Þjóðviljinn - 23.08.1980, Side 31

Þjóðviljinn - 23.08.1980, Side 31
 DÍLLINN Ný skáldsaga eftir Þorstein frá Hamri Haust í Skírisskógi Haust I Sklrisskógi eftir Þor- stein frá Hamri heitir ný skáld- saga sem kemur út hjá Helga- felli i haust. Er Þjóöviljinn leit inn til Þorsteins á föstudag sat hann og las prófarkir af bókinni og sagöi hann aö þetta væri fremur stutt skáldsaga á borö viö hinar tvær fyrri sem komiö hafa út eftir hann. — Hvenær á hún aö gerast? — Hún þykist gerast á einu hausti en fer þó sinar eigin leiöir og mætti hiklaust rekja ýmislegt i henni til s.l. 20 ára. — Þaö er þá dálitill timarugl- ingur i henni? — Já, og auk þess hleypur hún stundum út undan sér og fer hik- laust yfir I drauminn ef svo ber undir. — Hver er þessi Skirisskógur? — Skógur Hróa hattar, þó aö hann sé ekki sögusviöiö. Vett- vangurinn er i nútimanum. — Eru söguhetjurnar kannski ræningjar eins og stundum áöur? OG — Nei, söguhetjurnar eru engir ræningjar heldur nokkrir sorg- legir ungir menn. Bókin fjallar um samskipti þeirra, bjástur og drauma. Ætli hún sé ekki hálfgerö karlrembubók. Ef konur koma fyrir eru þær i mjög óljósu þoku- samhengi. — Er nokkur ljóöabók i fæö- ingu? — Ég er ekkert aö hugsa um slikt núna og er ekki farinn aö sjá glitta i útgáfu. — Hvaö um þýöingar? — Ég hef veriö aö þýöa barna- efni og núna á næstunni kemur út framhald bókarinnar Berin á lynginu hjá bókaútgáfunni Bjöll- unni og nefnist hún Gestir i gamla trénu. Þar er um aö ræöa safn ævintýra og ljóöa frá ýmsum löndum. Ég hef þýtt flest en sums staöar hef ég séö mér fært aö skjóta inn innlendu efni. Auk þess þýddi ég upp á nýtt fimm Grimmsævintýri fyrir nokkru og mun Iöunn gefa þau út. — Eru þetta þekkt ævintýri? — Já, t.d. Mjallhvit og dvergar- nir sjö, Þumalingur, Brimar- borgarsöngvararnir o.fl. Viö þiggjum nú kaffi hjá Þor- steini, en sjáum okkur ekki fært aö trufla hann meir — og göngum út I veöurbliöuna. — GFr Helgin 23.-24. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 31 Bragðlaukurinn Frönsk paté 500 gr. nautahakk 2 dl kjötsoö 2 sneiðar franskbrauö (muliö) 2 lauf af hvitiauk (mjög ffnt saxaö) 1 stk. lauk mjög fint saxaðan 1/2 glas óllfur, mjög flnt saxaöar 2 stk egg salt, svartur pipar 1 1/2 tsk. möluð basiUka 2 stk lárviðarlauf Látiö franskbrauöiö blotna vel i kjötsoöinu og hræriö siöan allt vel saman og setjiö f smurt eldfast form, látiö lárviöarlaufin efst til skrauts. Bakiö I ofni viö 200 gráöur i ca. 35-45 mfn. Má bera fram kalda jafnt sem heita, gott aö hafa snittubrauö og salat meö. Þennan rétt er gott aö útbúa fyrirfram og eiga frystan. Limru.r A'Sögu Koss þessa karls eöa piu á Krossmessu 80 — steikin er fin og stjarnan er min ég stend upp og kyssi aö nýju. Utan við Sögu Bretti meö túttur á totti titt lætur hátt I skotti svo krumpa ég bik svo á biki er strik og bretti upp á skottiö meö glotti Langt frá Sögu Löggan er ratvis meö radar og radarinn bilstjórinn hatar hann bölvar sem hel yfir bilaöri vél og biltrossan fram hjá þeim ratar Nú lék Hekla heldur betur á jarö- fræðinganna! ÞAR Guðni Bragason skrifar um útvarp og sjónvarp: íþróttir Mér þykir sem einn þáttur hafi oröiö útundan i sjónvarps- og útvarpsumræöum og betrum- bótatillögum þeirra sem láta sig máliö nokkuö varöa. Þessi þáttur er fþróttaþátturinn. 