Þjóðviljinn - 23.09.1980, Side 13

Þjóðviljinn - 23.09.1980, Side 13
Þriðjudagur 23. september 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Menntamálaráðherra og þjóðminjavörður við opnunina V íkingarnir í New York A morgun verður opnuð við hátiðlega athöfn í New York sýn- ing er nefnist „Vikingarnir”. Sýningin er haldin á vegum The American-Scandinavian Found- ation i Metropolitan listasafn- inu. Verndarar sýningarinnar eru þjóðhöfðingjar Norðurlanda, þ.á.m. Vigdis Finnbogadóttir, forseti Islands. Heiðursformenn undirbúningsnefndar eru Walter Mondale varaforseti Bandarikj- anna og kona hans, svo og Ingrid Bergman kvikmyndaleikkona og sendiherrar Norðurlanda með búsetu i Washington. Ingvar Gislason menntamála- ráðherra hefur fengið boð um að vera viðstaddur opnun sýningar- innar og er staddur i New York þeirra erinda ásamt Þór Magnús- syni þjóðminjaverði. Umferd- arslys á Hásavík 1 fyrrakvöld varð alvarlegt um- fcrðaslys á Húsavik er saman óku bifhjól og fólksbifreið. Varð áreksturinn á mótum Héðins- brautar og Höfðavegar. Piltur, sem var á bifhjólinu, slasaðistall alvarlega. Mun hann bæði hafa hlotið beinbrot og skaddast nokkuð á höfði. Var hann fljótlega fluttyr með sjúkra- flugvél til Reykjavikur og fylgdi honum læknir frá Húsavik. — mhg Kvennahópar Framhald af bls. 7 hópur fjallaði um verkalýðsmál og safnaði gögnum fyrir Islendinga sem koma út til að vinna. Haldin var samkoma mikil sem bar heitið „Kvennabarátta með öllu” og var þar borinn fram fjölbreyttur matseðill i formi dagskrár um sögu og bar- áttu Rauösokkahreyfingarinnar á íslandi i io ár. Var sú dagskrá mikið fyrirtæki með frásögnum, söng og leik og unnu um 20 manns að henni. I sumar lá starfið að mestu niðri, nema hvað konur I Köben fylgdust með kvennaráöstefn- unum þar eins og lesendum Þjóðviljans ætti að vera kunnugt eftir mikið og gott framlag þeirra i blaðinu. I vetur á að koma fastara skipulagi á starfið, stofnaður verður miðhópur svokallaður sem á að sjá um að boða fundi, fylgjast með starflpu og sinna þvi sem að höndum ber. Opnir fundir verða mánaðarlega og verða ýmis efni tekin til um- ræðu. Hver hópur sér um einn fund en meðal efna er: Hvað er kvennabarátta? Mótun kvenna i fjölskyldunni-önnur sambýlis- form, Kvennabaráttan i Dan- mörku, menntun kvenna, at- vinnumöguleikar kvenna og kvennabarátta i verkalýðs- félögum. Það var álit þeirra sem tóku þátt i starfinu sl. vetur að Islenskar konur þar ytra hefðu um margt að ræða, þær búa við sérstakar aöstæður sem útlend- ingar og þegar á allt er litið er mun auöveldara að ræða saman á eigin máli, þótt ætlunin sé og hafi verið að læra af reynslu danskra kvenna og fylgjast með umræðum þeirra i þeim tilgangi að nýta þá þekkingu þegar heim kemur. —ká Tímamót hjá Jazz- vakningu Aðalfundur Jazzvakningar var haldinn nýlega. Félagið er fimm ára um þessar mundir og hyggst halda upp á þau timamót með liflegu djasslifi. Vetrarstarfið hefst i þessari viku með tónleikum banda- riska bassaleikarans Bob Magnússon, en hann er af islenskum ættum. Væntanlega munu fleiri góðir gestir leggja leið sina hingað i vetur á veg- um Jazzvakningar. Á aöalfundinum var kosin stjórn og framkvæmdastjórn eins og lög gera ráð fyrir. Formaður er Vernharður Linnet, varaformaður Sigur- jón Jónsson, ritari Tómas Einarsson og spjaldskrár- ritari Dóra Jónsdóttir. Framkvæmdastjórnina skipa: Ásmundur Jónsson, Gerard Chinotti, Agatha Agnarstíóttir, Guðmundur Steingrimsson, Jónatan Garö- arsson og örn Þórisson. Fimm ár Framhald af bls. 7 siðan gerir það aö tillögu sinni að gerð veröi itarleg úttekt á stöðu láglaunakvenna hér á landi, og henni fylgt eftir með ráðstefnu og kröfugerð. Ef ein- hver hópur innan þessa þjóö- félags er misrétti beittur þá eru það þær konur sem vinna i framleiðslugreinunum, með laun er eru fyrir neðan allt vel- sæmi, bónus sem er að eyöi- leggja þær likamlega og and- lega og ekki sist félagslega að- stöðu sem ekki er hundum bjóö- andi.hvað þá mönnum. —ká I.B.R. Sigur hjá Feyenoord Feyenoord bar sigur af Wagen- ingen á