Þjóðviljinn - 15.10.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.10.1980, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 15. október 1980. Hjálpar- beiðni Eins og kunnugt er af fréttum i fjölmiölum, brann ibúöarhúsiö aö Geldingará i Leirár- og Mela- hreppi, Borgarfjaröarsýslu, i noröan stórviöri þriöjudaginn 7. þessa mánaöar. Engum innan- stokksmunum varö bjargaö, og húsiö er aö mestu ónýtt, en þaö var aöeins fárra ára gamalt. A Geldingaá er sjö manna fjöl- skylda, þar af fimm börn, hiö elsta ellefu ára, en hiö yngsta á fyrsta ári. Innbú fjölskyldunnar var mjög lágt vátryggt og er tjón fólksins afar tilfinnanlegt og sárt. Þaö er erfiö og sár reynsla aö missa allt sitt i eldi og standa uppi allslaus og eignum rúinn. Þegar slikir atburöir veröa, reynir á hjálpsemi og fórnfýsi okkar samborgaranna. Ég er þess fullviss, aö margir vilja rétta þessu hjálparþurfandi fólki hönd sina og láta eitthvaö af hendi rakna til aö létta þvi mestu erfiöleikana. 1 trausti þess eru þessar linur ritaöar og heiti ég á samborgarana aö bregöast vel og drengilega viö hjálparbeiöni þessari. Þess skal getiö, aö útibú Lands- bankans og samvinnubankans á Akranesi hafa góöfúslega lofaö aö taka viö framlögum. Einnig má koma framlögum til Hjálpar- stofnunar kirkjunnar og til undir- ritaös. Jón Einarsson, sóknarprestur Saurbæ á Hvalfjaröarströnd Frá Slysavarna- félagi íslands: Hvíti stafurinn t dag hinn 15. október er alþjóöadagur hvita stafsins, tákns sjónskertra og blindra. Hug- rnyndin aö hvitastafnumvarfyrst sett fram I Paris áriö 1931,og þá þegar tók notkun hans aö ryöja sér mjög til rúms. Nú I dag hefur hvíti stafurinn hlotiö alþjóöa viöurkenningu sem besta hjálp- artæki til aö tfyggja sjónskertum og blindum sem mest öryggi á feröum þeirra. — Hvita stafinn er auövelt aö sjá I björtu jafnt sem myrkri og dimmviöri, þvi glit- ræmur, sem limdar eru á hann vekja eftirtekt ökumanna, þegar ljós bifreiöanna falla á hann. A þessum alþjóölega degi hvlta stafsins beinir Slysavarnafélag Islands þeim eindregnu tilmælum til allra vegfarenda aö þeir festi sér vel I minni hvita stafinn, og viröi I hvivetna tákn hans til auk- ins öryggis sjónskertum og blind- um. Sýniö þeim háttvisi i allri um- gengni og réttiö þeim styrka hjálparhönd hvenær sem þörf krefur. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKUR 10 ÁRA: A nýju hverfisskrifstofunni að Siöumúla 32. Ellen Júliusdóttir deildarfuiitrúi er lengst til hægri á mynd- inni,og næst henni stendur Margrét Siguröardóttir, sem annast eftirlit meö dagvistun barna á einka- heimilum. — Myndir —eik— Konur í miklum meirihluta þeirra sem leita aðstoðar Féla gsmálastofnun Reykja- vikurborgar veröur tiu ára á þessu ári. Af þvi tilefni var fariö meö fréttamenn I rútuferö um bæinn fyrir skömmu og þeim kynnt nýtt barnaheimili, Iöuborg i Feliahverfi, sem þegar hefur veriö sagt frá hér I blaöinu og einnig nýja hverfisskrifstofu aö Siöumúla 32. Sérstök áhersla var lögö á aö kynna starfsemi fjöl- skyldudeiidar og dagvistarmál. Aö sögn Geröar Steinþórs- dóttur, formanns félagsmála- ráös, ber talsvert á fordómum gagnvart fólki sem nýtur aö- stoöar Félagsmálastofnunar, einkum þeim skjólstæöingum hennar sem veitt er fjárhagsaö- stoö eöa búa i leigulbúöum borgarinnar. Sagöi Geröur aö nauösynlegt væri aö eyöa þessum fordómum meö auknum upplýs- ingum um eöli þeirra vandkvæöa sem rikja hjá skjólstæöingum fjölskyldudeildar. Þaö