Þjóðviljinn - 15.10.1980, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 15. október 1980.
Ragnar Arnalds fjármálaráö-
herra er frummælandi á opnum
fundi Alþýóubandalagsins á
Blönduósi nk. laugardag.
Opinn fundur
á Blönduósi:
Ríkis-
stjórnar-
störf og
kjara-
samningar
Ragnar Arnalds fjármálaráö-
herra veröur frummælandi á al-
mennum, opnum fundi i félags-
heimilinu á Blönduósi, sem hald-
inn veröur I tengslum viö aöal-
fund kjördæmisráö Alþýöubanda-
lagsins á Noröurlandi vestra.
Fundurinn veröur kl. 16,30 — 19
á laugardaginn nk. og fjallar um
störf ríkisstjórnarinnar, kjara-
samningamál og hagsmunamál
kjördæmisins. Hann er öllum
opinn og veröa frjálsar umræöur
og fyrirspurnir aö lokinni fram-
söguræöu.
Aöalfundur kjördæmisráösins
á sama staö verur settur kl. 13 af
Jóni Torfasyni frá Torfalæk, en á
dagskrá er félagsstarfið i kjör-
dæminu og stjórnmálaviðhorfið.
—vh
g
Callaghan
af sér í dag?
Skuggaráðuneyti
Verkamannaflokksins,
breska kemur saman í
dag, miðvikudag, og er
fastlega búist við þvi,
að formaður flokksins,
James Callaghan segi
af sér. Sú afsögn getur
dregið langan dilk á
eftir sér i ástandi sem
breskir fréttaskýrend-
ur lýsa á þá leið, að
aldrei hafi verið jafn
sterkar likur á þvi og
nú, að Verkamanna-
flokkurinn breski
brotni i tvær striðandi
fylkingar, sagði frétta-
ritari Þjv. i Bretlandi,
Össur Skarphéðinsson,
i gær.
Þaö er nokkuð kaldhæönis-
legt, aö þessi innanmein sækja
stjórnarandstöðuflokkinn heim
einmitt um það leyti sem hann á
drjúgum meira fylgi meðal
kjósenda en Ihaldsflokkurinn,
sem hefur verið að tapa jafnt og
þétt vinsældum eftir þvi sem
lengra liöur á nýkapitaliska til-
raunastarfsemi frú Margrétar
Thatcher.
Upphaflega var við þvi búist,
sagði össur Skarphéðinsson
ennfremur, að Callaghan mundi
Borgarstjórn:
Endurskoðun stjórnkerfis
Akveöiö hefur veriö aö skipa
fimm manna nefnd til þess aö
endurskoöa stjórnkerfi Reykja-
vikurborgar, og var tillaga þessa
efnis samþykkt I borgarstjórn
nýlega.
Sjálfstæðisflokksmenn sátu hjá
við atkvæðagreiðsluna þar sem
„engin haldbær rök heföu verið
færö fyrir þvi að endurskoðunar
væri þörf”. Kristján Benedikts-
son borgarfulltrúi tók fram i um-
ræðum um þetta mál að það væri
ekkert nýtt að sett væri á lagg-
irnar slík nefnd. Það heföi t.a.m.
verið gert árið 1964 og aftur 1972
og i bæði skiptin hefðu tillögur
nefndanna oröiö til þess aö
nokkrar breytingar hefðu verið
gerðar á stjórnkerfinu. Kristján
sagðist ekki vilja tiunda hvað það
væri sem hann persónulega teldi
brýnast i slikri endurskoðun en
minnti á að ákvæði um endur-
skoðun stjórnkerfisins væri inni i
samstarfssamningi meirihlutans
sem nú fer með stjórn borgar-
innar.
Kristján hæddist að afstöðu
Sjálfstæðisflokksins og minnti á
að þegar fyrri stjórnkerfisnefndir
voru kosnar greiddi þáverandi
minnihluti slikri endurskoðunar-
nefnd atkvæði sin. Hann rifjaði
upp ummæli Birgis Isl. Gunnars-
sonar frá þvi þegar siðasta
stjórnkerfisnefnd var kosin og
gerði þau að sinum, en þá sagöi
Birgir aö stjórnkerfi eins stórrar
stofnunar og borgin væri yröi aö
vera i stööugri endurskoöun og
umsköpun. Hugarfars- og stefnu-
breyting Sjálfstæöisflokksins i
þessum efnum væri vægast sagt
furöuleg.
