Þjóðviljinn - 12.09.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.09.1980, Blaðsíða 3
Föstudagur 12. september 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Fiskifloti Austflrðinga: Þrír nýir skut- togarar 50-60 þús. tonn umfram þarfir íslendinga Þykkvibær, — flatlendi, sérkennileg kirkja og kartöflur út um allt. Austfirðingar eru nú og á næst- unni að fá þrjá nýja togara, til Neskaupstaðar, Eskifjarðar og Heyðarfjarðar. Nýr Hólmatindur þeirra Eskfirðinga kom þangað sl. mánudag, mikið skip og frítt, keypt I Frakklandi en smiðað I Póllandi 1974, fast að 500 lestum að stærð. Gamla Hólmatind tóku Frakkar upp i viðskiptin. Hólmatindur er skuttogari af minnigerð, 500m. langur með 200 hestafla aðalvél, búinn fullkomn- um fiskileitar- og siglingatækj- um. Skipið er eign Hraðfrystihúss Eskif jarðar. Skip Reyðfirðinga nefnist Guð- björg, 6ára gamalt, keypt frá Is- afirði. t stað þess selja þeir tvo 250 tonna báta. Er annar þegar farinn úr landi. Guðbjörg er væntanleg til Reyöarfjarðar i mai. Hún er 436 smál. Eigendur Guðbjargar eru allir þeiraðilar, sem fást við útgerð og fiskvinnslu á Reyðarfirði. Hlutafélögin, sem áttu þá báta, sem seldir voru, eiga 60%, Kaup- félag Héraðsbúa, sem rekur frystihúsið á Reyðarfirði á 20%, Reyöarfjararhreppur 10% og Borgarfjarðarhreppur 10%, en þar rekur Kaupfélag Héraðsbúa einnig frystihús. A Borgarfirði er einungis smá- bátaútgerð og þvi skortir þar stundum hráefni. Trúlega verður aflanum oftast ekið frá Reyðar- firði til Borgarfjarar, en þó kem- ur fyrir, ef vel viörar, að togari getur landað þar á staðnum, sagði Hörður Þórhallsson, sveitarstjóri á Reyöarfirði. Frá nýjum skuttogara Fylki, hefur áður verið sagt hér i blað- inu. — mhg Guðbjörgin fer nú frá tsafiröi til Reyðarfjarðar. Grænmetisætur Iandsins geta glaðsl þvi að útlit er fyrir met- uppskeru á garðávöxtum Þjóð- viljinn spjallaði við Eðvald B. Malmquist, yfirmatsmann garð- ávaxta og spurði hann um horfur I kartöfluuppskeru. „Hún er með langbesta móti. Sett voru niður um 12 þúsund tonn hjá atvinnubændum og 3—4 þús- und tonn hjá heimilisræktendum. Samkvæmt þeim fréttum sem þegar hafa borist hefur hvergi fallið gras til skaða nema þá sið- ustu daga. Vorið var gott, ein- munatið I sumar og útlit fyrir tiu- fimmtán falda uppskeru. Siðasta góðæri var sumarið 1978, þá varð uppskeran um 150 þúsund- tonn, hundraö hjá at- vinnubændum ogum fimmtiu hjá öðrum. SU uppskera entist okkur fram i ágústbyrjun 1979 og haföi aldrei verið dreift innlendum kartöflum á almennan markaö jafn lengi. Nú má reikna með aö upp- skeran verði á milli 150 og 200 þúsundtonn. Það þýðir að við höf- um 50—60 þúsund tonnum um- framþaðsem þjóðin þarf að nota þrátt fyrir að geymsluþol sé fyrir hendi og unnt verði að dreifa is- lenskum kartöflum á almennan markað frami ágúst. Ókannað er hvað gert verður við þessa um- framframleiðslu. Við tslendingar höfum áður selt kartöflur úrlandi og þær reynst vel. Nú er ljóst að uppskerubrestur verður mikill I N-Evrópu vegna úrkomu og vætutiðar, en myglusjúkdómar o.fl. herja á uppskeruna. Ef til vill má finna þar markað fyrir is- lenskar