Þjóðviljinn - 29.10.1980, Side 3

Þjóðviljinn - 29.10.1980, Side 3
Miövikudagur 29. október 1980 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 3 Aætlanir um aö rikiö yfirtaki rekstur Fæöingarheimiiisins hafa vakiö ótta um aö heimiliö yröi iagt niöur. Ljósm: —eik. Áfram fæðingar á F æðingarheimilinu Alltaf verið góð samvinna segir forstöðumaður K vennadeildarinnar „Þaö er ekki meiningin hjá mér sem læknisfræði- legum yfirmanni aö gera neinar breytingar á þessum rekstri og ég tel rétt að áfram veröi fæð- ingar á Fæöingarheimilinu ef af þessum samningum verður og þaö yröi gert að hluta af Kvennadeildinni", sagöi Sigurður S. Magnus- son, prófessor og forstööu- maður Kvennadeildar Landspitalans. ,,Ég hef ekki farið ofan i reksturinn á heimilinu”, sagði Siguröur, ,,en ég álit aö reka eigi þaö áfram með sama sniði og hafa fæðingar á báðum stöö- unum”. Aöspurður hvort sama forstööukona og starfsfólk yrði þá áfram á heimilinu, sagði hann: „Það er alveg sjálfsagður hlutur og ég hef aldrei heyrt talað um annað”. Sigurður sagði að þess mis- skilnings hefði gætt aö undan- förnu að fæðingar væru mjög mismunandi á þessum tveimur stofnunum. „Það er ekki rétt”, sagöi hann. „Aðalmunurinn er sá, aö Landspitalinn er kennslu- r Obreyttur rekstur á Fœðingarheimilinu ? Sé ekkert því til fyrirstöðu segir framkvæmda- stjóri rikisspitalanna „Þetta mál hefur ekki komiö til kasta stjórnar rikisspital- anna enn sem komið er, enda fengum viö fyrst formlegt bréf um þaö frá stjórn sjúkrastofn- ana Reykjavikur i gær,” sagöi Daviö A. Cunnarsson, fram- kvæmdastjóri rikisspitalanna i samtali við Þjóðviljann um Fæöingarheimilismáliö. „1 stjórn rikisspitalanna hef- ur þvi ekkert verið rætt um að breyta starfsemi Fæðingar- heimilisins ef til yfirtökunnar kemur,” sagði Davið ennfrem- ur. „I bréfi stjórnar sjúkra- stofnana eru settar fram ákveðnar óskir um að fæöingar farifram áfram á heimilinu svo og að starfsfólki verði tryggð sambærileg og sömu störf eftir hugsanlega yfirtöku rikisins og ég sé ekkert þvi til fyrirstöðu og tel nánast sjálfsagt. Sjúkra- stofnanir eru þjónustustofnanir og eiga að veita þá þjónustu sem almenningur i landinu vill, — þarna er ákveöin starfsemi fyr- ir hendi sem menn vilja við- halda, og ég sé ekkert þvi til fyrirstöðu.” —AI Siguröur S. Magnússon: Hef eng- ar breytingar á prjónunum ef Kvennadeildin og Fæöingarheim- iliö veröa sameinuö. stofnun en Fæðingarheimiliö ekki og ég hef ekki áætlanir um að breyta þvi”. Þá sagöi hann aö hin svonefnda franska fæðingaraö- ferð hefði aldrei verið tekin upp hér á landi i sinni réttu mynd, hins vegar heföi bókin haft mikil áhrif á rekstur fæðingardeilda, um allan heim, einnig hér á landi. „Það er vitað”, sagöi Siguröur, „aö nær helmingur af þeim slysum og sköddun sem veröa við fæðingar veröa i svokölluðum eðlilegum fæöingum en fæöingin og fyrsta vikan eftir hana er ný- burum jafn hættuleg og næstu 40 ár i lífi þeirra. Þróunin hefur þvi verið sú að láta allar konur fæða á gjörgæslustofnunum en gera þær jafnframt heimilislegri” Hann sagði að Sviar hefðu lagt sin fæðingarheimili niður 1960 og breska þingiö heföi nýlega sam- þykkt að feta i fótspor þeirra. Hins vegar væri Fæðingarheimili Reykjavikur mun betra frá öryggissjónarmiði en viöast er- lendis og þvi sæi hann ekkert á móti þvi aö fæðingar færu þar fram áfram. Sérfræðingar væru viðstaddir allar fæöingar þar, ný- buraþjónusta væri góð og stutt yfir á Landspítalann ef eitthvað bæri út af. Samvinna milli þessara tveggja stofnana hefði verið geysilega góð. Hvað nýtinguna snertir, sagði Siguröur, aö ekki væri hægt aö I reka fæðingarstofnanir meö 100% nýtingu, þvi þær yröu að vera nógu stórar til að geta tekið á móti toppunum