Þjóðviljinn - 10.10.1980, Page 1
UÚBVIUINN
Föstudagur 10. október 1980 — 228. tbl.45. árg.
r
Akvörðun stjórnar Flugleiða um
hlutabréfasölu:
Starfsmenn fá
óseldu bréfín
Alþingi sett:
Forseta-
kjor a
fyrsta degi
Meirihluti stjórnar
i nefndum tryggöur
Alþingi verður sett í dag og
er þaö 103. löggjafarþing
þjóðarinnar. Strax á fyrsta
degi verða kjörnir forsetar
en nefndakjör fer fram eftir
helgi. 1 gærkvöldi hafði þing-
flokkur Sjálfstæðisflokksins
enn ekki gert upp sinn hug
varöandi nefndakjörið.
ólafur Ragnar Grimsson,
formaður þingflokks Alþýðu-
bandalagsins sagði i gær að
mjög mikilvægt væri að
stjórnarliðið heföi
meirihluta i öllum helstu
nefndum þingsins og það
yrði tryggt þó þingflokkur
Sjálfstæðisflokksins neitaði
að fallast á tillögu forsætis-
ráðherra um tilnefningu
sinna manna á vegum Sjálf-
stæðisflokksins. ólafur sagöi
að stjórnarandstaöa sem
væri með meirihluta i nefnd-
um hefði mikla möguleika á
að tefja mál og hindra
framgang þeirra, t.d. með
þvi að mæta ekki á nefnda-
fundi, en til að þeir séu
fullgildir þarf meirihluti
nefndarmanna að vera
mættur. Þá þarf meirihluta i
nefnd til þess að afgreiða
mál frá nefndinni og
meirihlutaálit nefnda hefur
ákveðinn forgang fram yfir
minnihlutaálit i meðförum
þingsins.
Ólafur sagði að þetta væri
þvi spuming um áhrifavald
stjórnarinnar, hvort hún
gæti stýrt hraða og forgangs-
röð mála i nefndum þingsins
eða ekki. _AI
meiri-
hluta í
mennta-
skólunum
Sjá opnu
A siðustu 10—15 árum hefur orðið sú breyting i framhaldsskólum landsins að stúlkur hafa sótt þangað
I æ rfkara mæli. Nú er svo komiö að þær eru komnar i meirihluta i öllum menntaskólunum, en strák-
arnir sækja i fjölbrautaskólana þar sem iðn- og tæknimenntun er að fá. Eru þetta gleöileg tiðindi, eða
eru konur rétt einu sinni langt á eftir þróuninni? Ljósm.: gel.
Hluthafar neyti
forkaupsréttar að
aukningunni fyrir
15. nóvember
A stjórnarfundi Fiugieiða hf. i
gærmorgun var samþykkt að
bjóða starfsmönnum félagsins til
kaups óseld hlutabréf að upphæð
240 miljónir króna og að hluthafar
yrðu að neyta forkaupsréttar sins
að -560 miljón króna hlutafjár-
aukningunni fyrir 15. nóvember
n.k. Veröur þvi ekki Ijóst fyrr en
eftir þann tima hvort og hversu
mikiö rikissjóöur getur aukiö
eignarhluta sinn i fyrirtækinu.
Sigurður Helgason forstjóri
sagði eftir stjórnarfundinn i gær
að öllum starfsmönnum Flug-
leiða hér innanlands yröi nú sent
bréf með boöi um kaup á óseldu
bréfunum i hlutfalli viö fjölda
starfsmanna. Sagðist Sigurður
ætla að þannig kæmu um 300 þús-
und krónur i hlut hvers og eins, en
hins vegar reiknaöi hann ekki
með þvi aö allir starfsmenn
myndu fullnýta boöiö. Gætu þeir
sem vildu kaupa meira þvi til-
greint það.
Um hlutafjáraukninguna sem
samþykkt var á hluthafafundin-
um i fyrradag sagöi Sigurður að
samkvæmt ákvörðun stjórnar
yrðu hluthafar að neyta forkaups-
réttar sins fyrir 15. nóvember en
eftir þann tima hefur stjórnin
ráðstöfunarrétt á óseldum bréf-
um. Það veröur þvi ekki ljóst fyrr
en eftir miðjan nóvember hvort
og hversu mikið rikissjóður getur
aukiö eignarhlut sinn i fyrirtæk-
inu. Seljist bréfin upp, sagöi Sig-
uröur að opin leiö væri til þess aö
bæta enn frekar við hlutaféð,
þannig að unnt ætti að vera að
koma til móts við óskir stjórn-
valda meö þeim hætti. Hins vegar
væri venjan sú aö ekki neyttu allir
f orkaupsréttarins.