Davið Oddsson reyndi aö klóra i
bakkann með þessa afstöðu
minnihlutans og setti það helst
fyrir sig að málefnasamningur
meirihlutans hefði veriö rýr i roö-
inu og ekkert heföi frekar heyrst
af þeirri endurskoðun hans sem
Framsóknarflokkurinn fór fram
á á sinum tima, þegar Sjöfn
Sigurbjörnsdóttir felldi Lands-
virkjunarsamninginn. Taldi hann
aö óeölilega lengi hefði dregist aö
efna ákvæöi málefnasamningsins
um endurskoöun stjórnkerfisins.
Sjómannasambandiö mótmælir fiskverðsákvörðun:
Þarf 22% meiri afla
uppí kauptrygginguna
Framkvæmdastjórn Sjó-
mannasambands fslands
samþykkti í gær mótmæli
vegna síðustu fiskverðs-
ákvörðunar stjórnvalda,
þar sem enn voru auknar
greiðslur til útgerðarinnar
framhjá skiptaverði
Jóhann Guðjónsson formaður ABH
Alþýöubandalagið i Hafnarfiröi
hélt aðalfund sinn 25. sept. Lagöi
formaðurinn, Jóhannes Skarp-
hébinsson.fram skýrslu formanns
yfir siöastliöiö ár. Sagöi hann að
mesta orka félagsins heföi farið i
kosningar og kosningaundir-
búning, en kosningaskrifstofa
Reykjaneskjördæmis var i
Hafnarfirði. Taldi hann þá vinnu
hafa verið til fyrirmyndar og
þakkaöi þaö ekki slst ötulu starfi
starfsmanna skrifstofunnar.
Gjaldkeri félagsins lagöi fram
reikninga,og kom þar fram aö
staöa félagsins væri ekki svo af-
leit þó að um tvennar kosningar
hafi veriö aö ræöa. Ábyrðar-
maöur Vegamóta, blaðs Alþýöu-
bandalagsins I Hafnarfiröi,
skýröi frá útkomu þess. Fimm
blöö voru gefin út frá þvi á siöasta
aöalfundi i september 1979. Sagöi
hann aðalhöfuðverk ritnefndar
vera öflun auglýsinga, en þær
yröu að kosta útgáfuna. Blaöiö er
ekki selt, heldur er þvi dreift I
hvert hús i Hafnarfiröi. Einnig
fóru fram umræöur um húsnæöi
Alþýðubandalagsins,en þaö leigir
húsnæöi, sem félagarnir hafa
endurnýjaö 1 sjálfboðavinnu.
Þeirri endurnýjun er ekki lokið,
en stefnt verður að þvi að ljúka
henni sem allra fyrst,þvi brýnt er
að koma upp skrifstofu þar sem
t.d. fulltrúar félagsins i bæjar-
stjórn gætu haft viötalstima.
Að lokum var kosin ný stjórn. 1
stjórnina hlutu kosningu: Jóhann
Guðjónsson (formaöur), Viöar
Magnússon (varaformaður), Vig-
fús Geirdal (ritari), Hrafnhildur
Kristbjarnardóttir (gjaldkeri),
Páll Arnason, Rakel Krist-
jánsdóttir og Hörður Erling
Tómasson (meðstjórnendur).
sjómanna. Bendir fram-
kvæmdastjórnin á eftir-
farandi:
„Siðan i október 1977 hefur
þróunin í fiskveröshækkunum
oröiö með þeim hætti, aö sjó-
maöurinn þarf 21-22% meiri afla
til þess aö fiska upp i kaup-
tryggingu sina I dag, miðaö viö
núverandi fiskverö.
Þrátt fyrir það, aö sjómanna-
samtökin gera sér fulla grein
fyrir þeim aukna vanda, sem út-
gerðin hefur átt viö, vegna aukins
kostnaöar sem stafar af oliuverö-
hækkunum, litur framkvæmda-
stjórn svo á, að sá vandi eigi ekki
að vera leystur meö einhliða
álögum á sjómenn meö stjórn-
valdaaðgerðum. Þar sem viö
teljum aö sjávarútvegurinn sé
undirstöðugrein I atvinnullfi
þjóöarinnar,verður þjóöin öll aö
axla þann vanda sem á þessari
atvinnugrein steðjar.”
