Þjóðviljinn - 29.08.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.08.1980, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN 'Föstudagur 29. ágúst 1980 Föstudagur 29. ágúst 1980 ÞJÖÐVILJINN — StÐA 9 Menn halda þetta ekki út til lengdar segja þeir Alexander Þórsson og Kristján Jóhannsson járnidnaöarmenn Tekur þrjá sólarhringa fyrir fjóra menn aö sjóöa saman tvö rör „Þetta er alveg ótrúlega mikil vinna, stáliö er svo hart I þessu, þaö tekur þrjá heila sólarhringa og jafnvel lengri tima fyrir fjóra suöumenn aö sjóöa tvö rör saman”, sögöu þeir Alexander Þórsson og Kristján Jóhannsson, já rniöna öa rm en n. Þeir höföu tekiö sér smáhvild frá suöunni, meöan félagi þeirra Sigmar Sigurösson slipaði suöu- kantinn meö heljarmikilum rokk. „Viöerum að vísu ekki btinir aö vera hérna lengi, viö réöum okkur hingaö uppeftir hjá Stál- smiöjunni, en þaö hafa veriö ör mannaskipti hérna i suöunni. Þaö hættu 6 starfsmenn á einu bretti fyrir skömmu. Menn halda þetta bara ekki út, þetta er það mikil þrælavinna”. Þar sem þeir félagar voru aö sjóöa saman rör I einni plpulengj- unni er brött beygja í aörennslis- skuröinum og veröur því aö steypa sökkul undir pipurnar og eins veröur Steypt yfir þær svo ekkert hreyfist þegar vatns- flaumnum veröur hleypt eftir plpunum aö stöövarhúsinu. Þaö fóru um 1500 rúmmetrar af steypu I sökkulinn en hann er nærri þrjár mannhæðir á dýpt og um 800 rúmmetrar fara af steypu yfir plpurnar þrjár, en hvert rör er nærri 5 m í þvermál. Hver pipulögn veröur um 270 m löng og alls fara 99 rör I pipurnar. 1 þá pipulögn sem lengst er komin er búiö aö sjóöa saman 14 rör, aö- eins er byrjaö á annarri lögninni en ekkert á þeirri þriöju. „Þaö sem hefur tafiö verkiö mest hérna er aö suöuvirinn sem italski aöalverktakinn hefur út- vegaö til verksins er alveg ónýtur þaö hefur komist i hann raki og engin leiö aö vinna meö honum auk þess sem viö erum með mjög léleg rafsuöutæki. Þeirsuöumenn sem hafa komiö hingaö til vinnu, hafa ekkert getaö unniö aö viti meö þessum tækjum þótt þeir heföu staöistallarprófraunir meö prýöi á Keldum”, sögöu þeir Alexander og Kristján. „Ætli vandamáliö liggi ekki I þvi aö ítalir eru vanari aö vinna fyrir vanþróaöri þjóöir þar sem ekki eru geröar eins miklar kröf- ur til verka og hér. Við höfum verið eins og sniglar inni I rör- unum.3m uppádag og síöari 2 m aftur niöur til aö gera viö. Okkur skilst þó aö veriö sé aö útvega betri tæki ef verkiö á ekki aö dragast fram úr hófi. Kaupiö er alls ekki nógu gott fyrir þessa vinnu, þvi viö fáum akkúrat ekkert fyrir mælinguna. Hún hefur einhvern timann veriö reiknuö út á pappir en þaö hefur ekki staöist i verki hingaö til. Viö megum þó til meö aö taka þaö fram aö öll aðstaöa hér er til fyrirmyndar”, sögöu þeir félagar aö lokum. Þeir Alexander Þórsson til v. og Kristján Jóhannsson voru ekki beint hrifnir af þeim verkfærum sem italski verktakinn útvegaöi til rafsuð- unnar. Hvert rör er um 5 m I þvermái en alls fara 99 rör i allar þrjár pipurnar. Eins og sést á myndinni er ekki auövelt aö athafna sig viö rafsuðuna innf rörunum. Fullkomnasta steypustöö landsins er