Þjóðviljinn - 29.08.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.08.1980, Blaðsíða 7
Föstudagur 29. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Af völdum sorps og úrgangs vinnslustöðva: Mikil mengun á sjó og landi NAUST rœðir umhverfis- og náttúruverndarmál Ortodoxir á Islandi Rádstefna í Skálholti og messa í Dómkirkjunni t ályktun aðalfundar Náttúru- verndarsamtaka Austurlands eru itrekaðar fyrri samþykktir um að sorpeyðing sveitarfélaga sé komið i viðunandi horf og að sláturhús og fiskvinnslustöðvar gangi betur frá úrgangi. Eru þessi mál viðast hvar enn i megn- asta ólestri, svo af hlýst veruleg mengun stórra svæða á landi og sjó, segir i fundarályktun. Þá beindi aðalfundur NAUST þeim tilmælum til sveitarstjórna á Austurlandi að þær láti fara fram athugun á efnistökustöðum, hver á sinu svæði, en allviða setja smekklaust valdar og illa frá- gengnar efnisnámur ljótan svip á umhverfið og i sumum tilvikum spilla þær útliti heilla sveita. Til stjórnvalda og yfirstjórnar vegamála var beint, aö skipu- lagningu og uppbyggingu á fjall- vegum verði hraðað eins og kostur er og bent á, að aukin um- ferö um hálendi landsins siðustu ár hefur leitt til óþarfa og gáleysislegs aksturs um vibkvæm svæði, sumpart vegna slæmra merkinga og ófullnægjandi leið- beininga en einnig og ekki siður vegna lélegs ástands fjallveg- anna. Að lokum var beint til Náttúru- verndarráðs að það hlutist til um að gistiskálum og hliðstæðum byggingum sem reistar eru i óbyggðum verði þannig valinn staöur að þær spilli ekki gróður- vinjum eöa fögru umhverfi. Aðalfundur NAUST var haldinn að Hofi i öræfum 16.—17. ágúst og sóttu hann um 40 fulltrúar viða úr kjördæminu. Farið var I Ingólfs- höfða, skoðaöur Þjóögaröurinn i Skaftafelli og fræðst um sögu og náttúrufar af heimamönnum og fulltrúum Náttúruverndarráös. Eyþór Einarsson formaður Náttúruverndarráðs flutti heilla- óskir til samtakanna sem eru 10 ára á þessu ári. I skýrslu stjórnar kom m.a. fram að aöal verkefni stjórnarinnar á starfsárinu var athugun á steinatöku á Austur- landi I samvinnu við Náttúrgripa- safnið i Neskaupstaö. Einar Þórarinsson Neskaup- stað var endurkosinn formaöur samtakanna og aðrir i stjórn: Magnús Hjálmarsson, Egilsstöð- um, Anna Kjartansdóttir, Höfn, öli Björgvinsson, Djúpavogi, Jón Einarsson, Neskaupstað, Vara- menn: Guörún Jónsdóttir, Hlöð- um, Hermann Guðmundsson, Vopnafirði og Friöjón Guðröðar- son, Höfn. Rúmlega 20 manna hópur for- ystumanna ortodoxu kirkjunnar mun dveljast hérlendis 6.-13. sept. n.k. Koma þeir frá flestum austantjaldslöndunum, svo og Finnlandi, Grikklandi, ísrael og viðar. Þeir munu syngja messu i Dómkirkjunni i Reykjavik sunnudaginn 7. september kl. 13.30 og dveljast siðan austur i Skálholti við fundarstörf. Hópurinn undirbýr sameigin- legar viðræöur ortodoxu kirkj- unnar við lútersku kirkjurnar og hefur þvi kosið að funda i lút- ersku landi. Þetta má teljast kirkjusögu- legur atburður, þvi aldrei áður hefurortodox messa verið sung- in hérlendis. Austrænar heima- slóðir Ortodoxa kirkjan á rikust itök i löndum Austur-Evrópu, Rúss- landi og i löndunum á austur- strönd Miðjaröarhafsins. Þar sem mörg þessara landa eru undir marxiskri yfirstjórn, og kirkjan fær ekki að starfa eöli- lega, er erfitt að gera sér grein fyrir fjölda þeirra, sem til kirkj- unnar teljast. Ortodoxir söfn- uðir hafa komist á laggirnar viða um