Þjóðviljinn - 29.08.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.08.1980, Blaðsíða 1
Sáttafundur i dag: Emjurskoðar VSÍ afstöðuna Föstudagur 29. ágúst —195. tbl. 45. árg. Ýmislegt bendir til þess aö samninganefnd Vinnuveitenda- Kristján Egilsson, formaður FIA: U ppsagnarfresturinn er aö engu gerdur „Þetta hlýtur aö sameina okkur á endanum, því þö starfsaldurs- listadeilan sé alvarleg, þá er þaö þó mun alvarlegra hvernig for- ráöamenn Flugleiöa fara meö stéttarfélögin. Uppsagnar- fresturinn er aö engu geröur og ágreiningur flugmannafélaganna um starfsaldurslista notaöur sem átylla til þess aö segja öllum upp. Sllk framkoma er fordæmi sem hlýtur aö vera áhyggjuefni allra stéttarfélaga I landinu”, sagöi Kristján Egilsson, formaöur Fé- lags isl. atvinnuflugmanna i gær, en nú fyrir hádegiö gengu for- ystumenn allra starfshópa, sem uppsagnirnar snerta á fund Gunnars Thoroddsen, forsætis- ráðherra. Kristján'sagöi aö forystumenn þessara starfsmannahópa heföu ræöst viö undanfarna daga, en uppsagnir Flugleiöa snerta flug- menn, flugfreyjur, flugumsjónar- menn, flugvirkja, félagsmenn i Verslunarmannafélagi Reykja- vlkur, Verkalýös- og sjómannafé- lagi Keflavlkur og fleiri ASI fé- laga, alls 375 manns. Uppsagnir ASl-fólksins eru endanlegar, en látiö hefur veriö uppi að hluti flugliöanna veröi endurráöinn. Kristján sagöi aö FIA heföi engar upplýsingar um hversu margir þaö yröu. „Reyndar höfum viö ekki upplýs- ingar um nokkurn skapaöan hlut”, sagði hann „og þaö veldur okkur áhyggjum þvi þaö bendir til þess aö stjórn Flugleiöa viti alls ekkert um hvaö framundan er I málefnum félagsins.” „Maöur skilur ekki hvernig hægt er aö starfrækja flugfélag á Framhald á bls. 13 Flugmenn og flugfreyjurS Bíðum þar tíl eftir fund meö ríkisstjórn Félagsfundir voru I gærkvöldi I báöum flugmannafélögunum og stjórnarfundur hjá Flugfreyju- félagi Islands, og varö niöurstaöa fundanna allra aö biöa og sjá til hvaö kæmi út úr fundinum meö rikisstjórninni, sem til stóö aö yröi i morgun. „Viö sjáum líklega til hvernig brugöist veröur þar viö þessum uppsögnum og hvort þau viöbrögð . breyta stööunni Framhald á bls. 13 Þeir voru mættir timanlega fyrir fund FIA manna sem hófst kl. 20 I gær. Frá vinstri: Ingimundur Þorsteinsson, Rlkharöur Jónatansson, Páll Kristjánsson og Björn Guðmundsson. Ljósm. — gel. sambandsins muni i dag ieggja fram nýja tillögu varöandi launa- flokkaskipan á fundi sem veröur meö sáttanefnd og Aiþýöusam- bandinu kl. 2 e.h. Framkvæmda- stjórn VSI var á löngum fundi i gær aö fjalla um þessi mál. Eins og Þjóðviljinn skýröi frá i fyrradag þá var almenn óánægja innan samninganefndar ASl meö þá tillögu sem vinnuveitendur lögöu fram á þriöjudag og aö mati ASI var ekki hægt aö Hta á hana sem umræöugrundvöll. I heild fól sú tillaga i sér enga breytingu frá fyrri afstööu VSl og var frekar um afturför aö ræöa aö mati ASÍ- manna. Síöan á þriðjudag hefur rikt kyrrstaöa I samningamálunum en sáttanefnd mun hafa lagt hart aö VSl aö koma fram meö nýja tillögu, enda telja ASl-menn slikt forsendu áframhaldandi viö- ræöna. A fundinum i dag mun þaö skýrast hvort hreyfing kemst aft- ur á samningaviöræðurnar. - þm Þessi Grikki sem er aö tala i simann viö all óvenjulegar kringumstæöur er einn fárra útlendinga sem starfa viö Hrauneyjafossvirkjun. Myndin er tekin eftir stiflugaröinum