Þjóðviljinn - 12.09.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.09.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. september 1980 Nýir umboðsmenn óskast frá næstu mánaðarmótum á eftirtöldum stöðum. Upplýsingar hjá núverandi umboðsmönnum og hjjá afgreiðslu blaðsins í Reykjavík, sími (91) 81333 Bolungavík Upplýsingar: Jón Gunnarsson, simi 7345. Eskifjörður Upplýsingar: Hrafnkell Jónsson, simi 6160. Hveragerði Upplýsingar: Þórgunnur Björnsdóttir, simi 4235. Höfn í Hornafirði Upplýsingar: Björn Júliusson, simi 8394. Patreksfjörður Upplýsingar: Unnur óskarsdóttir, simi 1280. Ennfremur vantar nú þegar eða sem allra fyrst umboðsmann i Grindavík DJOBVIUINN Sími 91-81333 ÚTBOÐ Rafmagnsveitur rikisins óska eftir til- boðum i að steypa upp kyndistöðvarhús á Seyðisfirði Útboðsgögn verða seld á kr. 10.000 hvert eintak á skrifstofu Rafmagnsveitnanna Laugavegi 118 Reykjavik frá og með föstudegi 12. þ.m. og skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins á Egilsstöðum frá og með mánudegi 15. þ.m.. Tilboðum skal skila 23. þ.m., en verki skal ljúka eigi siðar en 15. des. n.k.. Styrkir til islenskra visindamanna til námsdvalar og rannsóknastarfa í Sam- bandslýðveldinu Þýskalandi. í>ýska sendiráöið i Reykjavik hefur tjáö Islenskum stjórnvöldum að boðnir séu fram nokkrir styrkir handa islenskum visindamönnum til námsdvalar og rannsókna starfa I Sambandslýðveldinu Þýskalandi um allt að fjög- urra mánaða skeið á árinu 1981. Styrkirnir nema 1.300 þýskum mörkum á mánuði hið lægsta, auk þess sem til greina kemur að greiddur verði ferðakostnaður að nokkru. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6,101 Reykjavik, fyrir 20. októ- ber n.k. - Sérstök umsóknareyðublöð fást I ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 8. september 1980. Styrkir til að sækja þýskunámskeið i Sambandslýðveldinu Þýskalandi. Þýska sendiráðið i Reykjavik hefur tilkynnt islenskum stjórnvöldum að boðnir séu fram þrir styrkir til handa islenskum stúdentum til að sækja tveggja mánaða þýsku- námskeiö i Sambandslýðveldinu Þýskalandi á vegum Goethe-stofnunarinnar á timabilinu júni-október 1981. Styrkirnir taka til dvalarkostnaðar og kennslugjalda auk 600 marka ferðastyrks. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 19-32 ára og hafa lokið a.m.k. tveggja ára há- skólanámi. Þeir skulu hafa góða undirstööukunnáttu I þýskri tungu. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6,101 Reykjavik, fyrir 20. októ- ber n.k. Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 8. september 1980. Hólar í Hjaltadal. I Nám að Hólum að ný Eftirfarandi ályktun um bú- fræðinám var samþykkt á síðasta aðalfundi Stéttarsam- bands bænda: Fundurinn vekur athygli á að með lengingu almenns búfræði- náms úr einu ári i tvö fækkar verulega þeim nemendum, sem bændaskólarnir geta útskrifað árlega. Fundurinn telur að öflugt bú- fræðinám sé hér eftir sem hingað til ein af undirstöðum framfara og margskonar menn- ingarstarfsemi i sveitum. Til að tryggja eðlilega endur- nýjun búfræðimenntaðra bænda skorar fundurinn á land- búnaðarráðherra að undinn verði bráður bugur að þvi, að láta hefja rekstur bændaskólans á Hólum á ný. Jafnframt verði efnt til nám- skeiða fyrir starfandi bændur og bændafólk i afmörkuðum þáttum búskaparins. —mhg Að standa fetí framar A svæðafundi kaupfélaganna á Vesturlandi ræddi Krist- mundur Jóhannsson, formaður Kaupfélags Hvammsf jarðar um tengsi félagsmanna við kaup- féiögin. t þvf sambandi vék hann að þjóðfélagsbreytingum siðustu áratugi og vöxt og við- gang samvinnuhreyfingarinnar samhliða þeim. Þrátt fyrir þetta áleit hann samvinnuhreyfinguna að ýmsu leyti vera i varnarstöðu. Nefndi kvikmyndina Öðal feðranna sem nýlegt og glöggt dæmi um vanþekkingu fólks á hreyfing- unni. Kristmundur taldi að samvinnuhreyfingin verði sig ekki nægilega vel þegar á hana væri ráðist og þyrfti að halda þvi betur á lofti, sem hún gerði vel. Mikil nauðsyn væri á auknu fræðslustarfi. Það ætti og að vera hlutverk samvinnumanna, aðberjast gegn sivaxandi