heim þar sem innflytj- endur frá þessum löndum hafa sest að. Saga kirkjunnar Ariö 1054 varö skipting hinnar kristnu kirkju I austurkirkju og vesturkirkju. Vesturkirkjan laut forræði páfans i Róm og hefur löngum verið nefnd róm- versk-kaþólsk kirkja. Austur- kirkjan hefur siðan verið nefnd ýmsum nöfnum. Griska kirkjan eða grisk-rússneska kirkjan, sem er þó engan veginn rétt- nefni, þar sem margir ortodoxir eru hvorki griskir né rúss- neskir. Ortodox-kaþólska kirkjan, austræna-ortodoxa kirkjan eða ortodoxa-kaþólska kirkjan I austri hefur kirkjan einnig verið kölluð. Margir fella sig nú best við stysta nafnið, nefnilega ortodoxa kirkjan, enda er hún ekki bundin við austriö eitt né heldur hluti af ka- þólsku kirkjunni með höfuð- stöövum i Róm. Skipting kirkjunnar 1054 var ekki aðeins landfræðileg á þeim tima heldur menningarleg. 1 rómversk-kaþólsku kirkjunni mótaði latina mál og hefð kirkj- unnar, I austurkirkjunni varð ekkert opinbert tungumál, en grisk hugsun hafði þar mikil áhrif. Frá bæjardyrum orto- doxra er rómversk-kaþólsk kirkja og mótmælendakirkja aöeins tveir fletir sömu myndar. Það, sem hefur gerst i vest- rænu kirkjunni siðan 1054, t.d, siöabóU gagnsiðbót, hefur ekki haft áhrif á ortodoxa. Þaö hefur verið sagt að kirkjur vestur- landa byrji jafnan á sömu spurningunum, þótt þeim komi ekki saman um svörin. Hjá ortodoxum eru einfaldlega allt aðrar spurningar en i vestur- kirkjunum. Óvænt viðhorf Einangrun ortodoxu kirkj- unnar hefur að sjálfsögðu rofnað viðauðveldan feröamáta nútimans. Kynni af ortodoxum söfnuðum sem komist hafa á laggir viöa um heim, hafa vakið áhuga annarra kirkjudeilda á þessari merku kirkju. En fyrst og fremst hefur hinn sivaxandi áhugi á einingarstarfi innan kirkjunnar vakið menn til með- vitundar um þá auölegð, sem býr i ortodoxri trúarhefö. Orto- doxir hafa unnið ómetanlegt gagn I viöamiklum umræðum kirkjunnar, vegna þess aö þeir koma frá allt annarri hefð en vesturkirkjurnar, nálgast ágreiningsefnin frá öðrum og ferskum sjónarhól og benda gjarnan á löngu gleymdar lausnir á gömlum erfiöleikum. Skipulag ortodoxu kirkjunnar Skipulagslega séð er ortodoxa kirkjan sem fjölskylda sjálf- stæðra kirkna, tengd i einingu trúar og sakramenta. Enginn páfi er yfir kirkjunni né heldur er þar ákveðin miðstýring. Hinsvegar hefur patrfarkinn I Konstantinopel, af sögulegum orsökum, svipaða stöðu meöal ortodoxra eins og erkibiskupinn af Kantaraborg hefur meöal anglikana. Hann skiptir sér ekki af innri málum ortodoxu kirkj- unnar utan sins svæðis. Frá fornu fari hafa verið fjögur patriörk, eða einskonar erkibiskupsdæmi meðal orto- doxra. 1 Konstantinopel, Alex- andriu, Antiokkiu og Jerú- salem. Siðan eru 11 sjálfstæðar kirkjur i Austur-Evrópu. Hér er ekki átt við sjálfstæði gagnvart rikisvaldi heldur kirkjulega séð. Þá eru kirkjurnar i Finnlandi, Kina, JapanogMakedoniu, áem allar eru fámennar, þær stjórna málum sinum en eru ekki sjálf- stæöar að fullu. Loks eru svo biskupsdæmi viðsvegar um heim, m.a. er eitt á Norðurlöndum og þar situr Metropolitan Paulos, sem er undir væng Patriarksins I Kon- stantinopel. Hvað þýðir Ortodox Oröið ortodox hefur tvenns- konar merkingu, „rétt trú” og „rétt dýrð” eða „rétt til- beiðsla”. Ortodoxir telja kirkju sina vera kirkju Krists á jöröu hér. Hún gætir hinnár réttu kenn- ingarog kennir hina sönnu trú á Guð og tilbiöur hann með rétt- um hætti. Hvað