1 siöustu viku birtust Iþróttir, stökk og hlaup og annaö i þeim dúr, í nákvæmlega eitt hundraö fimmtiu og fimm minútur á sjónvarpsskerminum. Þessum fáu minútnm þarf aö fjölga. Annar ljóöur er á iþróttafrétt- unum er sá aö ekki er tekiö tillit til sérþarfahópa I iþróttalegum skilningi. Ég legg til og slæ þannig tvær flugur i einu höggi aö sjónvarpiö sýni eftirlætisiþrótt mlna og ýmissa betri borgara á Bretlandseyjum. Þessi Iþrótt er keppni I fjár- rekstri. Englendingar eru liklega eina þjóöin sem gædd er þeim hæfileika aö geta gert starf aö leik, finna i haröri lifsbaráttunni uppsprettu yndis og ánægju. Hafi þeir þökk fyrir. Keppnin fer fram i millum nokkurra bænda. Kindur og hundar taka einnig þátt i leik- num.Bóndinn stendur uppi á hól 1 Tweedfötum reykjandi pipu sina. Hann sigar hundinum á 15-20 kinda hóp sem koma á i litla rétt. Bóndinn hvetur hundinn, „get him, Rover,” og blistrar hátt honum til leiösagnar. Iþróttin gerir miklar kröfur til þátttak- enda. Listin er sú aö koma fénu I rétt- ina á sem stystum tima. Svo sem nærri má geta er keppnin spenn- andi og ekki á hvers færi þvl kindurnar geta veriö styggar, bóndinn miður sín og hundamir illa vandir. Keppnin fer nær eingöngu fram i rigningu og safnast gjarnan aö múgur og margmenni og nýtur leiksins. Til marks um hvaö þarlendir meta þessa iþrótt er aö hún er ein af fimm tegundum leika sem sýndir em á kúltúrprógrammi breska sjónvarpsins, BBC 2. Hinir em krikket, tennis, golf og póló. Hver leikur tekur a.m.k. sex tima og er sannkölluð unun á aö horfa og hlýða. Ef sjónvarpiö tæki iþrótt þessa til sýningar þá væri þaö mikil bragarbót á dagskránni. Sem sagt lengri og fjölbreyttari iþróttafréttir. Þetta er nú einna helstþaðsem mér dettur i hug til aö betrumbæta dagskrána. Mér hefur stundum þótt sem fólk til sveita sitji mikiö auöum höndum. Þessi leikur gæti eflaust stytt mönnum stundirnar á mörgum bæjum. Ég vil ljúka þessum pistli á ljóðlinum skáldbóndans: Þiö þekkiö ekki unað þann er islenska sauðkindin færir. Úr stólræðu Búkonan tekur mjólkina og lætur hana I strokkinn, ber hana, lemur hana og skekur hana meö sinni bullu. Siöan skil- ur hún hiö æöra frá hinu óæðra, nefnilega smjöriö frá áfunum. Afunum hellir hún I sáinn, en smjöriö lætur hún upp á sina búrhillu. Eins fer Guö meö oss. Hann ber oss, lemur oss og skekur oss meö sinni himnesku krossbullu. Siðan skilur hann hið æöra frá hinu óæöra, nefni- lega sálina frá likamanum, likamann leggur hann I gröfina, en sálinni lyftir hann upp á sina himnesku búrhillu. — Þegar ég nú þannig I dýröinni verö stadd- ur hjá drottni mínum og sé ykk- ur velta niður til helvitis, eins og lambaspörö ofan eftir haröri hjaröfönn, þá mun ég signa mig og segja: Skrattinn gefi ykkur þaö, ykkur var nær aö hlýöa mér, þegar ég predikaöi fyrir ykkur i Hofteigi. (Þjóöviljinn, 8. febr. 1938) Úr koffortinu hans afa Smælki A fyrri hluta 18. aldar var kerling ein norðanlands sem Sigriöur hét. Hún var forn i skapi og undarleg I háttum og kom sér litt saman viö fóik. Bjó hún ein i kofa og átti hún 10 tikur og át hvolpa þeirra. Fyrir þetta var hún sett út af sakramentinu. Um þetta var ort: Sigga kerling sett var út af sakramenti tiu þótt hún tikum hlynnti og tiðageröum ekki sinnti. Sýslumaöur nokkur spuröi bónda hvort þaö væri satt aö þeir bændurnir i hans sveit spil- uðu fjárhættuspil um gemlinga og jafnvel sauöi. Bóndi svaraöi: — Þetta er nú ekki sagt öðrum en þeim sem eru nógu vitlausir til aö trúa þvi. Heiiagur mykjuhraukur. A Ind- landi er mykjan jafn heilög og kýrnar sjálfar og má hér á mynd- inni sjá kúadellu sem tilbeðin er. Eftir aö ég opnaöi koffortiö hans afa fyrir nokkrum vikum, hef ég eytt mörgum stundum upp á háalofti og eru ótrúlegustu hlut- ir sem koma. Þetta kort hefur afi t.d. örugglega keypt I Kaup- mannahöfn þegar hann fór þang- aö meö síldarspekúlantinum I krakkinu mikla um áriö. Aletrun- in er á dönsku og hljómar svo — eins og aliir geta séö — á is- lensku: „Passaöu þig, Soffla. Byssan er hlaðin.”

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.