viö Hrauneyjarfoss Heimir og Hannes Sigurgeirsson steypubflstjóri biða f stiórn- stööinni eftir aö billinn fyliist. Til vinstri sést á tölvuskjána og fyrir neðan gluggann á miöri myndinni er útskriftarvélin, en allar upplýsingar um hverja lögun eru prentaöar jafnóö- segir Heimir Hafsteinsson steypustööyarstjóri „Okkur semur alveg ágætlega, aö visu hreytir hún i mig ónotum annaö slagiö. Ég taia stundum viö hana, bæöi skamma hana og er ástúölegur þess á milli, en þaö hafa engin eiginleg vináttu- bönd myndast á milli okkar, f raun er hún bara stjórntæki sem maður segir fyrir verkum.” Nei, þaö er óþarfi aö æsa sig út af þessu, hann Heimir Hafsteins- son steypustöðvarstjóri var ekki aö tala um konuna sina, heldur tölvuna sem hann hefur fyrir framan sig 12 klukkustundir á dag og sér um aö blanda rétta steyputegund á svipstundu eftir nánari fyrirskipunum Heimis. „Þetta er nýjasta og fullkomn- asta steypustöö á landinu. Hún vartekin inotkuni mai s.l. en þaö voru Sviar sem komu henni upp og tengdu tölvubúnaöinn. Þeir tóku mig siöan i nokkrar kennslu- stundir, en til allrar hamingju skildu þeir kennslubókina eftir, svo ég gat áttaö mig beturá þess- um tækjubúnaöi. Steypubilstjóramir voru sifellt aöhlaupa upp og niöur stóra járn- stigann sem liggur upp í steypu- stöövarturninn þar sem stjórn- stööin er. Snyrtimennskan var til fyrir- myndar I stjórnstööinni og Heim- ir skipaöi tölvunni aö fylla hvern bilinn af öörum. Þessi var aö fara upp aö stiflugaröi og átti aö fá þessa tegund af steypu. Hinn bill- inn var aö fara i stöðvarhúsiö og þurfti allt annars konar steypu. „Þaö fara þrjár hrærur í hvem steypubfl og hver hræra tekur um 11/2min. Viö höfum fariöuppi 55 hrærur á klukkustund en þaö er búiö aö vera alveg sérstaklega mikil steypuvinna hérna i sumar. Þaö eru 6 steypubílar i gangi, en Landsvirkjun rekur steypustöö- ina og hér er öll steypa fyrir virkjunarsvæöiö blönduö. Steypuefniö er tekiö á árbökk- um Köldukvlslar þar sem þaö er harpaö og malaö. Viö höfum veriö I hálfgeröum vandræöum meö sement I sumar. Sementsverksmiöjan á Akranesi hefur varla haft undan aö fram- leiöa handa okkur og hingaö koma á hverjum degi stórir sementsbilar sem taka nærri 30 tonn. Þaö hafa fariö nærri 800 tonn af sementi á einni viku, en steypuframleiöslan i þessari viku veröur um 2400 rúmmetrar. Þaö er gömul steypustöö uppi I Sigöldu um 10 km héöan og þar erum viö meö varabirgðir af semenfi, auk þess sem viö verö- um aö setja þá stöö I gang ef eitt- hvaö kemur uppá hérna niöur- frá”. „Hefur tölvan bilaö? „Jú, hún á þaö til greyiö aö detta úr sambandi og þá veröa góöviljaöir menn aö hjálpa henni. » Húnersérstaklega viökvæm fyrir öllum rafmagnstruflunum. Um daginn varö spennubreyting i Sig- öldu og þá klikkaðist hún svo illa aöég hélt hún næöi sér ekki aftur. En ég á formatið á segulbandi og gaf henni einn skammt af þvl, slö- an hefur allt gengiö slysalaust.” Þaöer hægt aöhafa meira gagn af Þjóöviljanum en lesa hann. 1 stjórn- stöö steypustöövarinnar var Þjóöviljinn notaöur fyrir ljósaskerm. „Þaöer gottaö vita af blaöinu þarna”,sagöiHeimir. Fáum varla nógu mikid