Þjóðviljinn - 23.09.1980, Síða 6
g siða — ÞJÓÐVILJINN Þri6judagur 23. september 1980.
Minning
Kristján Andrésson
Fæddur 16.6. 1914 — Dáinn 15.9. 1980
Kristján Andrésson, einn af
fremstu forystumönnum sósial-
ista i Hafnarfirði um langt árabil
er látinn. Kristján var traustur
maöur og trúverðugur, enda mik-
ils metinn af öllum sem með hon-
um unnu.
Við Kristján áttum saman langt
og gott samstarf í Sósialista-
flokknum. Samstarfið varö
meira, eflaust vegna þess að báð-
ir urðum við að glima viö hliðstæð
verkefni hvor á sinum heimastað.
Kristján var bæjarfulltrúi i
Hafnarfirði i mörg ár og á þeim
vettvangi varö hann að taka á sig
ábyrgð á stjórn bæjarmálefna
jafnhliöa þvi' sem hann var fram-
arlega i félagsmálastarfi i sinu
bæjarfélagi. Kristján var for-
stjóri Bæjarútgerðar Hafnar-
fjarðar i nokkur ár við aðstæður
sem þá voru ekki þægilegar.
Kristján Andrésson fékk þau
verkefni viö að fást i bæjarfélagi
sinu, sem viö ýmsir sósialistar á
sviðuðum aldri og hann, þurftum
við að glima, en það var aö sam-
eina i eitt baráttu fyrir okkar
sósialisku lifsskoðun og baráttu
fyrir bættum lifskjörum verka-
manna og s jómanna og fyrir aukn
um félagslegum réttindum þeirra
sem afskiptir voru. Sú barátta
var háð i stéttarfélögum og öðr-
um hagsmunasamtökum, á fund-
um, i blöðum og á vinnustöðum.
Hún var einnig háð inn i bæjar-
stjórnum, og gat tekið á sig mynd
þess, aö forystumaður sósialista
yröi ekki aðeins tillögumaöur um
bæjarútgerð, eða annan félags-
legan rekstur, heldur einnig for-
stjórifyrir slikum atvinnurekstri.
Kristján Andrésson var
róttækur sósialisti. Hann átti sina
pólitlsku hugsjón og boðaði hana
hiklaust. En Kristján var jafn-
framt raunsær i slnu pólitiska
starfi. Honum dugðu ekki róttæk
orð eingöngu, hann var maður
starfs og athafna og vann þvi
sleitulaust að framkvæmdum á
þeim boöskap sem hann hafði aö
flytja.
Ég minnist Kristjáns með virö-
ingu og þakklæti um leið og ég
votta eiginkonu hans og börnum
samiiö mina.við fráfall hans.
Lúðvik Jósepsson.
Viö lát Kristjáns Andréssonar
fyrrv. bæjarfulltrúa i Hafnarfirði
eiga sósialistar á bak að sjá ein-
um traustasta baráttumanni sin-
um um árabil. Hann var i áratugi
burðarás pólitiskrar baráttu
sósialista i Hafnarfirði og átti
sæti i miöstjórn Sósialistaflokks-
ins á annan áratug.
Kristján Andrésson gegndi fjöl-
þættum störfum um ævina: vann
verkamannastörf, flugvallar-
eftirlitsstörf, verslunarmanna-
störf, var form. Verslunar-
mannafélags Hafnarfjarðar um
skeið, lögregluþjónn i 6 ár, var
framkvæmdarstjóri og siðast
fulltrúi verölagsstjóra. Kristján
átti sæti i bæjarstjórn Hafnar-
fjaröar i tvo áratugi, frá 1946-
1966, sat i bæjarráði og útgerðar-
ráði um árabil og var fram-
kvæmdastjóri Bæjarútgerðar
Hafnarfjarðar á árunum 1958-
1962.
Kristján tók virkan þátt i
félagsmáium verkamanna þegar
hann vann verkamannastörf, og i
bæjarstjórn bar hann fram
stefnumál verkalýðsfélaganna og
barðist fyrir framgangi þeirra.
Um langt skeið hafði hann i
minnihluta i bæjarstjórn beitt sér
fyrir þvi aö Bæjarútgerð Hafnar-
fjaröar byggði fiskiðjuver til efl-
ingar atvinnuöryggi i bænum.
