Þjóðviljinn - 29.08.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 29.08.1980, Blaðsíða 15
Föstudagur 29. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15' frá Hringið i sima 8-13-33 kl. 9-5 alla virka daga eða skrifið Þjóðviljanum lesendum Hver er maðurínn? i kringum öll þessi skrif um gerð og útbúnað vopnabúra og olíutanka hjá hernum i Keflavík hef ur mér oft dottið í hug að senda Þjóðviljanum línu. Ég er einn af þeim fjölmörgu Islendingum sem lifi og hrærist í ætt- fræði manna og ævisög- Allir í Höllina 55 55 Mig langar að koma nokkrum orðum á fram- færi í tilefni hinnar glæsi- iegu heimilissýningar i Laugardalshöll þar sem sýndar eru allar mögu- legar og ómögulegar vör- ur sem þurfa að prýða fallegt og gott heimili og ekki bara það heldur er líka ýmislegt gert til að skemmta fólki s.s. með því að hafa eftirlikingu af manni til sýnis/ tívolí og áreiðanlega margt fleira. Og hverjir eru svona fram- takssamir aörir en kaupmenn- irnir sem hafa hert aö sér bumbustrekkjarana s.l. misseri fyrir fólkiö i landinu sem helst vildi hafa svona sýningar miklu oftar en bara árlega. I öllu þessu bölsýniskjaftæöi um veröbólgu, langan vinnu- tima, kjarnorkusprengjur og hver veit hvaö, er þá hægt aö hugsa sér betri afþreyingu en aö skreppa inn i Laugardal og borga sig inn á þessa fallegu auglýsingasýningu? Og hvaö er betra ráö viö verö- bólgunni en aö fjárfesta i góöum og eigulegum hlutum einsog Laugardalshöllin er full af þessa dagana áöur en pening- arnir veröa aö engu? Og svo ef veröbólgan eykst þá er bara aö kaupa meira og vinna meira — 12 tima þegar 10 timarnir hætta aö duga og stafla litasjónvörp- um og sófasettum upp þegar plássiö þrýtur (svo má lika rýma barnaherbergin — alls staöar er hægt aö troöa krökk- unum niöur). Engu aö siöur vil ég skora á alla sanna sósialista aö fylkja liöi inn i Höll (helst meö rauöu. fánana) og kaupa og kaupa og kaupa, sama hvaö þaö kostar. Neytandi um og nauðsynleg hjálpartæki við slíka iðju eru alls kyns uppsláttar- rit um menn, lækna- og lögfræðingatöl og þess háttar. I einu sliku riti, Verkfræö- ingatalinu er nefnilega vikiö aö hönnun vopnabúra hersins og reyndar oliutankanna lika. Þar segir um einn mann: „Verk- fræöingur hjá flugher Banda- rikjanna á Keflavikurflugvelli 1956—1966 og hefur haft umsjón meö rekstri og stjómun þjón- ustutækja flugvallarins, áætl- anagerö, skipulagi, hönnun, gerö kostnaöaráætlana og álits- geröa, útboös og samninga stærri og minni mannvirkja, m.a. flugbrauta, flugvélastæöa aöflugs- og lendingarljósa, flug- skýla, fjarskiptastöövar, raf- stöövar, birgöaskemma, kyndi- stöövar, fyrir fjarhitun, veta, vatns- og frárennslislagna, vopnabúra, oliugeyma o.fl. bæöi á Keflavikurvelli og i öörum bækistöövum varnarliösins hér á landi”...,,í stjórn Islands- deildar Félags bandariskra her- verkfræöinga frá 1959, varafor- maöur 1963 og 1966.” Og nú mega lesendur Þjóö- viljans spreyta sig þar til á morgun á þvi aö geta uppá hver maöurinn er, þvi restina af bréfinu birtum viö á morgun. Steini grúsk UMSJÓN: BRYNHILDUR OG MARGRET Skrýtlur Kennarinn: — Avítuðuð þér son yðar fyrir að herma eftir mér? Móðirin: — Já, ég bannaði honum að láta eins og bannsettur asni. Tumi litli hljóp í veg fyrir ungan mann, sem var að koma út frá systur hans. — Ég sá þig kyssa hana, sagði Tumi litli. Ungi maðurinn bað Tuma að þegja yf ir þessu og rétti honum 100 krónur. Tumi rétti honum 50 krónur til baka og mælti: Ég tek alltaf sama gjald. Siggi: Heyrðu pabbi, Nú er ég hættur að sitja i aftasta sætinu i min- um bekk. Pabbi: Það er ágætt. Þá skal ég gefa þér 500 kr. En hvernig stendur á þessum framförum? Siggi: öftustu sætin voru máluð i gær. -barnahomíð Frá setningarathöfn Olympiuleikanna. Frá Ólympíuleikunum Sjónvarp kl. 20.55 Þátturinn Dansaö i Moskvu eru atriöi úr sýningu sem fór fram aö lokinni setningarat- höfn Clympiuleikanna á Leninleikvanginum i Moskvu. Sýning þessi var hin glæsi- legasta og ákaflega litskrúö- ug. Þúsundir sovéskra þjóö- dansara sýna dansa úr hinum ýmsu landshornum og soldát- ar stilla sér upp og búa til mynstur og myndir. Lands- feöurnir sitja I stúku og fylgj- ast meö dýröinni. r • v á kom köngulóin Sjónvarp kl. 22.30 Kl. 22.30 veröur sýnd banda- risk sjónvarpsmynd Þá kom könguló (Along came a Spider) frá árinu 1972. Aöal- hlutverk leika Suzanne Pleshette og Ed Nelson. Marteinn Becker er pró- fessor i efnafræöi. Hann verö- .ur hrifinn af stúlku sem hann kennir en hún er ekki öll þar sem hún er séö. Þýöandi er Dóra Hafsteins- dóttir. Partísaga um frændráð Æþí Útvarp Wtm kl. 22.35 Arnar Jónsson leikari les I kvöld kl. 22.35 smásöguna „Partisögu um frændráö” eftir Böövar Guömundsson. Hún er úr smásagnasafninu „Sögur úr seinni striöum” sem Mál og menning gaf út 1978. Á gamansaman og kaldhæö- inn hátt er rakin saga ungs manns sem setur arf sinn i heildsölu frænda sins og fer aö Böövar Guömundsson. vinna hjá honum. 1 fyrstu gengur allt vel og hann fer út og suöur i viöskiptaerindum. En brátt fer frændinn aö hafa áhuga á ýmsum öörum rekstri, einkum i sambandi viö karlaklúbba. Heildsalan fer á hausinn og stendur ungi maöurinn uppi slyppur og snauöur. En hann hyggst ná sér niöri á frændanum. Heyskapur áður fyrr Sjónvarp kl. 20.40 1 kvöld kl. 20.40 veröur fyrri myndin af tveimur um heyskap fyrr á timum. Þær eru geröar á vegum Búnaöar- sambands Suöurlands og teknar af Vigfúsi Sigurgeirs- syni ljósmyndara. Texta- höfundur og þulur er Dr. Haraldur Matthiasson menntaskólakennari á Laugarvatni. Myndirnar nefn- ast í dagsins önn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.