Þjóðviljinn - 29.10.1980, Side 7

Þjóðviljinn - 29.10.1980, Side 7
Miövikudagur 29. október 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 OLAFUR JONSSON framkvæmdastjóri: Fimmtíu hellsugæslu- stöðvar á sjö árum Grunnurinn aö því skipu- lagi heilsugæslunnar, sem nú er veriö að byggja upp, var lagður með setningu laga um heilbrigðisþjón- ustu nr. 56 árið 1973. Þau lög voru síðan endurskoðuð og gefin út að nýju og eru nr. 57 1978. Áður voru starfandi heilsuverndarstöðvar i flestum þéttbýlisstöðum landsins og starfa sumar þeirra enn i dag sam- kvæmt eldri lögum. Lögin um heilbrigöisþjón- ustuna voru sett áriö 1973 viö þær aöstæöur aö mikill skortur var á, læknisþjónustu viösvegar um landiö m.a. vegna skorts á viöunandi starfsaöstööu fyrir lækna. Þaö var þvi yfirlýst stefna stjórnvalda við setningu laganna aö þeir landshlutar skyldu hafa forgang við uppbyggingu heilsu- gæslustööva fyrstu árin. Hröð uppbygging Nú i dag, aöeins 7 árum eftir aö lögin voru sett eru teknar til starfa heilsugæslustöövar á 50 stööum af þeim 72 sem um er getiö i lögunum frá 1978 og á flest- um hinna 22ja eru starfandi heilsuverndarstöövar og skortur á læknisþjónustu ekki lengur verulegt vandamál. Uppbygging heilsugæslustöðva er nú einnig hafin i stærri kaupstööum lands- ins og veröur ekki annaö sagt en aö þessi uppbygging hafi gengið hratt yfir, enda fast eftir aö henni sótt af sveitarstjórnum. Skipting byggingarkostnaöar heilsugæslustööva er sveitar- félögunum mjög hagstæö, en þau greiöa aöeins 15% af byggingar- kostnaöi og tækjabúnaöi stööv- anna. Hefur erfiöur fjárhagur sveitarfélaganna þvi ekki tafið þessar framkvæmdir þó að viöast hvar sé byggt af nokkurri reisn. Rekstur heilsugæslustöövanna hefur hinsvegar oröiö sveitar- félögunum mjög erfiöur. Samkvæmt fyrrnefndum lögum er skipting rekstrarkostnaöar þannig á milli rikisins og sveitar- félaganna aö rikiö greiöir laun lækna, hjúkrunarfræöinga og ljósmæöra en sveitarfélögin allan annan rekstrarkostnaö svo sem húsnæöiskostnaö, launakostnaö annarra en fyrrnefndra starfs- stétta, skrifstofukostnaö, sima- kostnaö og hjúkrunargögn. Sveitarfélögin kjósa 2 menn i stjórn heilsugæslustöðvanna og starfsfólk stöövanna 1 mann. Þau bera þvi alfarið ábyrgö á rekstr- inum. Engin stofnun á vegum rikisins hefur eftirlit meö rekstr- inum og liggja þvi hvergi fyrir á einum staö upplýsingar um þenn- an mikilvæga þátt i rekstri heil- brigöisþjónustunnar. Einstakir kostnaöarliöir heilsugæslustööv- anna finnast sem undirliöir i árs- reikningum sveitarfélaga og i minnispunktum einstakra stjórnarmanna heilsugæslustööv- anna. 3-8% af útgjöldum Eftir nánari skoöun á rekstri nokkurra heilsugæslustööva og með viötölum við stjórnendur þeirra, kemur i ljós aö starfsemi þeirra og rekstur er mjög misjafn eftir aöstæöum á hverjum stað og þeim kröfum sem geröar eru til þjónustu á þessu sviði. Kostnaður sveitarfélaganna viö rekstur stöövanna er einnig mjög mis- jafn. Viö þær aöstæöur sem ég hefi hér lýst, þá er erfitt aö nefna tölur um kostnaö sveitarfélaga viö rekstur heilsugæslustööva, en eftir þvi sem næst veröur komist þá var hann á árinu 1979 frá 6 til 18 þúsund krónur á hvern ibúa i viðkomandi umdæmi. Nemur þaö 3 til 8% af útgjöldum sveitar- félaganna. Ég á von á þeim viöbrögðum áheyranda aö ekki sé þetta nú hátt hlutfall af útgjöldum sveitar- félaganna, fyrir svo mikilvæga þjónustu. Þá ber aö hafa það i huga aö þegar lögin voru sett þá var þessi útgjaldaliöur ekki til á reikningum flestra sveitarfélag- anna. Lög um tekjustofna sveitar- félaga hafa ekki verið endur- skoöuö siðan árið 1972 og er sveitarfélögum ekki heimilt aö hækka útsvörin þó aö stofnaö sé til nýrra útgjalda og veröa þau þvi aö draga úr annarri þjónustu eöa fella niöur framkvæmdir. Þessi lauslegu dæmi um reksturkostnaö heilsugæslu- stöðva, eiga viö um fámennari umdæmin, en ekki er komin reynsla