Þjóðviljinn - 23.09.1980, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. september 1980.
Þriðjudagur 23. september 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Verslunarmannafélag Reykjavikur:
Hróplegt mis-
rétti í lífeyris-
sjóðsmálinu
Trúnaðarmannaráð Verslunar-
mannaféiags Reykjavikur ræddi
málefni lifeyrissjóðanna á fundi
sinum i fyrradag. Eftirfarandi
ályktun var samþykkt:
„Fundur i trúnaðarmannaráði
Verslunarmannafélags Reykja-
vikur, haldinn 18. september
1980, vill vekja sérstaka at-
hygli á þeim gifurlega mismun,
sem hefur skapast milli lifeyris-
sjóðakerfanna i landinu. Nú er
svo komiö, að almenna lifeyris-
sjóði skortir a.m.k. 75% hærri
tekjur til þess að tryggja sjóð-
félögum sinum þau lágmarks-
réttindi, sem rikisvaldið telur
eðlilegt að fólk búi við,
samkvæmt samningum, sem það
hefur gert.
Það hróplega misrétti, sem
Framhald á bls. 13
Flugleiðir:
Vetraráætlun innan-
lands svipud og s.l. ár
Sætaframboð i innan-
landsflugi Flugleiða í
vetur verður svipað og í
Derba Gold-Dorfman hinn
nýi söngstjóri Filharmoniu-
kórsins.
Söngsveitin
Fílharmonía:
Vetrar-
starf að
hefjast
Vetrarstarf Söngsveit-
arinnar Filharmoniu hefst
næsta miövikudag með sam-
æfingu i Melaskólanum.
Söngsveitin hefur gert
samning við Sinfóniuhljóm-
sveit tslands um verkefni
vetrarins en þau veröa:
ísland Þúsund ár,
þjóðhátiðarkantata Björg-
vins Guðmundssonar, óper-
an Fidelio eftir Beethoven og
operan Othello eftir Verdi.
Söngsveitin hefur ráðiö
nýjan söngstjóra Derba
Gold-Dorfman frá New
York. Hún er fjölmenntuð i
pianóleik, kórstjórn og
hljómsveitastjórn.
1 vetur verða æfingar á
mánudögum og miðvikudög-
um kl. 20.30 i Melaskólanum
eins og verið hefur
Nýir félagar eru hjartan-
lega velkomnir, það verður
veitt raddþjálfun og munu
einsöngvararnir Ólöf K.
Harðardóttir, Halldór
Vilhelmsson og Guðmundur
Jónsson kenna.
Aö sögn Gunnars Böðvars-
sonar sem sæti á i stjórn
kórsins vantar alltaf góðar
raddir, einkum tenóra og
bassa. Ef einhverjir ætla nú
að láta verða af þvi að hefja
söng, þá eru veittar upplýs-
ingar i simum 24524, 84598 og
39119.
fyrra/ áætlunin er i megin-
atriðum hin sama og flogið
verður til sömu staða. Til
flugsins verða notaðar
þrjár 48 sæta Fokker
Friendship vélar og ein 56
sæta/ sem aðallega verður
i ferðum milli Reykjavikur
og Akureyrar. Vetrar-
áætlun gildi frá og með 1.
okt.
1 frétt frá Kynningardeild Flug-
leiöa kemur fram, að frá Reykja-
vik verða vikulegar ferðir sem
hér segir:
Til Akureyrar verða 25 flug þ.e.
þrjár ferðir á dag fimm daga vik-
unnar, en fjórar ferðir á fimmtu-
dögum og fimm ferðir á föstudög-
um. Til Egilsstaða verða ferðir
alla daga og tvær feröir þriðju-
daga, fimmtudaga og föstudaga.
Til Isafjarðar verða tvær ferðir á
þriðjudögum, fimmtudögum,
föstudögum og sunnudögum og
ein ferð aðra daga. Til Húsavíkur
verður flogið mánudaga, mið-
vikudaga, fimmtudaga, föstu-
daga og sunnudaga. Til Horna-
fjarðar verður flogið þriðjudaga,
fimmtudaga, föstudaga og sunnu-
daga. Til Norðfjarðar þriðjudaga
og fimmtudaga og til Patreks-
fjarðar mánudaga, miðvikudaga
og föstudaga. Til Sauöárkróks
verður flogið mánudaga, þriðju-
daga, miðvikudaga og föstudaga
og til Þingeyrar þriðjudaga og
fimmtudaga. Til Vestmannaeyja
verða ferðir alla daga og tvær
ferðir mánudaga, miðvikudaga
og föstudaga.