— AI
Ragnar Arnalds fjármálaráðherra:
Frumvarp um málefni
Flugleida 1 vændum
„Þetta bréf frá ráðuneytinu
sem sent verður stjórn Flugleiða
á morgun skiptir engu höfuömáli
og er henni aöallega til upplýs-
ingar. Hinsvegar eru hér I undir-
búningi frumvarp um málefni
Flugleiða sem væntanlega veröa
lögðfyrir Alþingi um miðja næstu
viku og snerta bæði bakábyrgðina
og aðrar ábyrgðir seni verða að
koma til kasta Alþingis”, sagði
Ragnar Arnalds fjármálaráö-
herra I gær. Hann upplýsti einnig
að ráðuneytið hefði fengið sér-
fróða menn til þess að meta
eignastööu Flugleiða og veöhæfni
og væru það Pétur Stefánsson
verkfræöingur og Sveinbjörn
Hafliðason lögfræðingur Seöla-
bankans.
Stjórn Flugleiða taldi sig þurfa
að biða bréfs 1'jármálaráðherra
áður en hún gæti tekið afstöðu til
þeirra atriða sem fram komu i
skrifi samgönguráðherra til hlut-
hafafundar og skýrt var frá i
blaðinu i gær. Eftir stjórnarfund-
inn i gær sagði Sigurður Helgason
forstjóri að hann vonaðist til þess
að Alþingi afgreiddi málefni
Flugleiða sem allra fyrst, en að
sjálfsögðu þyrftu alþingismenn
sinn tima til að ræða málin.
Fjármálaráðherra sagði i gær
að ekki væri um það að ræða að
fyrirgreiðsla ráðuneytisins gengi
seint. „Hjá okkur er það þannig
að lánsábyrgðir rikisins þurfa að
hljóta afgreiðslu á Alþingi og ekki
er aðeins um að ræða svokallaða
bakábyrgð heldur er rikið að taka
á sig margra milljarða króna
ábyrgðir umfram fyrri ábyrgðir,
og þvi þarf að rannsaka allt niður
i kjölinn”.
Fjármálaráðherra sagði að það
sem fyrir lægi að ákveða væru
eftirtalin atriði.
1 fyrsta lagi bakábyrgð vegna
Atlantshafsflugsins sem nemur
um einum og hálfum milljarði
eða svipaðri upphæð og áætlaðar
tekjur rikisins af þessu flugi, sem
féllu niður ef þvi væri ekki haldið
áfram.
I öðru lagi beiðni Flugleiða um
rikisábyrgð á 3 milljarða láni til
skemmri tima og jafnhárri upp-
hæð til lengri tima.
„I þessu sambandi þarf að
kanna raunverulegt verðmæti
eigna Flugleiða eins vel og kostur
er og ekki er hægt að reiða sig á
bókhaldstölur i þeim efnum. í
könnun sem gerð var i sumar
Ragnar Arnalds
kom i ljós að fyrirtækið á fyrir
skuldum, og er fyrir ofan núllið.
Erfiðleikarnir eru þvi fyrst og
fremst rekstrarfjárskortur, en
fæstir komast upp með að veð-
setja eignir sinar 100%, og rikis-
ábyrgðasjóður miðar sin mörk
við 60% og eitthvað hærra fyrir
samgöngutæki. Vegna þess hve
þetta er allt á mörkunum hlýtur
Framhald á bls. 13
Engir
fundir
Engir sáttafundir hafa enn
verið boðaðir hjá aðiium I prent-
dcilunni eða kjaradeilu ASt og
VSl.
Sáttanefndin var á stanslausum
fundum siðdegis I gær og engin
leið að ná tali af nefndarmönnum
til að spyrjast fyrir um framhald
þessara mála, en mörgum þykir
hægt miöa eins og glögglega kom
fram i samþykkt 43ja manna
nefndar ASt sl. mánudag.
—S.dór
r
I kjölfar deilnanna í Blackpool:
Callaghan segir
afsér
L
James Callaghan leiðtogi
verkamannaflokksins breska og
fyrrum forsætisráðherra hefur
ákveðið að segja af sér for-
mennsku i flokknum. Að sögn
breska útvarpsins BBC mun
hann væntanlega tilkynna af-
sögn sina nk. miðvikudag.
Verði af afsögn Cailaghans
verður VerkamannafloKkurinn
að velja sér nýjan formann
fyrir 13. nðvember er þing
kemur saman, en samkvæmt
reglum hans velja þingmenn
formanninn formlega.
Afsögn Callaghans kemur i
kjölfar mikilla og harðra deilna
á þingi flokksins i Blackpool,
sem nýlega er lokið. — vh
Callaghan hefur reyndar áður
hótað að segja af sér, en ekki
oröið úr.