Þjóðviljinn - 15.10.1980, Blaðsíða 5
MiOvikudagur 15. oktdber 1980. ÞJÖÐVILJINN — StÐA 5
Markmidid
cr að allir
landsmenn
bui við
Öryggi í orkumálum
og sama verd
Hér fer á eftir ávarp Hjörleifs
Guttormssonar orkuráöherra viö
vigslu Vesturlinu 12. okt. s.l.
Vestfiröingar, góöir gestir.
Viö komum hér saman i dag til
aöfagna þvi aö nú hefur formlega
veriö tekiö I notkun mikiö
mannvirki: 132 kV Vesturlina,
sem tengir aöalrafveitukerfi
Vestfjaröa viö landskerfiö traust-
um böndum.
Hugmyndina aö lagningu
Vesturlinu má rekja allt til ársins
1973. Þá, i ráöherratiö Magnúsar
Kjartanssonar, var á vegum
ráöuneytisins settur á fót vinnu-
hópur til aö gera tillögur um sam-
tengingu raforkukerfanna á
Noröurlandi og Suöurlandi. A
þeim tima lá nokkuö beint viö aö
leggja slika linu beint frá Sigöldu-
virkjun noröur Sprengisand til
Akureyrar og haföi veriö rætt um
þaö þegar viö stofnun Lands-
virkjunar áriö 1965.
Niöurstaöan varö samt sU, aö
hyggilegra væri aö fara svokall-
aöa byggöaleiö, þ.e. um byggöir
Vesturlands og Noröurlands
vestra til Akureyrar i þeim
tilgangi aö geta þjónaö þessum
svæöum, jafnframt orkuflutningi
noröur til Akureyrar, og hafa
einnig möguleika til aö tengja
Vestfiröi viö linuna sem kölluö
hefur veriö Byggöalina siöan.
Raunar má segja aö fyrsti
áfangi þessarar Byggöalinu hafi
veriö lína sem lögö var árin
1972—1973 milli Akureyrar og
Varmahliöar í Skagafiröi og
tengd á 66 kV (kllóvoltum) i mai
1973.
Lögn þeirrar linu sætti á sínum
tima nokkurri gagnrýni; talaö var
um aö veriöværiaö tengja saman
orkuskortinn sitt hvorum megin
Oxnadalsheiöar. Ekki leiö þó á
löngu áöur en hUn sannaöi gildi
sitt á ótviræöan hátt.
Þaö kom i hlut Gunnars
Thoroddsen sem orkuráöherra aö
tryggja framhald þeirra
framkvæmda sem hafnar voru
viö línulögnina noröur og slöar
einnig aö beita sér fyrir
framkvæmum viö Vesturllnu.
Fyrsti áfangi Noröurlínu milli
Vatnshamra I Borgarfiröi og
Tannstaöabakka i Hrútafiröi
var tengdur til bráöabirgöa i júnl
1976. Þar meö tengdist kerfiö á
Noröurlandi vestra viö landskerf-
iö. Tenging 132 kV viö Laxárvatn
var gerö I desember 1976 og
endanleg tenging til Rangár-
vallastöövar viö Akureyri i
janúar 1977.
Li'nan frá Kröfluvirkjun
tengdist si'öan i nóvember 1977 og
tengillnan frá Vatnshömrum aö
Brennimel á Hvalfiröi var lögö
sumariö 1978 og tengd viö 220 kV
kerfi Landsvirkjunar I ndvember
þaöár. Má þá telja aö Noröurlina
hafi veriö ftillgerö.
Sumariö 1977 hófust fram-
kvæmdir viö Austurlinu sem nær
til Hryggstekks i Skriödal og
tengir aöalkerfi Austfjaröa viö
landskerfiö. Sá hluti linunnar var
tekinn I notkun I desember 1978.
Hringtenging
skammt undan
Lagning Vesturlinu, sem viö
tengjum formlega hér i dag, hófst
voriö 1978 og hefur staöiö sleitu-
laust slöan aö heita má
Rafmagnsveitur rikisins hafa
haft þaö verk meö höndum eins
og aörar framkvæmdir viö
Byggöallnurfram til þessa. Aörir
munu væntanlega rekja bygg-
ingarsöguna nánar, en ég vil f.h.
iönaöarráöuneytisins og ríkis-
stjórnarinnar nota tækifæriö til
aö þakka þeim mörgu sem þar
hafa lagt hönd aö verki.
Byggöallnur ná nú frá Brenni-
mel I Hvalfiröi, um HrUtatungu I
HrUtafiröi, Laxárvatn viö
Blönduós, Varmahlíö I Skaga-
firöi, Rangárvelli viö Akureyri,
um Kröflu til Hryggstekks I
Skriödal, auk Vesturlinu frá
Hrútatungu um Glerárskóga til
Mjólkár. 1 Brennimel tengjast
þær 220 kV kerfi Landsvirkjunar
sem nær þaöan um Geitháls og
Búrfell til Sigöldu.
Þetta samtengda háspennta
raforkukerfi, sem ég hef hér kall-
aö landskerfi spannar nú
meginhluta landsins. Eftir er hin
svonefnda Suöausturlina frá
Héraöi um Djúpavog og Höfn I
Hornafiröi til Sigöldu.
