Þjóðviljinn - 12.09.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 12.09.1980, Blaðsíða 11
Föstudagur 12. september 1980 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 11 íþróttjr g) íþróttir g / Arsþing Borðtenn- issam- bandsins Arsþing Borötennissambands lslands verður haldið laugardag- inn 8. nóvember 1980 I Félags- heimili Rafmagnsveitu Reykja- vik'ur og hefst kl. 14:00. Dagskrá samkvæmt lögum. Lagabreytingar og tillögur sem sambandsaðilar vilja leggja fyrir þingiðþurfa aö hafa borist stjórn- inni eigi siðar en 18. október. Að kvöldi þingdags verður haldin Haustgleði Borðtennis- manna i Rafveituheimilinu þar sem starfsemi vetrarins veröur kynnt. Borðhald hefst kl. 20:00, en húsið opnar kl. 19.30. Aðalfund- ur íþrótta- kennara Aðalfundur tþróttakennara- félags tslands verður haldinn nk. þriöjudag, i húsi BSRB að Grettisgötu 69 og hefst hann kl. 20. tþróttakennarar eru hvattir til aö bæta fundafælnina og mæta á aðalfundinn. Cr leik VfB Stuttgart og 1. FC Köln. Til vinstri er Karl Heinz Förster, Stuttgart, margreyndur landsliðsmaður og til hægri Bernd Schuster, 1. FC Köln, sem er vafalitiö efnilegasti knattspyrnumaöur Vestur-Þýska- lands I dag. Hann hefur leikib 11 A-landsleiki og stóð sig m.a. frábær- lega vel þegar Þjóöverjar urðu Evrópumeistarar fyrr I sumar. íþróttasamband íslands ályktar: Full andstaða gegn hvers kyns kynþátta- misrétti í íþróttum Vegna óly mpiuleikanna í Moskvu i sumar var mikið rætt um það hver stefna íþróttasam- bands íslands væri I samskipt- um við þjóðir þar sem stjórn- málaleg og félagsleg kúgun væri mikil og eins hvort ISt tæki afstööu til samskipta við þjóðir þar sem kynþátta misrétti væri við lýði. ISÍ hefur þegar lýst þvi yfir að þaö sé ekki i verkahring sam- bandsins að taka stjórnmála- lega afstöðu, en varðandi sam- skipti við þjóðir eins og Suður- Afriku hefur ISl sent frá sér eftirafrandi ályktun: „Iþróttasambandið lýsir fullri andstöðu sinni við hvers kyns kynþáttamisrétti, enda er það grundvallaratriði i lögum okkai að iþróttastarfsemin i landinu sé ekki bundin skilyrðum um trúar- eða stjórnmálaskoðanir né aðrar álika takmarkanir. I samræmi við þetta viljum viö eindregið vara við þvi að hlutgengi I iþróttum og iþrótta- leg samskipti milli þjóða séu á nokkurn hátt tengd stjórnmála- afstöðueinstakra landa. tþróttir eiga að fá aö þróast meðal allra þjóöa heims, án tillits til þess hvaða stjórnmálaöfl eru viö völdhverju sinni. Með þvi móti eru frekast likur á þvi að iþróttaleg samskipti megni að auka skilning, vináttu og bræðralag meðal þjóöa heims- ins. Ef hins vegar til árekstrar kemur af þessum ástæöum, telj- um við að það sé ákvöröunarat- riöi viðkomandi framkvæmda- aðila móts eða keppni, hvernig afgreiða skuli. Hvað Suöur-Afriku varöar skal tekið fram, að Island hefur ekki átt nein bein iþróttasam- skipti við iþróttasamtökin þar i landi. 'lþróttasambandið vill að lok- um lýsa fullri samstöðu við þær forsendur sem lágu til hjásetu tslensku sendinefndarinnar á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, að þaö sé i verka- hring iþróttasamtakanna, fremur en stjórnvalda, aö taka afstöðu til þeirrar hliðar kyn- þáttaaðskilnaðar sem snýr að iþróttum sérstaklega. Knattspyrnustórveldid FC Köln: Aldrei neðar en í 6. sæti 1 FC Köln var stofnað fljótlega eftir seinni heimsstyrjöldina eöa i febrúar 1948. Hefur félagið þvl starfað I rúm 30 ár. Félagið hasl- aði sér fljótlega völl meðal bestu liða Þýskatands og hefur það um langt árabil átt sæti i 1. deild, sem nefnist Bundesliga. 