er þvi eöli- legt aö spyrja: hvar er fjöl- skyldudeild, og hvaö gerir hún? Aðstoð og ráðgjöf Fjölskyldudeild er ein af deild- um Félagsmálastofnunar og sú þeirra sem flestum málum sinnir. Nafniö er villandi, þvi einstakl ingar geta lika leitaö til hennar, en fjölskyldudeild er hún kölluö vegna þess aö i reglugerö um starfsemi Félagsmálastofnunar segir aö megináhersla skuli leggja á fjölskylduvernd, varnaöarstarf og endurhæfingu fjölskyldu og einstaklinga. Deildin annast ráögjöf, upplýs- ingarog aöstoö viö fólk sem leitar til stofnunarinnar vegna tima- bundinna eöa langvarandi erfiö- leika. Yfirmaöur fjölskyldudeildar er Guörún Kristinsdóttir félagsráö- gjafi, en auk hennar vinna viö deildina 20 starfsmenn. Deildinni er skipt i 3 aöaldeildir, sem hafa aösetur á hverfaskrifstofunum þremur: i Vonarstræti 4 (Vestur- bær austur aö Kringlumýrar- braut), Siöumúla 32 (Austurbær og Arbæjarhverfi) og Asparfelli 12 (Breiöholt. Breiöholtsskrif- stofan hefur nú starfaö i 6 ár, og þykir mikiö hagræöi,aö þvi aö staösetja skrifstofurnar i hverfunum, þannig aö fólk þurfi ekki aösækja alla þjónustu niöur I gamla miöbæinn. Þjónustan er meö þessu móti færö nær ibú- unum, og auk þess gefst starfs- fólkinu tækifæri til nánara sam- starfs viö aörar stofnanir borgar- innar (t.d. heilsugæslustöövar, sálfræöideildir skóla o.sfrv.) Vandkvæöin sem skjól- stæöingar fjölskyldudeildar eiga viö aö stíiöa eru af ýmsum toga spunnin. Mjög oft nægja atvinnu- tekjur ekki til framfærslu, eöa fólk uppfyllir ekki skilyröi til bóta. Stundum er um aö ræöa skyndilega breytingu á fjöl- skylduhögum (veikindi, fráfall maka, skilnaö, atvinnuleysi) hjá fólki sem býr viö erfiöar aö- stæöur og er ekki I stakk búiö til aö leysa vandamál sin sjálft. Konur í meirihluta Aöstoöin sem deildin veitir er einnig margvisleg, en algengast er aö um fjárhagsaöstoö sé aö ræöa eöa aöstoö viö aö leita hjálpar á öörum stofnunum, svo og ráögjöf og eftirlit meö uppeldi og aöbúnaöi barna. Hlutfall fjár- hagsaöstoöar hefur fariö minnk- andi á siöustu árum, en á sama tima hefur hlutur heimilisþjón- ustu og dagvistunar fariö vax- andi. Ariö 1978 voru skjólstæöingar 1561 talsins. Þar af voru öryrkjar 29,6%, ófaglæröir verkamenn 23,9%, og atvinnulausir 7,4%. Ef litiö er á einstaklinga sem leita aöstoöar má sjá aö konur eru i yfirgnæfandi meirihluta, og margar þeirra eru öryrkjar eöa atvinnulausar. Einstæöir for- eldrar voru 23.5% af skjólstæö- ingum deildarinnar áriö 1978 (nýrri tölur eru ekki fyrir hendi). Af þeim sem njóta aöstoöar deildarinnar eiga 19% viö lang- varandi veikindi aö striöa og 12% viö timabundin veikindi, 11% eru áfengissjúklingar og 14% hafa ónógar tekjur miðaö viö fjöl- skyldustærö. Fyrirbyggjandi starfsemi og endurhæfing eru einnig verkefni sem heyra undir fjölskyldudeild- ina, en sökum starfsmannafæöar hefur ekki veriö unnt aö sinna þeim sem skyldi. Félagsmálastofnun ráöstafaöi 2,8miljöröum króna á árinu 1979, oger þaö rúmur helminguraf þvi sem variövar til félagsmála á þvi ári. Nýja skrifstofan Meö tilkomu nýju hverfisskrif- stofunnar viö Slöumúla batnar aöstaöa stofnunarinnar verulega. Þarert.d. góö fundaaöstaöa, sem ekki hefur veriö fyrir hendi i Vonarstræti 4, og auk þess kaffi- stofa starfsfólks og biöstofa. For- stööumaöur nýju skrifstofunnar er Ellen Júliusdóttir deildarfull- trúi, og auk hennar starfa þar þrir fulltrúar, sem annast meö- ferö mála, gjaldkeri