á rekstur þeirra stööva sem teknar eru til starfa I stærri kaupstööum. Sameiginlegt verkefni Margt mælir meö þvi aö rekstur heilsugæslunnar sé sameiginlegt verkefni rikisins og sveitarfélaganna. _ Rikisvaldinu ber aö try&gja þaö aö heilbrigðis- þjónustan sé virk um allt land og sveitarfélögin eiga ekki aö afhenda rikisvaldinu öll yfirráö á svo mikilvægri þjónustu. Skipting verkefna og kostnaöur við þá þjónustu þarf aö vera í stööugri endurskoöun. Úti á landsbyggöinni er rekstur heilsugæslustööva ný og mjög mikilvæg þjónusta en jafnframt nýr kostnaöarliöur fyrir sveitar- félögin. 1 kaupstööum er stofnun heilsu- gæslustööva tilfærsla á kostnaöarliöum frá rikinu yfir á bæjarfélögin, miöaö viö núver- andi skiptingu verkefna og kostn- aðar. Ef sveitarfélögin eiga aö bera þennan kostnaö þurfa þau aö fá heimild til þess aö leggja hann á ibúana I einu eöa ööru formi. Þeear rætt er um kostnaö viö rekstur heilsugæslustöðva og hverjir skuli bera hann, er rétt að hafa þaö i huga aö þessi þáttur heilbrjgöisþjónustunnar er enn i mótun og fullvist má telja aö kostnaöurinn hækkar aö verðgildi á næstu árum. Þó aö æskilegt sé og nauðsynlegt aö fara varlega i aö stofna til kostnaðar i rekstri, umfram nauösyn, þá tel ég aö heilsugæslan sé sá þáttur sam- neyslunnaar, sem allir gera kröfu til aö sé i góöu lagi og togstreita um skiptingu kostnaöar má ekki koma niöur á þjónustunni. Ég tel aö sterk rök mæli meö þvi að skipting rekstrarkostnaðar heilsugæslustööva veröi endur- skoöuö, vegna erfiöleika fá- mennra umdæma og ég tel rétt aö sú kostnaöarskipting veröi i endurskoöun á meöan rekstur heilsugæslustööva i landinu er aö komast i fast form. Sú ákvöröun rikisvaldsins aö greiöa laun hjúkrunarfræöinga og ljósmæöra en ekki laun sjúkraliöa og meinatækna, skapar erfiöleika á þvi aö koma á eðlilegri verka- skiptingu heilbrigöisstéttanna á heilsugæslustöövum I kaup- stööum. Merkur áfangi Þegar rætt er um heilbrigöis- þjónustuna og kostnaö viö hana, er rétt að minna á þaö að sveitar- félögin kosta aö öllu leyti heil- brigðiseftirlitiö, sem i öllum stærri bæjarfélögum er umfangs- mikil starfsemi. Lög um heilbrigðiseftirlit er lagabálkur sem leggur margvis- legar skyldur á sveitarfélögin. Einnig væri gagnlegt aö þessi ráöstefna tæki til umræöu nýju lögin um aöbúnaö, hollustuhætti og öryggi á vinnustööum, sem koma til framkvæmda um næstu áramót. Þau lög eru merkur fangi i baráttunni fyrir heilsugæslu og menningarlegu umhverfi á vinnustööum, en verksviö þeirra laga skarast viö, eða gengur inn á verksviö heilsugæslustöövanna og heilbrigöiseftirlitsins. Við framkvæmd allra þessara laga þarf aö gæta þess vandlega aö ekki fari tveir eöa fleiri aöilar aösinna sömu verkefnunum. Það væri vissulega ómetanlegur liös- auki fyrir heilbrigöisþjónustuna i landinu, ef þaö tækist aö virkja starfsfólkiö á öllum vinnustööum til árvekni og starfs að heilsu- gæslu i þvi umhverfi, sem menn dvelja oft hálfan sólarhringinn. Aö slfku starfi stefna nýju lögin um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustööum. Gott samstarf Eins og áöur er fram tekið, þá er rekstur heilsugæslustöövanna alfariö verkefni sveitarfélag- anna. Kostnaöarþátttaka rikis- valdsins takmarkast við bygg- ingarkostnaö, tækjabúnaö og íaun heilbrigöisstéttanna. Um þennan rekstur hefur viöa um landiö myndast gott samstarf margra sveitarfélaga um stofnun og rekstur heilsugæslustööva, samstarf sem vel gæti leitt til samvinnu um aöra málaflokka. Hef ég þar sérstaklega i huga samstarf um byggingu og rekstur á hjúkrunarheimilum og ibúöum fyrir aldraö fólk i sveitarfé- lögunum, en rekstur slikra stofn- ana fer vel saman viö starfsemi heilsugæslustöövanna. Vegna ábyrgöar sveitarfélag- anna á rekstrinum, er æskilegt aö skrifstofa þess sveitarfélags þar sem stööin starfar annist fjár- greiðslu og bókhald fyrir heilsu- gæslustöövarnar, en mikilvægt er aö