sement um. tveggja flutningabíla á viku blaöamönnunum uppá kaffi og með því. „Jú, jú, vinnuaöstaöan er alveg ágæthérna, þetta erumikiö sömu tækin og viö notuöum I Búrfelli á sinum tlma, en þaö hefur alltaf veriö aö smáaukast viö þetta.” „Hvernig er vinnutíminn hjá ykkur?” „Þaö eru átta máitiðir á sólar- hring, þvi vinnuflokkarnir eru á vöktum, og þá tvfskiptum við vinnunni I tvær 12 tima vaktir frá 7-7. Flestar kvennanna i eldhúsinu áttu fjölskyldu heima fyrir og sumar stunduöu auk þess sveita- störf. „Helgarfriin hafa komiö ágæt- lega út fyrir okkur, en sveitakon- urnar sem þurfa aö fara beint I heyskapinn þegar heim er komið, eru oft dauöþreyttar þegar þær koma hingaö uppeftir aftur. Viö höföum fengiö svo indælis- góöa kanelsnúöa meö kaffinu aö okkur langaöi aö vita meira um gerö þeirra og vorum þá leiddir fram i eldhúsiö til aö heilsa uppá hana Disu bakara eins og hún er kölluö af starfssystrum sinum. „Þaö er nú alltaf sama vanda- máliö meö þessi mötuneyti. Þeir sem aö hanna þau, gleyma alltaf aö gera ráö fyrir einhverri aö- stööu fyrir bakstur. En þaö er velvilji þeirra sem vinna meö mér sem hefur bjargaö þessum málum. Þetta eldhús er þó hátið miöaö viö aö þaö sem viö höföum á Grundartanga, þar var þetta bara einn geimur og hvaö ofani ööru, en nú eru bæöi geymslur og minni herbergi hólfuö út úr eld- húsinu”, sagbi Disa og bauð okkur uppá meiri kanelsnúöa. „Strákar þiöfariöekkert meö þaö lengra en ég setti allan afganginn af kartöflustöppunni frá i iyrra- dag I deigiö. Finnst ykkur þetta bara ekki ágætt”. Við samsinnt- um þvi og tókum okkur nokkra i nesti til viðbótar. „Þaö er ágætis laun aö hafa hérna”, sagöi Herdis eldhús- stúlka en þetta er fyrsta sumarið sem hún starfar I mötuneyti á há- lendinu, en hún er i skóla á vetuma. „Þaö fylgir þessu starfi lika mikil vinna. Siöan fáum viö ferðapeninga og bónus eftir þvl á hve marga diska er eldað og framreitt”. „Nei, þaö er ekki sér- staklega mikiö um aö vera hérna á sumrin. Viö förum þó I bló, þegar þau eru og hvetjum strák- ana I fótboltanum”. Ekki minna en 500fiskbollur þarf aö steikja ef ailir eiga aö fá fylli slna I hádeginu. Frá h. Disa bakari og Guöbjörg ráðskona. Hún var sam- mála DIsu I þvi aö gera þyrftiráö fyrir aöstööu fyrir bakst- ur þegar mötuneyti væru útbúin. Stúlkurnar í Fossvirkjamötuneytinu elda ofaní 200 svanga karla Eta farm Mötuneytiö hjá islenska verk- takanum, Fossvirkja, er þaö stærstaá Hrauneyjafosssvæöinu I sumar en þar hafa aö meöaitali starfaö 16 konur viö aö matreiða ofani 200 soltna munna. Viö skeiltum okkur I morgun- kaffi I þessu stóra mötuneyti og fórum beinustu leiö inn i eldhúsiö til aö forvitnast um starf og hagi þeirra sem þar starfa. Þar var nóg að gera, því byrjað var aö undirbúa hádegismatinn. 