og ritari. Dagvistardeild hefur aöstöbu á sama staö og annast þrir starfs- menn hennar eftirlit meö dag- vistun á einkaheimilum. Þá hafa unglingafulltrúi og áfengismála- fulltrúi reglulega viötalstima á skrifstofunni. Dagmömmur S.l. haust samþykkti félags- málaráö aö auka eftirlit og um- sjón með dagvistun barna á einkaheimilum. Þetta er nú komið til framkvæmda, og veitir Margrét Siguröardóttir þessari starfsemi forstööu á vegum Félagsmálastofnunar. Bætt hefur veriö viö tveimur starfsmönnum, til viöbótar þeim tveimur sem fyrir voru, og er nú viö þaö miöaö aö umsjónarfóstra komi á öll heimilin einu sinni i mánuöi. Nú hafa 350einkaheimili i Reykjavik leyfi til aö taka börn I dagvistun, ogeru börnin sem þar dveljast nú á sjöunda hundraö talsins. Dag- vistun á einkaheimilum er mun dýrari fyrir foreldra en á dag- vistarheimilum borgarinnar, eöa 119 þúsund krónur á mánuöi fyrir eitt barn. Einstæöir foreldrar fá þetta þó niöurgreitt til samræmis viö gjald á dagheimilum, sem er 42.000 kr. á mánuöi. Rétt er aö benda á, aö um þessa niöur- greiðslu þarf aö sækja til Dag- vistardeildar borgarinnar aö Fornhaga 8. Eins og flestum ætti aö vera kunnugt fer þvi fjarri aö dag- vistarrými i Reykjavik séu nægi- lega mörg til aö anna eftirspurn- inni. Dagvistun á einkaheimilum ersprottinaf þeirri gifurlegu þörf sem hefur veriö og fer stööugt vaxandi, vegna aukinnar þátt- töku kvenna i atvinnulifinu. Það hlýtur aö teljast spor i framfara- átt, þegar borgaryfirvöld gangast fyrir þvi aö eftirlit sé aukiö meö þessari einkadagvistun og hún bætt eftir þvi sem kostur er, meöanekki er völ á dagheimilum fyrir öll börn. Stjórnun á dagvistun barna á einkaheimilum heyrir nú undir dagvistardeild Félagsmálastofn- unar, einsog öll önnur dagvistun barna i borginni. Dagmömmum gefstkosturá aö sækja námskeiö, sem haldin eru I Námsflokkum Reykjavikur. Þessum námskeiö- um hefur nú veriö fjölgaö mjög, og hefur öllum dagmömmum veriö gert skylt aö sækja þau. Þá hefur dagvistardeild tekiö aö sér aö skrá börn á biðlista hjá dag- mömmum. Einnig er stefnt aö auknu samstarfi dagmæöra, þannig aö þær geti tekiö viö börn- um hverrar annarrar ef um for- föll er aö ræöa. t þessu felst aukiö öryggi fyrir foreldrana, einsog reyndar I öllum þeim ráöstöfun- um sem geröar hafa veriö til aö auka eftirlit meö þessum þætti dagvistunar og samræma hana þjónustu barnaheimilanna. Loks má geta þess aö prentaöur hefur veriö bæklingur meö upplýs- ingum og reglum sem snerta bæöi dagmömmur og forráöamenn þeirra barna sem hjá þeim vist- ast, og verður honum dreift til þessara aöila. Ný heimili Á þessu ári veröa opnuð tvö ný dagvistarheimili, til viöbótar viö Iöuborg, og eru þau bæöi i Breiö- holti og bæöi byggö eftir sömu teikningu og Iðuborg. Dag- heimiliö viö Fálkabakka veröur væntanlega opnaö i nóvember, og dagheimiliö viö Hálsasel i desem- ber. t desember er einnig ætlunin aö opna nýtt skóladagheimili viö Blöndubakka. Fyrir lok þessa árs veröur þvi pláss fyrir um 945 börn á dag- heimilum i Reykjavik, 1900 á leik- skólum og 170 á skóladagheimil- um. Alls eru þetta 3015 börn, og þar viö bætast þau börn sem eru hjá dagmömmum, en þau eru á sjöunda hundraö, einsog áöur var getiö. Þetta er auövitaö engan veginn nóg, og enn eru hundruð bama á biölistum hjá dagvistar- deild, en þörfin er jafnvel enn meiri en biölistarnir segja til um,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.