stjórn hverrar heilsugæslu- stöðvar sé virk i starfi og fylgist vel með öllum þáttum starf- seminnar. Aö starfsemi heilsugæslustööva standa raunverulega þrir aöilar, þ.e. sveitarfélögin og rikiö sem annast reksturinn, starfsfólkiö sem vinnur þjónustustörfin og fólkið sem nýtur þjónustunnar. Jákvætt viðhorf Hér hefur einhliða verið rætt sjónarmiö rekstraraöilanna, sveitarfélaganna og rikisvalds- ins, en ég vil aðeins víkja að viöhorfum hinna aðilanna þó aö aörir geri þvi betri skil. Mér viröist aö heilbrigöisstétt- irnar hafi m jög jákvætt viðhorf til uppbyggingar heilsugæslustööva, enda er verið aö bæta mjög veru- lega alla starfsaðstöðu þeirra. Læknar, sem áöur voru einir við störf viö erfiöar aöstæöur, hafa nú fengið aöstoöarfólk, starfsaðstöðu og nokkurn tækja- búnaö. Breyttar þjóöfélags- aðstæöur hafa þó skapað ný verk- efni og eru sum þeirra ekki auö- leyst. Ólafur Jónsson: A næstu fimm árum þarf aö Ijúka viö heilsu- gæslustöövar á þeim stööum sem getiö er um i lögunum frá 1978, eða á 22 til viöbótar. Vil ég þar aöeins nefna sem dæmi aö þar fer mjög i vöxt að aldrað fólk búi eitt i ibúð, jafnvel ein háöldruö manneskja á sveitabýli. Slikar aðstæður kalla á aöstoö samfélagsins og veröur þaö þá oftast hlutverk hjúkrunar- fræðings aö veita þá aöstoö. Hjúkrun og félagsleg aöstoö á heimilum er mjög vaxandi þáttur i starfi heilsugæslustöðva og er mjög erfiöur vegna skorts á hjúkrunarheimilum. A þvi sviði er mikilla úrbóta þörf. Hjá fólk- inu, sem á aö njóta heilbrigöis- þjónustu á heilsugæslustöövunum er einnig mjög jákvætt viöhorf til þeirra. Þaö skapar öryggiskennd hjá fólki aö vita af slikri stofnun, sem hægt er aö leita til ef eitthvaö ber útaf með heilsufariö. Meö bættri þjónustu og upplýsingastarfsemi koma fram nýjar þarfir og kröfur um aukna og fjölbreyttari þjónustu á sviði heilsugæslunnar og endur- hæfingastarfi. Lögin um heilbrigöisþjónustu, sem sett voru áriö 1973 voru mjög merkur áfangi i heilbrigöis- málum þjóöarinnar. Meö framkvæmd þeirra laga hefur aðstaða landsmanna til heilbrigðisþjónustu þegar veriö jöfnuö verulega og bætt. Þegar uppbyggingunni samkvæmt þeim lögum, eins og þau eru nú eftir endurskoðun þeirra 1978 lýkur, vona ég að aðstaða heilsugæsl- unnar hér á landi verði sambæri- leg við þaö sem best gerist með öðrum þjóðum. Starfsemin sjálf og reksturinn verða svo væntanlega i stööugri endurskoöun og framþróun i samræmi viö kröfur samtimans. Þar sem ég er leikmaður á sviði heilbrigöismálanna, vil ég ekki setja fram mótaðar tillögur um stefnumörkun á sviöi heilsugæsl- unnar, sem ég tel þó að sé verk- efni þessarar ráðstefnu að undir- búa. Verkefni næstu ára Ég vil þó, sem þátttakandi i þessu starfi,varpa fram nokkrum ábendingum um verkefni til umræöu i starfshópum, sem hér eiga að starfa. 1. A næstu 5 árum þarf aö ljúka uppbyggingu heilsugæslu- stööva á öllum þeim stööum, sem um er getiö i lögum nr. 57 frá 1978. Samræma þarf starf- semi stöövanna meö setningu reglugeröar og endurskoöa skiptingu kostnaöar viö rekst- urinn. Jafna þarf aöstööu landsmanna meö þvi aö auka þátttöku rikisins i rekstri heilsugæslustööva i fámennum umdæmum. 2. Breyta þarf hiö fyrsta skiptingu landsins i læknis- héruö á þann veg aö yfirlæknir á hverri heilsugæslustöö veröi jafnframt héraðslæknir i umdæmi stöövarinnar. Ef heil- brigðismálaráö eiga að starfa, gætu þau veriö skipuð full- trúum frá sveitarfélögum og heilbrigöisstofnunum i hverju umdæmi. 3. Gera þarf áætlun um mark- vissa uppbyggingu hjúkrunar- heimila og sérhannaðra ibúöa fyrir aldraöa i næsta nágrenni Framhald á bls. 13 Nýja heilsugæslustööin f Kópavogier meöal þeirra 50 sem tekiö hafa til starfa á sl. sjö árum, enda hafa sveitarfélögin gengiö fast eftir framkvæmd laganna og byggt af stórhug. Hinsvegar er rekstur stööv- anna erfiður. Frá heilbrigdisþingi

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.