Eins og undanfarin ár tengjast
áætlunarflug Flugleiða til Akur-
eyrar ferðum Flugfélags Norður-
lands til Vopnafjarðar, Þórs-
hafnar, Raufarhafnar, Kópa-
skers, Grimseyjar og Siglu-
fjarðar. Þá tengjast ferðir Flug-
leiða flugferðum Flugfélags
Austurlands frá Egilsstöðum til
Vopnafjarðar, Bakkafjaröar og
Borgarfjarðar. Einnig tengjast
ferðir Flugleiöa víða áætlunarbil-
ferðum m.a. á Isafirði og Egils-
stöðum en einnig á Patreksfirði
og Höfn i Hornafirði.
I flugferðum til Neskaups-
staðar verður lent á austurleið á
Egilsstööum. Ennfremur hefur
Færeyjaflugið á laugardögum
viðkomu á Egilsstöðum i báðum
leiðum. A fimmtudögum og
sunnudögum hafa siðdegisferöir
til Akureyrar viðkomu á Húsavik
á norðurleið og sömu daga hafa
flugferðir til tsafjaröar viökomu
á Þingeyri á vesturleiö.
A þvi timabili vetrarins sem
flugvélar Flugleiða fara i árlegar
skoðanir er i ráði að leigð verði 19
sæta Twin Otter flugvél til að
annast flug á leiðum félagsins.
Flugmenn Flugleiða munu fljúga
þessari leiguflugvél. Talið er að i
heildina muni skoðanir Fokker
Friendship vélanna taka 3
mánuöi.
Hundarnir hafa löngum átt annrikt við smölun og réttir, á hlaupum eftir óþægum roilum
sem ekki vitja gefa frelsi sitt eftir. Þessi hundur leyföi börnunum að klappa sér en eitthvað
er augnaráðið kvasst.
Hver skyldi eiga hana þessa. Þrátt fyrir hlfandi rok var ákaft rýnt i mörkin, en blessuö
sauðkindin tók öllu saman með stóiskri ró.
Heimsókn
í réttir
Haustið er komið, á því leikur
ekki neinn vafuEnda þótt veður sé
hlýtt, eru vindar teknir að gnauða,
lauf in falla og bændur búa sig undir
hauststörf in. Það er verið að smala
og féð streymir af f jöllum, feitt og
fallegt. I gær var réttað í Húsmúla-
rétt í nágrenni Kolviðarhóls, sem er
ótvírætt merki um haustannir.
Krakkarnir á dagheimilinu Holta-
borg klæddu sig vel í gær og fóru í
réttir. Við Húsmúlarétt var margt
um manninn, kindur jörmuðu með
saknaðartón yfir horfnu frelsi og
liðnu sumri, en krakkarnir kunnu
vel að meta og horfðu stóreyg á það
sem fram fór. Myndirnar sem
— eik. tók tala sínu máli og vonandi
eiga fleiri stórborgarbörn eftir að
lenda í því ævintýri að fylgjast með
réttum á þessu hausti. i dag verður
réttað í Kjósarétt og Kollaf jarðar-
rétt.
— ká.
Skyldi vera óhætt að klappa henni? Þetta lamb heilsaði upp á börnin áður en hún var
dregin I dilk sins rétta eiganda. Ljósm:— eik.
Þaö er i mörg horn að Hta og aldrei að vita nema hrútur komi og stangi mann I rassinn
Krökkunum var þó óhætt utan girðingar, en einn og einn hætti sér kannski svolitiö langt
á dagskrá
>Spyrja má hvers vegna hinar vernduðu
greinar greiði hærri vinnulaun.
Hvers vegna er ein grein vernduð en
önnur ekki?
Þá mætti einnig skoða hvernig
verslunin hefur reynst þessum greinum.
Hvernig myndast
vöruverð?
— varyfirskrift á þætti sem sýnd-
ur varísjónvarpi 19. ágúst s.L.Ég
hefði nú ekki farið að gera þennan
þátt að umtalsefni, nema vegna
þess, að þátturinn var endur-
tekinn i heild sinni i Morgun-
blaðinu nú 21. sept..
Spurning hvort sjónvarpið hafi
ekki brotið hlutleysisregluna
góðu með svona einhliða efnis-
skýringum eins og þarna voru á
ferðinni. Það verður nú að segj-
ast, að allar komu þessar
umræður um frjálst verðlag mér
undarlega fyrir sjónir. Greinilegt
var, að minu mati, að þessir
menn, er þarna tóku þátt, þekkja
ekki frjálsa samkeppni og verð-
lag sem henni fylgir. Þarna var
eins og ævinlega ruglað saman
frjálsri samkeppni og frjálsri
álagningu vöruverðs. Sérstaklega
vil ég gera að umtalsefni þátt
Viglundar Þorsteinssonar, iðn-
rekanda (i byggingariðnaði).