1 þetta sinn skyldu þaö vera fisk- bollur. „Ætli víð steikjum ekki um 500 fiskbollur, viö hökkuöum nærri 40 kg af fiski i morgun”, sagöi Guöbjörg ráöskona en hún hefur starfaö og stjórnaö verk- takamötuneytum i mörg ár. Okkur lék forvitni á aö vita hversu mikill matur færi að meðaltali I gegnum eldhúsiö yfir háannatimann. „Þaö kemur hingaö stór vöru- flutningablll tvisvar i viku, yfir- fullur af matvörum og þær eru bókstaflega étnar upp. Þiö sjáiö þaö lika á istrunum á körlunum hvort þeim finnst ekki fæöiö gott hjá okkur” sögöu yngri stelp- urnar sem voru sestar niöur I kaffikrókinn og búnar að bjóöa á dagskrá / Noregi eru búum sett stærðarmörk. T.d. mega þar ekki vera nema 2000 hœnur á eggjaframleiðslubúi og 500 grisi á ári má hver bóndi framleiða mest. Þetta er það sem okkur vantar en ekki fóðurbœtisskatt til þess gerðan að útrýma smærri bændum Á tæpu vaði Almannavarnir rikisins eru þörf stofnun. Þar reyna menn aö gera sér grein fyrir aösteðjandi vanda og hvernig viö skuli bregö- ast. Þar er vegiö og metiö hvaöan hættan stafar — hvort hún eigi upptök I ibrum jaröar eöa mebal vanvitugra manna. Þegar þeir.er þar starfa,sjá váboöa, reyna þeir aö hafa tilbúna áætlun um skipu- legan flótta fólks af hættusvæöum — og viöbúnaö til aö taka á móti flóttamönnum. Flóttamenn ger- ast viöar en þar sem Pol Pott ræöur útrýmingu. Þetta meö Al- mannavarnir kom mér I hug þeg- ar ég las Timann frá 8. júli. Þar var rætt viö Framkvæmdastofn- un rikisins um væntanlegan flótta þeirra bænda sem ekki stunda stórbúskap. Rædd áætlanagerð — sem komin er I fullan gang — um aöstoö viö bændur, sem flosna upp vegna afleiöinga af kvóta- kerfi og fóðurbætisskatti. Er vel þegar opinberar stofnanir gera sér grein fyrir þvi hvert stefnt er af forsjármönnum bænda. Sem vestfirskur smábóndi — og þar meö hugsanlegur flóttamaöur — hef ég áhuga á þessari áætlun. Á Vestfjöröum — og öörum sveitum sem ótrygga og erfiöa aöstööu hafa til heyöflunar og samgangna — mun fóöurbætisskattur bitna fyrst og verst. Almennt munu bændur hafa trúaö ,,sinum“mönn- um, þegar þeir sögöu aö þessar aögeröir væru til aö styrkja stööu smærri bænda og ekki siöur til verndar strjálli byggö. Þaö skýt- ur skökku viö þegar i ljós kemur aö Framkvæmdastofnun er þegar byrjuö aö skipuleggja aöstoð viö væntanlegt flóttafólk. „Stofnunin er að vinna aö áætlun um hvernig foröast megi aö sveitafólk flosni uppfrá heimilum sinum” — svar- aöi Bjarni Einarsson — „þegar Timinn ræddi við hann um hætt- una af þvi aö bændur flosnuðu upp og flyttust á mölina vegna afleiö- inga kvótakerfis og fóöurbætis- skatts.” ööruvlsi mér áöur brá. Hætt er viö aö sumir formælendur fóöurbætisskatts skipti um skoö- un, þegar þeir sjáifir veröa búnir aö lifa um tima eins og Magnús sálarháski — eina viku á að syngja Blessuð sértu sveitin min, aöra viku á munnvatninu og þá þriöju á guðsblessun. Þvi er hald- iö fram aö niðurgreiöslur EBE á kjarnfóöri séu alveg sérstakur djöfulskapur sem verði aö verja okkur fyrir hvað sem öllu ööru liði. Ég vil benda á aö þessu er þann veg farið aö þaö fé sem EBE ver til aö greiða niöur kjarnfóöur á Islandi kemur neytendum og þar meö kaupendum vinnuafls til góöa i lægra verðlagi. Þetta vita allir sem eitthvað geta skiiiö. Ef kostnaöarliöur lækkar þá kemur þaö til skila i útreikningi verös á sauöfjár- og nautgripaafuröum. Aö segja annaö er visvitandi blekking svo ekki sé meira sagt. Dagblaðiö gerði sér alveg grein fyrir afleiöingum — þegar þaö i