Þjóðviljinn - 10.10.1980, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 10.10.1980, Qupperneq 7
Föstudagur 10. október 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Deng (til hægri) gengur til þingfundar IPeking ásamt Hua Guo-feng : — ég myndi segja aö mlnir kostir væru svona 50% á máti göllum Wm * -■ fi3 m * \ JSL fp! , „ " •■•ir ■ 1 1 y %&■ -]gPPy ..'jl |&i9L * M : W. ■> á andi svar, Deng. Nú get ég snúiö mér að siðasta efninu: þriðju heimsstyrjöldinni. Eða réttara sagt þeirri skoðun ykkar Kin- verja að þriöja heimsstyrjöldin sé óhjákvæmileg. Deng: Styrjöldin er óhjákvæmileg vegna þess að risa- veldin eru til og vegna. þess að heimsvaldastefna þeirra er til. Og það er ekki skoðun Kinverja einna að styrjöld sé óhjákvæmi- leg: margir menn i heiminum eru sannfæröir um að styrjöldin hefj- ist á niunda tugnum. Næstu tiu ár eru griðarlega hættuleg. Þau eru skelfileg. Við ættum ekki að gleyma þessu, þvi að aðeins meö þvi að gleyma þvi ekki getum við gert ráöstafanir og tekið upp stefnu sem getur frestað styrjöld- inni. En þegar ég segi ráðstafanir og stefna meina ég ekki þvaður um frið og slökun. Eftir seinni heimsstyrjöldina hafa menn á Vesturlöndum ævinlega verið að tala um frið og slökun og Sovét- menn einnig. En hvar er friöurinn og hvar er slökunin? Ar eftir ár, ef ekki dag eftir dag, stækka heitu blettirnir, þeim þáttum fjölgar sem steypa heiminum út I þriöju heimsstyrjöldina og þessir menn halda áfram aö þvaðra umfriðog slökun. O.F.: Staðreyndin er sú að flestir menn trúa ekki eða vilja ekki trúa þvi að styrjöld muni hefjast. Sérstaklega i Evrópu. Deng: Þeir blekkja sjálfa sig með þvi aö vona að unnt sé að komast hjá styrjöld. Og svo loka þeir augunum, en það er einmitt einn af þeim þáttum sem stuðla að styrjöld. Þessi blinda, þessi undirgefni. Fyrir seinni heims- styrjöldina var þessi afstaða nefnd einu orði: „Sáttfýsi”. Það var þegar Chamberlain og Daladier boðuöu sáttfýsi gagn- vart Hitler. Nú á dögum hegða ýmsar þjóðir Evrópu og einnig annars staöar i heiminum sér nákvæmlega eins og Chamber- lain og Daladier rétt fyrir 1939. En hvaö varð úr vonum þeirra? Frestaöi sáttfýsi þeirra styrjöld- inni eða flýtti hún fyrir henni? Þessi nýja sáttfýsi hefur ekki aörar afleiöingar en þær aö draga máttinn æ meir úr þjóðum Vesturlanda og Evrópu. Sovét- menn vita þetta og þess vegna hvetja þeir menn til að taka upp þessa afstööu. Af þessum ástæö- um verða þeir stööugt hroka- fyllri. O.F.: Ertu að segja að Schmidt og Giscard d’Estaing gangi er- inda Sovétstjórnarinnar án þess að gera sér grein fyrir þvi? Deng: Ég er að segja að vissir menn geri sér ekki grein fyrir hættunni. Ég er aö segja að vissir menn beiti óskynsamlegum að- ferðum. Ég er að segja að vissir menn vilji taka áhættuna, og það er ekki skynsamlegt. Þegar Kin- verjar fjalla um vandamál, eins og t.d. Víetnam, haga þeir sér ekki svona. Þeir hugsa ekki um hagsmuni Kinverja einna heldur hafa þeir, það sem er mikilvæg- ara, heildarhagsmunina fyrir augum. Hættusvæðin O.F.: Hverjir eru að þinum dómi, Deng, þeir heitu blettir þar sem styrjöld gæti hafist? Deng: Ég gæti svarað þvi til að það væru fyrst Austurlönd nær og siðan Indóklna. En hættulegu svæðin eru miklu fleiri. Þau eru næstum þvi hvar sem er og það er ekki auövelt að spá um það hvar styrjöld kynni aö hefjast. Arum saman hafa Kinverjar veriö að tönnlast á þvi að aðeins tvær þjóöir hafi bolmagn til að hefja styrjöld: Bandarikjamenn og Sovétmenn. En eftir seinni heimsstyrjöldina, ég meina eftir Kóreustyrjöldina og Vietnam- styrjöldina, hefur hermætti Bandarikjanna hnignað mjög og Bandarikjamenn hafa verið á undanhaldi. Nú eru þeir I varnar- stöðu og viö verðum aö horfast i augu við staöreyndir: þeir óttast Sovétmenn. Og eins og þetta sé ekki nóg, þá bætist þaö við að stjórnmálakerfi þeirra gerir þeim erfitt fyrir um að' taka snöggar ákvaröanir. Sovétmenn eru hins vegar i