Þjóðviljinn - 15.10.1980, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 15. oktðber 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Aukahæðir
Byggungar;
Borgarráð
frestar enn
A fundi borgarráðs i gær
var enn einu sinni rætt um
mál Byggung, en eins og
fram hefur komið i fréttum
hefur beiðni þess um að fá að
reisa háhýsi á Eiðsgranda, i
stað þeirra 3ja hæða húsa
sem gert er ráð fyrir i skipu-
laginu, verið hafnað i skipu-'
lagsnefnd borgarinnar.
Borgarráð frestaði enn af-
greiðslu málsins.
Nýjar barnabækur
Frá v.: óskar Guðnason, Ásgeir Þóröarson, Halldór Rafnar, Rósa Guðmundsdóttir, Björg Einarsdóttir,
Asgerður ólafsdóttir. — Mynd: —eik.
Þrjárbækur
um Einar
Áskel
15. OKTÓBER ÁR HVERT:
Dagur „Hvíta stafcins”
Hjá Máli og menningu eru
komnar út þrjár nýjar
barnabækur með litmyndum
handa yngstu kynslóðinni.
Þetta eru bækurnar um
Einar Askel, sem er litill
strákur sem býr með föður
sinum.
Einar Áskell hefur náð
miklum vinsældum viða um
heim, þar sem bækurnar
hafa verið gefnar út, og
einnig hefur verið gerður
flokkur sjónvarpsmynda
eftir bókunum, og hefur það
aukið enn á vinsældir þeirra.
Höfundur texta og mynda er
Gunilla Bergström, sem
mörgum er að góðu kunn, en
Sigrún Árnadóttir hefur þýtt
bækurnar á islensku. Þessar
þrjár fyrstu bækur um Einar
Askel heita: Flýttu þér
Einar Áskell, Góða nótt
Einar Askell og Svei-attan
Einar Askell.
Bækurnar eru prentaðar i
Danmörku hjá Aarhus Stifts-
bogtrykkerier, setningu og
filmuvinnu annaðist Prent-
stofa G. Benediktssonar.
Þvi má bæta við að á
frummálinu heitir Einar
Askell Alfons Áberg.
„Jesús ttfir”
í Bústaða-
kirkju
„Jesús lifir” er nafn á
hljómleikum á vegum tón-
listarmanna og söngvara úr
ýmsum söfnuðum eða kristi-
legum samtökum, sem starf-
andi eru hér á landi. Verða
tónleikarnir i Bústaðakirkju
nk. föstudagskvöld kl. 21.
Aðstandendur tónleikanna
benda á, að áhugi fólks á
kristinni trú hafi aukist um
allan heim undanfarin ár og
að þessari trúarvakningu
hafi fylgt ýmsar breytingar
varðandi form á mismun-
'andi þáttum kirkjustarfsins,
þ.á.m. tónlistinni. Skipar nú
svokölluð létt tónlist æ stærri
sess i kirkjunni viða um
heim, t.d. léttir kórar, söng-
hópar og hljómsveitir, sem
oft flytja eigin tónlist.
Þetta hefur einnig gerst
hér, og hafa slikir hópar
skotið upp kollinum annað
slagið, en litið til þeirra
heyrst nema i takmörkuðum
hópi fólks. Með tónleikunum
„Jesús lifir” á að bæta þar
um. Meðal þeirra sem leika
og syngja eru Hljómsveitin
1. Kor. 13, Fides, Garðar og
Anna, Agústa Ingimars-
dóttir, sönghópur og Hellen
S. Helgadóttir. Samtök sem
þessir tónlistarmenn starfa i
eru Hvitasunnusöfnuðurinn,
Kristileg skólahreyfing,
Krossinn og Ungt fólk með
hlutverk. Aðgangur að tón-
leikunum er ókeypis.
—vh.
I dag verður hátíðlegur
haldinn Alþjóðlegur dagur
hvíta stafsins. Og í dag og
næstu daga munu félagar
Junior Chambers dreifa til
sem allra flestra öku-
manna á landinu lím-
miðum, sem ætlað er að
minna á tákn blindra f
hinni hröðu umferð nútím-
ans, hvíta stafinn.
Þetta kom fram á fundi, sem
forráðamenn J.C. ásamt full-
trúum frá Blindrafélaginu héldu
með fréttamönnum i gær.