kartöflur. Aöalkartöfluræktarsvæðið er Þykkvibærinn, þaðan kemur rúmur helmingur uppskerunnar. Siðan koma sveitir við Eyjafjörð, þá hafa öræfin og Hornafjörður verið drjúg undanfarin þrjú ár. Uppskera á útigrænmeti hefur almennt verið góö, svo góð að langt er siöan annað eins magn hefur fengist Eflaust rennur allt út, matarvenjurþjóðarinnarhafa mikið breyst undanfarin ár, Sigvaldi Armannsson. margir vilja nú hafa grænmeti á borðum allan ársins hring meðal annars vegna þess að þeir hafa kynnst nýjum matarvenjum er- lendis, sagði Eðvald að lokum. Biaðamenn Þjóðviljans voru á ferð austur i Þykkvabæ fyrir skemmstuog lituviðhjá Sigvalda Armannssyni bónda i Borgartúni en hann og Guðni sonur hans eru meö 20 hektara undir kartöflu- ræktina. Sigvaldi sagði að upp- skeran af gullauganu, sem byrjað var á, væri 16—17 föld og væri greinilegt aö geymslurými þænda i Djúpárhreppi myndi vart hrökkva til á þessu met- Ljósm.: — joð. sumri. 1 hreppnum eru um 40 bændur. Þeir eru með sameigin- lega sáningarvél en hver með sina upptökuvél. vfirbyggða og eru fimm við vinnu á hverri vél. „Kartöfluræktin er happ- drætti,” sagði Sigvaldi Armannsson. „Hún gefur góöan arð þegar vel gengur en svo koma alltaf i þetta lægðir.” Sjálfur er hann með nokkrar beljur til aö drýgja og jafna búskapinn. Þegar uppskeru lýkur tekur við flokkun og stendur sú vinna fram eftir vetri. ÖTh/AI Sigrún^tengdadóttir Sigvalda og dætur hans Guðfinna Margrét og Dagný hreinsuðu jarðveg og grös frá vcl sprottnum kartöfiunum inni i uppskeruvagninum. Vetrardagskrá Sjónvarps og Hljóövarps: Alec Guinness og íslensk leikrit Þegar haustar fer útvarpið i Ivetrarbúning, ýmsir þættir víkja og nýir taka við. tJtvarps- mönnum er að visu ekki vel við að vera of byltingarsinnaöir i I' breytingum, að sögn dagskrár- stjóra, þeir vilja gjarnan útrýma þeim skilum sem- hingað til hafa verið milli sumar- og Ivetrardagskrár. Blaðamaður spjallaöi við Ólaf R. Einarsson, sem sæti á i Útvarpsráöi um það sem helst • <elst til tiðinda I vetrardag- I skránni. I sjónvarpinu verða mánu- I dagar með svipuðu móti og áður, en á þriðjudögum hefst 1 innan tiðar fræðslumyndaflokk- | ur i 12. þáttum. um lifið á jöröinni. „Life on earth”. Þessi flokkur hefur verið sýndur á * Norðurlöndunum við góðan ! orðstýr. A eftir honum kemur I svo sakamálamyndaflokkur, væntanlega er fyrst á dagskrá mynd i 6 þáttum,gerö eftir sögu I" John Le Carré. Þar er sá góðkunni leikari Alec Guinness i aðalhlutverki. Siðast á dagskrá , kvöldsins skiptast á umræðu- | þættir i umsjá fólks utan stofn- unarinnar, Þingjá sem verður einu sinni i mánuði og endur- sýndar úrvalskvikmyndir. A miðvikudögum skiptast á Vaka og Nýjasta tækni og visindi. Ekki hefur enn verið gengið frá þvi hver annast Vöku, en i siðarnefnda þættin- um verður reynt að koma að innlendu efni. Leiknir framhaldsmyndaþættir verða einnig þessi kvöld og má þar nefna flokk sem gerður er eftir sögu bandariska rithöfundarins Hailey og seinna verður sýnd mynd eftir handriti danska rithöfundarins Klaus Rifbjerg „Vores 2r” sem frumsýnd var i danska sjónvarpinu sl. vetur. A föstudögum