sókn og þeir eiga ekki erfitt með að taka snöggar ákvarðanir; þeir þurfa ekki annað en kalla til fundar fáeina menn i stjórnmála- ráðinu — var þaö ekki þannig sem ákvörðunin um innrásina i Afghanistan var tekin? Hvernig sem það er, þá skaltu llta á þetta: aðalmarkmiö sovéskrar hern- aðarstefnu er Evrópa og veröur Evrópa, og það mun ekki breyt- ast. vlð Deng Xlaoping O.F.: Svo að styrjöldin gæti sem sagt hafist i Evrópu. Er þaö þetta sem þú átt við? Deng: Nei, ekki endilega i Evrópu, heldur vegna Evrópu. Ég held þvi fram að styrjöldin muni hefjast vegna Evrópu, vegna þess að þar eru stjórn- málaáhrifin og þar er hermáttur- inn, og þetta er hvort tveggja nauðsynlegt til að drottna yfir heiminum. Jafnvel þótt Sovét- menn legöu undir sig Kina og aðra hluta heimsins geta þeir ekki náð heimsyfirráðum. Til þess aö ná þvi marki þurfa þeir að ná Evrópu á sitt vald. En þegar ég held þvi fram að Evrópa sé aðalmarkmið sovéskrar hernaðarstefnu á ég lika viö Austurlönd nær og norðurströnd Afriku, þ.e.a.s. i einu orði sagt Miðjarðarhafssvæðið. O.F.: Er ekki Persaflói á meðal heitu svæðanna? Deng: En jafnvel innrás Sovét- manna I Afghanistan og sókn þeirra suöur að Indlandshafi eru liður i áætlun þeirra um að ná til Evrópu, umkringja Evrópu! Þetta er ekki siður rétt þótt þessar aögerðir séu einnig tengdar stefnunni i Indókina. Augljóst er aö tilgangur innrásar- innar I Afghanistan er sá að kom- ast aö Indlandshafi og geta haft hönd I bagga með þróuninni i Austurlöndum nær. Og þegar búið er að hrinda þessari áætlun i framkvæmd fer að syrta I álinn fyrir Evrópu. Þvi hvað ætla Evrópumenn að gera þegar Sovétmenn eru búnir að ná valdi yfir oliulindunum? Höfuöf jandinn Þegar Callaghan, fyrrverandi forsætisráöherra Bretlands, kom til Kina, ræddi ég þessi mál viö hann. Ég sagði honum að hættu- stundin kæmi þegar Sovétmenn næöu á sitt vald oliuauði Austur- landa nær. Síðan spurði ég hann: „Mister Callaghan, hvað ætlar þú að gera þegar Sovétmenn eru búnir að ná þvi markmiði sinu aö sækja suöur til Indlandshafs og fá yfirráð yfir Persaflóa og Austur- löndunum nær? Þvi þegar svo er komið er aðeins tveggja kosta völ. Annar kosturinn er sá aö krjúpa á knén og þiggja vægustu skilmálana, sem eru eins og þeir sem Finnar hafa orðið að fallast á, en hinn kosturinn er sá að berj- ast”. Og Callaghan svaraði: „Þaö er aðeins einn kostur”. Hann sagði ekki hvaða kost hann ætti við, en ég skildi hann og sagði: „Þá væri betra fyrir þig aö velja þann kost nú þegar”. Þvi ef menn velja nú, leiðir það til þess að þeir draga landamæralinuna i Afghanistan og Kambodíu.... Sjáðu, nú er ég aftur farinn aö tala um Kambodiu. Skilurðu nú hvað ég átti við áðan þegar ég var að tala um Kambodiu og Pol Pot? 1 raun og veru eru þetta þeir staðir þar sem við veröum aö reyna eins og við getum að binda hendurSovétmanna i mörg ár. Ef það tekst, verður frestur á styrj- öldinni. O.F.: Og hvað svo? Ef styrjöld er óhjákvæmileg breytir frestur ekki miklu. Deng: Þá... Við sjáum til. Eftir nokkur ár gæti ástandið skánað. Það er mikilvægt að fá frest, aö vinna tima. O.F.:Og hvað með Iran? Sumir segja að innrásin i Afghanistan sé eins konar generalprufa á innrás- inni sem gerð veröi fyrr eða siðar. Deng: Ég er sannfærður um aö Sovétmenn láta ekki staðar numiö i Afghanistan. Næsta skot- markið getur aðeins oröið Iran eða Pakistan. Við getum ekki sagt fyrir um það hvaða land þeir velja fyrst, en ég tel að viö ættum að gefa meiri gaum að Iran. O.F.:Helduröuekkiað þaö sem hefur verið að gerast i landinu siðustu tiu mánuöina, drama bandarisku gislanna, upplausnin sem þar breiðist út, sturlun Kho- meinis og fylgismanna hans, sé Sovétmönnum i hag? Deng: Heyrðu, ég skil ekki fyllilega hvaö er að gerast þarna. Ég get aöeins sagt að þetta er hættulegur staður. Viö megum ekki gleyma þvi aö Sovétmenn hafa mikil áhrif þarna, mjög mikil áhrif. Við höfum stöðugt sendiráð þarna. Hvernig sem ástandið er I Iran verður gott að hafa kinverskt sendiráð i Teheran. 