Vera má, að einhver spyrji um
ástæðuna fyrir dreifingu þessara
limmiöa. Svarið er, segja JC-
menn, að eitt af þremur aðalhlut-
verkum hreyfingarinnar er að
stuðla að bættu mannlifi i þjóðfé-
laginu yfirleitt, og að þvi vinna
félögin, hvert i sinu byggðarlagi.
A Landsþingi J.C. 1979 var
samþykkt að landsverkefni
hreyfingarinnar starfsárið
1980—1981 skyldi vera tengt ör-
yrkjum og ber það yfirskriftina:
„Leggjum öryrkjum lið”.Er þvi
vel til fundið, að fyrsta byggðar-
lagsverkefni J.C.R. sé unnið i
þágu blindra og sjónskertra.
Tilgangurinn með gerð og
dreifingu limmiðanna er einkum
sá, að minna á tilvist blindra og
tákn þeirra i umferðinni, hvlta
stafinn, sem nú er orðinn tákn
blindra um allan heim. Akveðið
hefur verið að 15. okt. ár hvert
verði alþjóðlegur dagur hvita
stafsins. Er til þess mælst, að
allir tslendingar viðurkenni gildi
hans, afli sér sem bestrar þekk-
ingar á notkun hans, og sýni
þannig I verki skilning á þvi
þýðingarmikla umbóta- og mann-
réttindastarfi, sem hér er unnið
að.
Undirbúningur og skipulag
þessa verkefnis hefur byggöar-
lagsnefnd 1 hjá J.C. i Reykjavik
haft með höndum. Félagið var
stofnað 1967 og i þvi eru 110 félag-
ar. Formaður undirbúnings-
nefndarinnar er Asgeir Þórðar-
sonfen forseti J.C. Reykjavikur er
Óskar Guðnason. —mhg
Herstöðvaandstæðingar Akureyri:
Undirbúningur fyrir
landsráðstefnu í kvöld
Undirbúningsfundur fyrir
landsráðstefnu verður haldinn
með herstöðvaandstæðingum á
Akureyri I kvöld kl. 20.30 i
Einingarhúsinu, Þingvallastræti
14. Þar verða kynnt þau efni er
tekin verða fyrir i umræðuhópum
á ráðstefnunni. Mörg áhugaverð
efni verða á dagskrá, og eru her-
stöðvaandstæöingar hvattir til að
fjölmenna.
Haustfundur Akureyrardeildar
Samtaka herstöðvaandstæðinga
var haldinn 4. október s.l. A fund-
inum var ný stjórn kosin, fyrir
næsta starfsár. 87 manns hafa nú
látið skrá sig hjá deildinni.
Haustfundurinn samþykkti
ályktun um mál Patricks Gerva-
soni, bauð hann velkominn til
Islands og mótmælti harðlega
ómannúðlegri meðferð islenskra
stjórnvalda á málum hans. Var
þess krafist, að Gervasoni verði
þegar i stað veitt fullt landvistar-
leyfi á tslandi.
Þá samþykkti fundurinn hvatn-
ingu til herstöðvaandstæðinga um
allt land að fjölmenna til lands-
ráðstefnunnar á Akureyri um
næstu helgi.
Hermangi mótmælt
Varðandi Flugleiðamál voru
samþykkt mótmæli gegn „þeim
sifelldu tilraunum til að auka
hermang á Islandi, sem utan-
rikisráðherra stendurað, með þvi
að reyna að útvega Flugleiðum
dúsu frá bandarfska hernum.”
Að lokum var gerð eftirfarandi
ályktun um leynd á erlendu fjár-
magni á Islandi:
„Elias Daviðsson hefur um
langt skeið reynt að afla sér upp-
lýsinga um erlent fjármagn á
lslandi, og kvaðir tengdar þvi.
Það kemur engum á óvart, þótt
beinir fulltrúar hins erlenda auð-
magns á Islandi, svo sem for-
stjóri ÍSALS, neiti honum um
þessar upplýsingar, en það hlýtur
að teljast lágmarkskrafa að þær
upplýsingar sem geymdar eru i
islenskum ráðuneytum um þessi
mál séu aðgengilegar islenskum
fræðimönnum, sem þetta vilja
rannsaka. Þvi skorar Akureyrar-
deild Samtaka herstöðvaand-
stæðinga á rikisstjórnina og ráðu-
neyti að aflétta leyndinni af þeim
skjölum og gögnum, sem Elias
Daviðsson hefur leitað eftir að fá,
um erlendar fjárfestingar á
íslandi.”
