Þjóðviljinn - 23.08.1980, Qupperneq 22

Þjóðviljinn - 23.08.1980, Qupperneq 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 23.-24. ágúst 1980 Viö erum fluttír í Síðumúla 11 og komnir með nytt símanúmer 84866 ÖRN&ÖRLYGUR AUGLÝSING Rækjuveiðar innfjarða á hausti komanda. Umsóknarfrestur til rækjuveiða á Arnar- firði, ísafjarðardjúpi, Húnaflóa og Axar- firði á rækjuvertiðinni 1980—1981 er til 5. september n.k. í umsókn skal greina nafn skipstjóra og heimilisfang, ennfremur nafn báts, um- dæmisnúmer og skipaskrárnúmer. Umsóknir, sem berast eftir 5. september, verða ekki teknar til greina. Sjávarútvegsráðuneytið, 22. ágúst 1980. ÚTBOÐ Vatnsveita Hveragerðis óskar eftir tilboð- um i byggingu 775 rúmm. vatnsgeymis úr steinsteypu. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hveragerðishrepps og Verkfræðistofunni Fjarhitun h.f. Álftamýri 9, Reykjavik frá þriðjudegi 26. ágúst gegn 20.000 kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Sveitar- stjórans i Hveragerði þriðjudaginn 9. september 1980 kl. 14:00. Sveitarstjórinn i Hveragerði. Útboð-raflögn Framkvæmdarnefnd byggingaráætlunar óskar eftir tilboðum i raflögn i félagsmið- stöð við Gerðuberg i Breiðholti. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu F.B. i Mávahlið 4, frá mánudeginum 25. ágúst 1980 gegn 20 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð föstudaginn 5. sept. kl. 14.00 á Hótel Esju. Til sölu er ullargólfteppi ca 20 ferm. Upplýsingar i sima 39103. Óskar Þórðarson frá Haga skrifar íKÓPAVOGI Land það, sem Kópavogskaup- staöur byggöist upp á, á aöeins tiltöiulega fáum árum, var næst- um óbyggt á hernámsárunum, einungis fá býii og langt á milli. Sunnan i Digraneshálsinum höföu nokkrir Reykvikingar, sem voru sæmilega staddir peninga- lega, byggt sér sumarhús. Þetta voru litil hús, nánast án allra þæginda svo sem rafmagns, vatns og sima. Engar verslanir voru þá nema inn i Reykjavik og samgöngur einungis meö vögn- unum sem gengu milli Hafnar- fjaröar og Reykjavikur og þær feröir voru strjálar. Þrátt fyrir þaö var búiö i amk. sumum þess- ara bústaöa allt áriö eftir aö landiö var hernumiö og sneiddist um húsnæöi I bænum. Sumpart voru þaö einhleypingar sem tóku þessi hús á leigu ef eigendunum þóknaöist aö leigja þau, utan- bæjarmenn sem þóttust heppnir aö fá húsaskjól þó aöstæður allar væru hinar erfiöustu. Dæmi vissi ég þess, aö konur meö ung börn bjuggu i sliku húsnæöi, einnig að vetrarlagi. Þaö var erfitt að annast aödrætti til sliks heimilis um langan veg. Kunningi minn einn þekkti konu sem bjó þama meö tveim eða þrem börnum sinum ungum, en maöur hennar var á togara og var þvi mjög sjaldan heima. Það hefur sjálfsagt þurft kjark til þvi aöhermenn voru á stjái á þessum slóöum svo sem allsstaöar annarsstaðar enda herbúðir skammtundan. Fyrir kom þaö aö kunninginn sat hjá börnum kon- unnar á kvöldin svo hún gæti „komist út”. Skiljanlega komst hún ekki mikið út frá börnunum án slikrar aöstoöar. En þaö var ekki sérlega skemmtilegt fyrir ungan, lifsþyrstan mann aö sitja yfirkrökkum þegar aörir voru aö skemmta sér og þessvegna var þaö, aöhannfékk mig stundum til að k om a m eö sér til aö v era sé r til félagsskapar. Húsmóöirin var í ástandinu og þaövissum viö, en þaö kom okkur ekki viö. Viöfengum