Þjóðviljinn - 12.09.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 12.09.1980, Blaðsíða 15
Föstudagur 12. september 1980'JÓÐVILJINN — SIÐA 15* frá M Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum, Síðumúla 6. lesendum Vankantar á skattalögum ES hringdi og sagöi sem svo: Mér finnst að þið á Þjóövilj- anum séuð full ánægð yfir þeim skattalögum sem nú er verið aö prófa á landsmönnum. Þið mættuð gjarna hugsa meira um þá vankanta sem á þeim eru, það óréttlæti sem þau smiöa með ýmsum hætti. Viðskulum taka einfalt dæmi. Hugsum okkur hjón sem ekki hafa aðrar tekjur en ellilifeyri og tekjutryggingu og ekkju sem eins er ástatt um. Hjdniri eiga ibúð sem metin er á 25 míljönír króna og ekkjan lika. Þær reglur gilda I skatta- lögunum, að eignum til eigna- skatts er skipt jafnt milli hjóna. Þau „eiga” þvi 12.5 míljónír hvort. En eignaskattur er ekki lagöur á fyrr en eignin er I 15 miljónum. Þessi ágætu eftir- launahjón sleppa þvi við eigna- skatt. Ekkjan hinsvegar lendir i eignaskatti, vegna þess að hún erein. Skattur þessi er 1.21% af eignamati eöa i þessu tilviki röskar 120 þúsund krónur. Og eins og ég sagði áðan eru tekjurnar mjög takmarkaðar. Og svo vikið sé að hjónunum aftur: ef annað þeirra deyr er ekkillinn eða ekkjan mun verr sett en áöur. Svona lagað fæst ekki leiðrétt, segja þeir á skattinum. sem f raun sýna breytingu til Þetta dæmi telst til þeirra hins verra frá þvi sem áöur var. Umsjón: Edda Björk og Hafdís Hvað gamall er þessi fíll? Það er sagt að fílar geti orðið mjög gamlir. Leggið saman tölurnar á myndinni og gáið hvað þið komist hátt upp. Skrýtlur Maður nokkur nam staðar á götu til að horfa á stóra líkfylgd sem f ram hjá fór. Síðan segir hann við litla stúlku sem hjá honum stóð: — Þú getur vænti ég ekki sagt mér hvern er verið að fara að jarða? — Jú, það get ég. Það er sá sem liggur í kistunni þarna. Saltabrauð (útileikur) Saltabrauð er þannig, að sá sem er hann telur upp að 250 eða 300. Meðan hann telur,eiga hinir að fela sig. Þegar búið er að telja eiga hinir að vera búnir að fela sig. Sá sem er hann byrjar þá að leita. Meðan hann er að þvi,reyna þeir sem GÁTUR- 1. Hvaö er það sem hleypur áfram og flautar, en getur hvorki talað né gengið? 2. Hvaöa sýki er það sem aldrei hefur gengið i neinu landi? 3. Hvað er það sem fólk talar mest um, en getur þó hvorki ráðið við né breytt neinu um? földu sig að komast að staðnum,þar sem talið var, og kalla: „Saltað brauð fyrir mér, einn tveir þrír!" Ef sá sem er hann sér einn þeirra sem földu sig hleypur hann að staðnum þar sem hann taldi og kallar: „Saltað brauð fyrir (t.d.) Gunnu (bara að það sé nafnið á þeim sem hann sá),einn, tveir og þrír!“. 4. Hvað er það sem sólin getur aldrei skinið á? 5. Hvað er það sem hefur egg, en getur samt ekki orpið? 6. Hvaö er það sem fær fólk til að gera töluverðan hávaða og gretta sig um leið? Svör: 1. járnbrautarlest, 2, sjóveiki, 3. veðrið, 4. skugginn, 5. hnifur, 6. hnerri. — Maður nokkur særð- ist á hné af byssuskoti og læknarnir skáru skurð í hnéð. Loksins varð hann óþolinmóður og spurði hví þeir væru svona miskunnarlausir við sig. — Við erum að leita að kúlunni. — Af hverju sögðuð þið það ekki fyrr? — spurði maðurinn, — ég er með hana í vasanum. Læknirinn: Kýlið sem þér eruð með i hnakkan- um