Og þessi orð fyrst: „Hæfileg
verðhækkun á réttum tima á allt
framleiðslumagn getur gefið
framleiðslufyrirtæki jafnmiklar
tekjur. en meiri hækkanir dreifð-
ar allt árið.” Kom hann siðan
með töfludæmi.
Þetta er auðvitað rétt svo langt
sem það nær, og væri auðvitað
hægt með frjálsri verðlagningu
eða verðlagsákvæðum.
En ekki i frjálsri samkeppni —
i þvi liggur munurinn.
Til þess að koma á samkeppni,
þarf hæfilegt atvinnuleysi, sem
reyndar hefur verið helsta
baráttumál eins stjórnmálaflokks
hér á landi, svo vitnaö sé I orö
eins helsta forustumanns þessa
flokks á viðreisnarárunum. (Það
má auðvitað ekki heyrast núna).
Það er auðvitað auðvelt að koma
á þessari frjálsu samkeppni með
þvi að leyfa tollfrjálsan óheftan
innflutning inn i landið. Þetta
hefur nú þegar verið gert i nokkr-
um greinum iðnaðar, sem aftur
hefur leitt til gifurlegs álags á það
fólk sem i þessum greinum starf-
ar hérlendis.
Þanniggerist það.Viglundur, að
allt i einu er ákveðin starfsstétt
komin I óhefta, erlenda sam-
keppni, i harða baráttu um til-
verurétt sinn, miljóna eignir i
veði, óöryggi á tugum ef ekki
hundruðum heimila.
Ahættan er öll hins íslenska
iðnaðar, en hverfandi hjá inn-
flutningsaðilum. Ef eitthvert
samkeppnisfyrirtæki tæki verð-
bólguhækkanirnar fyrirfram
fyrst á árinu myndu þau einfald-
lega ekki fá nein verkefni, ekki
selja neitt. Hvað ef það væri
almennt, — þá myndi nú verð-
bólgan eitthvað láta i sér heyra.
Þessi uppblástur með þessa
töflu er markleysa ein.
Menn verða að fara að gera sér
grein fyrir þvi, að það er alveg út
i hött að bera saman verndaðar
starfsgreinar við sjálfstæðan
iðnað, á þennan hátt. Greinar
sem eru verndaðar með verð-
álagningu á vöruna, greinar sem
eru verndaðar meö innflutnings-
höftum, greinar þar sem land-
fræðileg lega landsins verndar
starfsgreinina, starfsgreinar þar
sem atvinnurekendur og laun-
þegar hjálpast að viö að reyna að
fá hækkanir á vinnuverði hjá
verðlagsstjóra og greinar þar
sem beinlinis er samið um fram-
leiðniaukningu milli ára og þol-
andinn, viðskiptaaðilinn, kemur
hvergi nærri.
Hvernig getur Viglundur full-
yrt, að frjáls verðlagning skili
öllum hagkvæmustu niðurstöðu,
neytandanum jafnt sem fram-
leiðandanum?— svo notuð séu
hans orð. Er ekki einhver mót-
sögn i þessu, hvernig má þetta
vera? Það má búa til önnur dæmi
um einhverja nauðsynjavöru sem
við þekkjum.
1. Vernduð starfsgrein
a) Frjáls álagning, innflutningur
heftur mjög verulega með toll-
um, kvótum o.fl..
Framleiðandi myndi fá hátt
verð, léleg þjónusta.
b) Verðlagsákvæðum beitt,
framleiðandifengi nokkuð hátt
verð, aðeins meiri fjárfesting.
Neytandinn fengi nokkru betra
verö, lélega þjónustu.
2. Vernduð starfsgrein
a) Frjáls álagning, álagning
ræöst af innflutningsmagni og
tollum. Litilsháttar stýring á
innflutningi og mjög lágir
verndartollar gætu gefið góða
raun, skapað mikla sam-
keppni. Verð neytanda ræðst
af þvi sama.
3. Sjálfstæð iðngrein
Frjálst verðlag, óheftur inn-
flutningur, álagning framleið-
anda i algjöru lágmarki.
Neytandinn hagnast.
Verslunin hagnast (uppgrip).
Verðlagsákvæði tilgangslaus.