Þórunn Sigurðardóttir afhendir Hailmari Sigurðssyni fyrsta ferða-
styrkinn úr Menningarsjóði FLt.
Hallmar
hlaut
ferða-
styrk
Hallmar Sigurðsson leikstjóri
hefur hlotið feröastyrk úr Menn-
ingarsjóði Félags leikstjóra á
Islandi að upphæð 600 þúsund
krónur. Þetta er I fyrsta sinn sem
veitt er úr Menningarsjóði FLl.
Ferðastyrkinn hyggst Hallmar
nota til ferðar um Finnland og
Vestur-Þýskaland, þar sem hann
ætlar að kynna sér samstarf og
samband milli leikhúsa og kvik-
myndagerðar og fylgjast með
störfum nokkurra þekktra leik-
stjóra sem vinna jöfnum höndum
fyrir leikhús og kvikmyndun.
„Geta kvikmyndir notið af þeirri
reynslu sem leikhúsin búa yfir og
hvernig þá?” er m.a. sú spurning
sem FLl og Hallmar hafa áhuga á
að velta fyrir sér.
Hallmar Sigurðsson lauk námi i
leikstjórn við Dramatiska Insti-
tutet i Stokkhólmi og hefur starf-
að hér á landi i uþb. ár. Hann setti
upp i haust sýningu LR „Að sjá til
þin maður” og æfir nú „Könnu-
steypinn pólitiska” hjá Þjóðleik-
húsinu.
Úthlutað verður úr Menningar-
sjóði Félags leikstjóra á Islandi
framvegis i upphafi leikárs ár
hvert. 1 stjórn hans eru Þórunn
Sigurðardóttir, sem jafnframt er
gjaldkeri FLt, Sverrir Hólmars-
son, tilnefndur af Leiklistarsam-
bandi lslands,og Jónas Jónasson.
Formaður FLÍ er Erlingur Gisla-
son.
—ekh
Heitt mál rætt
lögfræðingum:
Eftirlit með\
útlendingum j
ogframsal ■
sakamanna I
Lögfræðingafélag tslands >
efnir til almenns fundar um I
reglur islenskra laga um I
eftirlit með útlendingum og ,
framsal sakamanna á ■
morgun. Um þessi mál munu I
fjalla Jónatan Þórmundsson I
prófessor og Ragnar Aðal- ,
steinsson hæstaréttar- ■
lögmaður, sem kynnt hafa I
sér þau sérstaklega. Siðan I
verða almennar umræður. ,
Svo sem kunnugt er, er i
það i vaxandi mæli að I
erlendir menn leiti hér land- j
vistar, annaðhvort sem póli- ,
tiskir flóttamenn eða af ■
öðrum sökum. Verður á I
fundinum m.a. fjallað um j
það hvenær heimilt er að ■
meina mönnum að koma inn I
i landið, hvaða ástæður geta I
leitt til þess að mönnum er |
visað úr landi og hvaða ■
reglur gilda samkvæmt is- i
lenskum lögum og þjóða- I
rétti um skyldu rikja til þess |
að taka við pólitiskum flótta- ■
mönnum.
Þá verður rætt um þaö i I
framsöguræðunum, hver |
ákvæði gilda hér á iandi um ■
framsal sakamanna til ann- I
arra landa.
Þessi fundur Lögfræðinga- |
félagsins er öllum opinn. >
Hann hefst kl. 20.30 og er I
haldinn i stofu 101 i Lögbergi, I
Háskóla Islands.
. ■
Operutónleikar;
Ólöf og :
Garðar með!
Sinfómu- I
a
sveitinni I
Garðar Cortes
Einsöngvararnir ólöf I
Harðardóttir og Garðar |
Cortes syngja með Sinfóniu- |
hljómsveit lslands á tón- ■
leikum hennar annað kvöld. I
Þetta verða óperutón- I
leikar og flutt atriði úr |
ýmsum óperum eftir Verdi, •
Rossini, Donizetti, Puccini, I
Tsjaikovský, Catalani, I
Ponchielli og Gounod. I
Stjórnandi tónleikanna er 1
, Jean-Pierre Jacquillat. —vh I