Þjóðviljinn - 29.08.1980, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. ágúst 1980
HEIMILISBLAÐ
fylgir
RÆTT VIÐ:
0 Elínu Heiðu Jóhannsdóttur
um aukinn þátt innanhússarkitekta
við skipulagningu heimila.
# Bjarna ólafsson
um sýninguna HEIMILIÐ '80
# Davíð Scheving Thorsteinsson
um fyrirtækjarekstur á íslandi
# Hjalta Geir Kristjánsson
um sérstæða samkeppni.
# auk fjölda annarra
í máli og myndum.
2 blöd
60 sídur
BLADSÖLUBÖRN!
Komið ó afgreiðsluna
Vinnið ykkur inn
vasapening
Frá Grunnskólum
Reykjavíkur
Grunnskólar Reykjavikur hefja starf 1.
september n.k. sem hér segir:
Kennarar komi til undirbúnings- og
starfsfunda mánudaginn 1. september, kl.
9 árdegis, hver i sinum skóla.
Nemendur komi i skólana fimmtudaginn
4. september sem hér segir:
9. bekkur komi kl. 9.
8. bekkur komi kl. 10.
7. bekkur komi kl. 11.
6. bekkur komi kl. 13.
5. bekkur komi kl. 13.30.
4. bekkur komi kl. 14.
3. bekkur komi kl. 14.30.
2. bekkur komi kl. 15.
1. bekkur komi kl. 15.30.
Forskólabörn (6 ára), sem hafa verið inn-
rituð, verða boðuð i skólana.
Fræðslustjóri.
Móðgaður miljarður
snýst gegn Reagan
Ýmislegt bendir til þess aö
Jimmy Carter, sem fyrir
skömmu virtist allt aö þvl von-
laus og gersigraður sem stjórn-
málamaöur, sé kominn i gagn-
sókn gegn frambjóðanda repú-
blfkana til forsetaembættisins,
Ronald Reagan. Ein mikilvæg-
asta ástæöan til þess, aö svo er
komið, er aö Reagan hefur
móögaö Kfna, einn mikilvægasta
bandamann Bandarikjanna.
Reagan hefur aldrei fariö dult
meö þá skoöun sina, aö Bandarfk-
in eigi á ný aö taka upp einhvers-
konar opinbert stjórnmálasam-
band viö stjórn kinverska Kúó-
mintang-flokksins á Taívan, og
hann hefur meira aö segja þrá-
sinnis endurtekiö þetta sföustu
vikurnar. En hér er um aö ræöa
sérstaklega viökvæmt mál fyrir
stjórnina i Peking, því aö i hennar
augum er Reagan hér aö boöa
afturhvarf til fyrri stefnu Banda-
rikjanna f Kfnamálum, eöa hitt,
sem Kinastjórn líkar engu betur,
aö Taivan þurfi ekki endilega aö
vera hluti af Kina i framtlöinni,
heldur sérstakt riki (sem eyjan
hefur aö visu veriö f raun siöustu
þrjátiu árin).
Sneypuför Bush
Enda fer þaö ekki leynt aö Kin-
verjar hafa illan bifur á Reagan
og gera sennilega þaö, sem á
þeirra valdi stendur, til þess aö
koma f veg fyrir aö hann veröi
kosinn forseti. Kfnverjar benda á,
aö grundvallarskilyröi þess, aö
Kina samþykkti aö taka upp sam-
bönd viö Bandarfkin þegar Nixon
fór til Peking 1972, hafi veriö lof-
orö Bandarikjanna um aö slita
stjórnmálasambandi viö Taivan.,
Jafnframt er f fréttatilkynning-
um frá Kinastjórn gefiö i skyn aö
vinátta Bandarikjanna sé ekki
svo dýrmæt Kfnverjum aö þeir
muni sætta sig viö hverskonar
tiltæki frá Reagan til þess aö fá
haldiö þeirri vináttu.
Stuöningsaöilar Reagans sáu
um siöir, aö hér var voöi á feröum
og sendu George Bush, varafor-
setaefni Reagans, I einskonar of-
boöi til Peking. Bush er heims-
maöur meiri en forsetafram-
bjóöandinn (aö minnsta kosti eins
afturhaldssamur, aö sumra sögn,
en kann aö fara betur jneö þaö)
og þekkir þar aö auki til Kfnverja
frá þvf aö hann var sendifulltrúi
Bandarikjanna hjá þeim. En
hann fékk kuldalegar viötökur hjá
kínverskum ráöamönnum, sem
ekkert mark tóku á viöleitni hans
til þess aö bera f bætifláka fyrir
félaga sinn, til dæmis meö þvl aö
halda þvf fram aö Reagan kallaöi1
Taivan „lýöveldiö Kina” aöeins
af gömlum vana. Kinversk blöö
höföu Bush aö háöi og spotti og af
hálfu stjórnarinnar var þvi lýst
yfir aö hann heföi alveg eins get-
aö sparaö sér þetta feröalag.