1 FC Köln hefur yf irleitt vegnað vel I deildarkeppninni undanfarin ár og hefjir aldrei hafnað neðar en I sjötta sætis.l. niu keppnistimabil, sem er mjög jafn og góður árangur. Félagiö hefur þrisvar orðið þýskur meistari, árin 1962, 1964 og 1978 og þrisvar þýskur bikar- meistari, árin 1967, 1977 og 1978. Köln hefur aldrei unnið i Evrópu keppninni en veturinn 1978—1979 þegar Köln keppti viö Akranes, komst félagið i fjögurra liða úrslitin en tapaði þá fyrir Nottingham Forest á heimavelli 1:0 eftir að hafa gert jafntefli 3:3 i Englandi. Nottingham vann siðan FF Malmö i úrslitunum 1:0. Volker Hofferbert, þjálfari Vals: Vömin er veikasti Muti Kölnarliðsins Volker Hofferbert, þjálfari, sem náð hefur mjög góðum árangri með Valsliðið i sumar, læröi íþróttafræði i Köln. Hann hefur þetta að segja um lið Köln: „Þegar ég var að læra i Köln fylgdist ég auðvitað mikið með Kölnarliðinu. Min skoöun er sú, að á góðum degi gæti liöið leikið frábærlega vel, ekkert verr en landsliöiö. Ef liðið fær hins vegar mikla mótspyrnu er eins og leik- menn Köln gleymi hvað þeir geta i rauninni spilaö vel, þeir veröa taugaóstyrkir og andstæðingarnir eiga þá möguleika. En ef Köln leikur vel sést ekki beta liö. Styrkleiki liðsins liggur i frá- bærum framlinumönnum og tengiliðum. Dieter Muller og Woodcock eru geysilega skæðir i framlinunni og Littbarski er að verða einn af bestu framlinu- mönnum Þýskalands. A miðjunni eru þeir Schuster, Botteron, Bonhof eða Cullmann, allt geysi- sterkir leikmenn og aukaspyrnur Bonhofs eru frægar. Vörnin er aftur á móti lakari og þess vegna er ekki óvanalegt að Köln vinni leiki sina t.d. 5:2 og 4:3, liðið skorar jafnan mikið en færlika á sig of mikið af mörkum. Yfirleitt er þá ekki við markvörð- inn Schumacher að sakast, hann er aö minu mati besti mark- vörður Þýskalands nú”. Janus Guðlaugsson: Lið í fremsta flokki tslenski knattspyrnumaðurinn Janus Guðlaugsson leikur með liöi frá Köln, sem nefnist Fortuna Köln. Hann þekkir þvi vel til hinna frægu leikmanna 1. FC Köln. Viö gefum honum oröiö: „Það er varla veikan hlekk að finna i liði Kölnar, enda er það liklegasta dýrasta liöiö i Bundesligunni núna. Vörnin er feikilega sterk og Schumacher öruggur i markinu. Tengiliöirnir eru frábærir og eiga eftir að verða enn betri þegar Bonhof verður búinn að samlagast liðinu betur. Hann verður örugglega kominn á fulla ferð þegar hann keppir við Skagamenn. Schuster og Neu- mann eru geysisterkir á miðj- unni. t framlinunni er Woodcock i miklu stuði um þessar mundir, Dieter Muller skorar aö jafnaði 1- 2 mörk i leik og þeir Littbarski og Botteron eru mjög góöir. Jafnvel Okudera veröur að sætta sig viö að vera á varamannabekknum. Sem sagt lið i toppklassa, sem mætir Skagamönnum á Laugar- dalsvellinum”. .... og þá gladdist landsliðsþjálfarinn, Helgi Daníelsson., í knattspyrnutimaritinu World Soccer var fyrir skömmu sagt frá landsleikjum islands í sumar i stuttu máli. Landsleikur islands og Sviþjóöar var að sjálfsögðu þar á meðal. I frásögninni eru nöfn islensku strákanna (auðvitaö) brengluö, en athygli vekur að þeir timaritsmenn eru búnir að gera rannsóknarlögreglumanninn og fyrrum markvörðinn, Helga Danielsson aö landsliðsþjálfara. Sagt er aö Helgi hafi veriö mjög ánægður með úrslitin og þá væntanlega með tilliti til þess sem sagt er framar i klausunni, að tslendingar hafi vonast til þess aö tapa með eins til tveggja marka mun!!!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.