Siösumars i ár hófst lagning
linu frá Skriödal eystra I átt til
Djúpavogs og Hafnar. Fyrirhug-
aö er aö þeirri línulagningu ljúki
haustiö 1981 og er þá einungis
eftir kaflinn milli Hafnar I Horna-
firöi og Sigöldu til aö loka
raforkuhringnum.
Áætlanir hafa þegar veriö
geröar um þá llnu sem augljóst er
aöri'sa þarf innanfárra ára, bæöi
vegna flutningsþarfar og ekki
siöur af öryggisástæöum.
Sama öryggi —
sambœrilegt verö
Grundvallarhugmyndin aö baki
Byggöallnum er sú, aö gefa eigi
landsmönnum öllum kost á
raforku viö sambærilegu veröi og
öryggi.
Hvaö varöar öryggiö þá var sú
stefna snemma mótuö I Raflínu-
nefnd, sem hefur haft meö hönd-
um frumundirbúning allra
Byggöalína, aönotendur þeir sem
eiga orkuafhendingu sína undir
Byggöallnum, skuli búa viö sama
eöa svipaö öryggi og þeir not-
endur sem veröa aö byggja á lin-
um frá virkjununum á
Suövesturlandi eingöngu.
Aö þessu markmiöi er stuölaö
meö þrennum hætti.
— 1 fyrsta lagi er styrkleiki lln-
anna geröur sambærilegur
þannig aö llkurnar á llnubilun-
um vegna veöurfarslegra
þátta, svo sem storma eöa Is-
ingar, séu svipaöir. 1 reynd
þýöir þetta aö Byggöallnur
almennt eru geröar allmiklu
sterkari en línurnar frá virkj-
ununum sunnanlands til
Reykjavíkur, vegna þess aö
Byggöallnur og alveg sérstak-
lega Vesturlina, liggja um
sagöi Hjörleifur
Guttormsson,
iðnaðarráðherra
við opnun Vestur
línu á sunnudag
svæöi, þar sem vænta má
haröviöra og isingar meiri en á
Suöurlandi, og þvl þurfa linurn-
ar aö vera sterkari til aö öryggi
sé sambærilegt.
— 1 ööru lagi er stefnt aö hring-
tengingu Byggöalina, sem hef-
urþaöf för meö sér.aö hægt er
aö halda uppi nokkurn veginn
ótruflaöri orkuafhendingu, þótt
einn hlekkurinn slitni, þ.e. einn
li'nukafli milli tveggja stööva.
— I þriöja lagi er gert ráö fyrir
varastöövum, þar sem svo
hagar til, aö byggöarlag er háö
orkuafhendingu eftir aöeins
einni linu, eins og hér hagar til
á Vestfjöröum.
Stefnt að samræmdri
heildarstjórn
Hvaö varöar verölagningu má
visa til stefnuyfirlýsingar
núverandi rikisstjórnar þar sem
segir, aö sett skuli „lög um skipu-
lag orkumála, um meginraforku-
vinnslu og raforkuflutning þar
sem m.a. veröi ákveöin
samræmd heildarstjórn þessara
mála og tryggö heildsala raforku
til almenningsveitna viö sama
yeröi um allt land”.
Eins og kunnugt er var á
slöasta ári gerö tilraun til þess af
hálfu iönaöarráöuneytisins aö
koma á sameiningu núverandi
Landsvirkjunar og Laxárvirkj-
unar þannig aö hiö nýja fyrirtæki
tæki til iandsins alls og heföi meö
höndum alla meginraforku-
vinnslu og raforkuflutning eftir
stofnlinum meö 132 kV spennu og
hærri.
Hiö nýja fyrirtæki átti aö yfir-
taka Byggöalfnur allar, þ.á m.
Vesturlinu og selja rafmagn I
heildsölu viö sama veröi i öllum
tengistöövunum.
Eftir aö samninganefndir
eignaraöila höföu náö samkomu-
lagi um sameignarsamning um
fyrirtækiö og hann veriö
samþykktur af hálfu rlkisins og
Akureyrarkaupstaöar, náöi
samþykkt hans ekki fram aö
ganga i borgarstjórn Reykjavik-
ur.
Nú er unniö aö sameiningu
Landsvirkjunar og Laxárvirkj-
unar á grundvelli laga nr. 59 frá
1965 um Landsvirkjun, þar sem
heimild er fyrir Laxárvirkjun aö
ganga inn I Landsvirkjun.
Þau lög fela ekki beinlinis 1 sér
yfirtöku sliks fyrirtækis á
Byggöalinum né heldur ákvæöi
um sama heildsöluverö um iand
allt.
Sem stendur er því nokkur
óvissa um orkuverö eftir Vestur-
linu.
Stefna iönaöarráöuneytisins og
núverandi rlkisstjórnar er skýr I
þá átt, aö komið veröi á sama
heildsöluverði á raforku
hvarvetna á landinu.Þeim öflum
innan borgarstjórnar Reykjavik-
ur, sem eru þessari stefnu and-
stæö.tókstmeö þvi aö fella samn-
inginn um Landsvirkjun, aö
hindra aö sú stefna næöi fram aö
ganga I fyrra.