Voru kfnverskir ráöamenn
óvenju haröoröir og beroröir I
garö þeirra Reagans og Bush,
miöaö viö þaö sem vani þeirra er.
Meöal annars sögöu þeir á þá leiö,
aö Reagan heföi „móögaö miljarö
Kfnverja.”
Amerískur draumur um
kínverskan markað
Kínverskir ráöamenn, sem eiga
liklega ekki sföur erfitt meö aö
átta sig á versturlandamönnum
en vesturlandamenn á þeim, eru
sennilega ekki einungis reiöir
Reagan, heldur og steinhissa á
téöum ummælum hans. I augum
Kinverja gæti þetta bent til þess
aö Bandarikjamönnum sé eftir
allt saman ekki mjög mikiö
kappsmál aö eiga Kinverja aö
bandamönnum gegn Sovétrfkjun-
um, eöa jafnvel veriö visbending
um þaö aö viöureignin viö Sovét-
menn væri bandarlskum valdhöf-
um ekki þaö mikla alvörumál,
sem þeir láta i veöri vaka aö sé.
En á því leikur ekki vafi aö
Bandarikin vilja halda vinsam-
legu sambandi viö Kfna, og ekki
einungis af stjórnmálalegum og
hermálalegum orsökum, heldur
og ekki síst efnahagslegum.
Möguleikarnir á nærfellt ótak-
mörkuöum markaöi f þessu landi,
þar sem miljaröur manna býr,
eru óhemju lokkandi fyrir jafnt
ráöamenn bandarfskra stórfyrir-
tækja og þarlend verkalýössam-
tök,ekki sist nú, þegar kreppan
heröir aö.. Þaö er þvf hætt viö, aö
margir bandariskir kjósendur, og
sumir þeirra áhrifamiklir, veröi
Reagan ekkert þakklátir fyrir aö
móöga fyrir þeim þennan
miljarö.
Carter lögð vopn í hendur
Meö þessu hefur Reagan lagt
Carter vopn f hendur. Carter
hefur einmitt lengi hamraö á þvi,
aö Reagan viti nánast ekkert um
utanrikismál. (Þaö mun mála
sannast, en Carter sjálfur var aö
vfsu sagöur næsta fáfróöur um
heiminn utan Bandáríkjanna
þegar hann varö forseti, og skæö-
ar tungur herma, aö þekking hans
á þvf sviöi hafi ekki stóraukist
siöan.) Hann getur nú bent á, aö
Regan hafi með ótfmabæru fjasi,
sinu um Taivan stórspillt fyrir
hagsmunum Bandarikjanna f
Austur-Asiu og raunar á alþjóöa-
vettvangi yfirleitt.
Carter mun hafa orðiö eitthvaö
ágengt meö þvf aö útmála
Reagan sem erkiihaldssaman og
harölfnumann, svo herskáan aö
hann yröi fyrr en varöi kominn
meö Bandaríkin út i heljarbál
kjarnorkustyrjaldar, ef hann
fengi aö ráöa. Þaö fyrrnefnda er
rétt, hiö siðartalda getur veriö
iskyggilega nálægt þvi aö vera
rétt. Hér hefur Reagan einnig
lagt Carter vopn upp I hendur
meö þvi aö staglast stööugt á þvi
aö núverandi forseti sé linur á
móti Rússum og alltof kærulaus
um hermál. Þessum ásökunum
fylgir Reagan eftir meö kröfum
um aukinn vigbúnaö. Aróöur
Reagans fyrir harölinustefnu I
utanrikismálum og stórauknum
vigbúnaöi virtist fá góöan hljóm-
grunn lengi vel, en nú er eins og
stöðugt fleiri kjósendum veröi um
og ó viö þetta geigvænlega vopna-
skak forsetaframbjóöanda repú-
blikana. Sú viðleitni Carters, aö
stilla sér upp sem hófsömum og
ábyrgum miðjumanni, er flestir
eigi aögeta sameinast um, viröist
á hinn bóginn bera vaxandi
árangur. dþ.
Carter — farinn aö rétta vió.
Hua Guofeng Kinaleiötogi — trúöi
ekki aö Reagan kallaöi Taivan
Lýöveldiö Kína „aöeins af göml-
um vana.”