Þegar sósialistar fengu oddaað-
stööu i bæjarstjórn 1954 og urðu
aðilar að meirihlutastjórn i bæn-
um, settu þeir það að skilyröi
fyrir aðild að meirihlutastjórn, að
frystihús Bæjarútgerðarinnar
yrði reist. Óhætt er að fullyrða að
enginn einn maður átti jafn
mikinn þátt i þvi og Kristján
Andrésson að reist var frystihús
Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar
sem enn i dag er ein aðalundir-
staða atvinnuöryggis verkafólks i
Hafnarfirði.
Kristján Andrésson naut ekki
langrar skóiagöngu, varð gagn-
fræöingur árið 1929, en viðtæk lifs
reynsla hans og mannþekking jók
honum hæfni til að sjá fyrir við-
brögö annarra og framvindu mála
Sú harka sem lengst af rikti i
stjórnmálum i Hafnarfiröi, og
það vægðarleysi sem ráöandi öfl
beittu róttækt fólk á öllum svið-
um, setti mark á málflutning
Kristjáns Andréssonar. Hann var
afar harðsækinn málafylgju-
maður, skýr og rökfastur. Mál-
staðar sósialista var hvarvetna
vel gætt þar sem hann var til
sóknar eða varnar, og mótherjar
hans i bæjarstjórn, undu þvi æöi
oft vel að áheyrendur sóttu litt
bæjarstjórnarfundi.
Barátta róttæks fólks fyrir
bættum lifsskilyrðum alþýðu og
auknum mannréttindum hefir
kostað miklar fórnir, hvar sem
hún hefir verið háð i landinu. En
alkunna er að hvergi voru pólitisk
átök grimmari fyrr á árum en i
Hafnarfirði þar sem af heift var
barist um stjórn bæjarins milli
tveggja fylkinga, sem samanlagt
réöu öllum atvinnutækjum i
bænum. Þeir sem völdu sér það
hlutskipti að styðja Sósialista-
flokkinn við þær aöstæöur vissu
hvað þeir kölluðu yfir sig þegar
um atvinnuöryggi og lifsafkomu
heimila þeirra var að tefla. Og
þeim sem tókust á herðar for-
ystuhlutverk voru engin griö
gefin.
Hiklaus og traust forysta Krist-
jáns Andréssonar fyrir sósialist-
um i Hafnarfirði bitnaöi þvi
óvægilega á barnmargri fjöl-
skyldu hans. Þaö þurfti sterk bein
til þess að selja sér þetta hlut-
skipti, trausta sannfæringu og
óhikandi baráttukjark og ekki sist
órofa einingu þeirra sem deildu
þessu hlutskipti, sem mótaöi af-
komu og heimilislif um árabil
Það var höfuðstyrkurinn að sú
eining var með þeim hætti, aö hún
heföi naumast getað traustari
verið. Salbjörg Magnúsdóttir,
eiginkona Kristjáns Andréssonar
var ekki aðeins húsmóðir á þvi
heimili sem mótað var af forystu-
starfi Kristjáns, heldur óbilandi
og örvandi baráttufélagi hans og
allra sósialista i Hafnarfirði. Hún
bað ekki sjálfri sér eða vinum
vægðar, öðru nær, segja má að
i raun hafi kjörorð hennar verið:
Ef sverð þitt er stutt, gakktu þá
feti framar.
Þau hjónin uppskáru gæfu sina
i börnunum, en á Vörðustig 7
hefur ávallt rikt einstök ein-
drægni og samheldni og þar hefir
Minning
Ragnar Guðjónsson
kennari — Fœddur 1.8. 1911 — Dáinn 14.9. 1980
Ragnari Guöjónssyni kynntist
ég ekki fyrr en voriö 1978, þegar
viö fluttum i sama hús og hann
bjó i á Bjargarstfg. Fljótlega
mátti finna að vandræðalaust ná-
býli væri i vændum — viðmót
hjónanna á neöri hæðinni ein-
kenndist jafnan af vinsemd og
umburðarlyndi. Ragnar haföi
yfirgefiö starfsvettvang sinn,
skólann, fyrir nokkru og farið á
eftirlaun. Væri talinu vikið að
skólamálum, var ekki komiö aö
tómum kofanum hjá honum, en
fróðlegast þó að heyra hann segja
frá námsárum sinum og fyrstu
starfsárum. Og nú er ástæða til aö
iðrast þess að hafa ekki gefið sér
meiri tima til að fræðast af
þessum reynslurika nágranna
sinum.