1 ljós mun koma að þaö er gagnlegt. O.F.: Bandarikjamenn höfðu einnig sendiráð þarna. Vopn verða notuð Deng: Bandarikjamenn eru al- gerlega ófærir um að gera nokkurn skapaðan hlut i tran. En ég er ekki aðeins að tala um Iran, ég er að tala um að styrjöld sé ó- hjákvæmileg. Ég er að segja að við megum ekki lita fram hjá þeirrihættu að strið muni hefjast. Ég er aö segja að strið hefjist fyrr eöa siöar. Hverjum þeim, sem heldur hið gagnstæða, skjátlast hörmulega. Mao oddviti og Chou En-lai forsætisráðherra voru stöðugtj að segja þetta við er- lenda vini okkar! Sovétmenn tala á hverjum degi um SALT-samn- ingana, en um leiö auka þeir her- búnað sinn. Forði þeirra af kjarnasprengjum og fcjarna- vopnum er nú ótrúlega mikill, og venjuleg vopn hrúgast upp i vöru- skemmum þeirra. Þessir hlutir eru ekki matur, skór eða föt; fyrr eða siðar verða þeir notaðir. O.F.: Þetta kemur mér til að gera smáathugasemd, Deng. Kinverjar segjast alltaf vera reiðubúnir til að heyja striö við Sovétmenn, þeir segja jafnan aö þeir óttist þá ekki, en hvernig getur þér dottið i hug aö þreyta kapp við hina skelfilegu sovésku striðsvél, eins áhrifasterk og hún er? Aö sigra með veikleika Deng(hlær): Heyröu, Kina er fátækt land og herbúnaður okkar er úreltur, en við höfum okkar venjur. 1 langan tima höfum við haft reynslu af þvi að sigra óvini með mjög fullkomin vopn, þrátt fyrir okkar fátæklega búnaö. Land okkar er mjög stórt, þjóðin hefur lært þá þolinmæði sem þarf til aö heyja langt striö, til að sigra styrk með veikleika. Hver sá sem vill gera innrás I Kina veröur að hugleiða þetta og ég held að Sovétmenn geri sér grein fyrir þvi. Margir menn vfðsvegar um heim álita að Kina veröi fyrsta skotmark Sovétmanna og sumir vinir okkar hafa gefið okkur upp- lýsingar um þann herbúnað sem þeir viðhafa i auknum mæli á svæðum 1 grennd við Kina. En við svörum þvi til að þetta hefur aldrei dulist okkur, og það sé býsna stórt skref aö gera innrás i Kina. Jafnvel þótt Sovétmenn hernæmu Peking og héruðin fyrir noröan Gulá er það aðeins upphaf styrjaldarinnar frá okkar bæjar- dyrum séö. Þegar um Kina er að ræða, ættu menn að forðast að gera herstyrk Sovétmanna aö goðsögn. Þú veist að skæruliö- arnir i Afghanistan hafa enn drjúg umsvif. Og i Kina höfum viö nóg af mönnum og nóg af stöðum til aö taka á móti sovéskri innrás. O.F.: Ég skil hvað þú átt við meö heföinni, Deng. Þú átt við þá kúnst að veifa litla fingri og hvisla bliðlega: „Komdu inn, elskan, komdu inn! Láttu fara vel um þig og svo sérðu hvar gerist. Hver mun nokkurn tima finna þig siöar?” Deng (skellihlær): Heyröu, ég er leikmaður i öörum greinum, t.d. hagfræöi. En ég veit sitthvað um bardaga. O.F.: En nú er vandinn sá að þaö veröur naumast nokkur timi til að berjast, Deng, þvi að styrj- öld við Kina hefur I för meö sér heimsstyr jöld; heimsstyrjöld verður kjarnastyrjöld, og kjarna- styrjöld er endaloks alls. Deng: Ég er sammála fyrra atriðinu. Ef Sovétmenn gera inn- rás I okkar land verður það ekki aöeins staðbundin styrjöld. En ég er ekki sammála þvi sem á eftir fer. Einmitt vegna þess hvað báöir aðilar hafa mörg kjarna- vopn er þaö vel hugsanlegt að þriðja heimsstyrjöldin verði styrjöld með heföbundnum hætti en ekki kjarnastrið. O.F.:Égþakka þér fyrir, Deng, ég hef lokið máli minu. En má ég að lokum spyrja einnar spurn- ingar i viöbót: hvaða einkunnir myndir þú nú gefa sjálfum þér? Deng:Jamm,ég hefeinnig gert mistök eins og ég sagði þér. Stundum alvarleg mistök. En ég hef aldrei gert þau i illum til- gangi. Ég hef alltaf ætlaö að gera gott. Svo að þegar ég lit um öxl og virði fyrir mér allt mitt lif, sé ég enga ástæðu til að hafa vonda samvisku. Sjáðu, ég giska á að ég myndi gefa mér sjálfum 50 af hundraði. Já 50 af hundraði væri rétt. e.m.j. þýddi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.