leiöara fyrir skömmu lýsti mikilli velþóknun á fóðurbætisskatti sem kæmi á sauöf jár.og kúabændur en mótmælti framleiðsluskeröingu stærri búa. Dagblaöiö fann i fóöurbætisskattsmönnum banda- menn i baráttu sinni fyrir eyðingu byggöar — t.d. á Vestfjöröum. Einhverntima komst ég yfir tölur sem sýndu aö hlutfallvestfirskra bænda i heildarframleiöslunni haföi minnkaö um nær 20% miöaö við árin 1951—1960 annars vegar og 1971—1976 hins vegar og varla hefur hlutfalliö hækkaö siöan. Viö sem erum andvigir fóöurbætis- skatti höfum vist ekki eignast nýjan bandamann nýlega — ef frá er talin Framkvæmdastofnunin meö slna áætlun um aöstoö viö uppflosnaöa bændur. Hvort sú uppflosnun verður meöal smærri bænda eöa stærri — I strjálli byggö eöa þéttri — þarf ekki aö ræöa — þaö er ljóst hverjum sem hefur eðlilegt mannvit. Þeir bændur sem mest hafa hnotið um Dagblaösstefnuna en sjálfir stutt áform um fóöurbætisskatt velta þvi fyrir sér þessa dagana hver sé vitlaus — Dagblaöið, eöa þeir sjalfir. — Annarhvor hlýtur aö vera þaö. „Hvenær drepur maöur mann og hvenær drepur maöur ekki mann”, sagöi Jón Hreggviösson bóndi á Rein. „Markaösnefnd” er iöjusöm eins og kóngulóin. Fyrst gat hún selt 10 páskalömb svo lét hún slátra nokkrum horgemling- um fyrir hvitasunnuna — þeir át- ust ekki. Nú siöast er hún á bóla- kafi i heysölumálum til Græn- iands, Færeyja og Noregs. A þvi er sá galli aö Grænlendingar geta ekki dreift hjá sér heyi. 1 Færeyj- um er aöeins markaöur fyrir hrossafóöur. Aöur fyrr voru þess- ir frændur okkar þekktari fyrir annaö en reiömennsku — þar hef- ur bersýnilega oröiö breyting á. Norömenn vilja ekki kaupa nema einhvern andskotans rudda og borga i samræmi viö þaö. Sem sagt þaö er enginn markaöur fyr- ir heyiö i norölægum löndum. En áfram er unniö aö málinu og næsta skref verður aö reyna viö Arabana — þar mun spretta illa i þurrkum. Eitt hefur markaös- nefnd gert sem orö er á gerandi. Hún gekkst fyrir fjölmennri veislu i Reykjavlk til aö kynna frosiö dilkakjöt . Á kynninguna valdi hún kjöt af vannæröum hraknings aumingja — og kynnti rækilega i blöðum aö kjötiö af þessum vesalingi væri dæmigert fyrir frosiö dilkakjöt. Þaö er sök sér þó „Nefndin” geri ekkert gagn — en þegar hún stofnar til ófrægingarherferöar gegn sölu á frosnu dilkakjöti þá væri best fyriralla — nema Nefndina sjálfa — aö hún tæki saman dótiö sitt. Þaö er nefnilega þannig að mest allt dilkakjöt i heiminum er selt frosið — en þaö dettur engum i hug nema Nefndinni aö bjóöa fólki sem dæmigert dilkakjöt — skrokk af vannæröum undanvill- ingi sem hefur veriö á mörkum þess aö drepast. En þetta er svo sem I samræmi viö veröfelling- una á þroskamiklum og vel hold- fylltum lambsskrokkum. Þaö ei ekki á góöu von þegar svona er aí málum staöiö. Viö teljum okkur stundum geta sótt vit til Norö- manna. Þeir haga sér töluvert ööruvisi en viö I sinum land- búnaöarmálum. Ekki eru mér til- tæk þeirra ráö nema eitt og eitt sem slæðst hefur óvart inn I fjöl- miöla. Ég vil þó nefna þaö að þeirra jaröabótaframlög hafa alltaf veriö miðuö viö % af kostn- aöi — en ekki eins og hér þar sem greiddur er þvi