Ragnari var lagið aö ræða
málin i hlýlegum hálfkæringi —
alvaran tóm og stirfinn hátiöleiki
voru honum fjarri. Einlægni og
hlýtt hjartalag mótuðu orðræöur
hans og viðhorf hvort sem þær
beindust að nýjustu tiðindum i
stjórnmálunum, börnunum og
kunningjum þeirra, siðustu uppá-
tækjum heimiliskattarins eöa
sameiginlegum vandamálum
húseigenda i gömlu húsi.
Kennarahæfileikum Ragnars
kynntist ég af eigin raun, þegar
hann reyndi að kenna mér rétt
handtök viö aö slá með ljánum
hans Magnúsar i kjallaranum. Sú
stund er minnisstæð — leiðsögnin
skýr, skapið gott og þolinmæöin
nóg. Hrifningin i orðum gamalla
nemenda sem hafa rifjað upp
kennslu hans kemur ekki á óvart.
Þaö er gamla sagan um kennara
af guðs náö ,, — gat látið okkur
gleyma stund og stað.”
Síöustu æviárin vann Ragnar
stundum viö sildarmat og aöstoð-
aði son sinn við Utgerð austur á
Vopnafirði. Aldrei var hann
hressari I bragði en fyrir og eftir
þær feröir og augljóst hve hugur
hans var bundinn störfunum við
sjávarsiðuna. Og óspart fengum
við aö njóta þess gamla og góða
siöar úr sjávarplássunum að
rétta náunganum i soðið, sé
Útför
Þórðar Gislasonar
sveitarstjóra Garöi
veröur gerö frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. septem-
ber kl. 15.00.
Jarðsett verður i Gufuneskirkjugaröi.
Aldis Jónsdóttir
Gisli Jón Þórðarson
Þóra Gisladóttir
Auður Gisladóttir
Ashildur Gisladóttir Königseder
menntunar- menningar og stjórn-
málaáhugi setið i fyrirrúmi fyrir
kröfum um almenn neyslugæði.
Þrátt fyrir takmörkuö efni og
stórt heimili nutu börnin góðrar
skólamenntunar og þau létu þá
mennsku ekki færa sig eitt skref
frá uppruna sinum. En þess sjást
of viða merki i þjóðfélaginu að
börn foreldra úr alþýðustétt týna
áttunum, þegar þau hafa notið
þeirra ávaxta og baráttu verka-
lýösins sem löng skólamenntun
er.
Það er erfitt fyrir okkur öll sem
þekktum Kristján Andrésson og
störfuðum með honum árum
saman að sætta okkur viö fráfall
hans, en áfram mun hugurinn
leita til samskiptanna á liðnum
árum og þeirra er ljúft að minn-
ast. Dýrmætar minningar um
liðin ár eru trega blandnar þegar
nú hefir syrt aö, en þaö auðveldar
okkur að umbera dimma daga
haustsins hve indælt sumarið var.
Við sósialistar i Hafnarfirði
kveöjum Kristján Andrésson með
þökk fyrir óhvikula forystu hans á
þeim árum þegar erfiöast var að
standa i broddi fylkingar sósial-
ista I Hafnarfirði.
Geir Gunnarsson
1 dag verður til moldar borinn
Kristján Andrésson, fulltrúi.
Hann andaðist mánudaginn 15.
þ.m. eftir skamma sjúkdóms-
legu.
Kristján var fæddur 16. júni
1914 i Hafnarfirði. Foreldrar hans
voru Maria Kristjánsdóttir og
Andrés Runólfsson verslunarm.
Kristján lauk prófi frá Flens-
borgarskóla árið 1929. A næstu
árum stundaði hann ýmis algeng
daglauna- og skrifstofustörf en
var fljótlega kallaður til forystu-
starfa I bæjarmálum Hafnar-
fjarðar. Þannig var hann um tutt-
ugu ára skeið bæjarfulltrúi i
Hafnarfirði og um árabil fram-
kvæmdastjóri Bæjarútgeröarinn-
ar. Ariö 1967 hóf Kristján störf hjá
Verölagsstofnun og starfaöi hann
hjá þeirri stofnunn þar til hann
lést.
Kynni okkar Kristjáns hófust
meira til af fiski en maður notar
sjálfur i' svip.
Starfsævi Ragnars
Guðjónssonar var fjölþætt. Hann
kenndiá Siglufirði, þar sem hann
starfaði einnig sem sildarmats-
maður, verkstjóri og fram-
kvæmdastjóri. Þar var hann
bæjarfulltrúi um skeiö. Ragnar
kenndi lika lengi á Vopnafirði og
um skeið á Sandi, Reyðarfiröi,
Fáskrúösfirði, i Hverageröi og á
Súðavik, þar sem hann var skóla-
stjóri undir lok starfsævinnar.