Borgarastríd yfirvofandi í j
V erkamannaflokknum breskaj
tveggja: að Callaghan haldi I
áfram formennsku fram að |
aukaþingi i janúar.eða þá að •
kosinn verði bráðabirgðaleið- I
togi þangað til.
Ekki er talið að frambjóðend- I
ur vinstra megin við miðju •
flokksins muni freista gæfunnar I
nú i þetta sinn,ef aðhægri menn I
reyna að láta sverfa til stáls. I
Heldur muni þeir sameinast •
öðrum um Michael Foot, vara- I
formann Verkamannaflokksins I
og fyrrum vinstristjörnu, sem I
formannsefni fram að janúar- ■
ráðstefnu flokksins.
Einnig kemur það til greina, I
að Peter Shore, glaðbeittum I
andstæðingi vigbúnaðar og
Efnahagsbandalags, verði stillt
upp af sameinuðum vinstrivæng
gegn Dennis Healey.
Callaghan: Verkalýðsforingjar
vilja nú aö hann sitji áfram.
Dennis Healey: Reyna aö koma
honum aö meðan þingflokkur-
inn ræöur.
Michael Foot varaformaöur:
Bráöabirgðaforingi fram yfir
áramót.
segja af sér i janúar, þegar
aukaþing Verkamannaflokksins
kemur saman til að samþykkja
nýjar reglur um formannskjör i
flokknum. En eins og áður hefur
verið um fjallað i Þjóðviljanum
þá var á nýafstöðnu flokksþingi
samþykkt tillaga vinstriaflanna
um að afnema einokun þing-
mannaliðsins á vali formanns.
Vinstri og hægri
Samþykkt þeirrar tillögu jók
verulega llkur á þvi, að fulltrúi
vinstri armsins i flokknum næði
formannskjöri, og var jafnvel
rætt um Tony Benn, fyrrum
iðnaðarráðherra, sem liklegan
formann, en hann er talinn
þeirra manna róttækastur sem
verulegum áhrifum hafa náð i
flokknum. Að sama skapi munu
möguleikar Dennis Healeys,
fyrrum fjármálaráðherra, til
forystu fara minnkandi. Healey
frá Össur
Skarphéðinssyni
er litt vinsæll meðal óbreyttra
flokksfélaga og nýtur einskis
fylgis I verkalýðsfélögunum eft-
ir þrautseiga kaupskerðingar-
viðleitni hans á ráðherrastóli.
Fylgismenn Healeys i þing-
flokkinum hafa mjög lagt að
Callaghan að hann segi af sér
formennsku einmitt nú með það
fyrir augum að hægt yrði að
koma Healey i sæti hans eftir
gamla kerfinu.
I fyrradag birtu sextfu og
tveir þingmenn flokksins úr
hægriarmiog miðju yfirlýsingu
um að þingmenn hefðu óskorað-
an rétt til að kjósa formann úr
sinum hópi án tillits til niður-
stöðu sem fást kynni á janúar-
ráðstefnunni væntanlegu.
Bráðabirgðafor-
maður?
Tony Benn og sex aðrir leið-
togar vinstri armsins svöruðu
með viðvörun: þeir segja, að
ætli leiðtogar hægri armsins að
beita bolabrögðum við for-
mannskjörið og hunsa sam-
þykktir flokksþingsins nú i
haust,mundi það leiða til borg-
arastyrjaldar i Verkamanna-
flokkinum.
Vinstri menn vilja annað
Áskoranir
Verkalýðsleiðtogar hafa |
undanfarna daga birt áskoranir .
á Callaghan um að hann fresti |
um sinn afsögn sinni.og er þetta
skýrt með þvi, að þeir óttist að
nú veröi reynt að koma Healey ■
að.
Hitt er svo meira en lfklegt, að
ef Callaghan verður við þessum
óskum verkalýðsforingjanna
(sem Michael Foot kann að
standa á bak við), þá muni
hægri armurinn sameinast um J
að stilla upp sinu formannsefni
gegn Callaghan.
Það er nokkuð vandlifað i
Verkamannaflokknum breska
um þessar mundir, og sem fyrr
segir, hafa aldrei verið sterkari
llkur en nú á þvi að hann klofni i
andstæðar fylkingar. —ös/áb