Þjóðviljinn - 23.09.1980, Page 1
Uppsagnir i Fríhöfninni
MOWIUINN
Þriðjudagur 23. september 1980 — 216. tbl. 45. árg.
Krefjumst
afturköllunar
Börnin I Holtaborg geröu sér dagamun I gær og fóru i Húsmúlarétt til aft fá i sig ys og þys og jarm hefð-
bundinna búskaparhátta. Fleiri myndir á opnu. (ljósm. — eik).
Hvernig myndast vöruverö?
segir framkvæmdastjóri SFR
— Það sem okkur þykir
einna alvaríegast í þessu
máli er að stéttarfélagið
hefur verið sniðgengið al-
gjörlega/ — sagöi Gunnar
Gunnarsson, f ram-
kvæmdastjóri Starfs-
mannafélags rikisstofn-
ana, þegar blaðamaður
leitaði álits hans á upp-
sögnum starfsmanna Fri-
hafnarinnar.
öllum starfsmönnum Fri-
hafnarinnar, fimmtiu að tölu,
hefur verið sagt upp störfum frá
og með 31. desember n.k. Þeir eru
félagar i SFR og eru allir fast-
ráönir, ýmist skipaðir eða fast-
ráðnir með þriggja mánaða upp-
sagnarfesti.
Sagði Gunnar að uppsagnirnar
hefðu komið öllum á óvart, eink-
um þar sem staðið hafa vfir við-
ræöur að undanförnu um íramtið
Frihafnarinnar.
— Þessar uppsagnir koma
þvert ofan i þær viðræður, og
verður þetta aö teljast undarlegt
bráðræði, að segja fólkinu upp
áður en nokkur ákvörðun hefur
verið tekin um starfsemi Fri-
hafnarinnar i framtiðinni. Það
eina sem virðist liggja á að gera i
þessu máli er að reka fólkið.
— SFR mun að sjálfsögðu veita
þessum félögum sinum allan
stuðning, og við höfum þegar
leitaö ásjár félagsmálaráðherra,
á grundvelli reglugerðar um hóp-
uppsagnir, en sú reglugerð er
byggðá ölafslögunum svonefndu,
og segir þar að atvinnurekendum
beri að tilkynna, með tveggja
mánaða fyrirvara um væntan-
legar uppsagnir, ef um 4 menn
eða fleiri er að ræða. Það er
undarlegt að svona mikið skuli
liggja á að reka þetta fólk, að það
skuli gert meðan Ólafur Jó-
hannesson er erlendis, maðurinn
sem Ólafslögin eru kennd við.
— Atvinnurekendum ber skylda
til að gera grein fyrir ástæðunum
fyrir hópuppsögnum, — sagði
Gunnar, — og við munum þvi
krefjast þess að uppsagnirnar
verði afturkallaðar og að áður en
til þeirra komi liggi fyrir
greinargerö um það, sem við á að
taka i málefnum Frihafnarinnar.
________________________— ih__
--------------------------1
„Flestir
verda
endur-
ráðnir”
segir Hannes
Guðmundsson hjá
varnarmáladeild
„Þessar uppsagnir eru vegna
samdráttarins i starfsemi Flug-
leiða. Það liggur ljóst fyrir að
Frihöfnina verður að endurskipu-
leggja i samræmi við breyttar að-
stæður”, sagði Hannes Guð-
mundsson hjá varnarmáladeild
utanrikisráðuneytisins. „En hitt
er svo annað mál að þótt einhver
fækkun verði meöal starfsmanna
þá veröa þeir liklega flestir
endurráðnir. Þetta er þó allt
undir aöstæöum komiö”.
Akvöröunar um endurskipu-
lagningu er aö vænta innan fárra
vikna og i dag mun ráöuneytiö
senda frá sér tilkynningu um
þessi mál.
Hve mikill
samdráttur?
