Þjóðviljinn - 12.09.1980, Blaðsíða 7
Föstudagur 12. september 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Á þessum Rokk-tónleikum ársins, flytja
Þursarnir splunkunýtt prógram í anda
kvöldsins. Utangarösmenn og Mezzoforte
flytja lög af skífum sem væntanlegar eru á
næstunni og rokkleikhúsið Táragas flytur
dagskrá unna upp úr gasbardaganum 1949 á
Austurvelli. Miöar eru seldir í hljómplötu-
verslunum Karnabæjar og bókaverslun Máls
og menningar.
Verö kr. 7000.
Fjölmennum á ógleymanlegt kvöld.
SAMTOK HERSTODVAANDSTÆDINGA
Ástríöur Karlsdóttir:
Berjumst með
orðinu uns við
• •
vinnum sigur
Ávarp flutt á f jölskylduhátíð herstöðvaandstæðinga,
sem haldin var um Verslunarmannahelgina 1980
Baráttufélagar.
Þegar viö i miönefnd Samtaka
herstöövaandstæöinga fréttum af
framtakssemi ykkar Aust-
firöinga, aö halda f jöiskylduhátfö
og afhjúpa minnisvaröa um Þor-
stein Valdimarsson skáld, var
þaö okkur mikiö gleöiefni þar
sem mikilvægt er fyrir baráttu
okkar aö sem viöast sé þróttmikiö
starf.
Persónulega vil ég lýsa ánægju
minni yfir aö fá aö koma hingaö f
„Paradis Austfjaröa”, og ekki
sist af þvi tilefni sem nú er.
Þótt landiö okkar sé ekki stórt
vill veröa svo aö samband milli
landshluta veröurminna en æski-
legtværi. Vil ég þvi litillega segja
frá starfi okkar á höfuöborgar-
svæöinu.
Opnir miönefndarfundir eru
haldnir i viku hverri og oftar ef
einhver aögerö er i vændum. A
þessum fundum, hefur margt
boriö á góma, meöal annars hafa
orðið fjörugar umræöur um
alþjóöastjórnmál og ályktanir
hafa verið sendar fjölmiðlum.
Þann 30. mars héldum við
baráttufund að vanda og 10. mai
þegar þjóöin haföi veriö hersetin i
40 ár, var minnst á viðeigendi
hátt, þar sem efst á baugi var
spurningin um geymslu kjarn-
orkuvopna hér á landi. Mikil um-
ræöa hefur spunnist um það og
ekki aö ófyrirsynju, þvi enn hefur
ekki fengist staöfest að Island sé
ekki geymslustaöur bandariskra
kjarnorkuspreng ja.
Þessi umræöa viröist hafa vak-
iö ýmsa til umhugsunar um þann
beina háska sem fylgir hérvist
hersins, og væri vel ef hver og
einn landsmaöur ihugaöi þetta al-
varlega mál.
Tvivegis höfum viö reynt aö fá
Varöberg (Félag um vestræna
samvinnu) á kappræðufund um
þetta mál, og tvivegis varö þeim
orðs vant og leituöu skjóls i þögn-
inni.
Málgagn herstöövaandstæö-
inga Dagfari hefur einu sinni
komið út i ár i nýju formi og er
ætlunin aöf jögur slik blöö komi út
á árinu. Nú er veriö aö vinna, aö
hljómleikahaldi sem fram á aö
fara i september og ber nafnið
„Rokk gegn her”, og vonumst við
til aö þaö veröi fjölsótt. 1 vetur
hafa menn unniö aö gerö nýrrar
hljómplötu og er stefnt aö þvi aö
hún komi út fyrir jól.
„Eitt verö ég aö segja þér”
hljómplatan sem viö gáfum út
siöastliöiö ár vakti veröskuldaöa
athygli, enda margir þjóökunnir
listamenn sem lögöu ljóð og lög
meö þeim afleiöingum aö einn
talsmaöur lýöræðis og frelsis
kraföist þess aö hún yröi bönnuö i
útvarpi.
Þaö er erfitt að trúa aö þessi
frelsissinnar þoli ekki hljóminn
„Þú veist i hjarta þér, kvað vind-
urinn, aö varnarblekkingin er
dauði þinn”, eftir okkar ástsæla
skáld Þorstein Valdimarsson.
Mér er þaö ofarlega i minni sól-
bjartan maimorgun i Keflavikur-
göngu 1976 þegar hann sendi okk-
ur þetta ljóö og lag. Hve oft hafa
ekki dunið á okkur spurningar
eins og hvers vegna losna við her-
inn, hann gerir jú ekkert. Þvi
miður hafa margir ekki gert sér
grein fyrir markmiöi og afleiö-
ingum hernámsins, þótt margir
notfæri sér það vitandi vits i eig-
inhagsmunaskyni.