skrif- Dýralœknafélag íslands: Ráðuneytiö framfylgi eigin ákvörðun stofubákni i þjóðfélaginu og reyna, eftir öllum leiðum, að ná til sem flestra. Fyrst og fremst þyrfti samvinnuhreyfingin þó að standast samkeppni við keppinauta sina og standa þar raunar feti framar, það væri hennar beittasta vopn. — mhg A aðalfundi Dýralæknaféiags tslands, sem haldinn var að Egilsstöðum 22. og 23. ágúst sl. var m.a. rætt um mál danska dýralæknisins E.R. Garbus, sem starfað hefur án starfs- og atvinnuleyfis við dýraspitala Watsons i Reykjavik. Taldi fundurinn það tvimælalaust lög- brot að láta manninn starfa hér eftir að honum hafði verið synjað um starfsleyfi og var því kröftuglega mótmælt. Eftirfarandi tillaga var samþ. með atkv. alira fundarmanna: „Aðalfundur Dýralækna- félags Islands, haldinn að Egils- stöðum þann 23. ágúst 1980, lýsir fullum stuðningi við aðgerðir stjórnar félagsins varðandi danska dýralækninn E.R. Garbus. Fundurinn harmar að- gerðaleysi landbúnaðarráðu- neytisins I þessu máli, þar sem það hefur ekki, þrátt fyrir synjun þess á umsókn Garbusar til heimildar til að vinna sjálf- stætt að dýralækningum á ís- landi, gert viöhlýtandi ráðstaf- anirtil að framfylgja sinni eigin ákvörðun. Fundurinn krefst þess að ráðuneytið geri nú þegar ráðstafanir til þess að Garbus hætti sjálfstæðum dýra- læknisstörfum á Islandi og felur stjórn Dýralæknafélags íslands að beita öllum ráðum til þess að svo megi verða”. Fundarmenn lýstu yfir vel- vilja sinum i garð dýraspitalans og áhuga á að ráðning islensks dýralæknisaðspitalanum mætti takast. Var samþ. tillaga þar sem skorað var á landbúnaðar- ráðherra að beita sér fyrir þvi að svo mætti verða. —mhg Umsjön: Magnús H. Gíslason VeltaSÍSjan. -jáni Fara bændur að reka, Eigin lánasjód? ■ L Raddir eru nú uppi um þaö meöal bænda aö þeir fari sjálfir aö reka sinn eigin lánasjóö meö Lifeyrissjóöinn aö bakhjarli, og taki þannig i eigin hendur alla fjármögnun landbúnaöarins. Um þessa hugmynd fórust Gunnari Guðbjartssyni, formanni Stéttarsambands bænda, svo orð á aðalfundi þess á dögunum: ,,Þetta fé fer ört vaxandi á næstu árum og þvi er von til aö menn velti þvi fyrir sér hvort ekki sé unnt að losa sig úr spennitreyju rikisvaldsins með lán til landbúnaðarins og bændur verði þar sjálfráðir um mótun lánastefnunnar. Inn i þetta mál kemur spurningin um hvort eðlilegt sé að bændur fjármagni með sinu eigin fé uppbyggingu vinnslustöðva landbúnaðarins o.fl., sem er félagslegs eðlis”. Útlán Lifeyrissjóðs bænda eru á þessu ári 2,3 miljarðar kr. Að auki á hann i banka nokkur hundruö miljónir af lausafé. Þá átti hann, við si"ðustu áramót, skuldabréf fyrir áöur veittum lánum, aðupphæð kr. 3.402 milj. 47,6% af þeirri upphæð er verötryggð. Hluti af árlegu ráöstöfunarfé sjóðsins er afborganir af þessum skulda- bréfum ásamt verðtryggingu og vöxtum. —mhg Eykst um 58,9% Fyrstu sex mánuöi þessa árs hefur heildarvelta Sambandsins aukist um 58,9% og oröiö um 74,6 miljaröar kr. Mest hefur veltuaukningin oröið i Skipa- deild og Ipnaöardeild en minnst i Búvéladeild og Véladeild. Þetta kom fram i ræöu Erlendar Einarssonar, forstjóra, á svæöafundi kaupfélagnna á Vesturlandi, sem haldinn var i Borgarnesi 2. sept. sl. Að þvi er nú stefnt, að auka sölu Búvörudeildar á Stór- Reykjavikursvæðinu. Til athug- unar er og að hefja útgáfu sér- staks fréttabréfs frá deildinni, sem sent verði beint til bænda nokkrum sinnum á ári. Vera má og, að komið verði upp minni vinnslueiningum i frystiiðnaði en nú tiðkast og rætt er um að auka frystiskipastól Sambands- ins og efla þjónustu þess I stykkjavöruflutningum. Að áliti Erlendar verða verkefni Sambandsins á næstu árum fyrst og fremst i þvi fólgin aö þróa hinar hefðbundnu greinari' samvinnurekstrinum á sviði verslunar, búvörusölu, vinnslu og sölu sjávarafurða og iðnaðar. Timabært væri orðið að móta nánar iðnaðarstefnu samvinnuhreyfingarinnar. Hyggja þyrfti vel, i náinni framtið, að fjármögnun samvinnuhreyfingarinnar og efla fræðslu- og félagsmál — mhg »hg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.