Einn af starfsmönnum Fri-
hafnarinnar sem Þjóöviljinn
haföisamband viö i gær sagöi, aö
mönnum þætti ekki óeölilegt þótt
| eitthvaö yrði fækkað starfsfólki i
! Frihöfninni vegna samdráttar á
! Atlantshafsleið. En hann tók það
I fram, aö viöskipti Frihafnarinnar
j væru mest viö þá sem færu út úr
1 landinu og inn, og ef aö heildar-
fjöldi þeirra breyttist ekki veru-
lega væri um fremur litinn sam-
dráttað ræöa. Aftur á móti kæmi
samdráttur i Aflantshafsflugi
| miklu verr niður á Islenskum
| markaði, þvl þeir sem rétt tylltu
hér niöur tánum á leiö yfir hafiö
i heföu veriö alldrjúgir viöskipta-
] menn þar.
— gb
Verslunin tvöfaldar verdid
I Morgunblaðinu á
sunnudaginn var er end-
urtekið áróðursefni sem
nokkrir fulltrúar heild-
sala og kaupmanna fluttu
í eintalsþætti í sjónvarp-
inu þann 19. ágúst s.l.
Þarna er því haldið
fram að hægt væri að
spara 7.2 miljarða á ári
„ef verslunin í landinu
mætti taka 10% afslátt
frá seljanda inn í vöru-
verðsútreikning" eins og
komist var að orði.
Auövitaö hefur engum lifandi
manni nokkru sinni dottið I hug
aö banna verðlagsyfirvöldum
að taka þá afslætti sem innflytj-
endur ná að semja um erlendis
inn i vöruverðsútreikning hér
heima. — Þvert á móti ber verð-
lagsyfirvöldum að sjálfsögöu
skylda til að taka þar fullt tillit
fái þau aö vitaum afslættina .
Það sem margir heildsalar
hafa hins vegar iðkað er að
hiröa sjálfir allan hagnað af
umsömdum afslætti erlendis en
reikna sér siðan álagninu af
hærra innkaupsveröi en þeir
nokkru sinni borga i raun.
Slíkt athæfi er aö sjálfsögðu
bæöi löglaust og siölaust og
veldur auk þess miklu um óöa-
veröbólguna, sem hér hefur
geysað.
Annars er þaö athyglisverðast
viö þau áróðursgögn, sem for-
söngvarar heildsalanna hafa
verið að flytja i sjónvarpinu og
Morgunblaöinu, aö þar er rakið
hvert dæmið á fætur öðru um
verömyndun á ýmsum vöruteg-
undum, — og þessi dæmi sina að
hlutur heildsalanna og smásölu-
verslunarinnar i endanlegu
verði til neytandans er oftast
hærri en nemur innkaupsverði
vörunnar erlendis að viöbættum
flutningskostnaöi.
Meö öörum orðum: — Þótt
rikiö tæki alls engin gjöld af inn-
fluttum vörum, þá yröi veröiö
sem neytandinn greiöir samt
helmingi hærra en varan kostar
komin á hafnarbakkann i inn-
flutningshöfn.
Viö endurprentum nokkur
dæmi um þetta úr Morgunblaö-
inu:
1. Appelsinumarmelaði, 10 oz.
glas: Verö vöru i islenskri
höfn: kr. 239,59. — Við bætist
hlutur heildsölu og smásölu
kr. 295.69.
2. Kornflögur: Verð vöru i
islenskri höfn: kr. 294,29. —
Við bætist hlutur heildsölu og
smásölu kr. 320,23.
3. Raftæki til heimilisnota, t.d.
rakvélar: Verð vöru i
islenskri höfn: kr. 10.500.-. —
Viö bætist hlutur heildsölu og
smásölu kr. 10.690.-
öll þessi dæmi eru beint úr
Morgunblaöinu á sunnudaginn
var.
Sjá nánar leiðara
á siðu 4.
10%
hækkun
byggingar-
vísitölunnar
Hagstofan hefur reiknað visi-
tölu byggingarkostnaðar eftir
verölagi i fyrri hluta september
1980 og reyndist hún vera 539,18
stig, sem lækkar i 539 stig (októ-
ber 1975=100). Gildir þessi visi-
tala á timabilinu október-desem-
ber 1980.
Samsvarandi visitala reikn-
uö eftir verölagi i fyrra hluta
júni 1980 og meö gildistima júli-
september 1980 var 490 stig.
Hækkun frá júni til september
1980 er 10.0%