Daglega veröum viö vör viö
spillingaráhrif hersins. A lævisan
hátt reyna þeir aö smjúga inn i
islenskt þjóölif, sem viöast og
koma þvi inn i vitund þ jóðarinnar
aö þeir séu þar eðiilegur og ó-
missandi þáttur og má nefna
dæmi eins og almannavarnir,
björgunarþjónustu i gegnum
Slysavarnafélag Islands auk þess
sem þeir hafa hin siöustu ár reynt
aö tengja sina eigin heilbrigöis-
þjónustu hinni islensku þótt lágt
fari.
Þeim hefur þegar tekist aö gera
ótrúlegan fjölda íslendinga bæöi
almenn samtök og einstaklinga
sér fjárhagslega háö á sviöi
verslunarogþjónustu og nægir aö
nefna sem dæmi hverskonar um-
boðsaðila sem þiggja fé af hern-
um, leynt og ljóst.
Aróöur Keflavikurútvarpsins
dynur allan sólarhringinn á Suð-
urlandi, og ekki má gleyma
Kanakokkteilnum, en þá senda
þeir viröuleg boöskort til stéttar-
félaga og starfshópa.
Sfðustu daga hefur verið ritaö
og rætt um olíubirgöastöö undir
þaö ótrúlega mikla magn 200
þúsund tonn af oliu og sjá Mogg-
amenn sér nú leik á boröi aö láta
herinn sjá Islendingum fyrir
varabirgöastöö svona i gustuka-
skyni.
Landsölu og réttarsölutilhneig-
ingin skýtur viöa upp kollinum.
Meö þessu móti hefur Bandarlkj-
unum tekist að gera tsland aö
hálfnýlendu sinni. Þaö er Ihugun-
arefni aö ugglaust eru Islend-
ingar háöari Bandarlkjamönnum
nú en þeir voru Dönum og þótti
þeim þó nauösyn bera til aö slita
rikjasambandinu.
Vist hefur ryki veriö kastaö I
augu fólks þegar talaö er um
varnarlíö á íslandi. Þau vopn sem
framleidd eru nú á tlmum eru
árásarvopn, þau tortíma en verja
engan.
Herstööin I Keflavik er skot-
mark og ef ein kjarnorkusprengja
spryngi I Keflavik gæti geisla-
virkt úrfelli jafnvel borist til
Austurlands.
Herstöövaandstæðingar! Viö
höfum mikið verk aö vinna, viö
veröum aö upplýsa fólkiö sem
ekki veit aö eina raunsækja vörn-
in er hlutleysi og aö tsland standi
utan viö allt hernaöarbrölt. Viö
viljum ekki vera hálfnýlenda eða
nýlenda og viljum ekki gera her-
stefnu og helstefnu aö okkar
stefnu.
Við viljum geta kallað okkur
sjálfstæöa þjóö. Þvi miöur eru
ekki allir jafn skynsamir og
hundurinn Snató, sem þið kannist
viö i limru Þorsteins Valdi-
marssonar:
„Þú veist I hjarta þér, kvaö vindurinn, aö varnarbiekkingin er dauöi
þinn”.
Hún Snotra er móöir aö Snató
og Snató er undan Plató
hann er skelfilegt svin
en þó skammast hann sin
niöri skott ef viö köllum
hann Nató.
Herstöðvaandstæöingar! Höld-
um baráttunni ótrauðir áfram
uns hernámssinnar hafa hlotiö
skynsemi Snatós.
Viö berjumst meö orðinu uns
viö vinnum!
tsland úr Nató — herinn burt!!
Kosningaupp-
gjör Guðlaugs:
43 millj-
ónir í
veltunni
Fjámálanefnd stuön-
ingsmanna Guölaugs Þor-
valdssonar til forseta-
kjörs hefur lokiö uppgjöri
kosningasjóös og sent niöur-
stööutölur til fjölmiöla.
Reyndist kostnaöur nema
alls kr. 43.364.075, en tekjur
43.421.191, þannig aö tekjur
umfram gjöld uröu 57.116 kr.
Tekjur fengus^ annars-
vegar af happdrætti, 22,7
milj. kr. hinsvegar af frjáls-
um framlögum, 20,6 milj. kr.
Stærstu gjaldaliðir voru aug-
lýsingar 14,8 milj. kr. og út-
gáfukostnaöur 9.5 milj. kr.
ROKKcAHER
í Laugardalshöllinni 13. september kl. 9™
Þursaflokkurinn - Bubbi
Mortens og Utangarðsmenn
T áragas - Mezzof or te