felst raunverulega i þessari skoðun og hvernig orto- doxir lita á aðrar kristnar kirkjur, verður okkur trúlega ljósara eftir dvöl hinna 20 framámanna kirkjunnar hér- lendis i september. Tilbeiðslan Sem fyrr er sagt verður guös- þjónusta i Dómkirkjunni sunnu- daginn 7. sept. kl. 13.30 og kvöld- og morgunbænir verða sungnar i Skálholti, meðan hópurinn fundar þar. Eru allir veikomnir aö sækja helgar tiðir meö þeim ortodoxu. Tilbeiöslan er ákaflega rikur þáttur i lifi ortodoxu kirkjunnar. Helgisiðir til hins smæsta at- riðis eru þeir sömu i allri kirkj- unni þótt ólik tungumál séu notuð. Þetta sameinar ortodoxa meir en nokkuö annað og tengir söfnuöinn við hefð kirkjunnar allt frá fornkristni. Það er enginn asi á orto- doxum er þeir tilbiöja Guö sinn. Guðsþjónustan i Dómkirkjunni mun taka a.m.k. tvær stundir. Tónlist og söngur i ortodoxum messum þykir dýrindisfögur svo og helgihaldið allt. (Fréttatilky nning) Hafskip með fjölhœfnisskip: Þriðja Seláin M.S. Selá heitir nýjasta skipið i kaupskipaflotan- um og er eign Hafskipa h.f. A miðvikudaginn var f jöl- hæfnisskipið Bomma m.v. skirt Selárnafninu og skráð á Akureyri og er þetta þriðja skip Haf- skipa sem þetta nafn ber. Þetta er annað af tveimur fjöl- hæfnisskipum sem Hafskip h.f. hefur samiö um kaup á frá Fred Ólsen félaginu i Noregi. Bæði skipin hafa um skeið verið I áætlunarsiglingum fyrir Hafskip h.f. frá þvi I september ’79 og I april sl. Skipin eru 2.828 d. w. tonn, og búin opnanlegum skut, tveimur vörulúgum á hliö og fær- anlegum millidekkjum. Kaup- veröskipanna er rúmlega 2.3 mil- jónir Bandarikjadala. Den Norske Kreditbank I Osló hafði milligöngu um fjármögnun þess hluta kaupverösins sem leyfilegt er að fá lánað erlendis. Skipstjóri á m.s. Selá er Rögnvaldur Berg- steinsson. tslenski fáninn dreginn aö hún á m.s. Selá sl. miðvikudag. Öldungar austan fjalls i framhaldsnámi Engir eftir- bátar annarra Öldungadeildin heldur áfram þótt rikisstyrkinn vanti öldungadeild i Hveragerði hefur starfað einn vetur i náinni samvinnu við Menntaskólann i Hamrahlið. Hefur starfsemin mælst vel fyrir meðal heima- manna og er ákveðiö að halda henni áfram þótt synjað hafi verið um fjárstyrk af hálfu rikis- ins. öldungadeildinni I Hveragerði var slitið i fyrsta skipti 22. mai sl. Er deildin tók til starfa I janúar sl. hófu nám 83 nemendur frá Hverageröi, ölfushreppi, Sel- fossi, Stokkseyri og Gnúpverja- hreppi. Þar sem deildin naut engra rikisstyrkja vegna launa- kostnaöar né annars, var þess farið á leit við sveitarfélög nem- enda að þau styrktu hana meö fjárframlögum og uröu Hvera- gerðis—ölfus- og Gnúpverja- hreppur mjög rausnarlega við þeirri málaleitan. Aðstandendur deildarinnar vænta þess að vegna synjunar rikisvaldsins muni öll sveitarfélög nemenda bregöast vel við óskum hennar um stuön- ing á komandi haustönn, enda er deildin eini kostur útivinnandi fólks aö stunda nám á framhalds- skólastigi austan fjalls. Eins og áöur sagöi starfar Old- ungadeildin i Hverageröi i nánu samstarfi við MH. Voru próf lögð samtimis fyrir nemendur beggja skólanna og úrlausnir metnar af kennurum MH. I prófunum reyndust „öldungar” austan fjalls engir eftirbátar þeirra sem nám stunduðu viö MH og hyggj- ast flestir þeir 62 sem próf þreyttu halda áfram námi viö öldunga- deildina I Hverageröi. Á komandi haustönn Pramhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.