viö miölunarlóniö, en mikil áhersla er lögö á þaö aö þétta botna stíflugarösins vandlega, svo sem minnst vatnstap veröi úr lóninu. Það er þýskur verktaki sem sér um þá hliö málsins, og er sérstakri steypublöndu bæöi úöaö yfir fast berg i stiflugaröinum og eíns er steypunni dæltniöur um borholur eins og sést á myndinni. Sjá nánar frá framkvæmdum viö Hrauneyjafossvirkjun I opnu. Mynd — gel. Flugleiðir skerða uppsagnatfrestinn um 2 mánuði: „Ógeöfelld vinnubrijgö” Segir Magnús L. Sveinsson formaður Verslunarmannafélags Reykjavikur »Með þessu er í reynd verið að stytta uppsagnar- frestinn og við i verkalýðs- hreyfingunni hljótum að íhuga þetta mál gaum- gæfilega" sagði Magnús L. Sveinsson formaður Versl- unarmannafélags Reykja- víkur er Þjóðviljinn leitaði álits hans á þeirri ákvörð- un Flugleiða að segja öllu flugliði sínu upp störfum/ en lofa jafnfram að endur- ráða helming þess aftur 1. nóv. n.k. „Þessi aöferö Flugleiða leiöir til þess aö allir starfsmennirnir lifa fram til 1. nóv. I von um aö veröa ráönir aftur og munu ó- gjarnan leita annarra starfa meöan sú von er fyrir hendi. Þann 1. nóv. n.k. mun þetta hins vegar Framhald á bls. 13 Skuldahitin frá dögum Matthíasar . H Gleypir einn fjórða tekjuskattsins “I Vart líður sá dagur, að talsmenn Sjálf- stæðisflokksins séu ekki að kveina yfir alltof miklum sköttum annað hvort á siðum Morgunblaðsins eða annars staðar. En það eru margir reikningar, sem þarf að borga úr sameiginlegum sjóði landsmanna og þess vegna verður að leggja á skatta. Einn er sá reikningur sem gleypir til dæmis meira en einn fjórða af öllum tekjum ríkis- sjóös af tekjuskatti einstakl- inga. Hvaöa reikningur halda menn aö þetta sé? Þaö er greiöslu- byröin nú á árinu 1980 af rikis- skuldunum, sem stofnaö var til i fjármálaráöherratiö Matthi- asar A. Mathiesen 1974 — 1978. Þessi skuldasúpa hjá Seölabankanum var hátt i 25 miljarða króna og af þessum skuldum Matthiasar veröur rikissjóöur aö greiöa I ár 10.7 miljaröa króna i afborganir og vexti, en sem kunnugt er þá er gert ráö fyrir aö allur tekju- skattur einstaklinga færi rikinu 1 ár um 39 miljaröa. Þaö væri létt aö lækka skatt- ana, ef ekkert þyrfti aö hugsa um skuldasúpuna frá Matthiasi. Þá væri hægt aö senda hverjum þegn i landinu til baka svo sem einn fjóröa af tekjuskattsupp- hæö viökomandi. En þaö eru hlálegir tilburöir þegar þeir sömu menn og stofnuöu til skuldasúpu sem þyngir greiöslubyröi rikissjóös um yfir 10 miljaröa á ári, þykj- ast svo vera aö boöa skatta- lækkun. Og þaö heföi mátt gera fleira viö þessa 10,7 miljarða, ef fjár- málaráöherra Sjálfstæöis- flokksins heföi á sinum tima skilað rikissjóöi af sér 1978 jafn vel settum og hann tók viö hon- um. — Ef ekki tekjuskatts- lækkunumfjórðungþá heföi t.d. veriöhægt fyrir þessa 10,7 milj- aröa aö tvöfalda öll framlög rikisins til dagvistarheimila, öll framlög rlkisins til byggingar sjúkrahúsa og heilsugæslu- stööva, öll framlög rikisins til hafnarmannvirkja, öli framlög rikisins til fjárfestinga I flug- málum og ÖU framlög rikisins til bygginga grunnskóla. Þetta allt i einu heföi veriö hægt aö gera nú i ár aö óbreyttum tek juskatti og öörum tekjum rikisins, ef ekki heföi þurft aö fleygja 10,7 miljöröum króna i gömlu skuldasúpuna frá velmektar- dögum Sjálfstæöisflokksins. k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.