Hann var ættaður af Vestfjöröum
sonur Guðjóns Daviðssonar á
Brekku og konu hans Þuriðar
Hagalinsdóttur.
Ragnar kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Kristinu Agústu Guö-
mundsdóttur árið 1940. Börn
þeirra eru Guömundur, skipstjóri
og Utgeröarmaöur á Vopnafiröi,
og Þuri"ður, efnatæknifræöingur,
nýflutt heim frá námi og starfi I
Noregi.
HörðurBergmann.
fyrir tæplega sex árum er viö urð-
um samstarfsmenn. Þá strax og
ávallt siðan var hann reiðubúinn
til þess að miðla mér af reynslu
sinni og þekkingu og notfærði ég
mér það i rikum mæli. Þrátt fyrir
aldursmun tókst meö okkur mjög
ánægjuleg samvinna um lausn
þeirra margþættu verkefna, sem
við i starfi okkar áttum við að
glima. Kom þar að góðu gagni
mikil greind og ritfærni Kristjáns
og lagni hans við að leysa vanda-
söm mál. Þetta nána samstarf
okkar þróaðist smánrísaman i ein-
læga vináttu, sem aldrei bar
skugga á. Hef ég þvi nú á skiln-
aðarstund honum margt aö
þakka.
Kristján var maður hár vexti og
bar slika reisn að athygli vakti
hvar sem hann fór. Vera má, að
ýmsum hafi fundist að hin tigin-
mannlega framkoma Kristjáns
bæri vott um þótta, en allir sem
þekktu hann vissu að svo var
ekki. 1 þeim forystuhlutverkum
sem honum voru falin á póli-
tiskum vettvangi tileinkaði hann
sér að koma fram af myndugleik
og festu. Hið innra var maðurinn
ljúfur og þægilegur i umgengni og
ákaflega fjölfróður og skemmti-
legur. Kristján var mikill unn-
andi keppniiþrótta og náði m.a.
góöum árangri á sviði skák- og
bridgeiþróttarinnar.
Kristján var kvæntur SalbjÖrgu
Magnúsdóttur og eignuðust þau
sex börn. Engum sem til hjón-
anna þekkti duldist aö milli
þeirra rikti ástúð og gagnkvæm
virðing. Saibjörg verður nú að sjá
á bak eiginmanni sinum skömmu
eftir lát sonar þeirra, Jóhanns,
sem lést langt um aldur fram.
Ég færi Salbjörgu og öðrum
venslamönnum Kristjáns minar
innilegustu samúðarkveöjur.
Starfsfólk Verðlagsstofnunar
kveður Kristján með söknuði.
Georg ólafsson
Kveðja frá Bridgefélagi Hafnar-
fjarðar
Bridgefélag Hafnarfjarðar var
eittafþeim félögum sem Kristján
heitinn Andrésson var virkur
þátttakandi i. Kristján var einn af
stofnendum félagsins og allar
götur siöan eða um 35 ára skeiö
einn af virtustu og þekktustu
félögum þess vegna hæfileika
sinna og mannkosta.
Ótaldir eru þeir sigrar sem
hann vann við spilaborðið. I gegn-
um árin varð hann margfaldur
meistari sins félags, og ekki sist
eru minnisstæðar hinar mörgu
bæjarkeppnir sem hann tók þátt i.
Það er ekki ætlunin meö þessari
kveðju að gefa neina tæmandi
lýsingu á mannkostum Kristjáns
Andréssonar og munu aðrir efa-
laust verða til þess. En Kristján
var, auk þess að vera einn af
okkar bestu spilamönnum, ein-
stakt prúömenni við spilaboröið,
sem aðrir báru virðingu fyrir og
höfðu sér til eftirbreytni.
Kristján átti við augnsjúkdóm
að striða hin slöari ár, og uröu þvi
ferðir hans á spilakvöld félagsins
strjálli en ella, en hann var þó
með okkur nokkur kvöld siöast-
liðinn vetur okkur til mikillar
ánægju og skildist okkur þá aö
hann væri að undirbúa sig undir
aðgerö og ætlaði þá aö byrja aftur
af fullum krafti.
Meö þessum fátæklegu orð-
um kveðjum viö vin okkar,
Kristján Andrésson, og sendum
ekkju hans, börnum og aöstand-
endum okkar innilegustu
samúöarkveðjur, megi minningin
um hann veröa ykkur styrkur um
ókomin ár.
F.h. félaga BH.
Kristófer Magnússon,
formaður