sem alltaf kæmu i fjölda barnsfæðinga. Hann sagði að trúlega gæti Kvennadeild Landspitalans annað öllum þeim fæðingum sem nú færu fram á báðum stofnunum en um það væri samt ekkert vitað. „Ég tel ekki, aö fleiri konur myndu fæða á Fæðingar- heimilinu en nú er, þó rikið yfir- tæki reksturinn” sagöi Siguröur. Nýtinguna mætti þó bæta með þvi að senda sængurkonur þangaö eftir barnsburð á Kvennadeild- inni ef þörf væri á. Hann benti á aö sumar konur vildu fæöa á Fæðingarheimilinu, aðrar ekki, og sagöi að vegna skorts á sængurkvennaplássi hefði marg- oft þurft að neita konum um pláss á Kvennadeildinni. „Þær hafa ekki allar verið jafnánægöar með að fara yfir á Fæðingarheimilið”, sagöi hann. „Þaö er mörgum al- veg jafnmikiö tilfinningamál aö vilja vera á Kvennadeildinni eins og öðrum aö vilja vera á Fæðingarheimilinu og ég sé enga ástæðu til að leggja þá fæðingar- stofnun niður”, sagöi Sigurður S. Magnússon að lokum. —AI FÆÐINGARORLOF TIL ALLRA FORELDRA Félagsmálapakki ríkisstjórnarinnar hef ur nú verið opnaður og fyrsta málið sem upp kom og það sem hvað mestum tíðindum sætir er fæðingarorlof fyrír öll for- eldri frá og meðl . janúar 1981. Fæðingarorlof ið miðastvið kr. 440 þús. á mánuði og er skipt niður í þrjá f lokka, eftir því hve mikla vinnu foreldrið stundar. Þannig fær kona sem stundar f ulla vinnu alls 1320 þús., kona í hálf u starf i 880 þús. kr. og þær sem vinna 515 stundir og minna eða eru heimavinnandi fá 440 þús.. Fyrir félaga innan ASI er um mikla réttarbot að ræða, en annað mikilvægt ákvæði er að ekki megi segja barnshafandi konu upp störf um, eða konu í fæðingarorlof i. Hvað segja þeir sem barist hafa fyrir fæðingarorlof i öllum konum til handa um þennan áfanga? Áfangi á réttri leið Rœtt við Jóhannes Siggeirsson hagfrœðing ASÍ Hvaö felst i þeim breytingum sem rikisstjórnin hyggst gangast fyrir varöandi reglur um fæöingarorlof fólks sem er innan Alþýöusambands tslands. Þá spurningu lagöi Þjóöviljinn fyrir Jóhannes Siggeirsson hagfræöing ASt. — Stærsta breytingin er sú að nú fá allarkonur rétt til fæðingar- orlofs, hvort sem þær vinna á al- mennum vinnumarkaöi eða eru heimavinnandi. Gróflega reiknað telst okkur til aö þaö séu um 2000 konur á barneignaaldri innan ASÍ og um það bil 1700 heimavinnandi húsmæður sem koma til meö að njóta þessara réttinda. Þaö fer þó auövitað eftir fjölda fæðinga hvernig þau nýtast. Annað atriði er að nú er kostn- aöinum vegna fæðingarorlofsins létt af atvinnuleysistrygginga- sjóði og greitt af almennum sjóði landsmanna. Hingað til hafa konur innan ASÍ átt kost á 12—21 dags fæöingar- orlofi sem greitt er af atvinnurek- endum, en siðan hefur atvinnu- leysissjóöurinn komið til, en þær greiöslur hafa verið mjög lágar. Þaö sem nú hefur fengist er mikil framför fyrir láglaunafólk, en þetta er auðvitað aðeins áfangi á réttri leiö. Þessar greiðslur sem nema 440 þús. kr. á mánuði eru lægri en þær sem félagar innan BSRB og félags bankamanna fá og það eru stærstu vonbrigðin að þaö er hvorki greitt í lifeyrissjóöi eöa orlof af fæðingarorlofinu. Þar með eiga launþegar innan ASI sem fá fæðingarorlof ekki rétt á fullu frii og þeir öðlast ekki full lifeyrissjóðsréttindi það ár sem fæðingarorlofið er tekiö. 