stærri hluti sem kostnaöurinn er minni. Þaö sem ég sá siðast var grein Gisla Kristjánssonar um norsk ákvæöi um stærö hænsna- og svínabúa. Þar rekur hann norsk lög frá 1975 um búfjárrækt sem atvinnugrein. Þar eru búum sett stærðartak- mörk. T.d. mega ekki vera nema 2000 hænur á eggjaframleiðslubúi og 500 grísi á ári má hver bóndi framleiða mest. Þetta er þaö sem okkur vantar en ekki fóöurbætis- skattur til þess geröan aö útrýma smærri bændum sem búa viö ótrygg skilyröi til heyöflunar. Fóöurbætisskattur er ofan á allt annaö ómennskur ef svo má aö orði kveöa. Hann er þannig upp- byggöur aö þeir sem veröa fyrir áföllum viö heyöflun — verða — áfallanna vegna aö borga meira i sjóðinn — ofan á kal, grasleysi eöa einhver önnur óhöpp — vél brotnar eöa bóndinn fær gigtar- kast I bakiö á úrslitadegi hey- skapar. — Þetta er eins og vega- gjald af bensini — þvi djöfullegri sem vegurinn er og minna fyrir hann gert — þess meira skal sá borga i vegaskatt sem veginn verður aö aka. Er ekki alveg nóg aö skatt- leggja vestfirska bændur i Viö- lagasjóö — sem er samtrygging gegn skaöa af jaröskjálftum og eldgosum, sem aldrei hafa hrjáö vestfirska bændur — Þaö er ekki hitinn sem ógnar þeim — það er kuldinn i jöröinni — auk misvit- urra manna — sem ógnar búskap á Vestfjörðum. Hvorugt þetta er innifaliö I Viölagatryggingu. Þrátt fyrir þingmanna-skort suö- vesturlandsins hefur tekist aö láta vestfirska bændur tryggja fyrir eldgosum húseignir suð- vestanlands. Þetta er ekki alveg i samræmi viö leiöara Vestfirð- ingsins sem ræöur Alþýöublaö- inu. Hann ræddi um ofriki Vest- firskra þingmanna og nefndi sem dæmi — óeölilega fjármagns- flutninga til Vestfjaröa og efna- hagsvandræði almennt. Mig minnir aö 3/4 allra fasteigna i landinu séu á suövesturhorninu. Eitthvað hefur straumurinn frá Vestfjöröum lagt suöur þau árin. Reyndar þarf ekki aö ræöa þessi mál viö ritstjórann. Hann er búinn aö greiöa atkvæöi um þau. Hann greiddi atkvæöiö með fót- unum þegar hann flúöi suöur. 1 ágústmánuöi verða kjörmanna- fundir um land allt og vonandi al- mennir bændafundir i sambandi við þá. Þangaö til getum viö velt þvi fyrir okkur hvort þaö er *r ekki bara „þak” sem okkur vant- ar — „þak” á bústæröina eins og Norömenn hafa. Ég vil I lokin beina þvi til forráöamanna okkar bænda aö þeir eyöi fáeinum minútum til aö hugleiöa — hvers- vegna Dagblaöiö mæli meö fóöur- bætisskatti en sé á móti fram- leiðsluskerðingu á stórbúum. — Venjulegir bændur gætu svo hug- leitt eins og ég nefndi áöan hvort þaö er ekki „þak” sem vantaiv „þak” sem takmarkaöi fram- leiöslu stóru búanna sem valda offramleiðslunni. Þá breyttist áætlunin um Flóttamannahjálp Framkvæmdastofnunar og smærri búum og strjálli byggö yröi hlift viö eyðingu. Þann dag sem þetta yröi gert yröi enginn gleöisöngur I leiöara Dagblaös- ins. ( — Þes» skal getiö ab grein þessi birtist i nær sama bún- ingi I Tlmanum þann 15. agúst s.1. Hún er birt i V>jöftviljan um nú aö ósk höiundar meft sérstöku tilliti til aöalfundar Stéttarsambands bcnda, sem haldinn verftur nú um kom- andi helgi.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.