mun batna bráðum, en þér verðið daglega að hafa vakandi auga með því. barnahomið Krakkar á Akureyri Litli barnatlminn i dag er tekinn upp á Akureyri og er f umsjá Grétu ólafsdóttur. Tvær tiu ára telpur, Borg- hildur Siguröardóttir og Kristin Magnúsdóttir, velja og flytja efnið i þættinum með stjórnanda. Það færist nú i vöxt að krakkamir taki sjálfir þátt i að búa til þætti sem þeim eru ætlaðir, og er það góð til- breyting og skemmtileg. -ih. Útvarp kl. 17.20 — Fassbinder 1 kvöld Hreinsanir Stalíns Nú er þar komiö i þáttunum um „Rauða keisarann” Jósep Stalín, að hann er farinn að hreinsa til i flokknum. I þætt- inum i kvöld, sem er sá þriðji í röðinni, er fjallað um tima- bilið 1934-39. Það veröur að segjast að þættir þessir virðast ekki byggðir á neitt sérstaklega traustum sagnfræðilegum grunni, og margt hefur orkaö tvimælis i þeim tveimur þátt- um sem þegar hafa verið sýndir. Einkum var yfir borðslega fjallaö um bylting- una sjálfa og striðið sem kom I kjölfar hennar. Það var af- greitt sem borgarastrið milli hvitliða og rauöa hersins og litið sem ekkert gert úr þvi að þetta var innrásastriö, sem herir flestra Vesturlanda tóku þátt I. Manni virðist óneitanlega að hér sé um áróðursmynd gegn Stalin að ræða fremur en heimildamynd um timana sem hann lifði og þjóðfélagið sem hann átti stóran þátt i að skapa. Það er dálitið hjákát- Að leikslokum 1 kvöld sýnir sjónvaroið hátiðahöld sem frarn fóru þegar hinum sögulegu Ólym- piuleikum lauk i Moskvu I sumar. Var þar mikiö húllumhæ: fimleikar, dansar og flugelda- sýning, og ekki að efa að margir áhorfendur kunna að meta slikt, einkum þeir sem hafa litasjónvarpstæki. ____. Sjónvarp kl. 20.40 Þýski kvikmy ndastjórinn Rainer Werner Fassbinder er islenskum kvikmy ndaunn- endum að góðu kunnur. Myndir hans hafa veriö sýndar hér I Fjalakettinum, i sjónvarpinu, sem mánudags- myndir I Háskólabiói og á al- mennum sýningum, og er skemmst að minnast örvænt- ingar (Despair) sem Laugar- ásbió sýndi fyrir nokkrum mánuðum. 1 kvöld sýnir sjónvarpið eina af eldri myndum hans, Banda- riska hermanninn, frá 1970. Hún fjallar um hermann sem snýr heim til Þýskalands eftir að hafa tekið þátt f hernaöi Bandarikjanna i Vietnam. Þessi mynd mun ekki hafa verið sýnd hér á landi áður, en hún vakti heilmikla athygli á sinum tima úti I hinum stóra heimi, eins og reyndar flestar myndir þessa umdeilda leik- stjóra. Fassbinder er einna fræg- astur fyrir ódrepandi vinnu- gleöi. Hanner alltaf með mörg járn i eldinum, semur handrit og stjórnar kvikmyndum og sjónvarpsleikritum, fram- haldsmyndaflokkum og leik- hússýningum og er jafnframt leikari. Einsog gefur að skilja eru verk hans ekki öll talin til snilldarverka, en hann hefur vVC V. Sjónvarp fT kl. 21.3S leg timaskekkja að hafa uppi áróður gegn Stalín nú, þegar fólk hefur yfirleitt það mikla þekkingu á þessum málum að áróður fyrirStalin er vonlaus, svo ekki sé meira sagt. Mættum við þá heldur biðja um gagnrýna og pottþétta heimildamynd, byggða á þekkingu. .jh. Fassbinder leikur sjálfur eitt af hlutverkunum i Bandariska hermanninum. Hér er hann (t.h.) samt Karl Scheidt. yfirleitt eitthvað að segja, og oftast er það eitthvaö sem skiptir máli. Myndin i kvöld er ekki viö hæfi barna. -ih.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.