1 yfirlýsingu rikisstjórnarinnar er talað um foreldri og við höfum lagt áherslu á það I okkar kröfum aö foreldrar geti skipt á milli sin fæðingarorlofinu. Enn eitt atriði sem er breyting frá því sem áður gilti er það, aö ekki megi segja barnshafandi konu upp starfi, eöa konu sem er i fæöingarorlofi. Viö höfum lagt á þaö áherslu að fæöingarorlofiö verði greittúralmennum sjóöum, til þess að veikja ekki stöðu kvenna á vinnumarkaðnum en það hefur viljað brenna við að at- vinnurekendurhafisagt þeim upp og þar meö hafa þeir losnaö viö aö borga fæöingarorlof. Þá vil ég að lokum nefna það atriöi aö kona geti sótt um greiöslu meira en mánuði fyrir fæðingu, vegna veikinda eöa ann- ars. Þetta getur skipt máli t.d. fyrir þernur eða flugfreyjur svo dæmi séu nefnd. Störf þar sem öryggið getur krafist þess að konan hætti fyrr en ella. Þaö er ennþá eftir að útfæra ýmislegt varöandi fæðingarorlofið, en viö höfum náð einum áfanga á réttri leiö”, sagði Jóhannes Siggeirs- son. —ká Sigur láglaunakvenna — sagði Hildur Jónsdóttir félagi i Verklýðsmálahópi Rauðsokkahreyfmgarinnar „Það er sigur fyrir láglauna- konur að fæðingarorlofið skuli hafa komist f gegn” sagði Hildur Jónsdóttir, en hún er félagi I Verslunarmannafélagi Reykja- víkur og hefur starfað i verka- lýðsmálahópi Rauösokkahreyf- ingarinnar, m.a. að þvi að vekja athygli á þvi misrétti sem konur innan ASt bafa verið beittar I fæð- ingarorlofsmálum. „Þetta er mikil hækkun fyrir konur innan ASl, sem eru i fullu starfi. Þarna er viðurkenndur réttur til lengra orlofs, en hingaö til hafa konur innan ASI fengið allt frá 12 dögum upp i 21, en siðan getað fengið greiðslur úr atvinnu- leysistryggingasjóði upp i 90 daga, ef þær hafa unnið svo og svo mikið. Samt finnst mér i grundvallar- Hildur Jónsdóttir atriðum ekki rétt að tengja fæðingarorlofið þeirri vinnu sem lögð er af mörkum, það verður aldrei jafn réttur sem nær til allra kvenna. T.d. falla skólanemendur og allir þeir sem eru utan þessa mæida vinnutima i iægsta flokk- inn og það er nú ekki mikið fyrir þann sem þarf að sjá sér og barni sinu farborða. Ég er þeirrar skoö- unar að það þurfi að marka ' heildarstefnu i fæðingarorlofs- máium og það sem er næst á dag- skrá er að virkja feður, fá þá til aö taka sinn hluta orlofsins og sinna börnunum. Það er bara þannig að þrir mánuðir eru varla til skiptanna. Stefna okkar i Rauðsokkahreyfingunni hefur lengi verið að berjast fyrir 6 mánaða orlofi öilum til handa og að þvi ber að stefna. Ég vil samt itreka að lokum að þessi áfangi sem nú hefur náðst er stórkostleg réttarbót, þó að alltaf megi betur gera ”, sagði Hildur. —ká „Ff ilagsmálap: ikkinn beti ri en ég bj< íst við' — sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir form. Sóknar „Félagsmálapakkinn er góður og mun betri en ég átti von á” sagði Aöalheiður Bjarnfreðs- dóttir form. Sóknar. Kaflinn um fæðingarorlofið hefur mikið aö segja fyrir konur innan Verkamannasambandsins og Iðju, en þar eru þeir hópar sem hingað til hafa verið hvaö verst settir. Það er þannig núna aö þær konur sem ekki hafa unnið þrjú ár fá 3ja vikna fæðingarorlof, en meginreglan er, að konur fá 70—80% af 2. taxta Dagsbrúnar, sem deilist á allt að fjóra mánuði og hefur tæplega náð 900 þús. kr. Með þessum nýju ákvæöum náum við aö visu ekki þvf sama og hátekjufólk, en þetta er mikil réttarbót. Ég er mjög ánægö með að það skuli vera talaö um for- eldri. Þar með er karlmönnum opnuö leið til aö njóta fæðingar- orlofs. Þaö er annað sem lika gleður mig, greinin um að ekki megi segja ófriskum konum upp starfi. Þaöhefur viljaðbrenna viö aö Sóknarstúlkum hafi verið sagt upp ef þær urðu barnshafandi. Annar áfangi er að heima- vinnandi konur skuli fá fæðingar- orlof. Fyrir lágtekjufólk skiptir þaö miklu. Fæöingarorlofið kemur betur út en ég bjóst við,” sagði Aöalheiöur aö lokum. —ká Aöalheiður Bjarnfreðsdóttir Opinn fundur á Reyðarfirði: Atvinnu- og orkumál Almennur, opinn fundur um At- annaö kvöld, fimmtudaginn 30. vinnu-og orkumálverður haldinn október, kl. 20.30. Framsögu- i Félagslundi á Reyðarfiröi á maður: Hjörleifur Guttormsson vegúm Alþýöubandalagsins þar iönaöarráðherra.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.