Þaö segir sig sjálft, ef afurð-
irnar lækka I verði neytandanum
i hag, að álagning framleið-
andans minnkar.
Þetta er að gerast hér i mörg-
um greinum iðnaðar. Þetta hefur
veriðaðgerast hjá Flugleiðum og
er þar á engan hátt verra viður-
eignar en hjá ýmsum iðn-
greinum. Eg geri varla ráö fyrir
að við i húsgagnaiðnaðinum fáum
rikisábyrgð, eða þátttöku rikisins
i fyrirtækjum okkar.
Þá segir Víglundur: „Um
reynslu iðnaðarins af frjálsri
verðlagningu á undanförnum
árum hefur komið skýrt i ljós, aö
þær fáu iöngreinar sem búa við
frjálsa verðlagningu i raun, svo
sem fataiðnaður, veiðarfæraiðn-
aður og umbúðaiðnaður, hafa náð
það góðum árangri, að innflutn-
ingur á samkeppnisvörum þekk-
ist varla, og það segir sina
sögu..” Umbúnaðinn þekki ég
reyndar litið, en i hinum greinun-
um hefur verið gifurlegur inn-
flutningur, og skylda það vera til-
viljun hjá Viglundi, að hann
nefnirekki sælgætisiðnað núna og
húsgangaiðnaNnn þar sem bók-
staflega erboiist ábanaspjót
Þó e~ það staðreynd,
Vigluauui, aö fáar greinar, ef
nokkur hefur tekið jafnmíklum
framförum á siðustu árum.
Tökum vernduðu iðngreinarnar
til samanburðar, t.d. byggingar-
iðnað, járniðnað, iðnað tengdan
viðhaldi fiskiskipa, matvælaiðnað
tengdan landbúnaði, allan
viðgerðaiðnaðinn. Er mikill
innflutningur i þessum greinum?
Nei, hann er hverfandi.
Að lokum nefnir Viglundu sápu-
iðnað sem dæmi um iðnað undir
verðlagseftirliti sem búið hefur
við erlenda samkeppni i mörg ár.
Þar eins og annarsstaðar þar sem
um erlenda samkeppni er að ræða
hafa verðlagsskrifstofur litið að
segja; og afsannar reyndar kenn-
ingu Viglunds.
Það er reyndar skoðun min, að
frjáls álagning byggist á þvi, að
fá sem hæst verð fyrir framleiðsl-
una. Astand markaðar hverju
sinni ákvaröi verðið. Samkeppni
myndast aðeins ef sú staða kemur
upp að allir framleiðendur selj'i
ekki nægilega. Komi hinsvegar
þensla, þannig að framleiðenður
hafi ekki undan, hækkar verðið.
Svona er þetta einfalt, Viglundur.
Auðvitaðer hægt að hafa marg-
vísleg áhrif á þetta bæði til góðs
og ills. Suma vinnuhópa þarf
vissulega að vernda; fólk sem
ekki er með fulla heilsu. En afar
margar stéttir eru verndaðar til
óþurftar fyrir þjóðfélagið. Margir
fá greidd mun meiri laun fyrir
sömu vinnu og aðrir fá mjög lag
laun fyrir. Þessar vernduðu
greinar eru út um allt þjóöfélagið
og eru að sliga það.
Útflutningsafurðir okkar eru
seldar i harðri samkeppni viö
afurðir annarra þjóða. Við
reynum auðvitað að selja fiskinn
þar sem við fáum hæst verð fyrir
hann, meira að segja mun hærra
en þarlendir sjómenn fá fyrir sinn
fisk.
Sama er aö segja um erlend
fyrirtæki sem seija vörur sinar til
tslands, ég er viss um að i mörg-
um tilfellum fá þau hærra verð
hérhelduren þau fá i heimalandi
sinu.
Meira að segja meira en við
islenskir framleiðendur fáum
fvrir okkar vöru, vegna
sjónarmiða neytenda hér á landi.
Þetta er eðli frjálsrar sam-
keppni.
Þaö má að sjálfsögðu bæta hér
mörgu við, og bera saman fram-
leiðniaukningu hinna ýmsu at-
vinnugreina undanfarin ár, bera
saman fjármagnsstreymi til
greinanna. Einnig hvernig vernd-
un hinna ýmsu greina hefur áhrif
á greidd vinnulaun og bera
saman afköst greinanna og
vinnulaun. Spyrja má hvers-
vegna hinar vernduðu greinar
greiði hærri vinnulaun. Hvers
vegna er ein grein vernduð en
önnur ekki? Þá mætti einnig
skoða hvernig verslunin hefur
reynst þessum greinum.