lítivelli f hollensku úrvals- deildinni á sunnudaginn, 1-0. Það var sjálfsmark sem úrslitunum réði. AZ ’67 er nú i efsta sæti hol- lensku úrvalsdeildarinnar með 12 stig, Twente hefur 10 stig, Ajax, Feyenoordog Maastricht hafa öll 9 stig. Framhald af bls. 10. K.K.I. framan af þeim vetri var sæmileg. en jókst stöðugt og þegar húsið fylltist hinn 28. jan. 1979á leik milli K.R. og Vals og áhorfendur uröu 469 talsins, voru 4 leikir fluttir úr Haga- skóla i Laugardalshöllina án milligöngustjórnar K.R. Varþá miðað við þá stefnu, sem spenn- an i mótinu haföi tekið. Fyrir keppnistimabilið 1979—1980 var byggt á aðsökn árið áður og 8 leikir staðsettir I Laugardalshöllinni, en þar sem eyður mynduðust I tvö skipti á helgum vegna niðurfellingar leikja gegn erlendum liöum, voru 2 leikir til viöbótar fluttir i Laugardalshöllina, l.R. — Valur hinn 1. des. og Fram — K.R. hinn27. febrúar. Eftekiöermið af röksemdafærslu stjórnar K.K.l. i greinargerð hennar, hefði aðsókn að þessum leik jum átt að hafa oröiö mun meiri en að öðrum leikjum þessara félaga I Hagasköla. Svo var ekki, og sýnir það, aö það eru aörar forsendur fyrir mikilli að- sókn að körfuknattleik hér I Reykjavik en staöarvaliö. Það er orðinn jafn árviss við- burður og ýmisleg störf I land- búnaði (svo að notuð sé skemmtileg viðmiöun stjórnar K.K.l.) aö forysta K.K.l. geysist inn á ritvöll Iþróttasfðna blaða- nna (I stil viö fræga söguhetju Cervantes) og brigslar stjórn t.B.R. um grófa mismunun og alvarlegt tilræði við körfuknatt- leiksiþróttina. Þessum ásökun- um visar bandalagsstjórnin á bug og biöur lesandann að meta hvort „spádómsgáfa” hennar s.l. vetur hafi leitt til betri eða lakari aðstæðna fyrir körfu- knattleikinn en efni stóðu til. Þaöer hlutverk bandalagsins að lita til og hlúa að ÖLLUM í- þróttagreinum innan Reykja- vikurfélaganna en ekki að draga taum einnar á kostnaö annarra.” (Fyrirsagnir eru blaðsins) Ók át af og Hlaut hryggbrot Nú um helgina fór bill út af Reykjanesbraut i nánd við Grindavíkurafleggjarann með þeitn afleiðingum, að ökumaöur- inn, 21 árs gamall Keflvikingur, hrvggbrotnaði. Það mun hafa verið um 7-leytið á sunnudagsmorguninn, sem lög- reglunni i Keflavik barst tilkynn- ing um slysið. Er talið að þá hafi verið liðnar um tvær klukku- stundir frá þvi að þaö varð. Bill- inn fór nokkrar veltur en þrátt fyrir hryggbrotið tókst ökumann- inum þó að komast út úr honum af eigin ramleik. Vegurinn var mjög háll vegna bleytu og er það talin orsök þess að svona fór. — mhg Misrétti Framhald af bls 8. launþegar landsins búa við hvaö lifeyrisréttindi varðar, eftir þvi hjá hverjum unnið er, er með öllu óþolandi, og krefst trúnaðar- mannaráð V.R. þess, að ráðstaf- anir verði þegar gerðar, sem tryggi það, að félagsmenn almennu lífeyrissjóðanna búi eigi við lakari kjör en rikisvaldið hef- ur þegar samið um við sina starfsmenn.” ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalag Hafnarfjarðar Aðalfundur Alþýðubandalags Hafnarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 25.9. að Strandgötu 41, Skálanum. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Alþýðubandalagið á Akureyri. Almennur félagsfundur Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldinn fimmtudaginn 25. sept. kl. 20.30 i Lárusarhúsi. Dagskrá: 1. Stofnun verkalýðsmálaráðs. Frummælendur Sigríður Stefánsdóttir og Torfi Sigtryggsson. 2. Tillögur stórnar um fundaröð fyrir landsfund 20.-23. nóvember. 3. Tillögur fræðslunefndar. 4. Önnur mál. Stjórnin Undirbúningur fyrir landsfund. Fundarröð um utanrikis- og þjóð- frelsismál. 4. fundur um utanrikis- og þjóðfrelsismál verður haldinn miðvikudaginn 25. sept. kl. 20.30 að Grettis- götu 3. Valkostir i þjóðfrelsismálum. Þórður Yngvi Guðinundsson ræðir um: 1. Friðiýsingu N-Atlantshafsins. 2. Kjarnorkulaust svæði i Norðurlöndum. 3. „Tryggt hlutleysi”. Bragi Guðbrandsson ræðir þjóöaratkvæðagreiöslu um herstöðina og aöildina að Atlantshafsbandalag- inu. Stjórn ABR. Þórður Yngvi Bragi FOLDA TOMMI OG BOMMI

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.