Þjóðviljinn - 12.09.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 12.09.1980, Blaðsíða 16
MÚÐVIUINN Föstudagur 12. september 1980 AöalsÍPti Þjóftviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga tll föstudaga. L'tan þess tima er hægt aö ná í blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins f þessum slmum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285. ljósmvndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná í afgreiöslu blaösins isima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Afgreiðsla 81663 Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjayík: Á móti braski með samgöngur og fólk Staðhœfmgum stjórnarformanns Flugleiða vísað á bug Stjórn Alþýðubandalags- ins í Reykjavík hefur sent frá sér ályktun þar sem því er mótmælt að fiokkurinn stefni að því að knésetja Flugleiðir h.f. Hinsvegar segist stjórn félagsins eindregið á móti því að einkaaðilar braski með samgöngur til og frá land- inu og atvinnuöryggi fólks. Alyktunin er svohljóöandi: Stjórn ABR vill harölega visa á bug staöhæfingum stjórnarform. Flugleiöa h/f þess efnis aö Alþýöubandalagiö stefni aö þvi aö knésetja Flugleiöir h/f. Hinsvegar vill ABR taka skýrt fram aö fyrir 2 árum vakti Alþýöubandalagiö fyrst athygli á þeirri gifurlegu rekstrarhættu, sem allar flugsamgöngur lands- ins eru i. ABR vekur ennfremur athygli á aö undanfarin ár hafa Flugleiöir h/f stundaö umtalsveröan fjármagnsútflutning i formi stofnunar erlendra dótturfyrir- tækja, án eftirlits islenskra stjórnvalda. ABR er eindregiö á móti þvi aö einkaaöilar braski meö samgöngur til og frá landinu og atvinnuöryggi fjölda fólks, sér til efnahagslegs ávinnings, en ætli siöan almennum skattgreiöend- um aö bera i sameiningu taprekstur félagsins þegar á bjátar. Karl Sighvatsson hefur alla tónlistarþræöi i höndum sér. Karl Sighvatsson: Vid beitum táragasi! Herstöövaandstæöingar starfa nú á öllu útopnu viö aö undirbúa hljómleika i höllinni á laugar- dagskvöldiö klukkan niu. t Laugardalshöllinni vinnur her manns að skreytingu hússins og annar her fer um borgina og raskar hversdagstilveru borgar- anna meö ýmsum uppákomum. 1 Sóknarsalnum situr svo Karl Sig- hvatsson hljómlistarmaöur um- kringdur ýmsum tólum og tækj- um og hefur yfirumsjón meö tón- listarmálum. Viö spurðum hann hverskonar fyrirtæki Táragas „Þetta er um tiu manna starfs- hópur, einskonar tilraunaleikhús sem sér um hljóðeffekta, tónlist og tal i tengslum viö sýningu myndarinnar frá atburöunum á Austurvelli 30. mars 1949. Nafn- giftin er komin frá þvi að þá var táragasi beitt i fyrsta og að þvi er ég best veit eina skipti af islenskri lögreglu. Ég fékk þá hugmynd þegar undirbúningur hljómleik- anna var kominn á rekspöl að ekki væri vitlaust aö sýna mynd- ina frá fyrrnefndum gasslag 1949 á tónleikunum, bæöi til aö rifja þetta upp fyrir þeim eldri og eins til að sýna æskunni hvernig þetta gekk fyrir sig. Okkur finnst þaö afar mikilvægt að þetta falli ekki i gleymsku, þarna var framiö lög- brot innan veggja alþingis og of- beldi beitt á landslýö. Allar hljómsveitir sem þarna koma fram veröa meö nýtt efni. Utangarösmenn veröa meö efni sem aö vissu leyti tengist her- málinu, Þursar meö eitthvaö efni úr söngleiknum Gretti og Mezza- forte meö glænýtt efni af fyrir- hugaöri plötu. Þetta verða heljarmiklir tón- leikar, góöir tveir timar aö lengd. A milli atriða verður svo leik- hópur meö uppákomur svo þaö ættu éngin hlé aö rjúfa dag- skrána”. 