verða stuttir þættir eftir fréttir þar sem lista- og félagslif verður kynnt en á eftir fylgja skemmtiþættir eins og Muppet Show og einnig verður Skonrokk á dagskrá, væntanlega með einhverju inn- lendu efni. Þá verður hleypt af stokkunum 70 minútna frétta- þætti i umsjá fréttamanna sjón- varpsins og verður bæði fjallað um innlend og erlend efni. Þá verða kvikmyndir sýndar þessi kvöld og lét Ólafur þess getið að nokkuð væri af nýjum myndum sem þeim hefði borist. A laugardagskvöldum veröur skemmtiefni innlent og erlent, væntanlega spurningakeppni auk einstakra þátta. Sunnudaga verða þær nýung- ar helstar að flutt verða kvæði með myndum og myndlistar- fræðsla, hvort tveggja stuttir þættir. Þá veröa leikritamynda- flokkar likt og verið hefur ásamt heimildamyndum af ýmsu tagi. Þá verður tekin upp sú nýbreytni að sýna mynd dagsins, og kynning verður á tónlistarmanni mánaðarins. Af islenskum leikritum er fátt eitt að frétta, nema að sýnt verður leikrit Jökuls Jakobs- sonar Vandarhögg fyrir ára- mót, sem leikstýrt er af Hrafni Gunnlaugssyni. Barnaefni veröur allnokkuð aö vanda, má þar nefna Stund- ina okkar sem verður áfram i umsjá Bryndisar Schram og sýndur verður fræðslumynda- flokkur sérstaklega ætlaður börnum um plánetu mannsins — jörðina. Þar með er það helsta upp tal- ið og skal þá vikið að hljóðvarpinu. Enn hefur ekki verið gengið frá dagskránni að fullu, einkum eru tónlistarmálin i deiglunni. Morgunpósturinn verður á sinum stað og munu raddir þeirra Páls Heiðars og Sigmars B. verða morgungjöf hlustenda á myrkum morgnum vetarins. Otvarpsráð er að athuga hvað gert skuli við Vikulokin á laugardögum, og einnig er til umræðu hvort Viðsjánni verður haldið áfram með sama sniði og verið hefur. Einnig er til athug- unar hvort fella skuli niður poppþættina vel flesta eins og tónlistarstjóri leggur tii og taka aðra þætti upp i staöinn. Af tónlistarefni má nefna að i undirbúningi er þáttaröð um Bitlana i umsjá Þorgeirs Astvaldssonar og mun það án efa gleðja hjörtu gamalla Bitla- aðdáenda. Þjóðlagaþáttur verður i umsjá Helgu Jóhannes- dóttur, Guðmundur Emilsson ræðir við tónskáld, Atli Heimir verður með tónhstarkynningu, Jón örn Marinósson kynnir klassiska tónlist og nýr tónlistarþáttur verður fyrir börn sem nefnist Tónfundur. Af leikritum er það helst að frétta að nokkur islensk verk veröa flutt i vetur. Þau eru Fjalla Eyvindur Jóhanns Sigurjónssonar sem flutt er i tilefni af 100 ára afmæli skálds- ins. „I takt við tímann” nefnist verk eftir Svövu Jakobsdóttur, Úlfaldinn eftir Agnar Þórðar- son, Morgunn á Brooklyn brú eftir Jón Laxdal Halldórsson, Siðasta afborgun eftir Sigurð Róbertsson og tveir stuttir þætt- ir eftir Asu Sólveigu, Hvað á að gera við köttin og Næturþel. Þá ferða flutt tvö bestu barna- leikritin sem bárust i leikrita- samkeppni útvarpsins i tilefni barnaárs.þau eru Morgunsárið eftir Herborgu Friðjónsdóttur og Fitubolla eftir Andrés Indriðason. Að sjálfsögðu er margt annað á dagskrá, nýjar sögur verða lesnar o.fi. en við visum til dagskrárkynninga þegar þar að kemur. — ká

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.