. En núna er islensk stúlka aö læra úti i Lon- don. Og ég hefi ekki séö hljóöfæri, sem smiöaö er hér á landi. En spurnir hef ég af heimasmiöaöri fiölu vestur á Skaröi á Skarðs- strönd. Og hér er engin hefö i hljóöfærasmiöi. Sýning í vetur — Og þú býst við aö fá nóg aö gera? — Ég vona þaö. Þaö eru margir, sem læra á þessi hljóö- færi og vilja þvi og þurfa aö eign- ast þau. Gömul hljóöfæri eru tor- ’ fengin oröin og dýr. Fiölusmiöir eru ekki næsta margir i heim- inum miöaö við þaö, hvaö hljóö- færiö er mikið notaö. Svo er hægt að vera meö fleiri en eitt i takinu i einu. Auk þess hef ég ekki hugsaö mér aö binda mig eingöngu viö innlendan markaö fremur en verkast vill. — Helduröu aö þeir séu ekki fremur fáir ennþá sem vita, aö hljóöfærasmiöur er aö setja sig niður hér viö Aðalstrætiö? — Sjálfsagt eru þeir ekki ýkja margir enn sem komiö er. Ég er nú sennilega fremur lélegur aug- lýsingamaöur. Þó hef ég hugsað mér aö halda sýningu á þessum hljóöfærum minum i vetur og þá má fólk gjarnan hafa meö sér boga og prófa fiölurnar. — mhg Fiölusmiði er mikiö nákvæmnis- og nostursverk. Mynd: Ella

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.