40 miljónir í veislur hjá borginni: Sjaldnast að frumkvæði borgarstjórnar sjálfrar — segir Bergur Tómasson, borgarendurskoðandi Samninga- fundur I dag kl. 16 koma samn- inganefndir Alþýðusam- bands Islands og Vinnu- veitendasambandsins saman til fundar hjá sátta- semjara en síðasti sameig- inlegi fundur þessara samningsaðila var 29. ágúst sl. Þó hlé hafi orðið á eigin- legum samningaviðræðum hafa verið margir óform- legir fundir með sátta- nefnd, sérsamböndum og samninganefndunum sinni i hvoru lagi og stóðu til dæmis fundarhöldin í allan gærdag. Alþýöusamband Islands hefur af gefnu tilefni sent til birtingar frávísunartillögu þá sem 43ja manna samninganefndin , sam- þykkti á þriöjudag. Fer hún hér á eftir: „Jafnframt þvf sem samn- inganefnd ASl leggur áherslu á aö 14 manna viöræöunefndin knýi fram svör af hálfu rfkisvaldsins um skattalækkun lágtekjufólks, úrbætur i lifeyrismálum og öör- um félagslegum atriöum i kröfu- gerö samtakanna,samþykkir hún aö visa tillögu Karls Steinars o.fl. til 14 manna nefndar til meö- feröar.” _ ai i skýrslu sem endurskoöunar- deild borgarinnar hefur gert aö beiöni eins borgarráösmanns kemur fram aö á fyrstu sjö mánuöum þessa árs fóru tæpar 40 miljónir til veisluhalda og mót- töku erlendra gesta á vegum Reykjavikurborgar. Skýrslan hefur ekki veriö afhent öörum en þeim sem um hana baö en Dag- blaöiö birti niöurstööur hennar i gær. Bergur Tómasson, borgar- endurskoöandi, sagöi I samtali viö Þjóöviljann i gær aö hann heföi ekki lokiö viö frágang þess- arar samantektar en bjóst viö aö hún yröi lögö fram I borgarráöi innan skamms. „Samanburöurá milli ára hvaö þetta snertir þjónar engum til- gangi,” sagöi Bergur Tómasson. „Veislur og móttökur veröa sjaldnast fyrir frumkvæöi borgarstjórnar heldur vegna beiöni og þrýstings frá alls konar félagasamtökum og hópum sem hingaö koma til ráöstefnuhalds eöa heimsókna. Fjöldi slikra heimsókna er mjög misjafn eftir árum, þannig er hér t.d. haldiö norrænt æskulýösmót fjóröa hvert ár, hér var Norðurlanda- ráösþing I vor, I vikunni þinguöu hér norrænir hjúkrunarfræöingar o.s.frv. Hvenær slika fundi ber upp á Islandi eöa hversu f jölmennir þeir eru er ekki á valdi borgarstjórnar. Þá er kostnaöur- inn lika mjög misjafn allt eftir tilefninu. Ef hér er konungs- heimsókn eitt áriö þá rýkur allur kostnaöur upp og svo mætti lengi taka dæmi.” „Höfuöborg landsins hefur ákveönum skyldum aö gegna i Komið í fastar skorður — segir Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar „Eftir aö ég tók viö stjórn þess- ara mála hefur verið reynt aö setja fastari skoröur um hvaöa hópum er tekiö á móti og meö hvaöa hætti”, sagði Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar um veisluhöld á vegum borgar- innar. Sigurjón tók fram að hann heföi ekki séð skýrslu þá sem sagt var frá I Dagblaöinu i gær og væri hann þvi engan veginn reiöubúinn tilþess að ræöa hana sérstaklega. Mótttökur borgarinnar eru nú aö sögn Sigurjóns takmarkaöar þannig, aö ekki er tekiö á móti öörum en samnorrænum mótum sem þinga hér ekki oftar en á fimm ára fresti og þar sem um er að ræöa sambærilegar viötökur i höföuborgum hinna Norðurland- anna þegar mótin eru haldin þar. „Viöhöfum þó gengið skemmra” sagöi Sigurjón þvi veitingar i slik- um tilvikum eru takmarkaöar við kaffi eöa siödegismótt- töku, — aldrei matarboö. Ef gestir koma hins vegar beint á vegum borgarinnar er veitt öðru visi eöa betur”. Fara ekki of háar upphæöir I þetta? „Þetta er talsvert mikiö fé”, sagði Sigurjón, en ég tel rétt aö skoða lengra timabil til aö sjá hvort þetta fer vaxandi eða ekki. Ég tel þaö ekki vera. Á hitt er lika aö llta aö Reykjavikurborg getur varla neitað aö gegna þessu hlut- verki sem gestgjafi erlendra aö- ila sem hingaö koma til heim- sókna þó auðvitað sé sjálfsagt aö hafaumþaöfastar reglur”. —-AI þessu efni og getur ekki visaö óskum um móttökur frá sér i önn- ur sveitarfélög, — Hafnarfjörö eöa Húsavik til dæmis. Hins vegar gætu borgaryfirvöld gert upp á milli féiagasamtaka, sagt já viö þessi en nei viö hin en þaö er ákaflega erfitt. Það eina sem þau raunvérulega geta gert er aö takmarka kostnaö og ákveöa hversu veigamiklar veitingarnar eiga aö vera, — hvort gefa eigi kaffi og vinarbrauð eöa eitthvaö annaö,” sagöi Bergur Tómasson aö lokum. — Al

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.