nógaðboröa ogkaffi eins og viö vildum og svo var útvarp I kofanum. Oft dvaldi konan úti fram yfir miönætti en hún hafði vit á þvi aö róa á miö yfirmanna i' hemum og þeir skil- uðu henni heim þegar gamaniö var búiö. Ekki bauö hún þessum vinum sinum inn meöan ég var þarna, en við heyröum kveöjur hermannanna og hennar viö hús- hliöið áöur en hún snaraðist inn endurnærö og hamingjusöm með það sem hún hafði upplifaö þaö kvöldiö. En þegar hér var komiö sögu var orðið svo framoröiö að enga ferö var aö fá fyrir okkur i bæinn og þá bauö hún okkur að sofa i „hinu herberginu” og við þáðum þaö auövitaö meö þökk- um. Þaö var eftir eina slika nótt að ég varö aö fara i vinnu niður aö Reykjavikurhöfn. Þetta var á laugardegi og ég þurfti aö vakna klukkan að ganga sjö um morguninn þvi aö ég geröi jafnvel ráö fyrir að þurfa aö ganga alla leiö. Þetta var fyrrihluta vetrar, i skammdeginu og auövitaö ekki enn byrjaö aö birta svo snemma morguns. Auk þess var veöri svo háttaö aö yfir öllu var svarta þoka, svo dimm aö ég man hana ekki svartari nema ef vera skyldi á Helljsheiöi. Þaö var sérlega stillt veöur en þó var i' mér ein- hver ónotahrollur þegar ég gekk noröur yfir Hálsinn og hraöaöi mér eins og mér var unnt i áttina aö Hafnarfjarðarveginum. Ég vonaöi aö hitta fyrir einhvern far- kost sem sparaði mér gönguna. Þokan varsú sama þegar ég náöi veginum og ég minnist þess aö mér fannst anda örlitilli golu inn Fossvoginn. Ég var nýlega kominn á veginn og hóf gönguna strax i áttina til Reykjavikur. Ég treysti þvi ekki aö biöa, mátti engan tima missa. En ég var heppinn. Vörubill kom aö sunnan og bilstjórinn nam strax staöar þegar hann kom auga á mig i ljósgeislanum. Þaö var eldri maður sem bilnum ók, enekki veitti ég honum neina sér- stakaathygli, en varö feginnaö fá farið. Þaö fóru fá orö á milli okkar en ég man aö hann spurði mig hvort ég væri aö fara i vinnu. Eitthvað minntumst viö á þok- una, hve svört hún væri. Það var ekki langur spölur að aka úr Fossvogi og þar til komið var aö fyrstu húsunum norðan öskjuhliöar, jafnvel á þessum árum áöur en byggöin teygöi sig til suöurs, svo sem siöar geröist. Þokunni létti ekki vitund og bil- stjórinn var meö allan hugann við aksturinn, rýndi án afláts og leit hvorki til hægri né vinstri. Mér flaug i hug að liklega væri hann sjóndapur svo mjög fannst mér hann teygja fram hökuna til aö vera meb andlitiö sem næst fram- rúöunni. Við fórum framhjá Þór- oddsstöðum en þegar við komum aö Eskihliö stöövaöi bilstjórinn bilinn skyndilega. Hvaö er nú þetta? sagöi hann snöggt. Þetta er Eskihlið, svaraöi ég og sá ekkert athugavert, aðeins móta fyrir byggingum sem ég kann- aðist mæta vel viö. Þetta er skritið sagöi bilstjórinn þá. Ég var aö fara til Hafnarfjaröar. Ég ætla aö snúa við. Þetta kom mér svo á óvart að ég man ekki hvort ég þakkaði fyrir mig en ég stóö þarna á göt- unni i sömu sporum og horfði á bilinn snúa við og hverfa siöan I myrkrið og þokuna til baka sömu leiö og við komum. Ég held enn þann dag i dag aö þetta hafi verið studebaker grænn aö lit og sú fáránlegu hugsun hefur stundum hvarflaö aö mér, aö hvorki billinn eöa bilstjórinn hafi veriö af þess- um heimi. Lái mer hver sem vill. Herbraggar á striösárunum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.