Ráöuneytiö styöur nú að þvi
fyrir sitt leyti aö Laxárvirkjun
sameinist Landsvirkjun I þeirri
von, aö I kjölfar farsællar lausnar
á þvi máli fáist viöunandi samn-
ingar viö hiö sameinaöa fyrirtæki
um orkuverö i heildsölu til
almenningsveitna.
Fast gjald á
orkueiningu í stað
verðjöfnunargjalds
í prósentum
1 stefnuyfirlýsingu rikis-
stjórnarinnar segir, aö unniö
skuli aö veröjöfnun á orku.
Hvaö varöar raforkuna næst
veröjöfnun aö hluta til meö jöfnun
heildsöluverös. Eftir stendur
mjög mismunandi dreifingar-
kostnaöur raforkunnar.
Á undanförnum árum hefur
viss verðjöfnun fariö fram meö
svokölluöu veröjöfnunargjaldi á
raforku, sem reiknaö hefur veriö
sem fast prósentustig á selda
raforku aöra en til hitunar hjá
notendum, en siöan skipt eftir
ákveönum hlutföllum milli
Rafmagnsveitna rikisins og
Orkubús Vestfjaröa, þeirra
raforkufyrirtækja, sem sjá um
hina kostnaðarsömu dreifingu
raforkunnar I dreifbýli landsins.
Sllk aöferð til álagningar hefur
þann augljósa ágalla, aö þeir
borga mest til veröjöfnunar, sem
búa viö hæst raforkuverð fyrir.
Sama gildirraunar um álagningu
söluskatts á rafmagn.
Þvi er til athugunar að breyta
núverandi veröjöfnunargjaldi og
e.t.v. einnig söluskatti á raforku I
þaö horf, aö tekiö veröi upp fast
gjald á orkueiningu i staö
prósentuálagningar.
1 framhaldi af væntanlegri
endurskipulagningu á meginraf-
orkuvinnslu og raforkuflutningi
með sameiningu Landsvirkjunar
og Laxárvirkjunar er fyrirhugaö
aö taka skipulag raforkudreif-
ingarinnar til endurskoöunar.
Engar ákveönar tillögur liggja
fyrir um þau mál, en I þvi
sambandi er m.a. eölilegt aö litiö
sé til þeirrar rey nslu, sem fengist
hefur af rekstri Orkubús
Vestfjaröa nú I nærfellt tvö ár, en
með stofnun þess var á slnum
tima fitjaö upp á nýmælum, sem
ekki var reynsla fyrir áöur, en
sem nú liggur fyrir.
Allar vatnsaflsstöðvar
á Vestfjörðum
50 Gwh á ári. —
En línan flyttur 104
Gwh árið 1982
Vesturlina hefur nú veriötekin I
notkun.
Mér er tjáö, aö áætlaöur orku-
flutningur eftir henni til Orkubús
Vestfjaröa sé sem hér segir:
A timabilinu okt.—des. 1980 15
GWh (gigawattstundir) á árinu
1981 86 Gwh. A árinu 1982 104
Gwh.
Þetta er ekkert smáræði, þegar
til þess er litiö, er árleg orku-
vinnslugeta allra vatnsaflsstöðva
á Vestfjöröum er talin vera rúm-
lega 50 Gwh, enda er I áætluninni
gert ráö fyrir, aö fullnægja
meginhlutanum af húshitunar-
þörf svæöisins meö rafmagni og
aö raforkuvinnsla með diselafli
leggict niöur, nema I bilanatilvik-
um.
An Vesturlinu má telja aö út-
lokaö væri aö selja raforku til hit-
unar á Vestfjöröum og annarri
raforkunotkun væri þröngur
stakkur skorinn.
Þetta er sá hagur, sem
þjóöarheildin hefur af lagningu
þessarar llnu.
Sem Austfiröingi er mér mikil
ánægja aö hafa átt hlut, þótt I litlu
sé, I aö þoka fram þvl mannvirki
sem viö tökum I notkun hér I dag.
Aöstæöur I orkumálum
Austurlands og Vestfjaröa hafa
aö mörgu leyti veriö áþekkar.
Jafnframt þykir mér mikilvægt
aö tekist hefur aö standa viö þaö
loforð, sem ég gaf forsvarsmönn-
um Orkubús Vestfjaröa skömmu
eftir aö ég tók viö starfi iönaöár-
ráöherra haustið 1978, þ.e. aö
stuölaaöþviaöunntværiaö ljúka
lagningu Vesturlinu á tveimur ár-
um. Þar á framkvæmdaaöilinn,
Rafmagsnveitur ríkisins, mestan -.
hlut aö máli aö þetta hefur tekist.
Hér hefur veriö unniö stórvirki
á skömmum tima. Ég vil
endurtaka þakkir minar til allra
þeirra sem aö verkinu hafa staöiö
og óska þess, aö Vesturlina megi
lengi reynast traustur hornsteinn
I orkubúskap og farsæld á
Vestfjöröum.